Dagur


Dagur - 16.09.1986, Qupperneq 11

Dagur - 16.09.1986, Qupperneq 11
16. september 1986 - DAGUR - 11 Hestasport: Gefur ferðafólki kost á að fylgjast með göngum og réttum I Fyrirtækið Hestasport í Skaga- firði sem annast hestaþjónustu við ferðamenn auk þess að skipuleggja iengri og styttri ferðir á hestum, er nú að brydda upp á þeirri nýjung að gefa ferðafólki kost á að fylgj- ast með göngum og réttum hér á landi. í ferð sem lagt verður í 16. september og lýkur að kvöldi þess 18. verður fylgst með göng- um á Eyvindarstaðaheiði og rétt- um í Stafnsrétt. Að sögn Magn- úsar Sigmundssonar hjá Hesta- sporti er þessi ferð skipulögð í samráði við fjallskilastjórn Upp- rekstrarfélags Eyvindarstaðaheið- ar og kvaðst hann ekki vita til þess að ferðafólki hefði verið gef- inn kostur á að fylgjast með göngum og réttum af hestbaki Fró Stafnsrétt. áður. Vart hefði verið við áhuga ferðamanna fyrir slíkum ferðum og bjóst Magnús við að þær ættu framtíð fyrir sér. Þess má að lok- um geta að enn er hægt að bæta við fólki í þessa ferð. Upplýsing- ar gefa Björn í síma 6020 og Magnús í síma 6013. -þá Fatasöfnun Rauða krossins hafin Vinnueftirlit ríkisins: Gefur út leiðbeininga- bækling - um lífræn leysiefni Vinnueftirlit ríkisins hefur nýlega gefið út leiðbeiningabækling og veggspjald um lífræn leysiefni. I bæklingnum er lögð áhersla á að útskýra varasöm áhrif lífrænna leysiefna á líkama og heilsu og leiðbeina um hvernig hægt er að varast þau. Á veggspjaldinu er einnig lögð áhersla á aðvörun og varúðarráðstafanir. Helstu ástæður þess, að þetta efni er gefið út og dreift á vinnu- staði, eru þær að skaðleg heilsu- farsáhrif lífrænna leysiefna eru nú viðurkennd og hafa verið rannsökuð og rædd um árabil er- lendis. Efnin komast inn í líkam- ann við innöndun og snertingu. Sterk og langvarandi áhrif geta valdið skemmdum á heila, tauga- kerfi og fleiri líffærum. Slík áhrif birtast í þreytu, sleni og gleymsku - og stundum í höfuð- verk og erfiðleikum við að ein- beita sér. Danska Vinnueftirlitið hefur síðustu ár fengið yfir 1000 til- kynningar árlega um meintar heilaskemmdir á fólki sem hefur unnið með lífræn leysiefni og þeir skipta hundruðum þar í landi sem fá staðfest á ári hverju að þeir hafi hlotið heilsutjón af að vinna með þau. Vitað er að efnablöndur með lífrænum leysiefnum eru notaðir á mörgum vinnustöðum hér á landi, s.s. við málun, lökkun, límingu, litablöndun og við ýmiss konar hreinsun og efnafram- leiðslu og yfirborðsmeðferð á framieiðsluvörum. Hins vegar eru áhrif þeirra ekki nægilega kunn hér á landi og varúðarráð- stafanir víða í molum. Fyrirtæki og félög iðnaðarmanna og verka- fólks, sem efni bæklingsins og veggspjaldsins varðar, fá hvort tveggja sent næstu daga. Einnig öryggistrúnaðarmenn og örygg- isverðir í fyrirtækjunum. Vinnueftirlit ríkisins veitir leiðbeiningar um hvernig draga má úr mengun andrúmslofts á vinnustöðum og hollustuhátta- deild stofnunarinnar annast mengunarmælingar sé þess óskað. Fatasöfnun Rauða krossins er hafin um allt land. Þegar hefur mikið magn af fatnaði borist til aðalstöðva félagsins í Reykjavík og eins til margra deilda úti á landsbyggðinni. í fyrra efndi Rauði krossinrt líka til fatasöfnunar og þá bárust tæplega áttatíu lestir af mjög góðum fatnaði, bæði á fullorðna og börn. Fötin sem söfnuðust í fyrra voru send til Afríkuríkja