Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 21. október 1986 MflUR ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERTTRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.____________________________ Ráðstöfunartekjur og aukinn sparnaður Ríkisstjórnin hefur lagt fram þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár, en þar er að finna nokkur þau meginmarkmið sem hún hyggst stefna að hvað varðar efnahagsmálin. Þau fjögur meginmarkmið sem ríkisstjórnin hyggst stefna að eru eftirfarandi: í fyrsta lagi að verðhækkanir frá upphafi til loka árs 1987 verði ekki meiri en 4-5 af hundraði. í öðru lagi að atvinna verði næg, en betra jafnvægi og minni spenna verði á vinnumarkaði. í þriðja lagi að vöxtur þjóðarframleiðslu og þjóðarút- gjalda haldist í hendur og verði nálægt tveim- ur af hundraði á árinu 1987 og í fjórða lagi að viðskipti við útlönd verði sem næst hallalaus og hlutfall erlendra skulda af landsfram- leiðslu og gjaldeyristekjum lækki. „Takist að ná þessum markmiðum, má verja þann kaupmátt ráðstöfunartekna og þau góðu lífskjör, sem náðst hafa á árinu 1986. Ríkisstjórnin telur jafnframt að innan þessa ramma rúmist lagfæring á kjörum þeirra, sem búa við lakari kaupmátt kaup- taxta og lökust kjör, og á það beri að leggja áherslu," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi. Hann sagði ennfremur að ef ráðstöfunar- tekjur heimilanna aukist í heild umfram 2,5% sé hætt við að markmiðin náist ekki nema sparnaður aukist þeim mun meira. Einkum væri þó hætta á því að halli á viðskiptum við útlönd yrði óviðunandi, verðbólga magnaðist og erlendar skuldir hækkuðu á ný. Það er því miður komin á það mikil reynsla að mikil aukning ráðstöfunartekna á stuttum tíma veldur þenslu. Kaupæði grípur þjóðina, eða a.m.k. þann hluta hennar sem betur má sín, með tilheyrandi óhagstæðum viðskipta- halla við útlönd og fleiri neikvæðum afleiðing- um. Því þarf að hvetja mjög til sparnaðar og jafnvel að lögbinda hann, svo allt fari ekki úr böndunum. Þetta er því nauðsynlegra þar sem reiknað er með að stór hluti lántöku ríkis- ins verði 1 formi innlends lánsfjár. Nú um sinn eru horfurnar í efnahagsmálum þjóðarinnar góðar. íslendingar vita hins veg- ar að lítið má út af bera, svo allt fari ekki á verri veg á ný. Má þar til nefna aflabrest og verri viðskiptakjör, sem sífellt má reikna með og ekki verður stjórnað heima fyrir. Því er afar mikilvægt að þjóðin noti nú vel þann bata sem orðinn er, til þess að styrkja grundvöll- inn og lækka erlendar skuldir. HS „viðtal dagsins. Stefán Ámi Tryggvason, skrifstofustjóri. A Mynd: EHB „Eg sakna gamla tímans“ - Stefán Árni Tryggvason, skrifstofustjóri Eimskipafélags íslands á Akureyri Stefán Árni Tryggvason er skrifstofustjóri Eimskipafélags Islands á Akureyri. Hann er innfæddur Akureyringur og hefur starfað við margt um dagana. Stefán var t.d. lengi í lögreglunni á Akureyri, hann er lærður járniðnaðarmaður og hefur nýlega lokið námi við öldungadeild Menntaskólans á Akureyri. - Hvar ert þú fæddur og upp- alinn Stefán? „Ég er fæddur á Akureyri 21. janúar 1942. Fyrsta heimili mitt var í frægu húsi sem hét Rósen- borg, það er búið að rífa það núna. Þetta hús stóð austan við Eyrarlandsveg. Foreldrar mínir voru Tryggvi Bogason og Stefanía Brynjólfsdóttir. Faðir minn er nú látinn en hann starfaði sem verkamaður hér í bænum, hann var t.d. í 15 eða 20 ár hjá Eim- skipafélaginu. Ég átti heima á Syðri-Brekkunni, fyrst í Rósen- borg til 1955 en þá fluttum við í Hrafnagilsstræti 26 en þar býr móðir mín enn.