Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 18. ágúst 1986 Vantar fólk til starfa hálfan daginn (fyrir hádegi) frá 1. september við léttan iðnað. Umsóknum skal skilað í pósthólf 86 fyrir 22. ágúst nk. Framtíðarstörf Óskum eftir konum til vinnu í hreinlætisvöruverk- smiðju okkar við Austursíðu. Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri í síma 21165. Efnaverksmiðjan Sjöfn. Óskum eftir að ráða smiði og verkamenn LGEIB'VIDAHr GGINGAVERKTAKAR Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast, að lögtök geti farið fram fyrir vangoldnum þinggjöldum skv. þinggjaldaseðli 1986, er féllu í eindaga hinn 15. þ.m. og eftirtöldum gjöld- um álögðum eða áföllnum 1986 á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur eignaskattsauki, sóknar- gjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald v/heimil- isstarfa, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysa- tryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr., lífeyris- tryggingagjald skv. 20. gr., atvinnuleysistrygginga- gjald, sjúkratryggingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunar- húsnæði og vinnueftirlitsgjald. Ennfremur fyrir skipa- skoðunargjaldi, lesta- og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða, slysatryggingagjaldi öku- manna, þungaskatti skv. ökumælum dieselbifreiða febrúar, mars, apríl, maí sl., söluskatti fyrir apríl, maí og júní sl., og viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, launaskatti v/1985 og gjaldfölln- um launaskatti 1986, skemmtanaskatti og miða- gjaldi, söluskatti af skemmtunum, sýsluvegaskatti skv. 23. gr. 1. nr. 6. 1977, skipulagsgjaldi af nýbygg- ingum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skrán- ingargjöldum, vörugjaldi af innl. framleiðslu, gjöldum af innl. tollvörutegundum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, matvælaeftirlitsgjaldi, gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, og til hvers konar gjaldahækk- ana. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði, verða látin fara fram að 8 dög- um liðnum frá birtingu þessarrar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 18. ágúst 1986. Umboðsmenn: Sími Kópavogur: Guðbjörg Bjarnadóltir, Vallhólma 12 641562 Blönduós: Gcstur Kristinsson, Húnabraut 29 4070 Sauðárkrókur: Sísí Steindórsdóttir, Kuruhlíð 1 5828 Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 1 71489 Ólafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8 62308 Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni 61247 Grenivík: Erla Vaidís Jónsdóttir, Ægissíðu 32 33112 Hrísey: Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9 61728 Húsavík: Ingibjörg Magnúsdóttir, Stóragarði 3 41585 Mývatnssveit: Þuríður Snæbjörnsdóttir 44173 Kópasker: Anna Pála Agnarsdóttir, Boðagerði 10 52128 Raufarhöfn: Angela Agnarsdóttir, Aðalbraut 61 51197 . _______________________________________íþróttic_ Úrslitakeppni yngri flokka í knattspyrnu: Þór varð í öðru sæti í 5. flokki - KA í 3. sæti í 4. flokki og Þór í 4. sæti í 3. flokki Úrslitakeppni yngri flokka á íslandsmótinu í knattspymu hófst í Reykjavík á fímmtudag og lauk í gær en þá var leikið um sætin frá 1. - 8. En hina dagana léku liðin, þ.e. í 5. 