Dagur - 23.09.1986, Síða 11

Dagur - 23.09.1986, Síða 11
23. september 1986 - DAGUR - 11 n Minning: T Rögnvaldur Stefánsson Fæddur15. nóv. 1918 — Dáinn 17. júní>1986 Þegar ég frétti lát vinar míns og fyrrum nágranna um 20 ára skeið, Rögnvaldar Stefánssonar, að kvöldi 17. júní sl., brá mér þó að ég vissi, að hann hefði ekki gengið heill til skógar sl. vetur. Þegar ferðalaginu er lokið er óneitanlega margs að minnast þó fjarlægðin milli okkar hafi verið mikil síðustu 30 árin. Þá sjaldan sem ég hitti þau hjónin, var handtakið ætíð jafn hlýtt og bjó yfir órofa tryggð. Ég á nokkur bréf frá honum, sem ég geymi í kistuhandraðan- um, sem eru hreinustu perlur og sýna, að hann átti gott með að semja góð sendibréf, sem því miður eru að verða æ sjaldséðari nú á dögum. Hann unni góðum bókmenntum og var stálminnug- ur á það sem hann las, enda átti hann gott með að læra. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla með góðum vitnisburði. Um skeið stundaði hann íþróttir og náði m.a. góðum árangri í há- stökki, hann var ótrúlega fjað- urmagnaður, sem kom sér oft vel á lífsleiðinni. Vorið 1936 fluttust foreldrar mínir búferlum frá Svínadal í Kelduhverfi og niður í Þórunnar- sel, sem er næsti bær við Syðri- Bakka og tilheyra þeir hinum svonefndu Sandsbæjum, vestan megin Jökulsár á Fjöllum. Þá bjuggu á Syðri-Bakka sæmdar- hjónin Guðbjörg Jónsdóttir og Stefán Jónsson, foreldrar Rögn- valdar. Þau eignuðust sjö mannvænleg börn, 4 syni og 3 dætur og var Rögnvaldur þriðji í röðinni. Varð fljótt mikill sam- gangur milli bæjanna og órofa tryggð. Komu allir til dyranna eins og þeir voru klæddir, án þess að hylja nokkuð. Það voru ófá sporin, sem lágu milli bæjanna og mætti því segja, að grasið fékk ekki næði til að gróa í þeirri götu. Var Guðbjörg óspör á að seðja svangan maga og láta þreytuna síga úr stuttum fótum. Ætíð mætti maður hlýju og góðvild í garð allra og spaugsyrði flugu af vörum, svona til að krydda tilver- una. Syðri-Bakki var mikið menn- ingarheimili, sem unni góðum bókmenntum og tónlist. Systkin- in spiluðu meira og minna á hljóðfæri og m.a. spiluðu bræð- urnir fyrir dansi í sveitinni og í nágrannabyggðarlögum. Eiga margir ljúfar minningar frá þeim árum. Rögnvaldur var góður söngmaður. Minnist ég margra góðra stunda, er þeir faðir minn og hann tóku dúett saman. Þeir áttu þátt í því að stofna karlakór í sveitinni. Söngstjóri var ráðinn Jón Sigfússon frá Halldórsstöð- um í Reykjadal. Best kynntist ég Rögnvaldi er við vorum saman á vertíð í Vest-. mannaeyjum og sumarið eftir við vegagerð með jarðýtu, m.a. í Öxarfirði og Mývatnsöræfum milli Reykjahlíðar og Gríms- staða á Fjöllum. Þá komst ég að því, að hann unni og mat mikils tign og fegurð íslensku öræfanna og óspilltri náttúru með öllum þeim fjölbreytileika, sem hún hefir upp á að bjóða. Hann sat í stjórn Skógræktarfélags Norð- ur-Þingeyinga og bar skógrækt mjög fyrir brjósti og sá í anda langt fram í tímann þá miklu möguleika sem trjáræktin getur haft fyrir þjóðarbúið. Snemma árs 1955 gekk hann að eiga frænku mína Kristveigu Friðgeirsdóttur frá Gilsbakka í Öxarfirði og byggðu þau sér nýbýli í landi tveggja eyðijarða: Leifsstaða og Lækjardals í Öxar- firði og nefndu