Dagur - 16.09.1986, Page 1
69. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 16. september 1986
172. tölublað
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106 Sfmi 22771 Pósthólf 198
.¥ 'f 'fW
LádUku
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Útflutningur á ferskum fiski:
„Eigum að vinna
fiskinn hér heima“
- segir Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri
Útgerðarfélags Akureyringa
„Eg hef ekki heyrt talað um
frjálst fiskverð á annan hátt en
þann að koma upp fiskmarkaði
á suðvesturhorninu og reikna
ekki með því að slíkt verði tek-
ið upp hér hjá okkur,“ sagði
Gísli Konráðsson forstjóri Ut-
gerðarfélags Akureyringa er
hann var spurður um hug-
myndir varðandi fiskmarkað
og frjálst fiskverð.
Ég reikna með því að fiskverð
verði áfram ákveðið af verðlags-
ráði, en varðandi fiskmarkað, þá
hentar slíkt betur þama suður frá.
því þar er mikið framboð á fiski
og mikið af kaupendum. Pað má
Rússarnir
sprengja
„Þeir hafa verið að sprengja
hér í landi Ytri-Tjarna að
undanförnu og hefur allt leikið
á reiðiskjálfi,“ sagði Benjamín
Baldursson bóndi á Ytri-
Tjörnum er hann var spurður
um þær sprengingar sem fram-
kvæmdar eru í vísindaskyni í
Eyjafirði um þessar mundir.
Mönnum þykir sem sumar
sprengingarnar séu nokkuð
öflugar, því margir hafa haft á
orði að rúður skjálfi í húsum á
Akureyri. „Eftir nokkrar spreng-
ingar komu þeir til mín og báðu
um leyfi og gat ég ekki neitað
þeim um það, þar sem þetta er í
vísindalegum tilgangi. Hins vegar
er ég hræddur um borholur Hita-
veitunnar, sem eru þarna rétt
hjá, því Ijós sem eru í fjósloftinu
hjá mér rugga mikið eftir spreng-
ingarnar. Þess vegna held ég að
þetta geti haft áhrif á holurnar
sem eru mun nær,“ sagði Benja-
mín.
Sprengingar þessar eru þekkt
aðferð við leit að olíu í jörðu.
Skepnur virðast hræðast þessar
sprengingar og eru hestar við-
kvæmastir að þessu leyti.Vitað er
að hestur við bæinn Bringu fæld-
ist við eina sprenginguna og hljóp
á girðingu og meiddist nokkuð.
Wilhelm V. Steindórsson hita-
veitustjóri á Akureyri sagði að
þessar sprengingar væru Hita-
veitunni óviðkomandi. Hins veg-
ar hefðu vísindamennirnir fengið
leyfi til sprenginga á svæði Hita-
veitunnar eftir umræður sem
beindust að því hvort mögulegt
væri að sprengingarnar gætu
skemmt borholur veitunnar. Er
talið útilokað að slíkt gæti gerst.
„Borholum Hitaveitunnar er því
engin hætta búin vegna þessara
sprenginga,“ sagði Wilhelm.
Það er Orkustofnun sem vinn-
ur með rússneska leiðangrinum
að þessu verkefni sem standa
mun fram á haust. gej-
reikna með því að þá rífist inn-
lendir og erlendir aðilar um
fiskinn. Hér fyrir norðan er ekki
um neitt slíkt að ræða, því við
viljum ekki láta bjóða upp fisk-
inn okkar. Við ætlum að vinna
hann sjálfir. Mér líst ekki á þess-
ar hugmyndir og það er mín pers-
ónulega skoðun að við eigum
ekki að flytja út neitt af ferskum
fiski, heldur vinna hann hér
heima og selja hann unninn í
frosnu ástandi. Það þýddi að við
mundum selja miklu meira af
freðfiski og á miklu hærra verði
en nú er gert. Með þessum út-
flutningi verður minni eftirspurn
eftir frosnum fiski,“ sagði Gísli.
gej-
Nemi á málmiðnaðarbraut VMA sést hé spreyta sig á verkefni.Mynd: rpb
Atvinnuástand víða
betra en í fyrra
- Mjög gott ástand á Akureyri
Nýlega kom út á vegum
Vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytisins yflrlít um
atvinnuástand í landinu. Þar
kemur fram að í ágústmánuði
sl. voru á landinu skráðir um
10 þúsund atvinnuleysisdagar
sem samsvarar því að 465
manns hafi verið á atvinnu-
leysisskrá allan mánuðinn. Það
svarar til 0,4% af áætluðum
mannafla. Þetta er minnsta at-
vinnuleysi sem skráð hefur
verið í einum mánuði á þessu
ári.
Ef litið er á tölur fyrir Norður-
land sést að á Norðurlandi eystra
er ástandið mun betra en á sama
tíma í fyrra eða 1.709 atvinnu-
leysisdagar nú á móti 4.209 í
fyrra. Þetta er minnsti fjöldi í
ágústmánuði síðan árið 1982. Á
Norðurlandi vestra er ástandið
ekki eins gott því þar eru tölurn-
ar 605 núna en 549 í fyrra og 433
1984. Þegar bornir eru saman
júlímánuður og ágústmánuður
kemur í ljós að atvinnuleysisdög-
um hefur fjölgað úr 605 í 629 á
Norðurlandi vestra eða um 3%
en á Norðurlandi eystra hefur
þeim fækkað úr 2.354 í 1.709 eða
um 27,4%. Ef skoðaðir eru ein-
stakir staðir kemur í ljós að á
Norðurlandi eystra minnkaði at-
vinnuleysi milli þessara mánaða
alls staðar nema í Ólafsfirði.