4. og 3. aldursflokki í tveimur fjögurra liða riðlum í hverjum flokki og sigurvegarar í riðl- unum léku síðan til úrslita. Það var hart barist í flestöllum leikjunum og tvísýnt um úrslit í þeim mörgum. Þór átti lið í úrslitakeppninni í 5. og 3. aldursflokki og KA í 4. aldurs- flokki. íslandsmeistari í 5. flokki varð FH þeir sigruðu Þórsara í úrslita- leik 2:0. íslandsmeistari í 4. aldursflokki varð Fylkir, þeir sigruðu UBK 10:9 eftir víta- spyrnukeppni. Eftir veniulegan leiktíma var jafnt 1:1. Islands- meistari í 3. flokki varð Stjarnan sem sigraði Víking í úrslitaleik 4:0. Úrslit leikjanna í riðlakeppn- inni urðu þessi: 5 flokkur: A-riðill FH-Stjarnan 9:0 Þór V-Þróttur N 5:1 Þróttur N-Stjarnan 2:2 Þór V-FH 1:6 FH-Þróttur N 5:0 Stjarnan-Þór V 2:3 B-riðill Bolungarv.-Þór A 0:12 Fram-KR 3:2 KR-Þór A 3:3 Fram-Bolungarv. 13:0 Bolungarv.-KR 0:8 Þór A-Fram 4:2 FH sigraði í A riðli og Þór A í B riðli og léku þau lið til úrslita í 5. flokki. FH sigraði í þeim leik 2:0. 4. flokkur: A-riðill UBK-Haukar 9:0 Týr V-Austri 6:0 Austri-Haukar 3:1 Týr V-UBK 2:5 UBK-Austri 5:0 Haukar-Týr V 0:10 B-riðill ÍBÍ-KA 1:5 ÍA-Fylkir 3:4 Fylkir-KA 6:0 ÍA-ÍBÍ 15:1 ÍBÍ-Fylkir 0:5 KA-ÍA 1:2 UBK sigraði í A riðli og lék til úrslita við Fylki sem sigraði í B riðli. Fylkir sigraði í úrslitaleikn- um 10:9 eftir vítaspyrnukeppni. 3. flokkur A-riðill Stjarnan-Haukar 9:0 ÍA-Höttur 11:1 Höttur-Haukar 4:6 ÍA-Stjarnan 2:2 Stjarnan-Höttur 18:0 Haukar-ÍA 1:6 B-riðill Valur-Víkingur 2:3 ÍBÍ-Þór A 0:8 Víkingur-Þór A 3:1 Valur-ÍBÍ 9:2 ÍBÍ-Víkingur 0:12 Þór A-Valur 4:2 Stjarnan sigraði í A riðli og lék til úrslita við Víking sem sigraði í B riðli. Þeim leik lauk með sigri? Einnig var leikið um sætin frá 3-8 og urðu úrslit þeirra leikja þessi: 5. flokkur: 3.-4. Þór V-Fram 1:0 5.-6. KR-Þróttur N 6:1 7.-8. Stjarnan-Bolungarv. 3:1 4. flokkur: 3.-4. Austri-KA 0:5 5.-6. Týr-ÍA 5:4 7.-8. Haukar-ÍBÍ 3:3 3. flokkur: 3.-4. ÍA-Þór A 4:1 5.-6. Valur-Haukar 7:1 7.-8. Höttur-ÍBÍ 3:0 5. flokkur Þórs sem lék til úrslita í Islandsmótinu í knattspyrnu. 2. deild kvenna: KA í 1. deild á ný Kvennalið KA í knattspyrnu hefur þegar tryggt sér sæti í 1. deild að ári en þó á liðið enn eftir að leika tvo leiki í 2. deild. Á laugardag vann liðið stórsigur á Stokkseyri, 8:0 og á fímmtudag vann KA Aftureld- ingu 5:2. Báðir leikirnir fóru fram á KA-vellinum. Leikurinn gegn Stokkseyri var einstefna frá upphafi til enda en þó náðu KA-stelpurnar aðeins að skora tvö mörk í fyrri hálfleik. í þeim síðari bættu þær sex mörk- um við og stórsigur í höfn. Mörkin gerðu þær Hjördís Úlfarsdóttir 4, Anna Gunnlaugs- dóttir 2, Valgerður Jónsdóttir 1 og Erla Sigurgeirsdóttir 1. Á móti Aftureldingu voru KA- stelpurnar frekar seinar í gang og komust þær sunnlensku yfir 2:1. En í síðari hálfleik tóku KA- stelpurnar við sér og sigruðu örugglega 5:2. Mörkin fyrir KA skoruðu þær Hjördís Úlfarsdóttir 3, Erla Sig- urgeirsdóttir 1 og Borghildur Freysdóttir 1. Hjördís Úlfarsdóttir hefur ver- ið dugleg við að skora í sumar og hún er um þessar mundir marka- hæst í 2. deild með 18 mörk. Tryggvi Gunnarsson í karlaliðinu er einnig markahæstur í 2. deild- inni, með 18 mörk eins og Hjördís. Hjördís Ulriksdóttir er nú mar- kahæst í 2. deild. Mynd:RhB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.