Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 11
18. ágúst 1986 - DAGUR - 11 Gatnagerðarframkvæmdir í Árskógshreppi: Minni skerðing á lánum - vegna þess að við erum að byrja, sagði Sveinn Jónsson „Við erum í miklum gatna- gerðarframkvæmdum. Um helgina á að leggja olíuklæðn- ingu á 5-6 kOómetra á göturn- ar í þorpunum,“ sagði Sveinn Aflahrotan búin í bili? Miðunum á Strandagrunni, þar sem togararnir voru að mokveiða á dögunum, hefur nú verið lokað. Skipin hafa því dreift sér í leit að fiski og ekki gengið allt of vel. Von er á Sigluvík til Siglufjarðar seinni- part vikunnar og varla gert ráð fyrir að hún verði með nema hátt í 100 tonn, að því undan- skildu að betur gangi síðustu dagana. Sigluvíkinni gekk mun betur í síðustu veiðiferð, en þá fékk hún 140 tonn. Von var á Skildi til Siglufjarðar um miðja viku með 55 tonn, en í síðustu viku kom skipið með 60 tonna afla. Á þriðjudag var verið að landa úr Ólafi bekk á Ólafsfirði 170 tonn- um og von var á Sólberginu með svipað magn. Hegranesið kom inn til Sauðárkróks fyrir helgi með 180 tonn og Kolbeinsey kom með fullfermi. Hún landaði af því 60 tonnum, tók ís á Króknum og hélt síðan á miðin á ný. Ástæða þess að Kolbeinsey kom til Sauðárkróks var frí hjá starfs- fólki Fiskiðjusamlags Húsavíkur í síðustu viku. Skipstjórinn á Kolbeinsey sagði að þeir hefðu verið að fá allt upp í 20 tonna holl á Skagagrunninu. Fiskurinn sem togararnir hafa fergið undanfarið hefur aðallega verið þorskur. -þá Jónsson á Kálfsskinni í samtáli við Dag. Leggja á klæðningu frá þjóð- veginum og niður að Hauganesi annars vegar og að Árskógssandi hins vegar. Klætt verður alveg niður að höfnum beggja staða. Auk þess er unnið við undirbygg- ingu á fleiri götum. „Petta er byrjunin á okkar var- anlegu gatnagerð í þorpunum," sagði Sveinn. Sveinn sagði að hreppurinn væri betur settur hvað lán til gatnagerðarframkvæmda snerti en margir aðrir hreppar, vegna þess að þeir væru að byrja. „Það átti að lána okkur 80% af kostn- aði við þessar framkvæmdir, en að líkindum skerðist það eitt- hvað, gæti farið niður í 60%. En ég hef fengið þær upplýsingar hjá Byggðastofnun að við getum treyst á meginpartinn af þeim lánum sem okkur var lofað.“ Sveinn sagði að atvinnulíf væri gróskumikið í hreppnum. All- mörg hús eru í byggingu, 6 íbúða raðhús hefur verið í byggingu og verður flutt í þrjár íbúðanna um næstu mánaðamót. Þá eru þrjú íbúðarhús í byggingu í hreppnum og nýlega hefur verið flutt í eitt. „Það hefur verið ansi líflegt hérna að undanförnu,“ sagði Sveinn. -mþþ „Það byggir enginn í dag,“ - segir Sigmundur Ófeigsson hjá Möl og sandi hf. „Þessa stundina erum við að senda eitt einingahús út í Grímsey. Að öðru leyti er lítið að gera á þeim vetvangi,“ sagði Sigmundur Ófeigsson hjá Möl og sandi er hann var spurður um verkefni hjá fyrir- tækinu. Möl og sandur á vélar til fram- leiðslu á steyptum húseiningum og hefur framleiðslan líkað vel. Nú er svo komið að vélar og tæki upp á milljónir króna standa ónotuð. „Það byggir enginn í dag og nú er búið að stoppa bændur með kvótaskerðingu, svo þetta er allt búið,“ sagði Sig- mundur. í öðrum framleiðslugreinum fyrirtækisins hefur verið fremur lítið að gera og steypusala er sáralítil. Þó hefur ekki þurft að grípa til þess ráðs að segja upp starfsmönnum, „enda réðum við færri í vor en venjulega. Það er nokkuð að gera í rörasteypu og steypu á hleðslusteinum sem hafa reynst vel og verið vinsælir," sagði Sigmundur Ófeigsson. gej- Umferðin: Ognvekjandi niöurstöö- ur úr skoðanakönnun - Aðeins 32% ökumanna nota bílbelti í júlí var gerð umferðarkönn- un á vegum Bifreiðaeftirlits ríkisins, lögreglu og Umferðar- ráðs. Kom þar fram margt athyglisvert um ástand bfla, bflbeltanotkun og fleira. 