Dagur - 18.08.1986, Síða 4

Dagur - 18.08.1986, Síða 4
4 - DAGUR - 18. ágúst 1986 á Ijósvakanum Jsjónvarpgj MÁNUDAGUR 18. ágúst 19.00 Úr royndabókinni. 13. 'iáttur. Endursýndur þáttnr frá 13. ágúst. 19.50 Fréttaágrip á tákn- mali. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Afmæli Reykjavíkur. Bein útsending frá hátíð- arhöldum á Arnarhóli í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Skrúð- göngur verða farnar inn á hátíðarsvæðið og Reykja- víkurlagið verður sungið. Jón Sigurbjörnsson, leikari kynnir dagskrána af hálfu borgarinnar en htíðardag- skráin hefst klukkan 21:00 með ávarpi Magnúsar L. Sveinssonar, forseta borg- arstjómar. Að því loknu flytur Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt 80 manna kór nýtt verk eftif Jón Þór- arinsson. Páll P. Pálsson stjórnar flutningi verksins. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir flytur ávarp. Síðan verður sýnt nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson, um Skúla fóg- eta og upphaf Reykjavík- ur. Það em leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur, sem fmmsýna þetta verk. Gunnar Þórðarson og val- inkunnir tónhstarmenn leika fyrir dansi og grínar- arnir góðkunnu Karl Ágúst Úlfsson og Þórhallur Sig- urðsson spretta úr spori. Dagskránni lýkur með ávarpi borgastjóra, Davíðs Oddssonar, og flugelda- sýningu á miðnætti. Kynn- ar sjónvarpsins verða Jón Hákon Magnússon, Karit- as Gunnarsdóttir og Jón Gústafsson. Útsendingu stjórna Maríanna Friðjóns- dóttir og Tage Ammend- mp. Tæknistjóm annast Gísli Valdemarsson. Dagskrárlok verda laust eft- ir miðnætti. rás 1M MANUDAGUR 18. ágúst 7.00 Veðurfregnir ■ Fréttir. Bæn • Séra Gunnlaugur Garðarsson flytur. (a.v.d.v.) 7.15 Morgunvaktin. - Páll Benediktsson, Þor- grímur Gestsson og Hanna G. Sigurðardóttir. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Olla og Pési" eftir Iðunni Steinsdóttur. Höfundur les (8). 9.20 Morguntrimm - Jón- ina Benediktsdóttir • Til- kynningar ■ Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Búnaðarþáttur. Agnesar Guðnason yfir- matsmaður garðávaxta talar um mat og meðferð garðávaxta. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Má ég lesa fyrir þig. Sigríðu? Pétursdóttir les bókarkafla að eigin vali. (Frá Akureyri). 11.00 Fréttir. 11.03 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 12.00 Dagskrá ■ Tilkynning ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Vedurfregnir ■ Til- kynningar • Lesið úr for- ustugreinum landsmála- blaða. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heima og heiman. Umsjón: Gréta Pálsdóttir. 14.00 Á afmælisdegi. Dagskrá á vegum Rásar 1, Rásar 2 og svæðisútvarps Reykjavíkur og nágrennis í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Leikin verða lög sem tengjast borginni og útvarpað verður mörgu af því sem iram fer á fjöl- skylduhátíð í miðbænum. Dagskrárgerðarmenn: Kristín Helgadóttir, Mar- grét Blöndal, Ólafur Þórð- arson, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Sverrir Gauti Diego, Þorgeir Ástvalds- son og Þorgeir Ólafsson. Stjórnandi útsendingar: Stefán Jökulsson. (Dag- skránni er einnig útvarpað um dreifikerfi Rásar 2 og svæðisútvarpsins). 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Á afmælisdegi, framhald. 18.00 Tónleikar Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar • Tón- leikar. 19.40 Um daginn og veginn. Jón Ásbergsson við- skiptafræðingur talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Þegar ísafjörður fékk kaupstaðarréttindi. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. Lesari: Guð- laug María Bjarnadóttir. 21.10 Gömlu dansarnir. 21.30 Útvarpssagan: „Sögur úr þorpinu yndislega" eftir Sigfried Lenz. Vilborg Bickel-ísleifsdóttir þýddi. Guðrún Guðlaugs- dóttir les (2). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Afmælisdans. Magnús Einarsson og Sigurður Einarsson kynna danstónlist. 24.00 Fréttir. 01.00 Dagskrárlok. rás 2M MANUDAGUR 18. ágúst 9.00 Morgunþáttur i umsjá Ásgeirs Tómas- sonar, Kolbrúnar Halidórs- dóttur og Kristjáns Sigur- jónssonar. Inn í þáttinn fléttast u.þ.b. fimmtán minútna barnaefni kl. 10.0S sem Guðriður Har- aldsdóttir annast. 12.00 Hlé. 14.00 Á afmælisdegi. Dagskrá á vegum Rásar 1, Rásar 2 og svæðisútvarps Reykjavikur og nágrennis i tilefni af 200 ára afmæli Reykjavikur. Leikin verða lög sem tengjast borginni og útvarpað verður mörgu af þvi sem fram fer á fjöl- skylduhátíð i miðbænum. Dagskrárgerðarmenn: Kristin Helgadóttir, Mar- grét Blöndal. Ólafur Þórð- arson, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Sverrir Gauti Diego, Þorgeir Ástvalds- son og Þorgeir Ólafsson. Stjórnandi útsendingar: Stefán Jökulsson. (Dag- skránni er einnig útvarpað um dreifikerfi Rásar 1 og svæðisútvarpsins). 