“ - Finnst þér vera mikill munur á þeirri Akureyri sem þú þekktir sem barn og unglingur og þeirri Akureyri sem er í dag? „Já, þar er stórmunur á. Mér finnst vera kominn meiri borgar- bragur á hlutina núna. Ég sakna gamla tímans að vissu leyti. í gamla daga voru tengsl milli fólks- ins miklu nánari; maður þekkti alla og allir þekktu mann. Þetta er allt miklu ópersónulegra núna.“ - Hvernig var skólagöngu þinni háttað? „Ég gekk í Barnaskóla Akur- eyrar. Þar var þá skólastjóri Hannes J. Magnússon. Kennarar mínir voru Orn Snorrason og Árni Björnsson. Þessir menn eru nú allir látnir. Síðan hélt ég áfram þessa venjulegu leið í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Síð- an vann ég í tvö eða þrjú ár, fyrst við akstur hjá Strætisvögnum Akureyrar og síðan hjá heild- verslun Tómasar Steingrímsson- ar. Síðan fór ég í Iðnskólann og lærði ketil- og plötusmíði." - Varstu búinn að ákveða á þessum árum hvað þú ætlaðir að leggja fyrir þig? „Nei, þetta gerðist ekki þannig. Það vildi svo til að ein- mitt á þessum árum náði ung og fögur kona í mig. Faðir hennar rak verkstæði sem hét Valur og ég fór að vinna með honum. Ég lauk svo sveinsprófi í ketil- og plötusmíði 1966. Ég vann ekki lengi við þetta því 1967 byrjaði ég í lögreglunni á Akureyri." - Hvað olli því að þú fórst til starfa í lögreglunni? „Það var nú dálítið sérstakt. Ég var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum nokkum tíma svo ég talaði við Gísla Ólafsson, sem þá var yfir- lögregluþjónn. Það varð svo úr að ég réðst í starfið vorið 1967. í fyrstu var ég í sumarafleysingum en 1968 var ég skipaður lögreglu- þjónn. Á þessum tíma voru lög- reglumenn starfsmenn Akureyr- arbæjar, og lögreglustöð- in var við Smáragötu. Árið sem ég var fastráðinn var lögreglu- stöðin flutt í nýtt húsnæði við Þórunnarstræti þar sem hún er nú. Það var geysileg breyting að koma í nýtt húsnæði. Vinnu- aðstaðan batnaði stórkostlega, við skildum raunar ekki hvernig við höfðum getað unnið á gamla staðnum eftir að við komum á þann nýja. Nú eru aðeins elstu lögreglumennirnir sem muna tímann á gömlu stöðinni. f gömlu stöðinni voru t.d. þrír fangaklef- ar og um helgar var allt fullt, oft þurfti að tvísetja í klefana. Þetta voru eilífar reddingar. Oft var málum bjargað fyrir horn, t.d. voru drukknir menn oft látnir sofa úr sér í sama klefanum." - Manst þú eftir einhverju spaugilegu atviki úr lögreglunni? „Já, það var t.d. einu sinni til- kynnt um slys á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu. Sjúkrabíllinn varð á undan mér á slysstað og nokkrir bílar voru milli mín og hans. Við stöðvuð- um bílinn en þá kemur maður gangandi sem segir okkur að þarna sé drukkinn maður að þvælast fyrir á slysstað. Ég tek manninn sem var skítugur og leit út fyrir að vera drukkinn og rugl- aður og fer með hann upp á stöð þar sem hann er settur