Dagur - 24.06.1986, Side 11

Dagur - 24.06.1986, Side 11
24. júní 1986 - DAGUR - 11 Minning Þorgerður Siggeirsdóttir U F. 21.11. 1890 -D. 11. 5. 1986 „Að vera þér á vegi nær æ vakti gleði og traust. Og lífsbók þín er lofi skráð, þú Ijúfrar hylli naust. “ (Jórunn Ólafsd.) Þessi orð þingeysku skáldkon- unnar koma mér í huga er ég minnist tengdamóður minnar Þorgerðar Siggeirsdóttur á Öng- ulsstöðum. Þau eiga sannarlega við hana. Þegar ég skyggnist til baka yfir líf hennar, lunderni og auðuga lífsreynslu skynja ég enn betur en fyrr, að lífsbók hennar er vissu- lega lofi skráð. Hún naut á langri ævi ljúfrar hylli þeirra er hún umgekkst og lifði með. Þorgerður Siggeirsdóttir var fædd að Krónustöðum í Eyjafirði 21. nóv. 1890 og því á 96. aldurs- ári er hún lést á Kristnesspítala 11. maí s.l. Foreldrar hennar voru hjónin Siggeir Sigurpálsson og Aðalbjörg Jónsdóttir. Siggeir var Þingeyingur að ætt fæddur í Reykjahlíð við Mývatn. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigurpáll Guðmundsson frá Ytrafjalli í Aðaldal Jónssonar b. á Syðra- fjalli. Voru þeir báðir hagmæltir vel og greindir menn. Hefir það haldist í ættinni og leiklistaráhugi mikill. Móðir Siggeirs var Þor- gerður Guðmundsdóttir frá Skógum í Fnjóskadal. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, sem oft var nefndur Skógalín, ætt hans var af Flat- eyjardal, og Halldóra Árnadóttir Dínussonar b. í Tungu Fnjóska- dal og Hjaltadal. Frá þeim Skógahjónum eru niðjar margir dreifðir vítt um land. Móðir Þorgerðar var Aðal- björg Jónsdóttir frá Helgastöðum í Eyjafirði Pálssonar b. Helga- stöðum Gunnarssonar b. í Hólum, og Kristín Tómasdóttir af hinni kunnu Hvassafellsætt. Var Aðalbjörg systir Páls Árdal skálds og Guðrúnar móður Krist- ínar Sigfúsdóttur skáldkonu og fleiri systra. Þau hjón Siggeir og Aðalbjörg voru hagmælt vel. Svo sagði Aðalbjörg mér eitt sinn, að suma daga hefðu þau hjónin lítt talast við nema í bundnu máli. Var þeim þetta leikur einn. Bæði voru þau vel greind og margt til lista lagt. Þau tóku þátt í leiklist sem þá var nokkuð stunduð í Eyjafirði. Siggeir og Aðalbjörg bjuggu víða en ekki lengi á hverjum stað. Lengst voru þau á Stekkjar- flötum í Saurbæjarhreppi. Átti Þorgerður þaðan margar minningar og góðar. Siggeir virð- ist ekki hafa haft eirð í sér að búa lengi á sama stað, en naut þess að snyrta og byggja allt upp sem best á hverjum stað er hann dvaldi. Auk Þorgerðar áttu Aðalbjörg og Siggeir einn son Jón bónda í Hólum í Eyjafirði sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hann var hagmæltur og tónskáld, organisti við Hólakirkju í áratugi. Vel metinn sæmdarmaður. Synir hans búa nú í Hólum. Af öllu því er sagt hefur verið hér sést að um Þorgerði stóðu sterkir ættstofnar eyfirskir og þingeyskir. Hún ólst upp með foreldrum sínum og þótti snemma vel gerð andlega og líkamlega. Árið 1914 giftist hún Halldóri Sigurgeirssyni á Öngulsstöðum. Hann var sonur Sigurgeirs b. Öngulsstöðum Sigurðssonar hreppstjóra á Öngulsstöðum Sveinssonar b. Breiðabóli Hall- grímssonar b. Efri Bægisá. Móðir Halldórs og seinni kona Sigur- geirs var Helga Halldórsdóttir b. Jódísarstöðum Guðmundssonar. Móðir Helgu var Sæunn Sigríöur Sigurðardóttir b. í Gröf og Leyn- ingi Randverssonar. Þorgerður og Halldór bjuggu allan sinn búskap á ÖnguLsíöð- um við mikla rausn. Halldór tók mikinn þátt í félagslífi sveitar'nn- ar sinnti mjög sveitarmálum. Þótti dugandi maður hvar sem hann lét til sín taka og vin ’æll vel. Halldór dó 25.2. 