Dagur - 20.10.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 20.10.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 20. október 1986 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 52. og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986, á fasteigninni Espilundi 11, Akureyri, þinglesinni eign Sigurðar Ragnarssonar, fer fram eftir kröfu Baldvins Jónssonar hrl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 24. október 1986, kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 20. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Hrísalundur 14C, Akureyri, þinglesinni eign Óskars V. Ingimarssonar, ferfram eftir kröfu bæjarsjóðs Akur- eyrar og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 24. október 1986, kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Norðurgata 28, efrihæð, Akureyri, þinglesinni eign Vilhjálms Ö. Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 24. október 1986, kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Sólvellir 19, 3. hæð til vinstri, Akureyri, þingles- inni eign Þorsteins Jósepssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 24. október 1986, kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Strandgata 23, neðsta hæð að vestan, Akureyri, þinglesinni eign Sjónvarpsbúðarinnar h.f. fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl. og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 24. október 1986, kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Spónsgerði 5, Akureyri, þinglesinni eign Marin- ós Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 24. október 1986, kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Tjarnarlundur 19j, Akureyri, þinglesinni eign Ástmars Þorkelssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Ævars Guðmundssonar hdl., Svölu Thorlacíus hrl., Stef- áns Melsted hdl., Veðdeildar Landsbanka íslands, bæjarsjóðs Akureyrar, Ólafs Gústafssonar hrl. og Sveins Skúlasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 24. október 1986, kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Framsóknarmenn Akureyri Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur veröur mánudaginn 20. október kl. 20.00 í Eiðs- vallagötu 6. Fulltrúar í nefndum sérstaklega beðnir að mæta. Ath. breyttan fundartíma. Kveðja t Sölvi Sölvason F. 10.06. 1957 -D. 18.09. 1986 Kveðja frá systkinuni Úr djúpinu ákalla ég þig, Drottinn, Drottinn, heyr þú raust mína, lát eyru þín hlusta á grátbeiðni mína. Ég vona á Drottinn, sál mín vonar, og hans orðs bíð ég. Pví að hjá Drottni er miskunn og hjá honum er gnægð lausnar. Sálm. 130 Einhver segir: Kalla þú og ég svara: Hvað skal ég kalla ? Allt hold er gras og alluryndisleikurþesssem blóm vallarins. Grasið visnar, blómin fölna, þegar Drottinn andar á þau. Sannlega, mennirnir eru gras. Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs vors stendur eilíflega. Jes. 40, 6-8. Hinn ástkæri bróðir okkar, Sölvi Sölvason lést fimmtudaginn 18. september sl. þegar hann féll útbyrðis af loðnuskipinu Þórði Jónassyni EA 350 og drukknaði. Við játum í hreinskilni að við eig- um erfitt með að bera þá miklu sorp se.m fvlair hví að hurfa að eiá á eftir jafn ástríkum og kærleiks- ríkum drengskaparmanni sem bróðir okkar var. Hann var ávallt styrk stoð í okkar hópi og deildi með okkur hamingjunni. Hann mun alltaf verða við hlið okkar. Ástin er tilfinning, sem ekki er auðvelt að færa í búning orða. Hún er ekki tryggð, trúnaðar- traust eða gleði. En hann var allt þetta. Hann elskaði lífið fullkomlega og lifði því vel. Þær tilfinningar sem við bárum í brjósti til bróður okkar má í raun og veru segja í einu orði, ást. Ekki ást eins og henni er svo auðveldlega lýst í almennum tímaritum, heldur ást, sem er ástúð, virðing, uppörvun og stuðningur. Vitund okkar um þetta var ómetanlegur styrkgjafi. Og vegna þess að raunveruleg ást er óeigingjörn og hefur í för með sér fórnir og gjafir, hlaut hún að verða okkur tií góðs. Sölvi bróðir hafði ávallt sérlega góð áhrif á umhverfi sitt og það var eins og hann hafi valið sér ákveðin kjörorð í lífinu: Get ég aðstoðað þig og hjálpað? Hann var svo einstaklega hjálpsamur, góðgjarn og barngóður að eftir var tekið langt út fyrir raðir fjöl- skyldunnar. En við þökkum fyrir að hafa fengið að deila með honum hinu stutta lífsskeiði og fá að njóta þeirrar ánægju og