Dagur - 01.07.1986, Side 2
2-DAGUR-1. júlí 1986
_w'ðfa/ dagsins.
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík),
KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari._____________________________
Nýi meirihlutinn
tekur við góðu búi
Málefnasamningur nýs meirihluta í bæjar-
stjórn á Akureyri hefur nú séð dagsins ljós.
Varla verður sagt að þar komi fram stórhuga
hugmyndir um uppbyggingu í bænum, held-
ur er að langmestu leyti byggt á því sem þeg-
ar höfðu verið teknar ákvarðanir um. Byggt er
á því uppbyggingarstarfi sem unnið hefur
verið að síðasta kjörtímabil.
í bókun framsóknarmanna vegna málefna-
samningsins segir m.a. að ástæða sé til að
benda á að um það sé einhugur að síðasta
bæjarstjórn hafi skilað af sér góðu búi og
fjármál bæjarins hafi verið í góðu lagi í lok síð-
asta kjörtímabils. „Þessi nýi meirihluti hefur
því gott bú til að byggja á öflugan bæjarrekst-
ur og félagslega þjónustu á næsta kjörtíma-
bili.
Það sést á málefnasamningnum að þurft
hefur óákveðið og loðið orðalag í mörgum
greinum samningsins til þess að hægt væri að
samræma skoðanir meirihlutaflokkanna,
þannig að þeir gætu báðir skrifað undir
plaggið.
Atvinnumálakaflinn ber vott um að reynt
verði að halda áfram þeirri uppbyggingu á
fjölbreyttara atvinnulífi í bænum, sem unnið
var að í síðustu bæjarstjórn með góðri for-
göngu einhuga atvinnumálanefndar. Töfra-
lausnirnar í atvinnumálum sem svo mjög
voru boðaðar fyrir kosningar hafa gufað upp
eftir kosningarnar . . .
Þau markmið sem fram koma í málefna-
samningnum eru flest þau sömu og sett voru
fram í stefnuskrá framsóknarmanna fyrir
kosningar og raunar í stefnuskrám allra flokk-
anna, svo um þau málefni ætti að geta verið
nokkur einhugur. Það verður að fá að koma í
ljós hvernig meirihlutinn vill vinna að fram-
kvæmd málefnasamningsins og þróun hans.“
í bókun framsóknarmanna í bæjarstjórn
Akureyrar segir ennfremur: „ Við framsóknar-
menn munum vinna að framgangi og styðja
öll þau mál sem við teljum vera til hagsbóta
okkar bæjarfélagi, hverjir svo sem skipa hinn
svokallaða meirihluta. Því munum við leita
stuðnings og styðja alla þá sem að því vilja
vinna með okkur. Þá munum við einnig halda
uppi málefnalegri gagnrýni á það sem við
teljum að betur megi fara."
Þá er látin í ljósi sú ósk að við lok þessa
kjörtímabils geti núverandi bæjarstjórn skilað
af sér enn betri bæ en við var tekið.
í dag, 1. júlí, á Landsbanki
íslands 100 ára afmæli. Af-
mælisins verður minnst með
ýmsum hætti víðs vegar um
landið og ýmislegt hefur raun-
ar þegar verið gert. Hinn 1.
júní fór fram afmælisskákmót,
7. júní var Landsbankahlaupið
háð, gefnar hafa verið út tvær
bækur, lokið við heimildakvik-
mynd um sögu og starfsemi
bankans, sleginn minnispen-
ingur, svo eitthvað sé nefnt.
Útibú Landsbankans eru á 12
stöðum í Reykjavík og útibú og
afgreiðslur á 29 stöðum á land-
inu. Á Akureyri er stærsta úti-
búið. Útibússtjóri er Helgi
Jónsson. Helgi segir hér örlítið
„Kann vel við
mig á Akureyri“
- segir Helgi Jónsson, útibússtjóri Landsbankans
Landsbankinn er 100 ára í dag og Helgi á 40 ára starfsafmæli
frá sjálfum sér og hvað gert verð-
ur á Akureyri í tilefni afmælisins.
„Petta útibú hérna tók til starfa
18. júní 1902 í Hafnarstræti 2,
þar sem það var í 2 ár. Nú er
jietta langstærsta útibúið á land-
inu og héðan eru rekin 2 útibú,
annað er Brekkuútibú og hitt er á
Raufarhöfn. Fyrsti útibússtjóri
hér var Júlíus Sigurðsson sem var
frá stofnun útibúsins til 30. júní
1930.“
- Hvað verður gert hér í tilefni
dagsins?
„Pað byrjar með því að lúðra-
sveit spilar þegar bankinn verð-
ur opnaður í dag. Það verður
boðið upp á veitingar í all-
an dag, kaffi, kökur, öl,
gos og sælgæti. Það verður líka
opið á milli 5 og 7, þá leikur
lúðrasveitin aftur og veitingar
verða á boðstólum. Þetta er það
sem er boðið upp á fyrir vini og
velunnara bankans og ég vona
bara að sem flestir láti sjá sig og
haldi upp á afmælið með okkur.
En síðan býður bankaráðið
starfsfólkinu og mökum þeirra til
Reykjavíkur á sýningu sem þar
er í tilefni afmælisins. Þess má
líka geta að öll börn sem fæðast
þennan dag fá afmælisgjöf frá
bankanum, 2500 kr. innistæðu á
kjörbók."
Það er stór dagur hjá Helga á
fleiri en einn veg í dag. Hann á 40
ára starfsafmæli, hóf störf í útibúi
Landsbankans á Selfossi 1. júlí
1946. Þar starfaði hann þar til
hann tók við stöðu útibússtjóra á
ísafirði 1. janúar 1972. Þar var
hann í 5 og Vi ár eða til 1. júlí
1977 er hann fluttist til Akraness.
Fyrir réttu ári, eða 1. júlí
1985, tók hann síðan við útibúinu
á Akureyri. Helgi segist telja sig
Selfyssing, en eigi ættir að rekja
um allt land. Hann var spurður
hvernig honum líkaði á Akur-
eyri.
„Mér líkar vel. Þegar maður er
á svona flakki eins og ég hef verið
á verður manni að líka vel alls
staðar. Það er líka búin að vera
sunnlensk veðrátta hér síðan ég
kom og þar til nú fyrir stuttu,
þannig að viðbrigðin hafa ekki
verið mikil. En ég kann vel við
bæinn, starfið og alla þá sem ég
hef þurft að eiga samskipti við,
viðskiptavini sem aðra.“
- „Er mikið starf að vera úti-
bússtjóri í þessu útibúi?
„Já, það er það. Þetta er
stærsta útibúið og hér vinna 65
manns og 5 á Raufarhöfn. Við
erum með öll stærstu fyrirtækin á
Akureyri í viðskiptum, KEA,
Iðnaðardeildina, Slippstöðina,
Útgerðarfélagið og K. Jónsson.
Við erum með 70% af útlánum í
bænum, en samt vantar alltaf
peninga. Um áramótin voru
heildarútlán 1.975.800.000 kr. en
heildarinnlán 899.200.000 kr.
Þarna vantar því mikið upp á sem
við sækjum annað.“
- Að lokum, geta allir fengið
lán hjá bankanum?
„Kannski ekki allir. En það fá
allir lán hérna sem sem eru í við-
skiptum við bankann og sýna að
þeir eru borgunarmenn fyrir því.
Það eru frekar góð skil á lánum
hérna, sem merkir það að við-
skiptavinir eru traustsins verðir.“
-HJS