Dagur - 23.09.1986, Blaðsíða 9
23. september 1986 - ÐAGUR - 9
Jþróttic
Umsjón: Kristján Kristjánsson
Þrátt fyrir snjóleysi, hefur
okkar fremsta skíðafólk í alpa-
greinum ekki setið auðum
höndum í sumar. Skíðafólk í
dag er farið að stunda heils árs
þjálfun og í sumar hefur Haf-
steinn Sigurðsson landsliðs-
þjálfari skíðafólks verið með
æfíngar fyrir íslenskt landsliðs-
fólk. Nú ■ október fara A-lið
karla og kvenna til Evrópu til
æfinga. í síðasta tölublaði
Skíðablaðsins drepur Haf-
steinn Sigurðsson á helstu
nýjungar varðandi landsliðs-
mál og kemur þar margt for-
vitnilegt í Ijós.
Liðum fullorðinna hefur verið
skipt í A-lið og endurnýjunarlið,
E-lið. Mest hefur áherslan verið
lögð á A-liðin. Einnig var á síð-
asta ári byrjað með unglingalið
að nýju, eftir nokkurra ára hlé.
Framundan eru mörg stórmót
hjá skíðafólki og má þar nefna,
heimsmeistaramót í Crans Mont-
ana í Sviss á næsta ári, 1988 eru
Ólympíuleikar í Calgari í Kan-
ada og árið þar á eftir, aftur
heimsmeistaramót.
Skíðasamband íslands hefur
þá stefnu að senda keppnisfólk í
þessi mót en markmiðið hefur
samt breyst. í dag er ekki farið
eftir árangri í mótum hér heima,
heldur þeim árangri sem íslenkst
skíðafólk nær í alþjóðamótum og
aðeins tekið gilt ef árangur úr
þeim er betri en það Iágmark sem
skíðasambandið setur. Er þetta
gert með það að markmiði að
auka getuna og að íslenskt skíða-
fólk geti blandað sér í keppnina
um efstu sætin.
Til þess að líkur á því að eign-
ast afreksfólk á skíðum aukist
þarf að vera með öll þessi lands-
lið í gangi, þ.e. A-lið, E-lið og
unglingalið. Það mun vera
ákveðið að leiðin í A-liðin er í
gegnum endurnýjunarliðin og er
stefnt að því að auka mjög verk-
efni fyrir þau lið á næstunni.
Unglingaliðið verður í gangi nú,
annað árið í röð. í fyrra voru
valdir unglingar úr bæði 13-14 ára
og 15-16 ára flokkunum en núna
verður þessu breytt og í vetur
verða eingöngu valdir unglingar
úr 15-16 ára liðinu.
Unglingaliðið er ekki landslið
sem á að keppa á alþjóðamótum
erlendis, heldur æfingahópur sem
verið er að aðstoða við að æfa
yfir lengra tímabil en þau eiga að
venjast og búa þau þannig undir
að koma inn í E-liðin og þaðan
upp í A-lið. Það er þó ekkert
sjálfgefið að þau sem hafa verið í
unglingaliðum gangi upp í E-
liðin. Það er alveg opið inn í E-
liðin þó viðkomandi hafi aldrei
farið í unglingaliðið og kemur
þar árangur og ástundun einnig
inn í myndina við valið.
Á næsta tímabili koma fleiri
þjálfarar inn í starfið hjá skíða-
sambandinu en verið hefur og því
ætti að verða hægt að sinna ung-
linga- og E-liðunum betur en
áður.
Þegar hefur verið skipað í
alpagreinalið Skíðasambands
Islands tímabilið 1986-87 og í lið-
unum eru eftirtaldir.
A-lið karla:
Daníel Hilmarsson D
A-lið kvenna:
Guðrún H. Kristjánsdóttir A
Snædís Úlriksdóttir R
Tinna Traustadóttir R
E-lið karla:
Guðmundur Sigurjónsson A
Björn Brynjar Gíslason A
E-lið kvenna:
Bryndís Ýr Viggósdóttir A
Ingigerður Júlíusdóttir D
Anna María Malmquist A
Unglingalið pilta:
Ólafur Sigurðsson í
Kristinn Svanbergsson A
Kristinn Grétarsson í
Valdimar Valdimarsson A
Jón Harðarson A
Bjarni Pétursson í
Egill I. Jónsson R
Jón Yngvi Árnason A
Unglingalið stúlkna:
Gerður Guðmundsdóttir Úí A
Kristín Jóhannsdóttir A
Þórdís Hjörleifsdóttir R
Ásta Halldórsdóttir S
Guðrún H. Kristjánsdóttir er ein þriggja í A-Iandsliði kvenna.
