Dagur - 16.09.1986, Síða 3

Dagur - 16.09.1986, Síða 3
16. september 1986 - DAGUR - 3 Þessi föngulegi hópur verður í eldlínunni hjá LA í vetur, leikarar, leikbús- stjóri og tæknilið. Feröakaup- stefna - fyrir ísland, Færeyjar og Grænland Leikfélag Akureyrar: Fjölbreytt efnisskrá - Fyrsta frumsýning 27. september Fyrsta sameiginlega ferða- kaupstefna Færeyinga, Græn- lendinga og íslendinga fyrir erlendar ferðaskrifstofur, verður haldin í Laugardalshöll 19.-21. sept. nk. Búist er við að á annað hundrað fulltrúar frá a.m.k. 12 ríkjum komi á sýninguna, en sýningaraðilar verða sextíu frá Islandi, ellefu frá Færeyjum og tólf frá Grænlandi. Það er Ferðamálanefnd norð- vestursvæðisins sem stendur fyr- ir þessu alþjóðlega kynningar- átaki, en tilgangurinn er að vekja áhuga erlendra ferðaskrifstofa á hinum margþættu og fjölbreyti- legu ferðamöguleikum á íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Fyrstu tveir dagar ferðakaupstefnunnar eru aðeins ætlaðir erlendum ferðakaupendum. Á laugardag og sunnudag verður hún opin almenningi, sem fær kærkomið tækifæri til að kynna sér ferða- möguleika og þjónustu þessa svæðis fyrir árið 1987. Meðal söluaðila á kaupstefn- unni eru íslensku flugfélögin, gistihús, ferðamálasamtök lands- fjórðunganna, ferðaskrifstofur, hópferðaseljendur, bílaleigur, Ferðaþjónusta bænda og fleiri aðilar. Frá Færeyjum og Græn- landi koma fulltrúar þarlendra ferðaskrifstofa, gistihúsa, skipa- og flugfélaga. Erlendir ferðaskrifstofumenn hafa fagnað þessu framtaki Ferðamálanefndar norðvestur- svæðisins, en þetta auðveldar all- an undirbúning alþjóðlegs átaks í sölu- og kynningarmálum fyrir næsta ár. Ferðakaupstefnan verður sett föstudaginn 19. sept. nk. og meðal gesta við opnunina verður forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Sölu- og samn- ingamál ferðakaupenda og ferða- sala fer fram á föstudag og laug- ardag. Á sunnudag býðst ferða- kaupendum kostur á þremur mis- munandi dagsferðum um ísland, þ.e. til Gullfoss og Geysis, Vest- fjarða og Austfjarða. Alþjóðlegar ferðakaupstefnur, sem þessi, eru mjög algengar um allan heim og hafa mikil áhrif á ferðamáta og ferðasölu víðast hvar. Með þessari ferðakaup- stefnu næst til flest allra þeirra aðila sem eru duglegir að selja ferðir til landanna þriggja og jafnframt til nýrra áhugasamra ferðasöluaðila. Einnig er búist við blaðamönn- um sem skrifa um ferðamál, m.a. frá þekktum ferðablöðum eins og t.d. Stand-by, Take Off og Travel Trade Gazette. Á laugardag og sunnudag geta landsmenn heimsótt ferðakaup- stefnuna og fengið upplýsingar um það sem er í boði á Islandi, Grænlandi og Færeyjum í ferða- málum og þjónustu. Þá verður getraunaleikur og í verðlaun verða t.d. ferðir um ísland og til Færeyja og Grænlands, auk þess gistinætur á hótelum. Boðið verður upp á þjóðleg skemmti- atriði, eins og færeyskan þjóð- dansahóp. Gert er ráð fyrir að þessi sam- eiginlega ferðakaupstefna verði haldin á eins eða tveggja ára fresti í framtíðinni. Ferðamála- nefnd norðvestursvæðisins var stofnsett fyrir rúmu ári að tilhlut- an Norðurlandaráðs. Formaður nefndarinnar er Jónas Hallgríms- son á Seyðisfirði, en starfsmaður nefndarinnar er Reynir Adolfs- son, á Egilsstöðum. Starfsemi Leikfélags Akureyr- ar er nú komin vel af stað og 27. september verður frumsýnt fyrsta verkið af fimm á þessu leikári. Þar er á ferðinni barnaleikritið „Herra Hú“ eft- ir finnska rithöfundinn Hannu Mákelá. Hannu skrifaði Herra Hú upp- haflega sem skáldsögu og hlaut fyrir hana verðlaun í heimalandi sínu en bæði bókin og leikritið hafa farið mikla sigurför víða um lönd. Þýðandi leikritsins um Herra Hú er Njörður P. Njarðvík en Þórunn Sigurðardóttir mun leikstýra verkinu. Leikmynd og búningar eru eftir Gylfa Gíslason en lýsingu gerir Ingvar Björns- son. Leikendur í þessu verki eru þrír: Skúli Gautason sem fer með hlutverk