Dagur


Dagur - 22.09.1986, Qupperneq 8

Dagur - 22.09.1986, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 22. september 1986 erlendur vettvangur. Síðasta kveðja til gömlu yfirstéttarínnar í Sahara Tuaregamir í Niger ferðast fram og aftur um eyðimörkina til að skipta á salti og hirsi. En brátt munu sagnir af þessu bláleita tignarfólki heyra til liðinni tíð og í stað langra lesta af kameldýrum koma innfluttar fjórhjóladrifnar bifreiðar. Tveir litlir hópar karla og kvenna hafa stillt sér upp eins og óvina- herir. Skipst er á eggjunarorðum og hnittnum athugasemdum: „Smiðir. Það vildi ég, að rytju- legar slæðurnar gætu hulið augu ykkar,“ kallar tuarejgi af tignum ættum. Hópurinn, sem hann beinir orðum sínum til eru hand- iðnaðarmenn, en atvinna þeirra er lítils metin hjá gömlu yfirstétt- inni. „Hér eru gjafir ykkar,“ heldur hann áfram, „en gætið ykkar. Pið eigið á hættu að skera af ykkur hendurnar, því að þessi vopn eru vel skerpt, þau eru flugbeitt. Grípið!“ „Aiiieeyeeii! Er það nú bit- laust sverð. Það væri ekki einu sinni hægt að hálsskera kiðling með þessu,“ heyrist frá hinum. Foringi iðnaðarmannanna er greinilega móðgaður. Aðfinnsl- urnar verða sífellt háværari, en þetta er ekki alvarlegur ófriður. í rauninni er aðeins um að ræða venjuleg skipti á gjöfum eins og jafnan eiga sér stað hér í sunnanverðu Air, þegar karl og kona ganga að eigast. Hin breytta gróðurvin Loks þegar myrkrið er lagst yfir heyrist fagnaðaróp frá smiðun- um. í bjarma af vasaljósi má líta gljáfægt tuaregasverð. Ahmed, sem tekur við vopninu, fitlar við leðurvasa, sem hangir um háls honum. Þar er geymd lítil bók með fagurlega prentuðum tákn- um og merkjum: „Þegar ég hef þennan gri-gri (verndargrip) ótt- ast ég aldrei neitt, jafnvel ekki slíkan brand." Ári síðar er Ahmed orðinn verkstjóri við námugröftinn í stórri urannámu. „Ég hef eignast nýjan gri-gri,“ segir hann. „Jafnvel þó að ég fari aftur til þorpsins, skal hann ekki yfirgefa mig.“ Og stoltur sýnir hann mæiitækið, sem sýnir hversu mikilli geislavirkni líkami hans verður fyrir. Ahmed verður nú að lifa í tveimur heimum, sem varla geta ólíkari verið: Urannáma og gamla tuaregaþorpið, þar sem allt iðaði af því lífi, sem fylgir kaumannalestum. Air héraðið er í fjalllendi í norðanverðu Niger og loftslagið þekkt fyrir þægilegt hitastig. Fjöldi vatnsfalla liðast eftir dölunum, en hverfa síðan á eyði- merkursléttunum við Tabak og Tenere. Mestan hluta ársins eru þær þurrar, en verða vatnssósa um regntímann. Vegna legu sinnar er landslag- ið í Air fjölbreytilegt: Pálmaekr- ur, skógar með aragrúa villtra jurta, risastórir sandhólar og eld- fjallaklettar, sem rísa upp úr sandhafinu. Tíu síðustu árin hefur lífið í Air gerbreyst. í bæjum þar sem áður var hvorki að finna rafmagn né rennandi vatn sér nú rafmagn unnið úr sólarorku fyrir því að hægt er að horfa á sjónvarp frá gervihnöttum. Og á hinum löngu lestaferðum sínum getur gamla eyðimerkur- fólkið, tuaregarnir, nú hlustað á tónlist af snældum í tækjum