Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 12
ÍM®* Akureyri, mánudagur 18. ágúst 1986 Nýtt skip til Blönduóss: Geysilegur fjöldi umsókna um störf BBC-tölvur + Bókhaldsforrít _llf . , - + Kennsluforrit TOlVUtækl SL ^ Leikjaforrít Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Síml 96-26155 „Það eru komnar a.m.k. 50 umsóknir og þær eru enn að koma,“ sagði Kári Snorrason hjá Særúnu hf. á Blönduósi aðspurður hvort það væri rétt sem heyrst hefur að geysilegur fjöldi umsókna hafi borist um störf á nýju skipi sem væntan- legt er til Blönduóss í haust. Ef svo heldur fram sem horfir ættu þeir hjá Særúnu ekki að verða í vandræðum með mann- skapinn á skipið því nærri lætur að umsóknir séu orðnar þrisvar sinnum fleiri en áhafnarmeðlimir koma til með að verða. Á skipið mun verða ráðin ein og hálf áhöfn eða 20 manns. Skipstjóri hefur verið ráðinn Hrólfur Ólafs- son frá ísafirði og er hann fluttur til Blönduóss og mun fljótlega fara að fylgjast með gangi mála við smíði skipsins á Akureyri. Þá hefur Þorleifur Ragnarsson verið ráðinn 1. vélstjóri og Páll Elíasson frá Þingeyri hefur verið ráðinn sent 1. stýrimaður. Auk þess hefur verið ákveðið að báts- maðurinn verði maður sem kem- ur að vestan, eða frá ísafirði eins og skipstjórinn. G.Kr. Norræna fiskimálaráðstefnan: Haldin á Akureyri I dag hefst Norræna fískimála- ráðstefnan og er hún að þessu sinni haldin á Akureyri. Verð- ur ráðstefnan haldin á Hótel KEA og í Alþýðuhúsinu. Um 180 virkir fulltrúar munu sækja ráðstefnuna, en auk þess verða 80-90 gestir. Allir sjávarút- vegsráðherrar Norðurland- anna verða á ráðstefnunni og munu þeir halda sinn fyrsta formlega fund í tengslum við ráðstefnuna. Ráðstefnan stendur í þrjá daga og verða nokkur mál tekin fyrir. Fyrsti dagurinn er að mestu helg- aður fiskirækt. Síðasta erindi þess dags verður um hið svokall- aða togararall. Höfð hefur verið samvinna við 5 góða togara um fiskstofnmælingar. Þriðjudagur- inn fer að mestu í ferðalag í Mývatnssveit. A miðvikudag er byrjað á erindi um menntamál í sjávarút- vegi á Norðurlöndunum. Ráðstefnuninni lýkur með pallborðsumræðum, þar sem einn frá hverju landi tekur þátt. Þeir flytja smá erindi og síðan verður það rætt. Pallborðsum- ræðunum stvrir Björn Dagbjarts- son. ' " -HJS Framsóknarflokkurinn: Þingflokksfundur á Sauðárkróki - dagana 24.-25. ágúst Dagana 24.-25. ágúst heldur þingflokkur Framsóknar- flokksins þingfund á Sauðár- króki. Rætt verður um nokkur hita- mál, eins og t.d. hvalamálið, Útvegsbankamálið og fjárlögin. Búast má við einhverri ályktun um bankamálin og jafnvel að þingflokkurinn leggi fram tillögur til úrbóta um málið. Telja sumir að Framsóknarflokkurinn leggi til að Útvegsbankinn verði annað hvort sameinaður Búnaðarbank- anum og Landsbankanum, eða að hann verði einfaldlega reistur við í sinni upprunalegu mynd. Hvað hvalamálið varðar er lík- legt að deilt verði hart á fram- komu Bandaríkjastjórnar gagn- vart íslendingum. Einnig verður rætt um komandi fjárlagafrum- varp. Það verður forvitnilegt að heyra niðurstöðuna af þessum fundi. -SÓL Slökkviliðsmenn þurftu m.a. að rjúfa þakið til að komast að eldinum. Mynd: gej- Akureyri: Eldsvoði r i gærkvöld Klukkan 11:45 í gærkvöld var slökkviliðið kvatt að húsinu númer 2 við Fjólugötu á Akur- eyri. Var það vegfarandi sem hafði orðið var við mikinn reyk frá húsinu og tilkynnti um það. Er slökkviliðið kom á vetvang var geysilegur hiti og reykur í húsinu. Reykkafarar fóru þegar inn og fundu þar konu sem býr í húsinu, en hún var ein heima. Var hún strax flutt á Sjúkrahúsið. Um 20 .slökkviliðismenn voru komnir á staðinn eftir skamma stund og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Húsið sem er gamalt einlyft timburhús klætt bárujárni, stendur á steyptum kjallara og er talið að eldurinn hafi komið upp í kjallaranum. Húsið er mjög mikið skemmt. Þegar blaðið fór í prentun í nótt var ekki vitað um líðan kon- unnar. gej- Dvalarheimili aldraðra á Siglufirði: Lokafrágangi