Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 24. júní 1986 Oagur í heimsókn í frystihúsinu á Grei „Framtíöin stórt spumingarmerki“ - segir Ögmundur Knútsson, verkstjóri hjá Kaldbak á Grenivík Á Grenivík er frystihús, eins og í flestum sjávarplássum hér á landi. Frystihúsið heitir Kaldbakur og er að mestu í eigu einstaklinga á Grenivík. Er blaðamenn Dags voru á ferð á Grenivík á dögunum var frystihúsið heimsótt og það er Ögmundur Knútsson sem veit- ir helstu upplýsingar um rekst- urinn. Ögmundur er reyndar Akureyringur, en hefur verið verkstjóri í frystihúsinu í 5 ár. Hann keyrir á milli Akureyrar og Grenivíkur á hverjum vinnudegi, ásamt föður sínum og bróður, Knúti Karlssyni og Birgi Karli. „Það eru hér á milli 70 og 80 manns í vinnu, þar af eru um 30-35 konur í snyrtingu og pökkun. Þetta er allt fólk héðan frá Grenivík og nágrenni, við höfum engar verbúðir eða slíkt.“ Sagði Ögmundur að yfir sumarið væri fleira fólk í vinnu en yfir veturinn, aðallega skóla- fólk. „Við höfum nóg hráefni. Núpur er eina skipið hér núna, hann gerir út á línu, svo eru trillur. Það fara 10-12 tonn í gegnum húsið á dag í eðlilegri vinnslu." Þeir Kaldbaksmenn verka svolítið í saltfisk, en það er aðeins gert ef húsið hefur ekki undan að frysta. Fyrir um 2 árum var byggt við húsið og flutt í nýj- an vinnslusal. - Eitthvað um kvótann að segja, Ögmundur? „Aðeins dauði og djöfull, nei, nei, svoleiðis má ekki segja í blöð. Núpurinn er með kvóta, en það er heildarkvóti á trillunum. Þegar Núpurinn er búinn með kvótann fer hann á grálúðuveið- ar. Framtíðin er stórt spurningar- merki, það er óvissa framundan hjá okkur.“ - Flvað gerir svo verkstjóri í frystihúsi? „Allt mögulegt. Ég brýni t.d. hnífana. Ég geng um og sé um að allt gangi sinn vanagang, reyni að ráðskast í fólkinu eða það í mér.“ Það er nefnilega það, fullt af óbrýndum hnífum og þar með var Ögmundur rokinn burt og farinn að brýna. -HJS Góður mórall aö sögn Elínar sem hefur veriö í sumarvinnu hjá Kaldbak síðan hún var 13 ára „Ne, hei, það er sko ekki gam- an að vinna í físki og vonandi verður þetta síðasta sumarið mitt á frystihúsi,“ sagði Elín Yilhjálmsdóttir er hún var spurð hvort það væri ekki bráðgaman að snyrta blessað- an þorskinn. „Það er bara ekki hægt að fá aðra vinnu á Greni- vík, ég sótti um hjá hreppnum en þeir réðu bara stráka.“ Það var ekki laust við að Elín væri hálfsvekkt yfír þessu. Elín, sem er 16 ára, hefur unn- ið hjá Kaldbak á sumrin síðan hún var 13 ára. „Ég var í Verk- menntaskólanum á Akureyri í vetur á matvælatæknibraut. Já, ég ætla að halda áfram í skólan- um, en sótti um uppeldisbraut næsta vetur, hef meiri áhuga á því núna.“ - Gott kaup? „Það er ágætt held ég, annars er ég ekki búin að fá neitt útborg- að ennþá, er nýbyrjuð. Jú, jú, það er bónus, en við erum ekkert að stressa okkur yfir því, tökum þessu bara létt. Annars er ágætt að vinna hérna, það er góður mórall og það skiptir öllu máli. Sætir strákar? Þeir eru ágætir.“ Við látum það vera lokaorð Elín- „Ekki en | - segir Steinge „Ég er búin að vinna hérna í 18 og Vi ár, byrjaði hér skömmu eftir að húsið tók til starfa.“ Það er Steingerður Kristjáns- dóttir sem svo lengi hefur unn- ið í físki hjá Kaldbak. Stein- gerður er að verða 68 ára og segist ætla að reyna að vinna fram að sjötugu, því þá fái hún

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.