framleiddum í Hong Kong. Nýtískuleg bæjarhverfi með frönskum svip þjóta upp og börn leiguliðanna hjá tuaregunum, sem send hafa verið í franska skóla öfugt við það sem gerðist með börn tuareganna sjálfra, eru nú oft hærra sett en fyrrverandi herraþjóð. Utan við stærri bæina rísa síðan braggahverfi og þar dafnar vændið. En þrátt fyrir allar breyting- arnar eru ættflokkarnir frá Air samt innst inni uppruna sínum trúir. Þeir eru tiginbornir, þótt þeir hafi orðið að lúta í lægra haldi og eigi engin dýr lengur, fái engin ný verkefni. Kannski vakir með mörgum draumur um að eignast Toyota, en eftir sem áður vilja þeir geta talist tuaregar. Tuaregarnir voru hin upphaf- lega yfirstétt í Sahara. Þeir eru hirðingjar, ljósir á hörund, skyld- ir berbunum í Norður-Afríku. Öldum saman hafa þeir lifað í þurrustu héruðum Sahara sem kaupmenn og hjarðmenn. Ýmist hafa þeir stolið frá svertingjunum í jöðrum eyðimerkurinnar eða verslað við þá, einnig hneppt þá í þrældóm eða gert þá sér undir- gefna. Smiðir voru sérstakur hópur þegnanna og tuaregarnir gerðu hvort tveggja að líta niður á þá og óttast þá, en þeir þurftu alltaf á þeim að halda vegna þess að sjálfir höfðu þeir lítinn áhuga á líkamlegri vinnu. Þurrkurinn, sem staðið hefur í 10 ár, hefur haft endaskipti á mörgum hugtökum, t.d. valfrelsi. Áður en þetta þurrkatímabil hófst átti Ahoudan smiður níu kameldýr, nú á hann aðeins eitt, hin eru dauð. Tiginbornu tuareg- arnir geta ekki veitt honum atvinnu, því að hvorki eiga þeir peninga né dýr til að borga með. Þess vegna ferðast hann nú með síðasta kameldýrið sitt sem leið- sögumaður ferðamanna. Honum er Ijóst, að bæði lýgur hann og betlar, en hann hefur þó eitthvað til að lifa á. I rauninni hefur örlagaþrung- inn þurrkurinn farið verst með hina tignu tuarega. Vegna með- fæddrar, aldagamallar fyrirlitn- ingar á líkamlegri vinnu er það þeim hræðileg auðmýking að neyðast t.d. til að steypa múr- steina í Agadez. Frá 1001 nótt til 20. aldar Fáeinir hafa þó mætt hinum nýja heimi með mikilli aðlögunar- hæfni. Mano Dayak á ferðaskrif- stofu. í staðinn fyrir gamlar tuar- ega-gátur og orðaleiki hefur hann komið sér upp staðbundnum Hafnarfjarðarbröndurum, í stað- inn fyrir tam-tam er komið myndband og í staðinn fyrir úlf- aldalest forfeðranna eru komnar 10 Range Rover bifreiðar, sem flytja ferðamennina um slóðir sem liggja utan hinna viður- kenndu vega yfir Sahara. En þessi nýi svipur hefur ekki með öllu breytt gamla eyðimerk- ursyninum. Á skrifstofu sinni hegðar hann sér nánast eins og heima í tjaldbúðunum. Enda þótt 15-20 viðskiptavinir ryðjist inn í skrifstofu hans, tekur hann öllu með ró, hann býður þeim gosdrykki og hlýðir á óskir þeirra og vandamál eins og höfðingi úti fyrir tjaldi sínu. Mano hugsar vissulega um við- skiptavini sína, en hann gleymir ekki þjóð sinni: „Ferðamennskan ber með sér tvenns konar mengun,“ segir hann. „Þeirri efnislegu er hægt að. bæta úr, en það er erfiðara með þá mannlegu. Þess vegna leyfi ég aðeins mjög takmarkað samneyti ferðamannanna og hirðingjanna. Markmiðið með ferðunum er aðeins að sjá Sahara, fegurstu eyðimörk í heimi.