síðasta áfanga úthlutað „Fyrsta skóflustungan var tek- in í júlí 1983, það var lítið meira gert það ár en aðalfram- kvæmdirnar byrjuðu vorið 1984 og í lok mars á næsta ári verður fyrri áfanga lokið,“ sagði Haukur Jónasson, sem sæti á í byggingarnefnd dvalar- heimilis aldraðra á Siglufirði. Búið er að bjóða út og úthluta lokafrágangi á fyrri hluta þess. Það var Berg h.f. sem fékk verkið. Dvalarheimilið verður full- byggt 2616 fermetrar og það er um helmingur þess sem nú er ver- ið að ljúka við. í húsinu verða 10 tveggja herbergja íbúðir og 12 eins manns herbergi. í þeim áfanga sem nú er verið að ljúka við er stigahús, lyftuhús, matsal- ur, setustofa, tengigangurinn á milli sjúkrahússins og dvalar- heimilisins, aðstaða fyrir sjúkra- þjálfara og 4 tveggja herbergja íbúðir. Sagði Haukur að strax hefði verið ákveðið að reyna að fá lóðir undir dvalarheimilið sem næst sjúkrahúsinu. Komu þá tvær lóð- ir til greina, báðar í eigu Síldar- verksmiðja ríkisins og gáfu þær þessar lóðir, sem standa við Hlíðarveg og Hólaveg. Áætlað er að steypa upp suðurhlutann næsta vor og þar verða 6 tveggja herbergja íbúðir og 12 eins manns herbergi. „Það hefði aldrei verið hægt að koma þessari byggingu upp ef bæjarbúar hefðu ekki stutt okkur eins vel og þeir hafa gert og ber að þakka þeim það. Um síðustu áramót var ríkið búið að leggja til 5,3 millj. kr., Siglufjarðarbær 4,3 millj. kr. og bæjarbúar, félaga- samtök og stofnanir í bænum tæpar 5 millj. kr. Stjórn fram- kvæmdasjóðs aldraðra hefur einnig verið okkur ákaflega hliðholl, á þessu ári fáum við 5 millj. kr. frá þeim og rúmar 5 millj. frá bænum,“ sagði Haukur. Á árinu 1987 er meiningin að steypa upp allan suðurhlutann, 1988 á að ljúka við allar innrétt- ingar og áætlað er að húsið verði tilbúið 1989. -HJS Póstur og sími: Er óréttlæti í skrefatalningu? íbúar í Eyjafirði, framan Akureyrar, hafa verið óá- nægðir með gjaldskrá Pósts og síma og ekki þótt þeir sitja við sama borð og aðrir hvað skrefatalningu varðar. Dagur hafði samband við Arsæl Magnússon, umdæmisstjóra Pósts og síma á Norðurlandi og spurði hann hvort íbúar ákveðinna svæða þyrftu að borga meira fyrir skrefin en aðrir. Sagði Ársæll að svörin við þessu væru á bls. 4 í símaskránni. Það eru 4 gjaldflokkar fyrir símtöl. Það er svo kallaður 0 flokkur, síðan eru flokkar 1, 2 og 3. I 0 flokknum er hvert skref í dagtaxta 6 mín. og þá kostar hver mín. 28 aura. í næturtaxta er hins vegar bara eitt skref, sama hve lengi er talað. Síðan smá styttist tíminn í hverju skrefi og hver mínúta kostar meira í flokkunum og dýrastur er 3. flokkur. Innan Akureyrar er 0 flokkur og sömuleiðis í Eyjafirði, framan Akureyrar, en það er Hrafnagils- stöð. Bóndi sem hringir úr Eyja- firði til Akureyrar hringir í flokki 1 og er þá hvert skref 60 sek. Allt höfuðborgarsvæðið er á 0 taxta og einnig Suðurnesin. Ársæll var spurður hvort það væri ódýrara fyrir íbúa höfuð- borgarsvæðisins en landsbyggð- arinnar að vera með síma. „Það er líklega heldur ódýrara. En það verður að athuga það að á svæð- um þar sem eru 20.000 símnot- endur eða fleiri eru 300 skref inni í fastagjaldinu en annars 600. Það er til að jafna símakostnað á landinu." Ársæll var einnig spurður hvort til stæði að stækka 0 svæðið í kringum Akureyri. „Ég get ekkert sagt um það, þetta er pólitísk ákvörðun. Þetta er spurning um hvenær stjórn- völd taka ákvörðun um það.“ -HJS hjá Akureyrinni - aflaverðmætið um 30 milijónir Aðfaranótt sunnudags kom Akureyrin að landi með verð- mætastan aflu sem íslenskt skip hefur skilað í land úr einni ferð. Ferð þessi tók þrjár vikur og fékkst aflinn á svæðinu frá Strandagrunni vestur um að Patreksfírði. Skipstjóri var Jón ívar Halldórsson. Aflaverðmætið ntun vera um 30 milljónir, allt þorskur utan eitt og hálft tonn karfi. Hásetahlutur- inn í þessu ævintýri var rúmlega 300 þúsund. Á sunnudag var aflanunt skip að út en fiskurinn verður seldur á Bretlandsmarkað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.