Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 5
18. ágúst 1986 - DAGUR - 5 Vísitala framfærslukostnaðar: 1,13% hækkun / ■ / if i juli - samsvarar 9,3% verð- bólgu á heilu ári Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í ágústbyrj- un 1986. Reyndist hún vera 172,82 stig (febrúar 1984 = 100), eða 1,13% hærri en í júlí- byrjun 1986. Af þessari 1,13% hækkun stafa 0,3% af hækkun á verði matvöru, sem rekja má til 71,5% verð- hækkunar á kartöflum. 0,1% stafa af hækkun á verði fatnaðar, 0,2% af hækkun húsnæðisliðs, 0,2% af hækkun á verði nýrra bifreiða, nær 0,4% vegna verð- hækkunar orlofsferða til útlanda frá því í fyrra og um 0,6% vegna hækkunar á verði ýmissa vöru- og þjónustuliða. Þessu til frádráttar kemur verðlækkun á kindakjöti og smjöri vegna aukinnar niður- greiðslu ríkissjóðs, sem olli um 0,5% lækkun vísitölunnar, og verðlækkun á bensíni um 3,9%, sem olli 0,14% lækkun vísitöl- unnar. Hækkun vísitölunnar um 2,24% frá maí-ágúst er 0,38% meiri en lagt var til grundvallar við gerð kjarasamninga í febrúar í vetur. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 19,3%. Hækkun vísi- tölunnar um 1,13% á einum mánuði frá júlí til ágúst svarar til 14,4% árshækkunar. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,2% og jafngildir sú hækkun 9,3% verðbólgu á heilu ári. Húsavík: 108 gáfu blóð „Við vorum ákaflega ánægð með viðbrögðin, fólk brást flljótt og vel við,“ sagði Sigurð- ur Þórarinsson formaður Rauða kross deildarinnar á Húsavík. Á mánudag fór fram hin árlega blóðsöfnun á vegum Blóðbankans og Rauða kross- ins í barnaskóla Húsavíkur. Auglýst var eftir blóðgjöfum í útvarpi, hengdar voru upp aug- lýsingar á vinnustöðum og í versl- unum. Einnig ók bifreið Rauða krossins með hátalarakerfi um bæinn og var fólk hvatt til að koma og gefa blóð. Það urðu alls 108 manns sem urðu við þessari beiðni og gáfu blóð á mánudag, en á Húsavík mæta venjulega um eða yfir 100 manns til blóðgjafar og þykir það góð þátttaka. Þess má geta á í fyrra mættu 98 manns til blóðgjafar, 49 karlar og 49 konur. IM Árlega deyja hundruö íslendinga af völdum reykinga. LANDLÆKNIR VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Hússtjórnarsvið Akureyringar óg nágrannar. Stutt námskeiö í matreiöslu, fatasaumi og vefnaði veröa haldin af og til nk. vetur. Sér matreiðslunámskeið fyrir aldraða verður einnig á dagskrá. Vinsamlegast látið innrita ykkur sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 26809. Kennslustjóri. FVSA FVSA Fjölskylduferð Fyrirhuguð er dagsferð á vegum félagsins laugard. 23. ágúst. Farið verður til Húsavíkur og snæddur hádegisverður. Síðan ekið í Ásbyrgi og Hljóðakletta, eftir miðdagskaffi drukkið í Skúlagarði. Áætluð heimkoma um 7 leytið. Verð kr. 600.- fyrir fullorðna. Verð kr. 300.- fyrir börn innan 12 ára. Ókeypis fyrir félaga 67 ára og eldri. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins eigi síðar en miðvikudaginn 20. ágúst í síma 21635. Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni. —— í . Landsbanki íslands hefur slarfaö i 100 ár. Hann er bæói elsta og stærsta bankastofnun þjóöarinnar. Meó fjölþættri starfsemi sinni viósvegar um landiö leggur hann grunn aö uppbyggingu atvinnulifsins, - og raunar mannlifsins alls. Þess vegna óskum við þjóóinni til hamingju meó 100 ára afmæli Landsbankans. I ■

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.