“ Agadez er perla þessarar fögru eyðimerkur. Hér finnur maður gjá milli 20. aldarinnar með ljósaskiltum, „Ökuskóli vonar- innar“, „Agogo ljósmyndir", og þess tíma, þegar soldáninn af Agadez var ennþá ríkjandi yfir stríðsmönnum Sahara. Við sólarupprás á nýársdegi tuareganna streymir fjöldi fólks til hallar soldánsins. Fyrir hópn- um fara karlar íklæddir víðum bou-bou-um með indigolitar slæður og túrbana. í miðjum hall- argarðinum sitja æðstu menn tuareganna á hestum sínum sveipuðum skrautlegum ábreið- um. Konunglegur lífvörður með skarlatsrauða túrbana umkringir veru með óræðan svip: Ibrahim soldán, son Oumarous. Hann veit, að hin raunveru- legu völd eru ekki lengur hans, Slæða tuaregans er vörn gegn ryki og forvitnum augum. Slæðan og annar hefðbundinn klæðnaður verður nú að þola féiagsskap plasthjálms og sólgler- augna og nýja menningu, sem byggir á uranmálmi. í Niger, sem skipuð er svertingj- um, þá hefur hann miklu hlut- verki að gegna. Hann er sá eini, sem getur lægt öldurnar, þegar tuaregarnir, sem í hjarta sínu eru stríðsmenn, deila um brunna, döðlupálma, erfðamál og fyrst og síðast - konur. Eða þegar eyði- í tuaregalest okkar tíma koma Range Rover bifreiðar í stað kameldýra. Þær flytja ferðamenn fram og aftur um eyðimörkina. en í augum þjóðar sinnar er hann konungur, og hann tekur kveðju fólksins með smávægilegri hand- arhreyfingu. Sagan segir, að í aldaraðir hafi tuaregana skort leiðtoga, sem gæti miðlað málum í deilum þeirra. Loks báðu þeir margir soldáninn í Istanbul að gefa sér einn sona sinna. Ibrahim er því afkomandi Yunusar, sonar Herra hinna gullnu hliða og svartrar ástkonu hans. En hvort sem sagan er sönn eða ekki, þá hefur soldáninn ekki nein raun- veruleg völd eftir að Niger varð eitt afríkanskt nútímaríki. En í samfélagi tuareganna, sem innst inni viðurkenna naum- ast nokkur yfirvöld, hvorki lög- regluna né fulltrúa stjórnarinnar merkurfólkið reynir að gera sér grein fyrir hvaða áhrif atóm- sprengjan muni hafa. Urannáman er bræðsluketill Við Arlit, 260 km fyrir norðan Agadez, hafa verið grafin feikna- mikil námagöng neðanjarðar. Vélum hefur verið hrúgað að uransvæðinu, sem fannst árið 1967, og hefur orðið til þess að Niger er nú fjórði stærsti útflytj- andi urans í heiminum. Arlit er orðinn bær með þúsundir íbúa. Yfirmennirnir eru flestir Evrópu- búar, mest Frakkar, en verka- mennirnir eru Afríkumenn, þeirra á meðal tuaregar. Bærinn skiptist í hluta, þar sem hver menningarhópur hefur skapað sér sinn eigin litla heim. Einkum skilja Frakkarnir sig frá öðrum, hafa sín eigin kvikmyndahús, sundlaugar, reiðklúbba, kjafta- klúbba og félagið: „Allt fyrir góminn“, sem flytur inn lostæta úrvalsrétti frá Frakklandi. Tiginbornir tuaregar hafa skömm á handavinnu, en fyrrverandi þegnar þeirra eru vanir henni og eiga auðveldara með að aðlaga sig nýjum aðstæð- um.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.