Herra Hú, Inga Hildur Haraldsdóttir og Einar Jón Briem. Tónlistin í leikritinu er eftir Sven Sid og munu þeir Krist- inn Örn Kristinsson, Finnur Ey- dal og Birgir Karlsson sjá um flutning. Söngþjálfun annaðist Þuríður Baldursdóttir. Annað verkefni félagsins verð- ur revíukabarettinn „Marblett- ir“. Hluti tónlistar og texta er eft- ir Finnann Bengt Alfors en einn- ig eru textar eftir Kristján frá Djúpalæk og Pétur Einarsson við innlend og erlend lög. Pétur mun leikstýra verkinu og einnig sér hann um gerð búninga og leik- myndar. Ingvar Björnsson sér um lýsingu. Verkið verður frum- sýnt síðari hluta októbermánað- ar. Þriðja verkefni vetrarins verð- ur síðan svokölluð leiklesin dagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Kristjáns frá Djúpalæk. Dagskrá þessi verður frumflutt síðari hluta nóvembermánaðar senni- Hesturinn Sleipnir: Tvo mánuði í sjálfheldu „Hesturinn var í Snaga sem kallaður er. Ég hélt við ætluð- um að drepa hann á að ná hon- um þaðan aftur á miðvikudag- inn. Þetta er mjög erfitt hraun yfírferðar og ég skil varla hvernig hann hefur komist þangað. Hann hefur sennilega ekkert vitað hvert hann ætlaði, það hefur gripið hann eitthvert óskaplegt æði.“ Þetta sagði Baldur Jónsson bóndi í Ysta-Hvammi af hestin- um Sleipni sem gangnamenn fundu í sjálfheldu syðst í Gjá- stykki um næst síðustu helgi. Hest- urinn hafði þá verið þarna á eins konar eyju í hrauninu í um tvo mánuði og hafði ekkert til hans spurst síðan hann strauk úr Ysta- Hvammi í byrjun júlí. Að sögn Baldurs flumbraðist hesturinn nokkuð víða en hann var vel á sig kominn. „Hann hlýtur að hafa komist í eitthvert vatn því hann var ekki svo mjög þyrslur. Ég get samt varla ímyndað mér að þarna í hrauninu myndist nokkrir pollar." Sleipnir sem er fimm vetra garnall kom í Ysta-Hvamm í lok júní og átti að vera þar í geymslu um sinn. Hann er lítið taminn og að sögn Baldurs hljóp hann tvisvar undan þeim út í hraunið áður en hann gaf sig og þeim tókst að koma á hann böndurn. ET lega í Sjallanum. Dagskráin ber nafn síðustu ljóðabókar Kristjáns „Dreifar af dagsláttu“ og er samantekt og sviðsetning í hönd- um Sunnu Borg. Þarna verða verk Kristjáns flutt með söng, leik og lestri á síðdegis- og kvöld- sýningum. í byrjun janúar hefjast sýning- ar á leikritinu „Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari?" eftir Mark Medoff sem Nemenda- leikhúsið sýndi í fyrra. Þýðingu gerði Stefán Baldursson, Pétur Einarsson leikstýrir, lýsingu gerir Ingvar Björnsson og leikmynd Örn Ingi Gíslason. Fljótlega upp úr áramótum hefjast síðan æfingar á hinum alkunna söngleik Fred Ebb „Kabaret“. Tónlist er eftir John Kander, Óskar Ingimundarson þýddi. Söngleikurinn verður frumsýndur um miðjan mars og verður hann síðasta verkefni vetrarins. Sala aðgangskorta hefst í dag þriðjudag í „Ánni“ við Skipagötu og verður boðið upp á þriggja sýninga kort en auk þess fá kort- hafar verulegan afslátt á barna- leikritið og leiklesnu dagskrána. Sú nýbreytni verður nú tekin upp að með kortunum fylgja leikskrár sem verða sendar korthöfum nokkru fyrir sýningar. Miðasalan verður opin alla virka daga nema mánudaga og síminn þar er 24073. Leikfélag Akureyrar verður 70 ára 19. apríl á næsta ári og að sögn Péturs Einarssonar leikhús- stjóra verður haldið upp á afmæl- ið þá en sjálf afmælisdagskráin verður síðan næsta haust. Þá kemur einnig út bók Haraldar Sigurðssonar um sögu leiklistar á Akureyri. ET T Klórþvegnar vinnubuxur. Verð kr. 1.685.- Kuldaúlpur á fullorðna. Verð frá kr. 1.498.' Barnapeysur. St. 4-8. Verð frá kr. 516.- Handklæði. Verð frá kr. 198.- Opið á laugardögum 9-12. Eyfjörö Hjalteyrargötu 4 • simi 22275 TOboð 30% aMáttur 30% afsláttur á herraullarstökkum Takmarkað magn Einnig tilboð á drengjabolum stærðir 8-16. Verð frá kr. 890.- SIMI (96) 21400

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.