Dagur


Dagur - 14.07.1986, Qupperneq 3

Dagur - 14.07.1986, Qupperneq 3
14. júlí 198S-DAGUR-3 Byggðastofnun ekki til Akureyrar: „Menn eru að missa trúna á landsbyggðina“ - og ég óttast að fleiri mál verði afgreidd með sama hætti, segir Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga Afgreiðsla stjórnar Byggða- stofnunar á því hvort Byggða- stofnun skyldi flutt til Akur- eyrar ellegar verða áfram í Reykjavík, olli mörgum von- brigðum. Stjórn Byggðastofn- unar felldi tillöguna með fjór- um atkvæðum gegn tveimur. Sjálfstæðismennirnir Eggert Haukdal og Olafur G. Einars- son ásamt framsóknar- mönnunum Ólafi Þ. Þórðar- syni og Stefáni Guðmundssyni greiddu atkvæði gegn tillög- unni en Geir Gunnarsson Alþýðubandalagi og Halldór Blöndal Sjálfstæðisflokki greiddu atkvæði með tillög- unni. Nýkjörinn bæjarstjóri á Akureyri, Sigfús Jónsson, treysti sér ekki til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og vék af fundi meðan hún fór fram. Varamaður hans, Kristján Jóhannsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Byggða- stofnun verður því áfram í Reykjavík og þykir mörgum hart að landsbyggðarþingmenn skyldu verða til að fella tillög- una. Dagur leitaði álits Askels Einarssonar framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Norðlendinga á þessu máli. „Ég hef alla tíð verið ákaflega vantrúaður á að Byggðastofnun flyttist til Akureyrar, þannig að ég varð ekki fyrir vonbrigðum persónulega. Hins vegar var þetta mál prófsteinn á það hvort vilji væri hjá stjórnvöldum fyrir því að flytja opinberar stofnanir út á land eða ekki. Sumir segja að eðlilegra hefði verið að flytja einhverja aðra stofnun út á land en Byggða- stofnun. Ég er ekki sammála því. Það er eðlilegt að flytja þær stofnanir út á land sem þjóna landsbyggðinni og þar er Byggða- stofnun fremst í flokki. Rökin sem menn hafa notað gegn flutn- ingnum eru léttvæg og það sem er alvarlegast 1 þessu máli er að þrátt fyrir Byggðastofnun og Byggðasjóð hefur aldrei hallað eins mikið undan fæti í byggða- málum og á síðustu árum. Það er m.a. vegna þess að Fram- kvæmdastofnun og síðar Byggða- stofnun hafa ekki starfað í sam- hengi við vandamál landsbyggð- arinnar og þeir menn sem þar móta stefnuna þekkja ekki vandamál landsbyggðarinnar í daglegu starfi sínu. Byggðastofn- un hefur fyrst og fremst verið fyrirgreiðsluskrifstofa og er það enn. Þegar hin nýja Byggðastofnun var sett á laggirnar í fyrra brá svo undarlega við að starfsmenn hennar vildu í engu eiga samstarf við landshlutasamtökin. Einuhgis tveir fundir hafa verið haldnir utan höfuðborgarinnar, annar á Hellu en hinn á ísafirði en enginn frá viðkomandi landshlutasam- tökum var boðaður á þessa fundi. Ég veit ekki ástæðuna en ég held að hún sé m.a. sú að landshluta- samtök eins og Fjórðungssam- band Norðlendinga hefur gagn- rýnt stefnu Byggðastofnunar og haldið vöku sinni í málinu og það fellur ekki alls kostar í kramið.“ - Hvers vegna er svona mikil- vægt að flytja stofnanir frá Reykjavík út á land? „Fólki úti á landsbyggðinni fækkar jafnt og þétt og atvinnu- tækifærin eru nær öll á suðvestur- horninu og flest í svonefndum þjónustugreinum. Þetta ástand verður ekki lagað fyrr en þessari þróun verður snúið við og tekin verður upp ný byggðastefna. Ef ekki verður hægt að auka skiln- ing á mikilvægi þess að dreifa valdinu út um landið, með byggða- og þjónustuhagsmuni fólksins í huga, þá hljóta menn að gæla við þá hugmynd að þrautalendingin