Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 3
18. ágúst 1986 - DAGUR - 3 Frá tölvukynningu IBM í Ganila-Lundi. Víóla á Skagaströnd: Hafa ráðið annan hönnuð - eftir svik hönnuðar „Doris day and night“ Það er eflaust mörgum í fersku minni þegar skýrt var frá því í fréttum síðastliðið vor, að saumastofan Víóla á Skaga- strönd væri að koma með nýj- ungar á markaðinn í prjóna- vörum og var jafnvel haft á orði að hinn íslenski tískufatn- aður gæti orðið samkeppnisfær í hinum stóra tískuheimi. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Samstarfið við hönnuð þessa fatnaðar, sem gekk undir nafninu „Doris day and night“, var stutt og fékk heldur leiðinlegan endi. Eftir ágæta byrjun samstarfsins og eftir að hönnuðurinn hafði sjálfur tekið nokkuð af fram- leiðslunni til sölu í sinni eigin verslun í Reykjavík, vildu Víólu- „Það er ekki mikið byggt á vegum hreppsins í sumar,“ sagði Ofeigur Gestsson sveit- arstjóri á Hofsósi. „Þó er verið að vinna við nokkrar bygging- ar.“ Hofsóshreppur festi kaup á húsi á staðnum og er verið að breyta því þannig að það þjóni sínu hlutverki sem leikskóli. Einn verkamannabústaður er í smíðum á vegum hreppsins og menn fara að ganga betur frá samstarfssamningnum. En þá kom babb í bátinn. Hönnuðurinn var nefnilega kominn í samstarf við annan framleiðanda, mun stærri og eftir því sem næst varð komist, var þarna um sama tískufatnað úr ull að ræða. Nú var úr vöndu að ráða, en þeir gáfust ekki upp, Skagstrendingarnir, heldur réðu þeir þegar annan hönnuð og mun þess ekki vera langt að bíða að ný framleiðsla líti dagsins ljós frá saumastofunni Víólu. En eftir stendur að fyrrverandi hönnuður fyrirtækisins skapaði því mikil vandræði með þessari framkomu sinni og auk þess hefur blaðið fregnað að enn hafi ekkert verið greitt af þeim fatnaði sem hönn- miðar því verki vel. Einnig er verið að vinna að stækkun slökkvistöðvar og eru það ýmsir svo sem björgunarsveit og fleiri aðilar sem vinna það verk í sameiningu. í nýja hluta hússins verður geymsla fyrir sjúkrabíl, auk þess sem björgunarsveit stað- arins fær þar aðsetur. „Þetta er nú það helsta í byggingamálum hér á staðnum þessa stundina," sagði Ófeigur. gej- uðurinn tók til sölu í verslun sína, en þar mun vera um að ræða fatnað upp á 180.000 kr. G.Kr. Blönduós: Tvö tilboð í uppsteypu íþróttahússins Nýlega voru opnuð á Blöndu- ósi tilboð í áframhaldandi byggingarframkvæmdir við íþróttahúsið á staðnum, en á síðasta ári var lokið við botn- plötu þess. Áfanginn sem boð- inn var út núna er uppsteypa fyrsta og annars áfanga bygg- ingarinnar. Tvö tilboð bárust í verkið. Trésmiðjan Stígandi bauð 7.089.000 og Hjörleifur Júlíusson og Sigurjón Ólafsson buðu 7.552.000, en áætlaður kostnaður við verkið var 7.227.000. Miðað er við að verkinu verði lokið 1. desember 1987, en fyrirvari er á að fresta megi verk- inu fram á 1988 og skal tilkynning þar um, ef til kemur, hafa borist fyrir 1. apríl 1987. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um við hvern samið verður, en tilboðin eru til athugunar. G.Kr. Hofsós: Lítið um nýbyggingar „Hefurverið furðu gott“ - segir Björn Eiríksson, verkstjóri hjá Vélsmiðju Húnvetninga, sem veitir þjónustu um helgar „Ég held að þetta hafl bara verið furðu gott,“ sagði Björn Eiríksson, verkstjóri hjá Vél- smiðju Húnvetninga á Blöndu- ósi, þegar hann var inntur eftir hvernig helgarþjónusta sú sem VH býður upp á í sumar hefði gengið. „Þetta gengur þannig fyrir sig að við erum með símsvara og hann gefur upp hverjir eru á vakt og símanúmer hjá þeim. Þannig að ef enginn er hérna er bara að hringja í þá sem eru á vaktinni og þeir koma strax á staðinn,“ sagði Björn. Þá sagði hann að þessi þjónusta væri fyrir hendi frá því seinnipartinn á föstudögum og fram á mánudagsmorgun. Ferðamenn hafa notfært sér þessa þjónustu nokkuð mikið í sumar og sagði Björn að það væru alls konar viðgerðir sem menn þyrftu að fá, allt frá sprungnu dekki upp í eitthvað miklu stærra. Þá taldi hann lík- Iegt að að fenginni þessari reynslu, yrði þessari þjónustu Vélsmiðjunnar haldið áfram næsta sumar. Hann sagði að það færi sjálfsagt eftir umferðinni hvenær þeir hættu þessu í haust, en eins og er er mjög mikil umferð ferðamanna um Blöndu- ós og því má búast við að hægt verði enn um nokkurn tíma að fá gert við í Vélsmiðju Húnvetn- inga, ef menn eru í einhverjum vandræðum með bíla sína. G.Kr. Nú fer hver að verða síðastur Hættið vangaveltum. Drífið ykkur. Haustlokun nálgast Góð skemmtun fyrír fólk á öllum aldrí. TÍVOLÍBÁTAR LEIRUTJÖRN. Konur — Konur Eldfjörug 5 daga krúttmagaferð til Glasgow (jólainnkaup) 19.-23. nóv. nk. Ferðatilhögun: Brottför frá Akureyri að kvöldi 18. nóvember gist á Hótel Loftleiðum. Haldið til Glasgow kl. 08.00 að morgni 19. nóvember. Gisting og morgunverð- ur í hinu rómaða Hospitality-Inn 4ra stjömu hóteli. Sameiginlegur Gala kvöldverður með léttu ívafi á laug- ardagskvöldið. Lent á Akureyri beint frá Glasgow sunnudagskvöldið 23. nóvember. Fararstjóri Ásdís Árnadóttir ásamt krúttmögum. Allt þetta ásamt flugvallasköttum fyrir aðeins kr. 19.900.- Samvinnuferdir - Landsýn Skipagötu 14, símar 21400 og 23727. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Skrifstofumaður Auglýsum laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Starfið felst að mestu leyti f sendiferðum auk almennra skrifstofustarfa. Þarf að hafa bílpróf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum BSRB og ríkisins. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá deildarstjóra starfsmannahalds. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegur 118, 105 Reykjavík. VSd Seitum eftir starfsféiki í eftSrtalSn störfs * Skrifstofustarf Skrifstofumann til almennra skrifstofustarfa og bók- haldsvinnu. Um heilsdagsstarf er að ræða. Verslunarmenntun og/eða reynsla í skrifstofustörf- um nauðsynleg. Góð laun í boði fyrir réttan starfsmann. * Lager — Útkeyrsla Tvö störf á lager og til útkeyrslu hjá heildsölufyrir- tækjum. Traust og góð fyrirtæki. Um er að ræða heilsdagsstörf. * Tölvuskráning Starfsmann við tölvuskráningu hjá bankastofnun. Vinnutími frá kl. 13.45-17.00. Umsækjendur um öll þessu störf þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni. RAÐNINGARÞJONUSTA FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri ■ slmi 25455 Framhaldsaðalfundur FUF á Akureyri og nágrenni verður haldinn fimmtudaginn 21. ágúst 1986 að Eiðsvallagötu 6 (Bólu) og hefst kl. 20.00. Dagskrá: l.Kosning stjórnar. 2. Kosning fulltrúa á SUF-þing. 3. Önnur mál. Félagar mætið vel og stundvíslega. F.U.F.A.N.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.