og til Nicaragua eftir að búið var að ganga þannig frá þeim að sam- ræmist reglum sem Alþjóða- rauðikrossinn setur, en það var gert í Danmörku. Samvinna var milli RKÍ og danska Rauða krossins um flokkun og pökkun fatnaðarins og eins flutninginn. Undanfarnar vikur hafa félag- ar úr Ferðafélagi Skagfirðinga unnið að brúun Fossár á Hofs- afrétti sem er mikill farartálmi á leiðinni vestur að Ingólfs- skála, skála ferðafélagsins. Hefur undanfarnar vikur verið unnið að byggingu sökkla und- ir brúna. Brúin, stálbitabrú með timburgólfi, sem verður fær öllum bílum, var fengin hjá Vegagerðinni en hún var áður á Grjótá á Höfðaströnd. Verð- Þetta kostar allt mikla vinnu og talsvert fé. Þannig eru þau föt sem send hafa verið á vegum RKÍ metin á um þrjár milljónir króna og bendir allt til að í ár verði kostnaðurinn ekki minni. Af hálfu félagsins hefur þess ekki verið krafist að fólk legði fram fé með fötum sem það gefur en hitt má vera ljóst að með því að gera það létta gefendur mjög mikið undir og veita mikilsverð- an stuðning um leið og tryggt er að unnt verður að senda héðan meira magn en annars væri hægt. Áætlaður kostnaður við fata- sendingar á vegum félagsins í ár er um 50 krónur á hvert kíló- gramm. ur hún flutt í heilu lagi fram eftir. Að sögn Friðriks Jónssonar stjórnarmanns í ferðafélaginu vantar tilfinnanlega sjálfboðaliða fremra til að hægt sé að ljúka verkinu sem fyrst, en vonandi yrði hægt að vígja brúna á næst- unni. Hann kvað Fossá vera jökulkvísl, sem léti lítið yfir sér á þessum árstíma, en á vorin og sumrin gæti hún verið skaðræðis- fljót. „Hún vex ótrúlega hratt,“ sagði hann. -þá Ingólfsskáli, skáli ferðafélagsins við vestanvert Lambahraun. Mynd: Ingvar Sighvatsson. Ferðafélag Skagafjarðar: Vinnur að brúun Fossár Æskulýðsráð Akureyrar óskar að ráða umsjónarmann í félagsmiðstöð Glerárskóla. Um er að ræða 1/3 hluta starf í átta mánuði. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu æskulýðs- ráðs sími 22722 eða Dynheimum, sími 22710. Umsóknarfrestur er til 22. september nk. Æskulýðsráð Akureyrar. Síldarvinna Maður vanur síldarvinnu óskast strax. Niðursuðuverksm. K. Jónsson & Co hf., sími 21466. Okkur vantar bifvélavirkja og rafvélavirkja til starfa sem fyrst. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. v/Tryggvabraut, Akureyri, sími 22700. Starfsfólk Viljum ráða starfsfólk tii afgreiðslustarfa sem fyrst. Hafið samband við eiganda, ekki í síma. Verslunin Garðshorn, Byggðavegi 114, Akureyri. Bókari Óskum eftir að ráða bókara í fullt starf. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra og í afgreiðslu fjármáladeildar KEA. Skriflegum umsóknum ber að skila tii starfs- mannastjóra ekki síðar en 24. sept. nk. Kaupfélag Eyfirðinga. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða skrifstofumann, karl eða konu. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra og í afgreiðslu fjármáladeildar KEA. Skriflegum umsóknum ber að skila til starfs- mannastjóra fyrir 19. sept. nk. Heilsdagsstarf. Kaupfélag Eyfirðinga. Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 18. sept. kl. 20.30 í Garðari. Dagskrá. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Framboðsmál. 3. Bæjarmálefni. 4. Önnur mál. Mætið vel og takið með ykkur nýja félaga Framsóknarfélag Húsavíkur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.