hamingju sem hann færði okkur. Sölvi Sölvason heyrir ekki ennþá söeunni til, bví hanr. lifir ennþá í vonum okkar og hjörtum okkar. Það sem gerir fráfall hans svo þungbært, er sú staðreynd, að við dáðum hann og okkur ótti svo innilega vænt um hann. augum fjölskyldunnar, var hann einna líkastur björtu leiftri í lífi okkar, ljós, sem núna er slokknað. Sölvi er bróðir okkar og við elskum hann. Við tökum okkur í munn orð séra Matthíasar Jochumssonar: Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega ognú og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Við biðjum góðan Guð fyrir hann og biðjum að honum líði vel og megi hvíla í friði. Við vottum Ólöfu, Binnu Möggu, Hafdísi og litlu óskírðu dótturinni svo og móður okkar elskulegu, einlæga samúð. Þær hafa misst mest, en þær eiga minningasjóð sem mölur og ryð fá ekki grandað, fölskvalaus- ar minningar um ástúðlegan eig- inmann, föður og son. Anton, Margrét, Gunnlaugur, María, Egill, Guðfinna og Ragna. Stundum er dauðinn svo nálægur þó að í hugum okkar sé hann svo órafjarri. Þegar sú harmafregn barst okkur að Sölvi mágur okkar og frændi hefði fallið útbyrðis við vinnu sína á sjónum og drukknað, setti okkur hljóð. Það er svo erfitt að trúa því að hann, sem átti svo margt ógert í lífinu, skyldi svo skjótt í burtu kallaður frá fjölskyldu og vinum. Það var svo margt gott í fari Sölva, hann var tryggur vinur, einstaklega hjálpsamur og barn- góður. Hann tók vel á móti öllum, sem til hans komu og það var gott að leita til hans. Hann vildi öllum vel. Systkinabörnin minnast hans sem örláts frænda, sem var jafnt tilbúinn að gantast við þau sem aðstoða, eða eins og eitt þeirra sagði: „Hann var skemmtilegur og tilbúinn að gera allt fyrir alla.“ Elsku Sölvi, við þökkum þér fyrir að fá að kynnast þér og eiga með þér ánægjulegar samveru- stundir. Þú hefur unnið þér stór- an sess í hugum og hjörtum okk- ar allra. Elsku Ólöf, við sendum þér og dætrum ykkar, svo og móður hans, tengdamóður og systkinum innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng verða okkur öllum til huggunar. Far þú í friði, friðurguðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Anna, Auda, Dóra, Árni, Konni, Snælaugur, Guðmundur og systkinabörn hins látna. Þvílík harmafregn að heyra að Sölvi hafi lent í slysi er skip hans var að loðnuveiðum. Það er ótrúlega erfitt að trúa því að Sölvi Sölvason skuli ekki vera meðal okkar lengur, Sölvi sem alltaf var svo hress og glaður og í blóma lífsins, nýbúinn að eignast þriðju dótturina. Sölvi var giftur systur minni og mágkonu Ólöfu Ánaníasdóttur og eiga þau þrjár dætur, Bryn- hildi Margréti 11 ára, Hafdísi 7 ára og litlu dótturina sem fæddist 3. sept. sl. Sölvi er sonur hjónanna Sölva Antonssonar og Baldvinu Gunn- laugsdóttur, föður sinn missti hann þegar hann var aðeins 10 ára gamall. Það var alltaf gaman að hitta Sölva og gott að koma í heim- sókn til þeirra hjóna enda er oft þröngt við eldhúsborðið. Við þökkum fyrir að hafa kynnst hon- um og allar endurminningarnar. Ekki ætlum við að telja upp pers- ónueinkenni Sölva í smáatriðum en við vitum að allir sem hann þekktu vissu að hér var á ferðinni mikill persónuleiki. Að leiðarlokum erum við þakklát fyrir þessi kynni og skilj- um að mikill er missir eiginkonu og dætra, og eiga þær um sárt að binda að horfa á eftir eiginmanni og föður. Biðjum við Guð um styrk þeim til handa. Ásta og Palli. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Aðalstræti 18, Akureyri, þinglesinni eign Guðrúnar Jósteinsdóttur o.fl. fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl, Veðdeildar Landsbanka Islands og Árna Pálsson- ar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 24. október 1986, kl. 17.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 4. og 7. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Austurbyggð 9, Akureyri, þinglesinni eign Sigurð- ar Högnasonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 24. október 1986, kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 67. og 70. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Strandgata 23, (skúrbygging), Akureyri, þingles- inni eign Þorsteins Gunnarssonar o.fl. fer fram eftir kröfu inn- heimtumanns ríkissjóðs og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudginn 24. október 1986, kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.