18.00 Dagnkrárlok 3ja mín fréttir kl. 9, 10, 11, 15, 16 og 17. 17.03-18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - Svæðisút- varp. 17.03-18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. _______________hér og þao , ,Laugaskóli ágætis hjónabandsmiðlun4 ‘ „Það er fallegt hérna í góðu veðri, en í þoku og rigningu sér maður ekki neitt,“ sagði hús- freyjan á Litluströnd í Mývatnssveit, hún Þóra Ásgeirsdóttir. Blaðamenn Dags á ferð um Mývatnssveit, rennandi blautir í fæturna og illa haldnir renndu heim að Litluströnd og voru með það sama drifnir inn í eldhús. Þar var Þóra að sjóða heimatilbúin bjúgu. Á meðan sokkarnir voru að þorna á ofninum stappaði Þóra kartöflur og ræddi við okkur. t>óra er að upplagi Akureyr- ingur, sagðist hafa unnið hjá Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu síðustu tíu árin sín á Akureyri. Hún kynntist manni sínum, Steingrími Kristjánssyni er hún vann í eldhúsinu að Laugum í Reykjadal. „Það hafa margir kynnst þar. Þarna hefur verið ágætis hjónabandsmiðlun í gegn- um árin,“ sagði Þóra. Það var árið 1958 sem Þóra fluttist að Litluströnd, „það var að vorlagi man ég.“ Hún hafði nóg að gera fyrstu árin. Þau hjón- in eignuðust fjóra syni og á sumr- in dvöldu þar börn í sveit. „Ég hafði í nógu að snúast fyrstu árin. En nú orðið finnst mér oft helst til of rólegt í kringum mig.“ Sunnan megin vatnsins er litla atvinnu að fá, „og ekki keyri ég þannig að ég kemst ekkert. Þetta er allt í lagi yfir sumarið, þá eru hér alltaf gestir. En það er oft dauft og dyggðarlítið hérna yfir veturinn. Ég er þó í saumaklúbbi með nágrannakonum mínum. Við erum fjórtán saman og reyn- um að hittast hálfsmánaðarlega, það fer þó dálítið eftir færð og veðri hvernig okkur gengur að hittast. En það er reglulega gam- an í þessum saumaklúbbum." Þóra sagðist einnig taka þátt í starfi kvenfélagsins í sveitinni og þar væri stefnt að því að hittast einu sinni í mánuði. Haldin eru handavinnukvöld og afraksturinn seldur á basar til fjáröflunar. Þá selja þær kvenfélagskonur einnig smurt brauð á böllum sem haldin eru í Skjólbrekku. Og það geng- ur bara vel. „Ég hef aldrei þrælað mér út við útivinnuna. Mest verið í eld- húsinu og sinnt börnunum," sagði Þóra og stappaði kartöflur í gríð og erg. „Jú, þetta er svolítið einangrað að vetrinum. Síðan sjónvarpið kom gerir fólk minna af því að heimsækja hvert annað. Ég sé fremur illa og horfi því ekki á sjónvarp, en ég hekla mikið og prjóna. Það væri mikil þörf fyrir að finna einhver störf fyrir konur hér í sveitinni. Við erum margar orðnar sem erum með fáa í heim- ili og höfum ekkert of mikið að gera.“ -mþþ • Litlir skammtar Sigurður tók stöðugum framförum eftir hina alvar- iegu skurðaðgerð en það var sérstakiega því að þakka að honum var stöðugt haldið á mjög ströngum megrunarkúr. Einn morguninn kom hjúkrunarkona inn til hans með venjulegan fæðisskammt: Eina te- skeið af náttúrulækn- ingamjöli, fingurbjörg af súpukrafti og fjórar víta- míntöflur. „Er þetta allt og sumt sem óg fæ?“ mótmælt Sigurð- ur. „Já þetta er alit og sumt,“ svaraði hjúkrunarkonan. „En er það eitthvað fleira sem ég get gert ffyrir þig?“ „Já, já. Náðu fyrir mig í frímerki, mig langar svo mikið til þess að lesa.“ • Gottað fá kjöt Við upptöku kvikmyndar- innar átti aðalleikarinn m.a. að fara inn í búr hjá Ijóni. Honum ieist vægast sagt illa á það en leikstjór- inn reyndi að hughreysta hann: „Þú getur verið alveg rólegur féiagi. Ljónið er tamið. Það hefur verið hellt í það mjólk alla tfð.“ „Einmitt það já“, svaraði leikarinn vantrúaður, „ég hef svo sem líka fengið mjótk alla tið en mér finnst samt gott að fá mér kótelettu svona annað slagið...“ # Hvað er langt...? „Hugsaðu þér bara, er þetta virkilega tóbaks- planta?" sagði elskuleg gömul kona þegar hún var að skoða stóran trjágarð. „Og hvað er nú langt þangað tii vindlarnir verða þroskaðír? # Minnisleysi Þorvaldur fór í sinn fyrsta tíma hjá sálfræðingnum. „Ég þjáist af algeru minnisleysi," sagði hann. „Hvað ráðleggur þú mér að gera?“ „Skilyrðislaust að borga tfmana hjá mér fyrirfram." # Óvenjulegt tiifelli Læknarnir Oavíð og Hilm- ar hittust í matarboði og tóku tal saman. Talið barst að merkilegum sjúk- dómstilfellum. „Einn sjuklínga minna er geðklofi,“ sagði Davíð. „Það er ekkert óvenjulegt tilfelli,“ svaraði Hflmar. „Jú, þetta er óvenjuiegt tilfelli, því þeir borga nefnilega báðir...“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.