Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 9
18. ágúst 1986 - DAGUR - 9 Jónasarvöllur í Aðaldal: Ungmennafélagið Geisli opnar tjaldstæði Árið 1912 gaf Vilhjálmur Jón- asson, þá bóndi á Hafralæk í Aðaldal, Ungmennafélaginu Geisla einn hektara lands til minningar um son sinn Jónas. Jónas var efnilegur ungur maður og góður ungmennafé- lagi en lést úr lífhimnubólgu 1. desember 1910 aðeins nítján ára að aldri. Ungmennafé- lagarnir sléttuðu landið með handafli eins og þá var siður, ræktuðu það, hlóðu garða og gróðursettu tré, síðan stund- uðu þeir heyskap á Jónasar- velli og seldu heyið til fjár- öflunar. Þann 28. júlí sl. var Jónasar- völlur formlega opnaður sem tjaldstæði, þar hafa ungmenna- félagar nú reist lítið hús með hreinlætisaðstöðu, plantað fleiri trjám og ætla að setja upp úti- grill. Auk tjaldstæða verður hjól- hýsaeigendum boðin aðstaða þar. Gunnlaugur Árnason kennari afhenti varaformanni Geisla Halldóri Skarphéðinssyni lykil að húsinu að viðstöddum flestum stjórnarmönnum félagsins og félögum í nefnd er sá um fram- kvæmdir á vellinum. Lýsti Gunnlaugur framkvæmd- unum í skemmtilegri ræðu og sagði m.a. að opnun tjaldstæðis- ins væri eflaust ekki stórfrétt fyrir fólk í þéttbýli en eigi að síður merkur áfangi fyrir Aðaldælinga. Þeir fögnuðu opnun tjaldstæðis- ins því hin síðari ár hefði völlur- inn verið í mikilli vanhirðu og félaginu til skammar. Oft hefði verið rætt um hvað gera ætti við völlinn þar til að Haraldur í’órarinsson hefði kom- ið með hugmyndina um tjald- stæðin á stjórnarfundi 1982. Har- aldur hefði talið þetta þarflegt og ekkert mál að koma því í kring, Baldur á Hólmavaði hefði stutt hugmyndina og sagt að örlitla stund tæki að byggja skúr, vatn- ið mætti síðan leiða heiman frá sér. Ungmennafélagar urðu því hrifnari af hugmyndinni þvf meira sem hún var rædd og var hún samþykkt á aðalfundi 1983. Sama ár var plantað fleiri trjám og eldri gróðurinn grisjað- ur, komu þá í ljós stallar í norðurkantinum sem alveg voru týndir í víði. Árið 1984 stóð til að byggja húsið fyrir snyrtiaðstöð- una en það dróst á langinn þar til um haustið að kennarar voru svo heppnir að lenda í verkfalli. Þrír menn reistu húsið á 3-4 dögum í október. í fyrra átti síðan að ljúka fram- kvæmdum en talið var betra að vanda vel verkin, gróðursetja meira og opna tjaldstæðin síðar. framtíðin bar í skauti sínu annars hefði líklega aldrei verið farið af stað. Fjárvana félag hefði aldrei getað kostað þetta ef ekki hefði fengist hjálp, sótt var um styrk til Ferðamálaráðs og veitti það styrk að upphæð 50 þús. kr., Aðal- dælahreppur styrkti framkvæmd- irnar um 30 þús. kr. en ung- mennafélagið ber um 50 þús. króna kostnað. Flestöll tjaldstæði eru kostuð og rekin af bæjar- eða sveitarfé- lögum og mun tjaldstæðið á Jón- asarvelli vera í nokkurri sérstöðu þar sem félag hefur staðið fyrir framkvæmdum. Gunnlaugur afhendir Halldóri lykilinn að húsinu. Á aðalfundi í vetur var síðan skipuð nefnd fjögurra ágætis- manna sem eru hver öðrum lagn- ari, áttu þeir að sjá um að ljúka verkinu og hafa unnið við það síðan í maí í vor. Framkvæmdirnar hafa kostað mikla vinnu, fyrir utan gróður- setninguna hafa verið unnir þrjú hundruð tímar í sjálfboða- vinnu og fjölmargir hafa lagt hönd á plóginn. Kostnaður var dálítið meiri en nokkurn óraði fyrir og að því leyti var gott að vita ekki