Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 18.08.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 18. ágúst 1986 DHEl ÚTGEFANDI. ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SIMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585 hs. 41529), RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. ^JeiðarL Reykjavík 200 ára Höfuðborgin okkar á 200 ára afmæli í dag og eins og nærri má geta verður mikið um dýrðir. í dag er þess minnst að 200 ár eru liðin frá því að Reykjavík voru veitt kaup- staðarréttindi. Með konungsauglýsingu hinn 18. ágúst 1786 var verslun á íslandi gefin frjáls og jafnframt fengu 6 verslunar- staðir á íslandi kaupstaðarréttindi, þar á meðal Reykjavík. 200 ár er ekki hár aldur þegar um borg er að ræða og með sanni má segja að Reykja- vík sé ung borg í örum vexti. Reyndar hef- ur vöxturinn verið mjög hraður á okkar mælikvarða. Fyrir hundrað árum bjuggu einungis um tvö þúsund manns í Reykja- vík, tæp 3% þjóðarinnar en í dag búa þar rúmlega 90 þúsund manns, tæp 40% þjóð- arinnar. Frá kaupstaðarstofnun í Reykjavík hefur stöðugt verið unnið að eflingu bæjar- ins, sem frá árinu 1962 hefur borið borgar- heitið. Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og þjóðin öll hefur tekið þátt í að skapa hana og móta. Það er nauðsyn- legt að hafa styrka höfuðborg og vissulega eru náttúruskilyrði á höfuðborgarsvæðinu hagstæð til þéttbýlismyndunar. Þess verð- ur þó að gæta að jafnvæginu í byggð lands- ins verði ekki raskað. Undanfarin ár hefur það færst í aukana að fólk flytjist úr dreifbýlinu á höfuðborgar- svæðið. Það er að mörgu leyti skiljanlegt þegar tekið er tillit til þess að í Reykjavík er mesta þenslan, þar eru peningarnir. En ís- lendingar mega ekki gleyma uppruna sín- um, gleyma því á hverju tilvist okkar sem sjálfstæð þjóð byggist. Peningaseðlar eru ekki raunveruleg verðmæti, þeir eru ávísun á verðmæti. Hin raunverulega verðmæta- sköpun fer að miklu leyti fram úti á landi, þar sem undirstöðuatvinnuvegirnir eru stundaðir. Við verðum því að stemma stigu við byggðaröskuninni. Allir landsmenn hafa ástæðu til að gleðj- ast á þessum tímamótum. Reykjavík er höfuðborgin okkar allra og öll viljum við veg hennar sem mestan. Dagur sendir landsmönnum öllum hugheilar árnaðar- óskir á þessum tímamótum í íslandssög- unni. BB. _viðtal dagsins. „Höfum sterkar rætur á landsbyggðinni “ segir Páll Pétursson frá Höllustöðum Þingflokksfundur Framsókn- arflokksins verður haldinn á Sauðárkróki dagana 24.-25. þ.m. Þar verður meðal annars rætt um stjórnmálaviðhorfið í dag, fjárlögin og bankamál. Það var því ekki úr vegi að spjalla við formann þingflokks Framsóknarflokksins; Pál Pét- ursson, þegar hann var staddur á Akureyri á dögunum. - Nú munuð þið mjög líklega fjalla um fjárlögin. Hvað viltu segja um þau? „Við búum við halla á fjárlög- um og hann verður að minnka. Það er illmögulegt að eyða hon- um í einu, en það verður að gera eitthvað. Það hefur alltaf verið lenska á íslandi að vilja ekki borga skatta. Innan Sjálfstæðis- flokksins eru uppi raddir um niðurskurð í opinbera geiranum. Þeir vilja minnka samneysluna. Hún er ekki af hinu illa. Fram- sóknarflokkurinn hefur alltaf staðið vörð um félagslegt öryggi. Það er hlutverk flokksins að sjá til þess að svo verði. Það vekur líka athygli að samneysla er mun meiri hjá öðrum Norðurlanda- iþjóðum. Einkaneysla íslend- inga er yfirgnæfandi meiri en annars staðar á Norðurlöndum. Svo er talað um skattpíningu. Hvernig er þá ástandið annars staðar? Skattpeningum á íslandi er vel varið. Framsóknarflokkur- inn hefur t.d. alltaf séð til þess að jafnrétti til náms sé mögulegt, t.d. með stuðningi við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Nám á ekki að vera forréttindi ríkra. Fólk á íslandi getur líka leyft sér að vera veikt og leitað sér lækn- inga. Það er þetta félagslega öryggi sem flokkurinn stendur vörð um. En bankamál verða einnig til umræðu á fundinum. Þar verður meðal annars rætt um hvernig ráða eigi fram úr vanda Útvegsbankans. Nokkrar leiðir eru til og verður engum leiðum lokað í umræðum þingmann- anna.