Oflugt starf hjá skíðasambandinu
- Von er á fleiri þjálfurum til starfa fyrir sambandið
Daníel Hilmarsson er eini skíðamaðurinn í A-landsliði karla.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2
Þórarinn vann og
skorar á Eyjólf
Þórarinn B. Jónsson sigraði Skúla Ágústsson í getraunaleiknum um
helgina. Þórarinn var með 4 leiki rétta á móti aðeins 1 leik hjá
Skúla. Þórarinn heldur því áfram og hann hefur skorað á Eyjólf
Ágústsson bróður Skúla en eins og Þórarinn orðaði það, þá ætlar
hann að taka þá bræður í gegn, hvem af öðrum, næstu vikur. Eyjólf-
ur er mikill aðdáandi Liverpool en þeir eru ekki á seðlinum að
þessu sinni. En við skulum líta á spá þeirra:
Þórarinn:
Eyjólfur:
Coventry-Watford 2
Luton-Man.City 2
Man.United-Chelsea 1
Norwich-Newcastle x
Nottm.Forest-Arsenal 1
Oxford-Charlton 1
Q.P.R.-Leicester 1
Sheff.Wed.-West Ham 2
Tottenham-Evcrton 2
Wimbledon-Southampton x
Birmingham-Ipswich x
Sunderland-Stoke x
Coventry-Watford 2
Luton-Man.City 1
Man.United-Chelsea 1
Norwich-Newcastle 1
Nottm.Forest-Arsenal 1
Oxford-Charlton x
Q.P.R.-Leicester 1
Sheff.Wed.-West Ham 2
Tottenham-Everton x
Wimbledon-Southampton 1
Birmingham-Ipswich x
Sunderland-Stoke x
Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög-
um svo enginn verði nú af vinningi.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1 X-2 1-X-2
Knattspyrna:
Akureyrar- og Haust-
móti KRA lokið
Nú er knattspyrnuvertíðinni
hér á Akureyri lokið þetta
árið, að undanskildum leikn-
um á milli landsliða Islendinga
og Tékka sem skipuð eru leik-
mönnum 21 árs og yngri sem
fram fer á Akureyrarvellinum
á fímmtudaginn kemur. Akur-
eyrarmót og haustmót hefur
verið í gangi í sumar og haust á
vegum KRA og hafa KA og
Þór att kappi í þeim mótum í
öllum flokkum og í 1. flokki
karla var Vaskur einnig með.
Keppnin í flokkunum var yfir-
leitt jöfn og spennandi. í Akur-
eyrarmótinu var leikin tvöföld
umferð nema í meistaraflokki
karla. Það kom fyrir að eftir tvö-
falda umferð í Ak-móti voru liðin
jöfn að stigum í sumum flokkum
og því réðust úrslitin í þeim
flokkum ekki fyrr en í haustmóts-
leikjunum.
Dagur mun nú næstu daga
birta úrslit leikjanna í sumar og
haust og birta nokkrar myndir af
ungum Akureyrarmeisturum.
I 6. flokki A, varð Þór Akur-
eyrarmeistari, liðið sigraði KA
2:1 í báðum leikjunum. í 6.
flokki B varð Þór einnig meistari,
liðið sigraði 1:0 í fyrri leiknum en
2:1 í þeim síðari. í 6. flokki B
varð KA meistari, Þór sigraði 2:0
í fyrri leik liðanna en í þeim síð-
ari snéri KA dæminu við og sigr-
Að undanförnu hafa menn velt
því fyrir sér hvort Hvöt eigi
möguleika á því að spila um 3.
deildar sæti við Leikni frá
Reykjavík, þar sem Skalla-
grímur hafí gefíð leikinn við
IBÍ í 2. deild og falli þar með í
4. deild en ekki 3. deild.
í reglugerð KSÍ um knatt-
spymumót, kemur ekkert fram
um það að ef lið gefur 1 leik í
aði 3:0. Liðin voru því jöfn að
stigum og því var það leikurinn í
haustmótinu sem skar úr um það
hvort liðið varð meistari. Þar
hafði KA betur og sigraði nokk-
uð örugglega 3:1. Leikjum A og
B liðanna í haustmóti lauk báð-
um með 2:2 jafntefli.
Við höfum þegar birt myndir
af Akureyrarmeisturunum í 6.
flokki.
deildakeppni verði það dæmt í
4. deild.
Hvergi kemur heldur afdrátt-
arlaust fram að mörk skoruð
gegn liði sem gefur síðan leik
skuli tekin af liðunum, aðeins að
markamismunur reiknist ekki af
leikjunum, séu lið jöfn. Það kem-
ur því hvergi fram að leikmenn
sem skorað hafa gegn Skalla-
grími í sumar missi mörk sín. Þó
er til fordæmi fyrir því.
Hvöt áfram í 4. deild