býlið Leifsstaði. Með þessu frumbýlingsfram- taki gátu þau hjónin látið lang- þráðan draum rætast og framtíð- armöguleikarnir blöstu við þeim til allra átta. Hér gátu þau lifað eins og kóngur og drottning í ríki sínu. Hér var um algjört landnám að ræða. Hér sáu þau, að moldin var frjósöm og brátt myndi drjúpa smjör af hverju strái. Það kostaði marga svitadropa að vinna jarðveginn undir sáningu. Landið var víðast kjarri og skógi vaxið og kom það sér vel, að hann hafði unnið um nokkurra ára skeið á jarðýtum hjá Ræktun- arsambandi Norður-Þingeyinga og voru því ýmsir erfiðleikar næstum leikur í höndunum á honum og má segja að það hafi verið á flestum sviðum, enda átti hann ekki langt að sækja hagleik- ann, því að faðir hans var algjör dvergur í höndunum, hvort sem um var að ræða tré eða járn og voru ófá húsin í sveitinni, sem hann hafði lagt gjörva hönd að. Jafnframt ræktuninni þurfti að byggja yfir fólk og fénað og í sömu andránni réðst hann í að virkja bæjarlækinn, sem veitti ljósi og yl í öll hús. Síðar stækk- aði hann rafstöðina, svo að hann hafði nóg rafmagn til súgþurrk- unar. Þau hjónin eignuðust þrjú mannvænleg börn. Sigurborg, f. 7. febr. 1958, Stefán Leifur, f. 17. mars 1961 og Friðgeir, f. 5. des. 1962. Hef ég þá trú að synirnir haldi merki föður síns á loft og trúi á mátt moldarinnar og láti tvö grös vaxa, þar sem áður óx eitt. Ég votta frænku minni og börnum hennar mína dýpstu samúð og bið guð alföður um handleiðslu þeim til handa. Páll Þór Jónsson frá Þórunnarseli. Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn að Hótel KEA, sunnudaginn 5. okt- óber kl. 16.00. Kosningar. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. Matar- brauðin okkar eru til í fleiri tegundum en þig grunar. Reyndu nýja næsi- Brauðgerð Storkostlegt úrval af frönskum og dönskum dans- og leikfimrfatnaði á alla aldurshópa Vélvirkjar athugið! Bíla- og vélaverkstæði Hjalta Sigfússonar á Árskógsströnd vill ráða nú þegar eða sem fyrst vélvirkja til starfa. Möguleiki fyrir traustan mann að gerast hluthafi í fyrirtækinu. Nánari upplýsingar veita á verkstæð- inu á vinnutíma, Sigfús Þorsteinsson eða Haukur Sigfússon, símar 61810 eða 61811. Heimasím- ar, Sigfús 63151 og Haukur 63144. Tónlistarskóli Mývatns óskar að ráða skólastjóra. í boði er starf við skóla er starfað hefur 14 ár í samfélagi þar sem tónlist- aráhugi er mikill. Starfinu fylgir nýtt einbýlishús í Reykjahlíðarhverfi. Maki væntanlegs skólastjóra, hafi hann tónlistarkennaramenntun, getur einnig fengið starf við skólann. Auk starfs við skólann kemur til greina starfsemi utan hans svo sem kórstjórn. Uppl. um störfin veitir undirritaður í símum 96-44263 og heima í síma 96-44158. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Trésmiðir Viljum ráða 1-2 trésmiði til starfa sem fyrst. Um framtíðarstörf getur verið að ræða. Við aðstoðum við útvegun húsnæðis. Næg vinna framundan. Upplýsingar gefur Hilmar í síma 95-4123. Trésmiðjan Stígandi, Blönduósi. Vantar nokkrar konur til starfa nú þegar eða seinna - Mikil vinna, bónus. Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum. K. Jónsson & Co. hf. Niðursuðuverksmiðja.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.