“ - En hvaða leiðir eru færar í Útvegsbankamálinu? „Þó íhaldið í Útvegsbankanum hafi lánað sínum svokölluðu frjálsu athafnamönnum mikið fé, þá þarf almenningur ekki að ótt- ast að missa peningana sína. Framsóknarmenn vilja að bank- inn gegni áfram sínu hlutverki. Ég er ekki trúaður á að einka- banki, sem eingöngu er gróðafyr- irtæki, og allra síst með erlendum eigendum, geti starfrækt sitt hlut- verk að þjóna almenningi í land- inu. Slíkur banki mymdi ekki fylla það tóm sem Útvegsbankinn myndi skilja eftir sig. Mögu- leikarnir í bankamálinu eru aðal- lega þrír. Sá fyrsti felst í því að stofnað yrði hlutafélag, þar sem Iðnaðarbankinn ætti fjórðung, yerslunarbankinn fjórðung, Útvegsbankinn hefði fjórðung og erlendur banki ætti síðasta fjórð- unginn. Þetta tel ég ekki vera fýsilegan kost. Annar kosturinn væri sá að sameina Búnaðar- bankann og Útvegsbankann. Búnaðarbankinn hefur tekið þeim kosti frekar fálega. Þá væri einnig möguleiki á að skipta Útvegsbankanum milli Lands- bankans og Búnaðarbankans. 2 öflugir ríkisbankar eru að mínu mati óskalausn, en vafalaust væru þar mörg tæknileg vanda- ^mál, sem þó ætti að vera hægt að leysa. Þriðja lausnin væri sú að rétta Útvegsbankann einfaldlega við og reka hann á sama hátt og hann hefur verið rekinn undanfarin ár. Þetta getur verið eina leiðin sem er fær. Málið er bara það að ríkissjóður er ekki mjög aflögu- fær til þess.“ Páll var spurður um ástæðu þess að fundurinn væri haldin á Sauðárkróki: „Það var ákveðið seint í vetur að hafa hann þar. Við höfum sterkar ræt- ur á landsbyggðinni og því er þetta að vissu leyti gott tækifæri til að hafa samband við fólkið í landinu. Þingflokkurinn reynir líka að kynnast atvinnulífinu á Sauðárkróki, þvívissúlega er það uppgangsbæjarfélag. Þetta er skemmtilegur bær og mikið að sjá.“ Þingflokkurinn mun einnig líta á nokkur frumvörp, t.d. frum- varp um breytingar á iðnaðarlög- um, sem iðnaðarráðherra hefur lagt fram. „Þetta er næstum því sama frumvarp og sjálfstæðis- menn lögðu fram í fyrra, það kom ekki til greina þá og ég efast um að það geri það núna.“ Þá mun einnig verða komið eitthvað inn á hvalamálið og framkomu Bandaríkjamanna gagnvart íslendingum. Páll sagði um það mál: „Þetta er ekki búið. Halldór vann áfangasigur, en Bandaríkja- menn hafa aðrar leiðir, t.d. að hræða Japani. Það er augljóst að núverandi Bandaríkjastjórn hef- ur ekki verið íslenskum hags- munum þægileg. Má þar benda á lagasetningu þeirra um flutninga til varnarliðsins, kjötinnflutning •þeirra, sem í raun stofnar öll- um landbúnaðinum í hættu vegna sjúkdóma- og sótthættu. Og svo hvalamálið." - En hverjir eru möguleikarn- ir á haustkosningum? „Ja, ef sjálfstæðismenn koma ekki með almennileg fjárlög, þá er sá möguleiki fyrir hendi. En það verður ekki Framsóknar- flokkurinn sem rýfur stjórnar- samstarfið út af öðrum málum og Sjálfstæðisflokkurinn rýfur það ekki út af fjárlagafrumvarpinu því Þorsteinn Pálsson verður að koma frá sér almennilegum fjár- lögum, því annars er stjórn- málaferill hans í alvarlegri hættu. En ég ber fullt traust til Þor- steins, því hann lítur ávallt raun- hæft á málin og skilur að það þarf að afla á móti eyðsiu. Þorsteinn er skynsamur maður. Það er á hreinu.“ -SÓL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.