Dagur - 01.07.1986, Síða 7

Dagur - 01.07.1986, Síða 7
1.JÚIÍ 1986- DAGUR -7 Það voru sprækir krakkar sem dval- ið höfðu í sumarbúðum UlVfSE að Arskógi. Allir búnir að borða ótil- greindan fjölda af pylsum og frönsk- um kartöflum. Sumir fengu sér rabarbara í eftirmat. Mvmlir: bv Okkur leiðist aldrei - sögðu Sigríður, Kolbrún, Katrín og Snjólaug „Það er skemmtilegast á hest- baki,“ sögðu þær Sigríður, Kolbrún, Katrín og Snjólaug sem voru í sumarbúðunum að Árskógi. Sigríður er 13 ára og er frá Uppsölum í Öngulsstaða- hreppi, Kolbrún er 10 ára og kemur úr Kópavoginum, Katr- ín er 14 ára, Akureyringur og Snjólaug er 10 ára frá Víði- gerði í Hrafnagilshreppi. „Það er ofsalega gaman að vera í sumarbúðunum og það sem er skemmtilegast er að fara á hestbak. Það er fullt af góðum hestum hérna. Nei, við erum ekki neitt hræddar við þá. Við erum svona fjörutíu mínútur til klukkutíma á hestbaki í einu. Já, við hleypum hestunum stundum. Það er rosalega gaman.“ Þær Sigríður, Kolbrún, Katrín og Snjólaug sögðust fara í sund á hverjum degi og það væri ákaf- lega þægilegt. „Svo höfum við líka verið dálítið í frjálsum íþróttum og fótbolta.“ - Leiðist ykkur ekkert á kvöldin? „Nei, okkur leiðist aldrei. Við spilum Kana og „10“. Yfirleitt förum við seint að sofa. Hvað seint? Svona einhvern tíma eftir miðnætti. Einu sinni fórum við að sofa klukkan hálf þrjú um nóttina!" Á meðan við vorum að ræða við stelpurnar stóðu nokkrir strákar í linapp í kringum þær og voru voða fyndnir og skemmtilegir. Við báðum stelpurnar að lokum um álit á strákahópnum. „Æi, þeir eru bara ágætir.“ -mþþ Bara eitt leiðinlegt: Yið erum að faraheim ámorgun! - sögðu þær Björg og Jónína sem sögðu að væri ofsagaman í sumarbúðunum „Það er algjört æði að vera hérna,“ sögðu þær Björg Birg- isdóttir og Jónína Garðars- dóttir, en þær eru 13 og 14 ára og eru frá Hrafnagili og Akur- eyri. Þær voru í sumarbúðum UMSE í Árskógi og virtust skemmta sér hið besta. Enda sögðu þær í opinskáu einkavið- tali eftir að hinu formlega við- tali lauk, að þær væru mestu pæjurnar á svæðinu. „Það sem er skemmtilegast hérna er hestamennskan. Við erum búnar að fara á hestbak þrisvar sinnum og vildum gjarnan fara oftar. Gæðingar? Já, það eru nokkrir gæðingar hérna. Og við náttúrlega farið á bak á þeim.“ Stelpurnar sögðust hafa verið í sumarbúðunum í fyrra og „við komum örugglega næsta sumar ef aldurstakmarkið verður hækkað! Björg og Jónína sögðust hafa stundað frjálsar íþróttir og „sýndum rosa góðan árangur". Á kvöldin sögðust þær spiia Kana og „10". „Við segjum oftast svona 8 slagi," sögðu þær. - Það er sem sagt ekkert leiðinlegt. „Jú, eitt.“ - Hvað er það? „Við erum að fara heim á morgun!“ -mþþ „Súr? Nei, bara góður.“ Rabarbarablöðkur eru til margra hluta nytsamleg- ar. Hér þjóna þær hlutverki sólhlífar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.