Hlutfall kynjanna í þessu
atvinnuleysi er mjög breytilegt
eftir stöðum allt frá 0% upp í
100%.
Að sögn Hauks Torfasonar á
Vinnumiðlunarskrifstofu Akur-
eyrar er ástandið mjög gott, næg
atvinna í bænum og á stóru
vinnustaðina vantar víða fólk.
Haukur sagði að skólafólki hefði
gengið vonum betur að fá at-
vinnu og nú þegar það fólk hverf-
ur í skólana losna störf þess.
ET
Samflot eða dreifðir samningar?
■ 9 f ■ ■* ■■■■■■■ f • tL m m r m m ■ ■ m . _ - X m r
-Smærri félög ekki tilbúin að semja sjálf, segir Jón Karlsson—Óttast að misrétti aukist, segir Sævar Frímannsson
Þar sem augljóst er að upp- síðustu samninga, en telur að „Mér þykir mjög ólíklegt að
stokkun launakerfísins verður ekki verði undan því vikist að málin fari í þann farveg að hvert
meginmál næstu samninga er íhuga vandlega hvort rétt sé að félag smátt eða stórt semji algjör-
rökrétt að spyrja hvort dreifðir
samningar séu ekki rétta
svarið, jafnvel samningar ein-
stakra verkalýðsfélaga við ein-
stök fyrirtæki. Er ekki nauð-
synlegt að gefa verkalýðsfé-
lögunum hverju fyrir sig
aðstöðu til að taka á málum í
samræmi við staðbundnar for-
sendur?“ Þetta skrifar
Asmundur Stefánsson forseti
ASI í leiðara nýjasta blaðs
Vinnunnar.
í leiðaranum segist Ásmundur
ekki vilja gera lítið úr þeim
umskiptum sem urðu við gerð
síðustu samninga, en telur að
ekki verði undan því vikist að
íhuga vandlega hvort rétt sé að
vinna að gerð næstu samninga á
sama hátt. Launaskrið hefur vax-
ið á síðustu árum og valdið mis-
gengi á milli umsaminna kaup-
taxta og þess kaups sem greitt er
hjá fjölmennum starfshópum.
Fólk í sömu störfum og sama
byggðarlagi býr þannig við mik-
inn launamun. Ásmundur segir
þó að dreifðir samningar séu ekki
annmarkalausir, en við þær
aðstæður sem nú ríkja telur hann
nauðsynlegt að íhuga vandlega
hvort dreifðir samningar henti
betur en samflot í væntanlegri
samningagerð.
lega heimafyrir. Mörg félög eru
ekki í stakk búin til að takast á
við það,“ sagði Jón Karlsson for-
maður Verkamannafélagsins
Fram á Sauðárkróki. Jón sagði
að í kringum árið 1960 hafi mis-
munandi taxtar verið í gangi á
Norðurlandi fyrir nákvæmlega
sömu vinnu. Á þeim tíma var
samið heimafyrir og kaupið því
misjafnt eftir stöðum. „Og ég tel
ekki æskilegt aö taka það upp
aftur,“ sagði Jón.
Jón sagðist telja að ef málið
þróaðist þannig að farið yrði út í
starfsgreinasamninga þá væri það
af hinu góða. „Það eru talsverðar
líkur á breytingum framundan,
en á þessari stundu er ekki gott
að sjá fyrir um hverjar þær
verða.“
„Hugmyndin er jákvæð ef hægt
er að fá atvinnurekendur til að
semja sérstaklega án íhlutunar
Vinnuveitendasambandsins. En
ég óttast að það geti verið erfitt
þar sem þeir eru bundnir af sín-
um heildarsamtökum. Ég lít svo
á að þetta gæti frekar gengið með
góðum árangri á þenslusvæðum,
en aftur á móti úti á landsbyggð-
inni yrði þetta erfiðara þar sem
atvinnuástand hér er oft mikið
lakara,“ sagði Sævar Frímanns-
son formaður Verkalýðsfélagsins
Einingar á Akureyri.
Sævar sagði þetta hættulega
þróun fyrir alla. Vel stödd fyrir-
tæki gætu greitt hærri laun en þau
sem eiga í rekstrarerfjðleikum og
gætu þar af leiðandi laðað til sín
starfsfólk. Slík fyrirtæki gætu
jafnvel liðið út af þar sem erfitt
gæti reynst að fá fólk til starfa,
fólk myndi leita þangað sem
launin væru meiri.
„Ég óttast líka að misrétti
verkafólks aukist nái þessar hug-
myndir fram að ganga. Þetta mis-
rétti þarf að leiðrétta og það ger-
ist ekki nema heildarsamtökin
komi þar inn í, þeir sem betur
mega sín verða að hífa þá lægst
launuðu upp,“ sagði Sævar -mþþ