Dagur - 14.08.1986, Side 3

Dagur - 14.08.1986, Side 3
14. ágúst 1986 - DAGUR - 3 Akureyri: Hugmyndir um bygg- ingu nýs líkhúss „Málinu hefur verið hreyft hérna, það hafa reyndar verið margra ára vangaveltur um þetta. Nú stendur til að skoða þetta eitthvað betur en reynd- ar snertir þetta ýmsa aðra miklu frekar en spítalann,“ sagði Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, þegar hann var spurður hvort til stæði að reisa nýtt líkhús á Akureyri. Halldór sagði að Fjórðungs- sjúkrahúsið hefði í reynd þjónað stóru svæði sem því bæri engin skylda til að gera. „Pörfin fyrir nýtt líkhús er knýjandi, það er Norðurlandaráð: Fundað á Norðurlandi í gær og fyrradag var stödd hér á Norðurlandi Efnahagsmála- nefnd Norðurlandaráðs. Á ári hverju heimsækir nefndin eitt Norðurlandanna og kynnir sér stöðu einhverrar veigamikillar atvinnugreinar í tilteknu landi. Og í þetta skiptið var það ísland og landbúnaðurinn sem m.a. var á dagskrá nefndarinn- ar. Á Akureyri var nefndarmönn- um gefinn kostur á að skoða skinnaverksmiðjuna Iðunni og Mjólkursamlagið en auk þess var ekið um sveitirnar í kring. Þá var farið að Mývatni og kynntur sá hluti atvinnulífsins sem snýr að ferðamönnum í þeirri sveit en síðan var laxeldisstöðin í Kelduhverfi skoðuð og var það staður sem norsku nefndar- mennirnir höfðu mikinn áhuga á að sjá. í dag mun nefndin vera komin til Reykjavíkur og þar verður líf- tækniaðstaða íslenskra vísinda- manna skoðuð sem og þróun þessarar greinar á íslandi rakin. En það mun vera íslendingum mikið kappsmál að reist verði á íslandi samnorræn líftæknistofn- un. Hér á landi þykja náttúrleg skilyrði fyrir slíka stöð mjög góð og ekki gefa íslenskir vísinda- menn starfsbræðrum sínum á Norðurlöndunum neitt eftir. alveg ljóst. Gamla líkhúsið er lít- ið og lúið, ef svo má segja, og aðstaðan í því er langt frá því að vera nægilega góð, þ.e.a.s. til þeirra hluta sem það er notað. Sjúkrahúsið hefur þjónað miklu fleiri aðilum en því ber því við þurfum eingöngu að þjóna þeim sem eru á spítalanum ef til þess kemur. Við höfum hins vegar haft opnar dyr fyrir aðra hér í bæ og eins í nágrannasveitum ef við höfum mögulega getað. Til þess er húsið allt of lítið og aðstaða ekki góð,“ sagði Halldór. Þcssa dagana er nefnd í fæð- ingu sem mun fjalla um málið. Verður hún skipuð fulltrúum frá Akureyrarbæ, kirkjugörðunum og sjúkrahúsinu. Nefndin mun fjalla um ýmsa möguleika og skoða fyrirkomulag á öðrum stöðum og leggja síðan niður- stöðu sína fyrir stærri hóp sem hún var búin til úr. í þeim hópi eru m.a. sóknarnefndir og prest- ar auk ýmissa annarra aðila sem málið varðar. JHB Hann var hrifinn af útlinunum á íslensku stúlkunum þessi útlendingur sem sést hér að verki á torginu. Mynd: rpb —RITARI OSKAST- hálfan eða allan daginn, til skemmri eða lengri tíma. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta áskilin. Skriflegum umsóknum sé skilað inn í afgreiðslu Dags, merktum „Lögfræðingur - ritari“ Benedikt Ólafsson, hdl. Léttgeggjuð útsala á terlín og áklæðum fímmtudag og föstudag á Heklulager- Frá 1 kr. metrinn. Þetta er ekki prentvilla frá 1 kr. metrinn. IDNADARDEILD SAMBANDSINS VERKMENNTASKOLINN Á AKUREYRI Innrítun í öldungadeild fer fram á skrifstofu skólans, húsi tæknisviðs við Þórunnarstræti, til föstudags 22. ágúst kl. 13-17. Kennslugjald fyrir haustönn, kr. 3400.- berað greiða við innritun. Kenndar verða almennar bóklegar greinar auk sér- greina á þrem fyrstu námsárum viðskiptasviðs, ef næg þátttaka fæst. Skólameistari. Það kemst til skila í Degi Áskrift og auglýsingar & (96) 24222^^ Útgerðarmenn - Fiskverkendur Til leigu BAADER 188 flökunarvél, BAADER 83 kolaflökunarvél og JACKSON 7 og 9 pönnu hrað- frystitæki. Leigist til lengri eða skemmri tíma. Uppl. í síma 91-53886 milli kl. 12 og 13 og eftir kl. 19 á kvöldin. METBÓK Góð afkoma leyfír vaxtahækkun Metbók hækkar um 1% Ársávöxtun 16,1% BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.