Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 12
Skógræktarfélag Eyfírðinga • Gróðrarstöðin í Kjarna: Hý/'M Akureyri, þriðjudagur 24. júní 1986 Skagafjörður: Siimir langt komn- ir með kvótann Leitið upplýsinga í síma 24047. Póstsendum um allt land. Plöntusala ífullum gangi Barrtré * Lauftré ★ Skrautrunnar ★ Berjarunnar , Limgerðisplöntur ★ Klifurplöntur ★Skógarplöntur ★ Rósir. Að sögn Snorra Evertssonar samlagsstjóra í Mjólkursam- lagi Skagafjarðar þarf mjólk- Bílastæði við VMA: Samið við Möl og sand „Menn litu svo á að ekki væri ástæða til að semja við aðra verktaka ttm vinnu, þar sem við erum með verksamning við Norðurverk. Enda munaði ákaflega litlu á tilboðunum,“ sagði Torfi Sigtryggsson, en þrjú tilboð bárust í jarðvegs- skipti vegna bflastæða við bóknámsálmu Verkmennta- skólans. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 587.500 krónur og eins og áður sagði bárust þrjú tilboð í verkið, hið lægsta frá Möl og sandi upp á 473.500, það næstlægsta frá Norðurverki upp á 477.500 og frá Stefni 562.200. Bygginganefnd Verkmennta- skólans samþykkti að mæla með tilboði frá Norðurverki, en á fundi bæjarráðs var aftur á móti samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðendur, Möl og sand. -mþþ urframleiðslan í héraðinu að dragast saman um 9% í júní- ágúst til að unnt verði að greiða bændum fullt verð fyrir framleiðslu þessa verðlagsárs. Nokkrir bændur eru langt komnir með mjólkurkvótann og er reiknað með að margir verði búnir um miðjan ágúst. Það eru bændur í Hegranesinu sem virðast fara einna verst út úr framleiðsluskerðingunni af bænduitt í Skagafirði. Blaðið hafði samband við einn bóndann í Hegranesinu, Leif Þórarinsson bónda í Keldudal. Kvaðst hann, vera mjög óánægð- ur með hlut bænda í Nesinu og þá sér í lagi með 5 prósentin sem skilin voru eftir og skipt milli bænda nú í vor. Þeir Hegranes- bændur hefðu þar ekki fengið einn einasta lítra. Við þetta er að bæta að stjórn Búnaðarsambands Skagafjarðar var falið að skipta þessum 5 pró- senturn. Að sögn Þórarins Sól- mundarsonar hjá Búnaðarsam- bandi Skagafjarðar var þessu skipt eftir ákveðnum reglum og þá miðað við framleiðslu. Ekki fengu líkt því allir úthlutun af þeim 80 sem um sóttu. Þórarinn kvað þessa 5% reglu aðejns vera gildandi í ár, og ekki væri þar með sagt að þeir sem nú fengju úthlutað fengju úthlutað aftur næsta ár. -þá Líf og fjör í sundlauginni. —___________________________________- .A.~ *'_________________________________ MyndiKGA. Atvinnukönnun í byggingariðnaði: Búist við verkefna- skorti í sumar Nýlokið er atvinnukönnun Landssambands iðnaðar- manna í byggingariðnaði. Spurt var um starfsmanna- fjölda, verkefnastöðu, helstu verkefni nú í upphafí sumars og á sama tíma í fyrra. Enn- Samnorræn málefni rædd að Hrafnagili í gær. Mynd:KGA. Vinabæjamót að Hrafnagili Á Hrafnagili í Eyjafírði stend- ur nú yfír vinabæjamót. Það eru 53 fulltrúar frá Akureyri og vinabæjum Akureyrar á hinum Norðurlöndunum sem þar þinga. Bæirnir eru Vester- ás í Svíþjóð, Randes ■ Dan- mörku, Lathi í Finnlandi og Alasund í Noregi, auk Akur- eyrar. Þetta er í 5. skipti sem Akur- eyringar halda vinabæjamót af þessu tagi, en þau eru árlegur viðburður í vinabæjunum til skiptis. Það var árið 1963 sem Akureyri kom inn í þetta vina- bæjasamstarf og það var 1966 sem vinabæjamót var fyrst haldið á