Dagur - 23.09.1986, Page 5

Dagur - 23.09.1986, Page 5
23. september 1986 - DAGUR - 5 skólanum á Akureyri hafa löngum verið rómaðar athafn- ir, hverjum busa til ómetanlegs gagns. Verkmenntaskólinn lætur ekki sitt eftir liggja við að stuðla að betra mannlífi og eru nýnemar kallaðir píslir og vígsla þeirra kallast písla- dagur. Nemendur í fjórða bekk, sem gengið hafa leiðina til aukins þroska, taka píslirn- ar að sér og þvo af þeim hvers kyns fávisku sem ekki á heima í menntastofnun sem þessari. Píslirnar fara í píslagöngin, þar sem lítillega er þjarmað að þeim. Þá er höfði þeirra dýft í vatnsker, en af einhverjum ástæðum fóru sumir á bólakaf á föstudaginn og jafnvel mátti sjá fjórðu bekkinga svamla í kerinu. Enda eru sumir ný- nemanna alls engar píslir, heldur þrautreyndir menn úr einnig að kyssa undur fallega, vota og glansandi...skó, eða stígvél, sem búið var að smyrja með skóáburði. Einhverjum þótti athöfnin sú ekki árenni- leg og vildu skorast undan, en þeim var dyggilega hjálpað af eldri nemendum sem ýttu þeim til móts við blautan kossinn. Enginn má vera útundan, það er honum sjálfum fyrir verstu, því óvígður nemandi er ekki líklegur til afreka. BÆNDUR SKURÐGRÖFUR, STOKKAHLÖÐUM Getum bætt við okkur meiri verkefnum í greftri og vatnsleiðslum Einar í síma 31169 Rafn í síma 31149 Loftventill Ný gerð af loftventlum Hentar vel í allar bygging- ar, verslanir, banka, íbúð- arhús og söluskála. Gamla hjaragluggavanda- málið úr sögunni. Plast- og málmgluggar Hclluhrauni 6, Hafnarfirði • S. Kysstu skóinn vinur! atvinnulífinu sem ætla að ná sér í gráður. Hvað um það þá hlutu allir sína vígslu. Píslirnar þurftu Lesið yfir nýnemum. Vetrarnámskeið hefst 29. sept (12 vikur) Jazzdans: Frá 7 ára aldri. Byrjendur og framhald Jazzleikskóli: Fyrir 4-6 ára börn. j ^ Leikræn tjáning - söngur - dans ^ . Jazzleikfimi: Styrkjandi æfingar - teygjur —^ þrek/ Hressilegir tímar, lífleg músík. > Byrjendur og framhald. á Róleg alm. leikfimi: £ * Styrkjandi æfingar - teygjur - Aerobic: Að hætti hússins JPif Kennarar: Alice Johanns. Terrence Mason, New York Innritun í síma 24979 fiá kl. 18-21 Skírteinaafhending og greiðsla laugardaginn 27. sept. og sunnudaginn 28 sept. frá kl. 16.00-18.00 eh. Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ högni________________________ Keppur í sláturtíð Eins og allir vita er það óum- breytanlegt eðli högna að fara á flakk öðru hvoru. Auðvitað er Högni ekki laus við þessa áráttu, þótt ekki fylgi breim, svo teljandi sé. Brá hann undir sig betri fætinum og fór á flakk. Ekki er þó ætlunin að segja ferðasöguna á þessum vett- vangi, en þegar heim var snúið lágu ein sex þjóðlönd gömlu Evrópu að baki. Eitthvað eftir- minnilegt? Jú, eiginlega allt og þá ekki síst þessi gríöarlegi fjöldi útlendinga sem þarna er og maður er alls staðar aö reka sig á. Þótt flakki fylgi oft ævintýri er samt alltaf best að koma heim. Og það verður að segjast eins og er, að mikil er undrunin að komast að því að allt hefur hér gengið nokkurn veginn sinn vanagang, þrátt fyrir fjarveru mikilvægrar og ómissandi pers- ónu. Eða eins og skáldið sagði: Lífeðlisfræðingar líta svo á, - að líf geti blómgast þótt þú farir frá. Hinu er svo ekki að leyna, að óþægilegt var að komast að því, heimkominn, aö búið var að flakka af sér berjatímann og nærri því kartöflutímann líka. Huggun var það harmi gegn að sláturtíðin var ekki liðin. Annars var það undarleg upplifun, að sjá þessar árstíða- bundnu íslensku „tíðir“ í stans- lausri nútíð þarna úti. Mér var sagt að í sunnanverðri Evrópu standi berjatíminn allt árið, - eða eins og kerlingin á að hafa sagt: Ber allt árið. Og kartöflu- uppskerutíminn er þrisvar eöa fjórum sinnum á ári, enda ekki ræktaðar rauðar íslenskar. En þó slær sláturtíðin öllu við. Ekki eru þó fjalla- eða vegalömb leidd þarna til slátrunar en þó stendur sláturtíðin allan ársins hring. Eitthvað virðast þó þessir slátrunarglöðu menn ruglaðir í ríminu, því að þarna virðist vera jöfnum höndum aflífað, skepn- ur og menn. Og þvi er ekki að neita, að stundum þótti ónefndri norrænni hetju, nóg um, þegar blöð, útvarp og sjónvarp voru að lýsa ósköpunum. Að sjálfsögðu höfðu vinir og vandamenn hér heima, stórar og þungar áhyggjur af Högna þarna úti, heyrandi stööugt voðafréttir í fjölmiðlum um manndráp og hryðjuverk. Það var því ekkert undarlegt að gömul frænka hefði sína skoð- un á „sisvona heimshorna- flakki á þessum síðustu og verstu tímum." Enda heilsaði hún með þessum orðum: „Jæja, kominn heim og það lif- andi.“ Og svo bætti hún við: „Varstu ekkert hræddur um að verða drepinn þarna úti í öllum látunum?“ „O, sei sei nei, - svaraði hetjan heimkomna, - eða hvað munar svo sem um einn kepp í sláturtíðinni?" Högni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.