sé að taka upp nýtt valdakerfi, setja upp valda- stofnanir úti á landi sem sæki umboð sitt beint til fólksins. Og þá erum við komin að því: Eigum við að taka upp fylkjaskipan í landinu? Þegar komið er að þess- um punkti er ekki einungis þing- mönnum að mæta, heldur fjölda manns sem hefur hagsmuna að gæta í kerfinu eins og það er. Það sem er undarlegast við þetta er að þingmenn Iands- byggðarinnar skuli beygja sig fyr- ir þessu. Þeir eru orðnir háðir kerfinu eins og það er. Þetta kemur greinilega fram í afstöðu framsóknarmanna við afgreiðslu þessa máls. Það furðulega gerist að flokkur, sem telur sig vera dreifbýlisflokk, leggst gegn því að flytja Byggðastofnun til Akur- eyrar. Þetta er tímanna tákn í sjálfu sér. Fyrir okkur lands- byggðarmenn er þetta eiginlega opinberun. Sá flokkur sem við höfum hingað til talið mesta landsbyggðarflokkinn virðist ekki ætla að duga okkur lengur. Þetta eru stór orð, en ég held að menn ættu að hugleiða þetta.“ - Hvernig lýst þér á þær hug- myndir að brjóta Byggðastofnun upp og setja upp lítil útibú á hverjum stað? „Stofnunin er ekki stór í dag og ég held að ef henni yrði skipt niður í smærri einingar myndi það einungis draga úr henni mátt og jafnvel lama hana með öllu. Byggðastofnun er hins vegar fyrst og fremst fjármálastofnun í dag og álíka margir innan stofnunar- innar vinna að fjármálum og inn- heimtumálum og þeir sem vinna að þróunarmálum. Það segir sína sögu. Sumir segja að það eina rétta sé að koma upp þróunar- stofnunum úti á landsbyggðinni, einni í hverjum landsfjórðungi, og ef til vill verður niðurstaðan sú. Þau pólitísku öfl eru ákaflega sterk sem vilja Byggðastofnun feiga og hitt er Ijóst að við síð- ustu afgreiðslu á málum hennar fækkar þeim mönnum úti á lands- byggðinni sem standa vörð um stofnunina. Það er mín skoðun að í framhaldi af því sem nú hef- ur gerst verðum við að endur- meta afstöðu okkar gagnvart Byggðastofnun.1' - Hvað er til ráða? „Þrátt fyrir góðæri og hagstæð skilyrði í undirstöðuatvinnu- greinunum heldur báknið í Reykjavík áfram að þenjast út. Örar breytingar eru í mennta- kerfinu og síaukinn fjöldi fólks fer til langskólanáms og þarf síð- an að fá störf við hæfi þegar það lýkur námi. Slík störf eru of fá á landsbyggðinni eins og málum er háttað í dag. Þetta hefur það í för með sér að menn eru að missa trúna á landsbyggðina. Þetta er aivarlegt mál fyrir dreifbýlismenn og þar með Akureyringa, því þéttbýlið úti á landi stendur höll- um fæti. Sá misskilningur hefur komið fram að Byggðastofnun á Akur- eyri sé mál Akureyringa einna. Það er fjarri sanni. Allir Norð- lendingar eru samhuga í þessu máli og önnur landshlutasamtök hafa stutt þetta mál. Um Byggðastofnun sem slíka er líklega best að hafa sem fæst orð en maður hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana. Áætlanagerðin liefur þokað fyrir fjármálalegri umsýslu og bráða- birgðalausnum. Byggðasjóður hefur verið ofnotaður til að bjarga málum fyrir horn og þetta hefur komið óorði á byggðastefn- una. Á saina tíma hefur gleymst að huga að því að hin almennu rekstrarskilyrði í landinu séu í lagi. Á þeim árum sem rekstrar- skilyrði útflutningsatvinnuveg- anna voru góð blómstraði lands- byggðin en eins og staðan er í dag er þróunin þjóðhættuleg efna- hagslega. Hvenær sem dregur úr því góðæri sem nú er, þá kreppir að landsbyggðinni en kerfið held- ur sínu og er samt við sig. Svo gæti farið að byggð á íslandi yrði í eyjum í kring um