Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 7
18. ágúst 1986 - DAGUR - 7 Umsjón: Kristján Kristjánsson Islandsmótið 3. deild: Leiftur með annan fótinn í 2. deild - eftir 2:0 á Tindastól ;ardag. . Mynd: RI>B kki nóg A eins og Þórsarar gæfu eftir en þó áttu þeir ágæt tækifæri. Skagamenn áttu góöan samleik upp völlinn og gáfu góðan bolta fyrir, en enginn náði honum fyrr en út við endalínu. Paðan var honum spyrnt fyrir og varð úr mikil þvaga og barst boltinn út í vítateig til Árna Sveinssonar sem nýkominn var inná og afgreiddi hann með þrumuskoti í netið. Staðan 3-1 fyrir Skagamenn. Síðan fengu liðin ágæt tækifæri á víxl til að bæta við mörkum en ekkert gekk. Skömmu fyrir leiks- lok var Ólafi Þórðarsyni vísað af leikvelli fyrir slá Árna Stefáns- son. í heildina var leikurinn oft skemmtilegur á að horfa. Þórsar- ar voru óheppnir. Eftir sigur Leifturs á Tindastóli á Króknum á laugardaginn eru líkur á að Ólafsfirðingar leiki í annarri deild að ári yfirgnæf- andi. Af frammistöðu þeirra í Ieiknum má álykta að þeir verði vel að sigri í riðlinum komnir. Fjölmargir áhorfend- ur voru á Sauðárkróksvelli á laugardaginn og um það bil helmingur þeirra kom með Ólafsfirðingum og fylgdi lið- inu, studdi þá í leiknum. Ólafsfirðingar mættu mjög ákveðnir til leiks og pressuðu til að byrja með. Þeir voru mun ákveðnari á boltann og náðu oft hættulegum sóknum með löngum sendingum fram á fljóta fram- herja, þá Óskar og Helga. í þrjú skipti í fyrri hálfleik skall hurð nærri hælum við mark Tinda- stóls, sérstaklega í eitt skipti er Helgi komst einn innfyrir, en Gísli náði að verja. Aðeins einu sinni skapaðist hætta upp við hitt markið og voru heimamenn heppnir að hanga á núllinu í hálf- leik. Fljótlega í seinni hálfleik náðu svo Leiftursmenn foryst- unni. Hafsteinn Jakobsson fékk boltann upp í hægra hornið, gaf fyrir markið á Friðgeir Sigurðs- son sem var dauðafrír við fjær- stöngina og skoraði af öryggi. Skömmu síðar bætti Leiftur við öðru marki, Helgi Jóhannsson komst þá á auðan sjó í annað skipti í leiknum og renndi boltan- um í markið. Fannst mönnum þetta mark lykta af rangstöðu. Ólafsfirðingar drógu sig nú til baka og Tindastólsmenn fóru að sækja meira. Sóknaraðgerðir þeirra vOru hálf ruglingslegar og máttlausar, og á köflum var leik- ið á hraða sem liðið réði ekki við. Leiftursmenn náðu líka að sækja annað slagið, en leiktfminn leið án þess að fleiri mörk væru skoruð. Liðsheildin var mjöggóð hjá Leiftri í þessum leik, menn börðust allan tímann og upp- skáru laun erfiðisins. En það sama verður ekki sagt um Tinda- stólsliðið. Þetta var örugglega lélegasti leikur liðsins í sumar og Gísli Sigurðsson markvörður sá eini sem var líkur sjálfum sér. Jafnt Magni missti unninn leik niður í jafntefli gegn Val á laugar- daginn á Grenivík. í hálfleik var 3:1 fyrir heimamenn. Þeir Reimar Helgason, Hring- ur Hreinsson og Heimir Ásgeirs- son skoruðu fyrir Magna í fyrri hálfleik en Valsmenn minnkuðu muninn fyrir hlé. í síðari hálfleik fengu Vals- menn dæmdar tvær vítaspyrnur og skoruðu úr þeim báðum og jöfnuðu leikinn. Þrátt fyrir ágæt færi tókst heimamönnum ekki að knýja fram sigur. Þróttur vann Reyni Þróttur sigraði Reyni, 2:1 í jöfnum leik á Neskaupstað á laugardaginn. Þróttur náði forystu í fyrri hálf- leik en í þeim síðari skoruðu liðin sitt hvort markið og dugði það Þrótti til sigurs. Þróttarar fengu umdeilda víta- spyrnu í fyrri hálfleik sem þeir misnotuðu. - Sjá einnig íþróttir á bls. 8 íslandsmótið 2. deild: Sanngjam sigur KS á toppliðinu Það var aldeilis fjör í kringum fóninn á Siglufiröi á föstudags- kvöld þegar KS og Selfoss átt- ust við í 2. deildinni í knatt- spyrnu. KS-ingarnir börðust eins og ljón frá upphafi til enda og uppskáru sanngjarnan sigur á toppliði deildarinnar. Var engu líkara en Siglfírðingar væru nær 1. deildarsæti, svo vel spiluðu