Akureyri. Á vinabæjamótunum er ákveð- ið þema sem fjallað er um og að þessu sinni er það náttúruvernd og útivist. Mótið stendur yfir í tæpa viku, var sett á sunnudags- kvöld og verður slitið á föstu- dagskvöld næst komandi. Mótið var sett með því að hver fulltrúi gróðursetti eitt tré og skrifaði síðan nafn sitt á laufblað sem hengd voru á tré. Haldnir verða fyrirlestrar og unnið í hópvinnu á mánudag og þriðjudag, en síðan verður ferðast um Norðaustur- land á miðvikudag og fimmtu- dag, en á fimmtudagskvöld og föstudag dveljast þátttakendar í heimahúsum. Mót þetta er einnig norrænt æskulýðsleiðtogamót, skamm- stafað NUL, Nordisk ungdoms- leder uke. Fulltrúarnir eru því sérstaklega valdir úr röðum for- ingja í æskulýðsfélögum. -HJS fremur var spurt um uppsagnir fastra starfsmanna. Svör bárust frá 87 fyrirtækjum og iðnmeisturum, sem hafa í þjónustu sinni um 1600 starfs- menn og lætur nærri að það séu um 20% þeirra sem starfa við byggingariðnað á vegum einka- aðila. Fjöldi þátttakenda í könnuninni skiptist jafnt á milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. Niðurstöður könnunarinnar sýna, að starfsmenn í byggingar- iðnaði á landinu öllu hafi verið tæplega 7% færri í byrjun apríl s.l. en á sama tíma í fyrra. Mest- ur samdráttur virðist hafa orðið í múrun. Áætlun fyrirtækjanna um starfsmannafjölda um mitt þetta ár bendir til um 14% fjölgunar starfsmanna í byggingariðnaði á tímabilinu apríl 1986 til júlí 1986. Um 8% þeirra sem svöruðu töldu sig hafa skort verkefni á tímabil- inu apríl til júní en um 19% fyrir- tækjanna búast við verkefna- skorti á tímabilinu júlí til sept- ember. Spurt var um verkefnaskipt- ingu árið 1985 og áætlaða verk- efnaskiptingu 1986. í ljós kom að miðað við 1985 verður hlutfalls- legur samdráttur í byggingu íbúðarhúsnæðis á árinu 1986, einkum á kostnað atvinnuhús- næðis. Það kom fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs höfðu fyrirtækin þegar sagt upp 46 starfsmönnum, þar af 36 á höfuðborgarsvæðinu. Uppsagnir á tímabilinu apríl til júní voru hins vegar óverulegar. -HJS Akureyrarbær: Stjómkerfisbreytingar gengnar í gildi Breytingar þær sem ákveðið var að gera á stjórnskipulagi Akureyrarbæjar og kynntar hafa verið í Degi, hafa flestar tekið gildi nú þegar, þ.e. um leið og ný bæjarstjórn tók við völdum þann 15. júní s.l. Á fundi bæjarráðs um síðustu mánaðamót voru þær endan- lega samþykktar, þó með nokkrum frávikum. Svo sem kunnugt er fela þessar breytingar m.a. í sér fækkun nefnda og jafnframt fækkun nefndarmanna úr 7 í 5 í flestum tilfellum. Sumar nefndir verða lagðar niður og í nokkrum tilfell- um eru margar nefndir sameinað- ar í eina. Ákveðið var að fresta því að öldrunarráð yfirtaki stjórn heim- ilisþjónustu og félagsstarf aldr- aðra, en félagsmálaráði falin umsjón þessara mála þar til ráð- inn hefur verið forstöðumaður öldrunarþjónustu, sem jafnframt verði forstöðumaður dvalarheim- ilanna. Félagsmálaráði og öldr- unarráði er falið að gera tillögur til bæjarráðs um tengsl þessara nefnda. Þá er umhverfismálanefnd fal- ið að gera tillögur til bæjarráðs um framtíðarskipan mála Lysti- garðs og Náttúrugripasafns í samræmi við þá samþykkt að þessar stofnanir verði ein stofnun með einum forstöðumanni. Þangað til verður rekstur þessara stofnana með óbreyttum hætti. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.