1967. Börn þeirra Öngulsstaðahjóna eru: Þórhallur smiður á Örguls- stöðum, ókvæntur, Aðalbjörg gift Sigurði Guðmundssyni vígslu- biskupi á Grenjaðarstað, Helga matráðskona hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, Sigurgeir bóndi Öngulsstöðum kvæntur Guðnýju Magnúsdóttur frá Litladal, Jó- hanna gift Gísla Ólafssyni bónda Brúum Aðaldal. Auk þess ólu þau upp að mestu Ieyti Valdimar Pétursson dóttur- son sinn. Hann er kvæntur Alice Zackrissen, danskri konu. Þorgerður á Öngulsstöðum var fyrst og fremst húsmóðir og ann- aðist heimili sitt af mikilli prýði. Þangað var ætíð gott að koma og þar að vera. Skynja öryggi og festu í stjórn húsráðenda en um leið mildina, birtuna - elskusemi þeirra beggja. Þangað lögðu líka margir leið sína. Gestrisni þeirra hjóna var annáluð. Gleði og sam- heldni var ráðandi. Margir vandalausir dvöldu á heimili þeirra. Þeir eru margir ungl- ingarnir sem voru þar sumarlangt við starf og leik og sumir þeirra mörg sumur. Þeir eiga margar minningar þaðan og góðar. Ungl- ingarnir löðuðust að húsmóður- inni. Sú umhyggja sem hún sýndi þeim var þeim mikils virði. Þeir þroskuðust í því góða og fagra í návist Þorgerðar og Halldórs. Á Öngulsstöðum er margbýlt og svo hefur verið löngu. Systkini Halldórs bjuggu þar og fjölskyld- ur þeirra. Jörðin stór og kosta- mikil. En dugnað þurfti til að framfleyta stórum fjölskyldum ekki síst á kreppuárunum milli stríða. Samvinna var ætíð góð milli fjölskyldnanna og sam- komulag undurgott. Hópur barna óx upp saman. Frænd-. systkinin mörgu á Öngulsstöðum öllum voru samrýmd og frænd- semi með þeim góð. Eiga þau öll margs að minnast frá æskudögum og eru þakklát húsráðendum öllum. Þorgerður tók og þátt í starfi utan heimilis. Hún hafði ágæta söngrödd og var með afbrigðum lagviss. Það var henni ætíð gleði að taka þátt í söng og hlýða á góða tónlist. Hún söng í kirkju sinni frá unglingsaldri fram á efri ár. í kvenfélagi sveitar sinnar var hún lengi virkur félagi og er hún hætti að starfa þar var hún gerð að heiðursfélaga í þakklætisskyni fyrir góð störf og þann góða fé- lagsanda er hún bar æ með sér. Þorgerður var minnug og skýr í hugsun allt til efsta dags. Eftir hún hætti búskapar- og heimilisstörfum tók hún að safna úrklippum úr blöðum og líma inn í bækur. Er þetta merkilegt safn. Kennir þar margra grasa. Lausa- vísur eru margar bækur. Kirkjur og kirkjulegar athafnir þekja síð- ur margra bókanna. í öðrum eru leikarar, merk hús, hestar og fl. og fl. Allt er þetta gert af smekk- vísi og er þarna margan fróðleik að finna. Gaman er að blaða í gegnum bækurnar. Þær munu vera á annað hundrað. Sumum fannst fátt um þetta, er hún byrj- aði á því en brátt sáu allir að þarna var um menningarstarf- semi að ræða. Og eru þakklátir, að hún kom þessu í verk. Hún vann að þessu uns sjón hennar tók að bila og líkamskraftar að fjara. Á síðustu árum rifjaði hún