þeir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Dyggir áhorf- endur þeirra voru vel með á nótunum allan tíniann og hvöttu sína menn vel. KS-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og pressuðu stíft fyrsta hálftímann og fór þá leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Sel- fyssinga. Vasabókin var lítið í notkun til að byrja með en á 20. mín komst Hafþór Kolbeinsson í gott færi á markteig en Hartmann markvörður var snöggur niður og varði. Á 27. mín. ná Siglfirðingar for- ystu. Langur bolti kom frá vinstri út í vítateiginn þar sem Björn Ingimarsson skallaði fyrir markið og Óli Agnarsson var ekkert að spá í lendinguna er hann skoraði með því að fleygja sér flötum og skalla í markið. Skemmtilegur aðdragandi og gott mark. Selfyssingar náðu ekki að svara þessu og 5 mín. síðar ná Siglfirð- ingar 2 marka forystu. Hafþór fékk boltann á vítateig, snéri lag- lega af sér varnarmann og skor- aði með góðu skoti í stöngina og inn. Selfyssingar fóru nú að koma örlítið meira inn í leikinn en fyrri hálfleikur var samt alveg eign Siglfirðinga. Seinni hálfleikur hófst ineð sóknum heimamanna og á 53. mín. var mark sem Óli Agnars- son skoraði dæmt af Siglfirðing- um. Ekki er vitað urn ástæðuna fyrir því og markið virtist löglegt. Selfyssingar ná síðan að minnka muninn á 62. mín. er Tómas Pálsson var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Liðin skiptust á að sækja það sem eftir lifði leiksins en heimamenn héldu fengnum hlut án teljandi vandræða og sigurinn í höfn. Ólíkt var að sjá til KS-liðsins í þessum leik miðað við fyrr í sum- ar og greinilegt að liðið er ekkert á leiðinni úr deildinni og á örugg- lega eftir að hala inn fleiri stig í síðustu leikjunum. Að sögn kunnugra var þetta í fyrsta skipti sem Gústaf þjálfari var með allan sinn leikmannahóp. Sigur KS var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og ósann- gjarnt að fara að tína einhvern einn einstakan úr sem besta mann. Allt liðið lék vel. Landsliðsmaðurinn Páll Guðmundsson áberandi framan af en bestir voru jaxlarnir Sigurð- ur Halldórsson og Tómas Pálsson. Þá var Hartmann örygg- ið uppmálað í markinu. Kristján yngsti sigurvegarinn - sem sigrar í karlaflokki á mótinu Sigurvegarar ■ karlaflokki án forgjafar. F.v. Axel Reynisson, Kristján Hjálmarsson og Kristján Gylfason. Jaðarsmótið í golfi: Mjög þáttaka var í Jaðarsmótinu í golfí sem fram fór að Jaðri um helg- ina. Alls voru keppendur 106 og var keppt í þremur flokkum, karla-, kvenna- og unglingaflokki. Leiknar voru 36 holur með og án forgjafar. Keppnin í karlaflokknum var sér- lega spennandi og réðust úrlsitin á síðasta puttinu á síðustu holunni hjá Kristjáni Gylfasyni en hann sigraði nafna sinn Hjálmarsson frá Húsavík á einu höggi. Þessi árangur Krist- jáns er mjög góður en hann er aðe- ins 15 ára og þykir geysilega efnileg- ur kylfíngur. Úrslitin á mótinu urðu annars þessi: Karlar án forgjafar: 1. Kristján Gylfason GA 151 2. Kristján Hjálmarsson GH 152 3. Axel Reynisson GH 155 Karlar með forgjöf: l.Guðmundur Sigurjónsson GA 132 2. Kristján Gylfason GA 152 3. Guðni Jónsson GA 135 Konur án forgjafar: 1. Jónína Pálsdóttir GA 179 2. Katrín Frímannsdóttir GA 180 3.1nga Magnúsdóttir GA 188 Konur með forgjöf: 1. Katrín Frímannsdóttir GA 148 2. Jónína Pálsdóttir GA 151 3. Rósa Pálsdótir GA 151 Unglingar með forgjöf: l.Eggert Eggertsson GA 159 2.SturIa Ómarsson GR 173 3.ÞórIeifur Karlsson GA 176 Unglingar með forgjöf: l.Eggert Eggertsson GA 125 2.SturIa Ómarsson GR 127 3.Auðunn S. Guðmundsson GA 127 Þar sem keppendur voru jafnir, sigr- aði sá er fór þrjár síðustu holurnar á færri höggum. Sigurvegarar í unglingaflokki án forgjafar. Þórlcifur Karlsson, Sturla Ómarsson og Kristján Gylfason. Myndír: rþb Sigurvegarar í kvennaflokki án forgjafar. F.v. Jónína Pálsdóttir, Katrín Frímannsdóttir og Inga Magnúsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.