hvað Að lokum sagði Gunnlaugur að ýmislegt væri hægt að gera ef vilji væri fyrir hendi. Vonandi yrðu einhverjir til að nýta tjald- stæðið sem væri skjólgott og vel í sveit sett. Hann þakkaði öllum sem unnið hafa við framkvæmd- irnar, styrkt þær fjárhagslega og þeim sem leyfðu aðgang að vatnslögn. Öllum viðstöddum voru síðan boðnar veitingar í tilefni dagsins. Skilti sem vísaði á tjaldstæðið var komið upp við aðalveginn Fyrstu gestirnir. sunnan við tjaldstæðið, þar sem vegur liggur að því. Svo skemmtilega vildi til að fyrstu formlegu gestirnir á tjaldstæðið komu meðan á afhendingu þess til stjórnarinnar stóð. Þetta voru Kristján Sverrisson og Erna Ragnarsdóttir frá Reykjavík. Kristján sagði að sér litist feiki- lega vel á staðinn, ótrúlega vel væri að öllu búið, skjól fyrir norðanáttinni og fallegt um að litast í allar áttir. Þarna væri auð- velt að tjalda og afskaplega heimilislegt. Ég óska Ungmennafélaginu Geisla til hamingju með fram- kvæmdirnar á Jónasarvelli og óska að það beri gæfu til að sýna vellinum þann sóma sem slíkum reit ber í framtíðinni. Vonandi eiga margir eftir að njóta þarna næðis og útiveru í hvíld frá dags- ins önn. IM Þeir eru seinheppnir blessaðir karlamir Þegar blaðamaður Dags ók heim að bænum Marbæli í Oslandshlíð í Skagafirðinum var Þórður Stefánsson bóndi þar að koma frá því að slá blettina kringum heimaheyin. Þórður sagðist vera búinn að búa á Marbæli í fjórtán ár hafi áður búið á Hofi í Hjalta- dal. Á Marbæli býr hann ásamt konu og fjórum börnum. Heyskapurinn hafði gengið ágæt- lega, væri svona hálfnaður, heyið vel þurrt og hefði ekki hrakist neitt. Aðspurður sagðist Þórður vera með kúabú og hafa orðið fyrir mikilli skerðingu í vetur, 18,2%. Hann var ekki ánægður með skiptingu 5 prósentanna sem haldið var eftir og skipt milli bænda í héraðinu, sagði almenna óánægju hafa ríkt með hana. Það virðist ekkert tillit vera tekið til þess þó að menn væru kornnir með aðra framleiðslu t.d. ref eða mink. „Þetta kalla ég happa og glappa aðferð," sagði hann. Ég vonast til að geta haldið áfram í nokkur ár í viðbót. Annars er maður að verða sextugur og það er nú varla hægt að búast við að maður geti haldið mikið lengur áfram úr þessu. Ég hafði nú búist við að geta selt jörðina, en þegar er alltaf verið að draga úr fram- leiðslunni hjá okkur þá verða þessar jarðir illseljanlegar. Ég held því fram að það sé Búnaðarfélagi íslands að miklu leyti að kenna hvernig komið er í landbúnaðinum. Við stóluðum á búmarkið og það var svikið með þessu fullvirðismarki sem sett var á. Og þeir eru seinheppnir bless- aðir karlarnir. Nú í vor voru þeir á ferðinni nokkrir ráðunautar í þeim tilgangi að meta fram- íeiðsluhæfni jarðanna hér í Hofs- hreppi og Staðarhreppi. Þeir ætla víst að fara að meta þetta og byrjuðu á þessum tveim hreppum. En það hefði átt að byrja á þessu fyrr og gera þetta fyrir löngu. Jón Viðar Jónmunds- son ráðunautur sagði að Óslands- hlíðin væri kjörið mjólkur- framleiðslusvæði og það held ég að verði í framtíðinni. En þeir verða þá að útvega nægjanlegt magn þannig að hægt verði að búa á þessum jörðum," sagði Þórður að lokum. Á tveim stykkjum fyrir ofan bæinn var verið að rifja og von- aðist Þórður til að ná upp af öðru þeirra í dag. En Dagur kvaddi Þórð og þakkaði fyrir spjallið. -þá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.