2451 bifreið var stöðvuð í könnuninni, eða 1,96% af bíla- fjölda landsmanna, sem nú er áætlaður 125 þúsund. Af þessum 2451 ökumönnum sem stöðvaðir voru, höfðu 2027 ökumenn öku- skírteinið sitt með sér, eða 83,6%. 774 ökumenn höfðu bíl- belti, en það er 32,1%. í sam- bærilegri könnun á sama tíma fyrir ári var notkunin 30,5%. 732 ökumenn höfðu ljós bifreiðarinn- ar kveikt, eða 33,3% og er ástæða til að hvetia fólk til að spara þau nú ekki. í aðeins 216 bílum voru slökkvitæki, eða 8,9%, Kópasker: Hráefnisskortur í rækjuvinnslunni í 431 bifreið var sjúkrataska, eða 17,7% og í 240 bifreiðum voru viðvörunarþríhyrningar, eða 10%. í 2102 bifreiðum voru aftur á móti útvarpstæki í bílnum, eða 86,6%. Þetta eru alvarlegar niðurstöður. Fólk virðist leggja mun meiri áherslu á að hafa útvarpstæki í bílunum, en slökkvitæki, sjúkratösku eða við- vörunarþríhyrninga. Nytsemi þessara tækja verður seint ofmet- in og er fólk hvatt til að gera bragarbót á þessum málum, því hættur gera ekki boð á undan sér. -SÓL Undanfarnar 3 vikur hefur rækjuvinnslan Sæblik á Kópa- skeri verið starfrækt, en vinnslu hráefnis lauk á flmmtu- dag og ekki er útlit fyrir að hráefni berist fyrr en í lok þess- arar viku. Það var togarinn Rauðinúpur sem fór 3 ferðir fyrir rækjuvinnsl- una, og nú mun Stakfellið taka við og fara í 2 veiðiferðir. Einnig er vonast til að bátur frá Bakka- firði veiði eitthvað, „en svo veit maður ekkert um framhaldið" sagði Skúli Jónsson hjá rækju- cvinnslunni. Atvinnuástand á Kópaskeri er mjög slæmt. 15 manns starfa við rækjuvinnsluna, þá sjaldan að þar er vinnu að fá. Heimamenn hafa lengi reynt að festa kaup á skipi til hráefnis- öflunar, en ekkert rætist úr þeim málum enn. Nokkrir Kópa- skersbúar hafa sótt vinnu til Raufarhafnar í sumar, ekið dag- lega milli staðanna, 55 km hvora leið. IM Starfsfólk óskast í verslun frá 1. september. Um er aö ræöa heilsdags eöa hálfsdags vinnu og hlutastarf. Þ.e.a.s. fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Umsóknir leggist inn á afgreiöslu Dags merkt: „N-62“ fyrir 25. ágúst. Vélstjóra vantar á 60 tonna bát og vélavörð á 90 tonna bát. Báöir gerðir út frá Dalvík. Upplýsingar í símum 61614 og 61408. Vantar nokkrar konur til starfa nú þegar eða seinna. Mikil vinna, bónus. Upplýsingar hjá verkstjórum, á staönum. K.Jónsson & Co hf., Niðursuðuverksmiðja. Verslunarstjóri - Mývatnssveit Starf útibússtjóra viö verslun okkar í Reykjahlíö, Mývatnssveit er laust til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 31. ágúst nk. og skulu umsóknum fylgja upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf. Upplýsingar um starfið gefa Hreiöar Karlsson eöa Haukur Logason í síma 96-41444. Kaupfélag Þingeyinga. Laus staða Verðlagsstofnun á Akureyri óskar eftir að ráða starfsmann í 50% hlutastarf eftirlits- manns. Æskilegt er að umsækjandinn hafi verslunarpróf eða sambærilega þekkingu. Umsækjandi þarf aö hafa bifreiö til umráöa. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Verðlagsstofnun, Glerárgötu 20, 600 Akureyri fyrir 20. ágúst nk. Upplýsingar um starfiö eru veittar í síma 91- 27422. Verðlagsstofnun. Kjötiðnaðarstöð KEA óskar eftir að ráða starfsfólk til ýmissa starfa. Upplýsingar gefur Leifur Ægisson í síma 21400. K.IÖTIÐNAÐARST()n Kjötiðnaðarstöð KEA. SJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.