í klefa. Stuttu síðar berst sú saga upp á stöð að sá sem átti að hafa orðið fyrir slysinu væri horfinn. Var ég spurður hvort ég vissi eitthvað um afdrif mannsins. Rann þá upp fyrir mér ljós og sagði ég auðvit- að eins og var að maðurinn væri í fangaklefa. Hann var þá orðinn dálítið ruglaður eftir höggið." - Hefur þú stundað lögreglu- störf annars staðar en á Akur- eyri? „Já. Á árinu 1975 fór ég til Raufarhafnar og var þar í þrjú ár. Ég var eini lögregluþjónninn þar en hafði reyndar tvo menn mér til aðstoðar ef mikils þurfti með. Kunningi minn, Björn Halldórsson, var yfirlögreglu- þjónn á Húsavík um þetta leyti og hann lagði talsvert að mér að fara í þetta. Eins langaði mig að breyta til og prófa nýtt umhverfi. Ég flyt svo aftur til Ákureyrar og fór að vinna hjá tengdaföður mínum sem þá var hættur renni- smíði og búinn að stofna heild- sölufyrirtækið Þ. Björgúlfsson & Co. Haustið 1978 byrjaði ég svo aftur í lögreglunni á Ákureyri.“ - Kynntist þú ekki mörgum í starfi þínu í lögreglunni? „Á þeim árum sem ég var í lög- reglunni kynntist ég mjög mörgum. Margt af því fólki voru litríkir persónuleikar. Ég eignað- ist marga góða kunningja í gegn- um þetta, einnig meðal þeirra sem ég þurfti að hafa afskipti af sem lögregluþjónn. Starf lög- regluþjónsins verður að vera jákvætt. Það er mikið undir manni sjálfum komið hvernig tekst til. Maður verður að vera sanngjarn við fólk sem þarf að hafa afskipti af. Ef maður nær þessu þá er það virt við mann. Ég held tengslum við margt af þessu fólki enn í dag.“ - Áhugamál? „Ég stundaði talsvert íþróttir hér áður, mest handbolta en líka fótbolta. Ég hef alltaf verið dálít- ið viðloðandi við þetta. Ég er KA-maður í húð og hár og hef alltaf stutt það félag. Nú orðið fylgist ég nokkuð með íþrótta- fréttum og fer stundum á kapp- leiki.“ - Hvernig vildi það til að þú fórst til starfa hjá Eimskipafélag- inu? „Ég fór að hugsa um hvort ekki væri rétt að breyta til og fara í eitthvað alveg nýtt. Það var árið 1982 sem ég fór að hugleiða þetta fyrir alvöru, og ýmis atvik urðu til að ýta við mér. Ég fór að undirbúa mig í þessa veru og sett- ist á skólabekk í öldungadeild Menntaskólans hér á Akureyri. Ég setti mér mjög stíft prógramm með það markmið að ljúka nám- inu á þremur árum. Ég var í fullu starfi með þessu í lögreglunni. Þetta tókst en það var bamingur. Ég gerði meira en þetta því sumarið 1983 var ég á tungu- málanámskeiði í Englandi og 1984 í Þýskalandi. Ég hætti í lög- reglunni um síðustu áramót en ég ætlaði alltaf að halda áfram í lög- fræði í Háskólanum. í dag er það von mín að háskóli komi hingað til Akureyrar og ég held að það sé mjög almennur áhugi fyrir því máli. Það eru eflaust mun fleiri en menn almennt grunar sem vilja fá háskólanám hingað norður.“ - Hvernig finnst þér bæjar- bragurinn hér á Akureyri? „Hann mætti batna. Við verð- um að gera okkur grein fyrir þeirri útþenslu sem hér hefur orðið og reka bæjarfélagið á öðr- um grundvelli en oft hefur verið. Ég held að mismunandi sjónar- mið hafi of oft leitt til málamiðl- ana sem eru hvorki fugl né fiskur. Við verðum að framfylgja ákveðnari stefnu en oft hefur verið.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.