gjarnan upp margt sem skeð hafði fyrr á ævi allt frá æskudög- um. Hún talaði margt af því inn á band og mun sá fróðleikur geym- ast næstu kynslóðum til mikils fróðleiks. Eftir að hún hafði misst sjónina að mestu lýsti hún fjallahringnum í Fram-Eyjafirði og þá ekki aðeins helstu tindum, heldur nákvæmlega mörgum hnjúkum og dölum. Búendur í Möðruvallasókn fram, er hún var að alast upp mundi hún og lýsti þeim og húsakynnum að nokkru. Geysimikill fróðleikur er til eftir hana frá gömlum tíma og er sumt þegar komið á þjóðháttasafn. Hún unni sögu þjóðar sinnar og þjóðlegum fróðleik öllum. Margur ungur nam við fótskör hennar margt það er veitti þroska og lífssýn fagra. Þorgerður var vandlátlega sönn í hugsun og hegðun allri. í henni bjó það sál- arlega og siðræna atgervi er gerði hana frjálslynda konu, víðsýna og tillitssama. í persónulegum viðhorfum daglega lífsins var hún ekki aðeins góðgjörn heldur og glöggskyggn. Þeir sem blönduðu geði við hana allt til loka lífs hennar fundu alltaf sömu hlýjuna og reisnina á hverju sem gekk. Bros- ið hennar var alltaf hlýtt. Það var aldrei frost eða kuldi í svip henn- ar eða viðmóti. Þorgerður á Öngulsstöðum átti þá Iífsstefnu að gefa næman gaum að ástæðum annarra og veita lið þar sem þörf var. Sýna trúmennsku í hverju atriði lífsins. Rétta óbeðin hjálparhönd og gera það helst þannig, að þeir einir vissu er nutu. Það er eitt af markmiðum lífslistar. Kristinn kærleikur í verki. Hún kom ætíð fram sem hinn sáttfúsi maður sem veit, að lífið krefst mikils og skoðanir og athafnir eru misjafnar. Hún var kona friðarins. Hún skynjaði svo undurvel, að kærleikur og umburðarlyndi eru þær eigindir sem bestar eru til heilbrigðs lífs. Þess vegna var svo undurgott að vera með henni. Hún starfaði í reynd alla ævi, þó að líkamskraft- ar væru þrotnir. Hún var alltaf að gefa öðrum af auðlegð hjarta síns. Alla ævi sótti hún mátt og frið í lifandi Guðstrú. Á vörum hennar voru bænir til Guðs fyrir öllum sem lnin unni. Hún átti langan lista í huga sér þeirra er hún daglega bað fyrir. Það var gott að lifa undir bænarorðum hennar. Það var birta trúarinnar yfir henni allar stundir. Það var bjart yfir Munkaþverárstað þegar hún var kvödd þann 17. maí sl. og lögð við lilið manns síns sem hafði veitt henni styrk og unað í lífinu og hún ætíð minntist með miklu þakklæti. Við vorum að kveðja og þakka henni og þeim báðum sem höfðu gefið okkur svo mikið, veitt okkur svo mörgum gleði, þroska af góðvild sinni og miklum mann- dómi. Við skildum, að yfir öllu sveif andi elskunnar og ljúfleikans og því eru orð skáldkonunnar rétt- mæt hér: „Og lífsbók þín er lofi skráð, þú Ijúfrar hylli naust.“ Guð blessi minningu Þorgerð- ar á Öngulsstöðum. Sigurður Guðmundsson. Markmið okkar er einfalt! „Ánægðir viðskiptavinir“ Nú hefur Skipadeild Sam- bandsins stórbætt þjón- ustu sína við Norðlend- inga og ráðið markaðs- fulltrúa á Akureyri. Skipadeild Sambandsins hvetur viðskiptamenn sína og aðra sem áhuga hafa, að kynnast kostum þeim og kjörum sem nú bjóðast í flutningum. Skipadeild Sambandsins Helgi Sigfússon markaðsfulltrúi sími 21400 og 22397 ■ Telex: 2195

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.