þéttbýlið. Það er ekki þar með sagt að við eigum að viðhalda heiðarbýlisstefnunni, hverju koti hvar sem þaö er. Áskcll Einarsson. Hagkvæmnin verður að ráða ferðinni. En við megum ekki missa sjónar á því hvert við sækj- um okkar lifibrauð, því ella lend- um við í því að lifa um efni fram og taka erlend lán og þá er sjálf- stæðið í hættu." - Heldur þú að þessi af- greiðsla á tillögunni um flutning Byggðastofnunar komi til með að hafa stefnumarkandi áhrif? „Ég óttast að það rætist sem Bjarni á Vogi sagði þegar hann barðist gegn menntaskóla á Akureyri. Hann sagði: „Viðskul- um ekki láta þá hafa mennta- skóla á Akureyri því þá munu þeir heimta háskóla." Það er komið að vendipunkti hjá okkur og við verðum að neyta aflsmun- ar í þessu máli. Ég er hræddur um að fleiri mál muni fylgja í kjölfarið. Ég ber kvíðboga fyrir því að háskólakennsla á Akur- eyri verði ekki að veruleika í þeim mæli sem að er stefnt. Mér sýnist sem ýmis teikn séu á lofti sem eru ekkert ósvipuð því sem komið er upp á yfirborðið í Byggðastofnunarmálinu. Það eru mörg Ijón á veginum. Margt bendir einnig til þess að næsta stóriðjuver verði sett upp fyrir sunnan, hvað sem hver segir. Það sannast kannski í þessu málum að allt er þegar þrennt er. Við skulum gera okkur það ljóst að staðan er hæpin. Við verðum að standa saman og sýna mátt okkar. Við verðum einnig að gera þeim alþingismönnum það ljóst, sem ætla að sækja umboð sitt til okkar úti á landsbyggðinni, að hafi þeir ekki kjark og þor til að standa vörð um rétt okkar, geti orðið verulegar umbreyting- ar í pólitíkinni. Við stöndum svo sannarlega á krossgötum." BB. „Er hér sem bakari í veikindafríi“ - segir Friðrik Magnússon frá Patreksfirði „Ég er eiginlega hér fyrir norð- an sem bakari í veikindafríi,“ sagði ungur maður er sat í bíl sínum utan við Hótelið á Þela- mörk er við áttum þar leið hjá fyrir skömmu. Þarna var á ferðinni Friðrik Magnússon, ungur og hress maður sem var að nota tímann og gera við segulbandstækið í bfl sínum þennan ágæta dag. „Ég kom hingað 15. júní og er búinn að vera í endurhæfingu á Bjargi síðan. Það er ótrúlegt hvað er böðlast á manni þar, en það skilar árangri, það finn ég vel. Enda vita þessar stúlkur sem annast mig alveg hvað þær eru að gera. Ætli ég verði ekki nokkra daga í viðbót hjá þeim og fari síðan heim á Patró. Það verður bakst- urinn sem tekur þá við. Það er nóg að gera í því og mikið verslað. Við bökum fyrir Patr- eksfjörð og sveitirnar í kring, Edduhótelið í Vatnsfirði, Tálkna- fjörð, Bíldudal og Barðaströnd. Það eru 8 sem vinna við þetta og nóg að gera. Ég kann vel við Norðurland, að maður tali nú ekki um veðrið, sem er búið að vera stórkostlegt nánast allan tímann sem ég hef verið hér. Ég er ekki alveg ókunnur Akureyri, þvi ég bjó hér tæpt ár fyrir ekki alllöngu. Hins vegar kann ég betur við róleg- heitin heima. Þó er ég ekki að segja að menn séu stressaðir hér, langt því frá. Ég mundi ekki hugsa mig um tvisvar ef ég ætti að velja milli Akureyrar og Reykja- víkur, ég mundi koma hingað. Nei, mannlífið fyrir vestan er ekki mjög líflegt, þó slarkfært. Maður fær ekkert upp í hendurn- ar, maður verður að gera eitthvað sjálfur til að hafa gaman af líf- inu. Þetta er fiskur og aftur fiskur sem fólk vinnur við. Þó fer það til útlanda til að lyfta sér upp, enda nauðsynlegt þegar allir eru á kafi í slorinu allan daginn, Já ég skila kveðju vestur, blessaður." gej-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.