Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 7
24. júní 1986 - DAGUR - 7 nivík Ekki séríega spennandi að vinna í fiski - að mati Sigríðar sem sér um eftirlitið hjá Kaldbak Á hverju frystihúsi er ein eða fleiri konur í eftirliti. Þær taka nokkrar prufur á hverju borði yfír daginn og fylgjast þannig með að ekki fari of margir ormar og bein í fína íslenska fískinum til útlanda. Væntan- lega mjög ábyrgðarmikið starf en kannski ekki að sama skapi vinsælt, a.m.k. ekki þegar „skoðunarkerIingin“ kemur með fullan bakka af físki, skellir honum á borðið og til- kynnir að þetta þurfti að skoða upp. Hjá Kaldbak er það Sig- ríður Jóhannsdóttir sem sér um eftirlitið og við tókum hana tali. Búin að vinna lengi í fiski? „Ég er nýbyrjuð að vinna hérna núna, en hef unnið hérna áður fyrir nokkrum árum. Ég tók mér 3ja ára pásu frá fiskinum. Ég flutti til Akureyrar og vann á Kristnesi. Nú ég eignaðist barn og flutti aftur heim til pabba og mömmu, eins og gengur, til að fá hjálp.“ Sigríður sagði að vissulega væri þetta óvinsælt starf, „en konurn- ar leggja ekki fæð á mig persónu- lega. Ef það eru 2 gallar í sýni þá tek ég strax aftur af sama borði og ef það fer yfir 4 galla í sýni þá þurfa þær að skoða bakkann upp. Það er ekki mjög vinsælt.11 - Skemmtilegt starf? „Nei, það er nú ekki mjög skemmtilegt." Þetta er alltaf það sama og það er ekkert spennandi að vinna í fiski.“ Það var nú samt enginn leiðindasvipur á Sigríður er við kvöddum hana, tekur lík- lega örlögum sínum með æðru- leysi. -HJS Ágætt að vinna á vélunum - Hressir krakkar í löndun, kassaþvotti o.fl. hjá Kaldbak Þeir voru hressir strákarnir sem fyrstir urðu á vegi blaða- manna er þeir heimsóttu frysti- húsið Kaldbak á dögunum. Þeir eru á aldrinum 15-17 ára og vinna á frystihúsinu yfir sumarið. „Við gerum allt mögulegt hérna,“ sögðu þeir, aðspurðir um verksvið skólastráka á frystihúsi. „Ég er að vinna úti við að landa," sagði einn. Aðrir voru að þrífa, einhverjir á vélunum, þvo kassa og slægja. Sögðust vera búnir að vinna í rúmlega mánuð, eða síð- an skólanum lauk í vor. „Hvað við höfum í kaup?“ „Ég hef 87 á tímann," líklega 15 ára sá. „Ég er með 102,“ sagði annar, búinn að vinna á frystihúsinu í nokkur sumur. - Gaman að vinna hérna, strákar? „Það er ágætt, sérstaklega á vélunum." -HJS erfitt starf, þreytandi“ rður sem unnið hefur í fiski í 18V2 ár úr lífeyrissjóði. ,(Áður en ég byrjaði að vinna hér var ég í línu, en báturinn bil- aði og þá fékk ég vinnu hér. Ég var orðin ekkja og var voða fegin að fá þessa vinnu svo ég þyrfti ekki að flytja í burtu." - Er þetta ekkert erfitt fyrir konu á þínum aldri? „Þetta er þreytandi, en ekki erfiðisvinna. Það má segja að þetta sé seigdrepandi til lengdar. Mér líkar mjög vel hérna, yfir- mennirnir hafa verið mér mjög góðir. Ég ætla að taka mér langt sumarfrí í sumar, gerði það líka í fyrrasumar. Ég verð í fríi frá miðjum júní fram í september." -HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.