Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 3
21. október 1986 - DAGUR - 3 Mývatnssveit: Deilt um haustbeit þrír bændur kærðir „Slæmt ástand svæöisins," segir landgræðslustjóri Oskast ffl leigu Iðnaðar- og/eða verslunarhúsnæði óskast til leigu, þarf að vera 80-100 fm undir léttan iðnað. Nánari upplýsingar í símum 23811 og 24305. „Við höfum haft talsverðar áhyggjur af löngum notkunar- tíma á þessu afréttarlandi og þegar gengið var frá ítölu fyrir nokkrum árum var það niður- staða ítölunefndar að taka fyrir haustbeit á Austurfjöllum og síðan taka fyrir vorbeitina. Þetta er gert til að hlífa þessum mellöndum sem þarna eru,“ sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri, er hann var spurður um fjárbeit mý- vetnskra bænda á svokölluðum austurafrétti, sem er vestan Jökulsár á FjöIIum. Eftir heimildum blaðsins er nokkur hiti í mönnum út af þessu máli og sitt sýnist hverjum. Landgræðsla ríkisins óskaði eftir því við hreppsnefnd Reykja- hlíðarhrepps að tekið yrði fyrir beit á þessu landi, landeigenda- félagið gaf sitt leyfi fyrir beit, hreppsnefndin bannaði síðan beit á svæðinu. Þetta vildu ekki allir bændur samþykkja og fóru með fé sitt til beitar þar. Fyrir vikið hafa þeir verið kærðir. Sveinn Runólfsson sagði að það hefði ekki átt að koma nein- um á óvart þegar Landgræðslan óskaði eftir því í sumar að þessi mál yrðu tekin föstum tökum. „Eftir opinn fund sem haldinn var í haust tókum við fram að málið væri í höndum sveitar- stjórnarinnar. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að fyrir örfáa bændur getur það verið erf- iðleikum háð að fara ekki með fé til haustbeitar á Austurfjöllin að þessu sinni,“ sagði Sveinn. Eftir þennan fund með bænd- Hótel Húsavík: Flug, bíll, gisting og rjúpa Hótel Húsavík býður nýjar pakkaferðir á tímabilinu 15. okt. til 15. nóv. í þessum pökkum er innifalið flug, gist- ing í tvær nætur, bíll og rjúpnaveiðileyfi. Samið hefur verið við eiganda jarðarinnar Sandfellshaga í Öxarfirði um leyfi til rjúpnaveiði í landi jarðarinnar á Öxarfjarðar- heiði. Fjöldi skotmanna verður takmarkaður þannig að aðeins fá átta manns leyfi til veiða í einu, þar af sex á vegum hótelsins. Rjúpnaveiðimennirnir geta feng- ið leiðsögn ef þeir óska og ábend- ingar um hvar helst sé veiðivon. Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri sagði að fyrst og fremst væri litið á þetta sem tilraun í haust en vonir væru bundnar við þessar ferðir í framtíðinni, sérstaklega varðandi að fá hingað erlenda skotveiðimenn. Ferðir þessar verða kynntar af söluaðilum er- lendis og á Keflavíkurflugvelli. Þær kosta frá Reykjavík, miðað við að fjórir séu saman um bíl, 7.501 kr. á mann og upp í 10.176 fyrir einn. Farkaup á Húsavík veitir allar nánari upplýsingar um ferðir þessar t.d. getur fólk feng- ið hluta pakkans keyptan, sleppt fluginu og/eða bílnum. IM Skoðanakönnun framsóknarmanna: Segir ekki til um röð „Vegna þess misskilnings, sem komið hefur upp um niður- stöður skoðanakönnunar Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra, finnst mér ástæða til að árétta það að framsóknarmenn voru ekki að ákveða röðina á framboðslista flokksins með þessari skoðana- könnun,“ sagði Árni V. Friðr- iksson sem sæti á í kjörnefnd flokksins. Árni sagði að tilgangurinn hefði einungis verið sá að fá fram þau nöfn sem flokksbundnir fram- sóknarmenn vildu helst sjá á framboðslistanum fyrir komandi alþingiskosningar. „í skoðanakönnuninni áttu um fór landgræðslustjóri ásamt fleirum og skoðaði umrætt beit- arsvæði. Kom þá í ljós að „ástand mellanda þarna er slæmt,“ eins og Sveinn sagði. Hann vonaði að málið fengi farsæla lausn og ekki yrði farið með fé á þennan stað næsta vor, fyrr en gróður væri kominn vel af stað og að haust- beit yrði engin. Helga Valborg Pétursdóttir oddviti í Mývatnssveit sagðist ekki vilja tala um þetta mál, en það hefði verið niðurstaða hreppsnefndar að banna haust- beit á þessum afrétti. Landeigendafélag Reykjahlíð- ar á þetta umrædda land og gaf félagið leyfi til beitar á afréttin- um. Ekki var full samstaða meðal eigenda í félaginu. Jón Illugason formaður landeigendafélagsins ságði að meirihluti landeigenda hefði gefið samþykki sitt fyrir „takmarkaðri beit,“ eins og Jón orðaði það. Bændur eru ekki á eitt sáttir með úrskurð sveitarstjórnarinnar og fóru bændur af 3 búum með fé sitt til haustbeitar á afréttinn. Fyrir vikið hafa þeir verið kærðir. Vitað er um fé af 1 búi til viðbót- ar sem komið er til haustbeitar á Austurfjöllum. „Landeigendur munu ekki koma inn í þetta mál að svo stöddu. Ég tel að flestir séu óhressir með það hvernig málin hafa þróast. Einnig er ég þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að leysa þetta mál með góðu, því það er enginn ágreiningur með stefnuna í þessu og allir gerðu sér grein fyrir því að í haust yrði fé rekið á austur- afrétt í síðasta sinn,“ sagði Jón. gej- m EIGNAMIÐSTÖÐIN Skipagötu 14 3. hæð (Alþýðuhúsinu) Síminn er 2460Ö. Bændur athugið! Hef kaupanda að góðri bújörð á Norðurlandi. Þarf að vera kúabú eða blandað bú. Nánari upplýsingar á Eignamiðstöðinni. Sími: 2-46-06. Sölustjóri: Björn Kristjánsson, heimasimi 21776. Éi^RARIK UtbOð RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK: 86016. Innlend stálsmíði. Háspennulín- ur. Opnunardagur: Föstudagur 7. nóvember 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavíkfrá og með mánudegi 20. október 1986 og kosta kr. 300.- hvert eintak. Reykjavík 16. október 1986 Rafmagnsveitur ríkisins. menn að nefna 8 nöfn mest, en ekki var farið fram á röðun og því skipti engu máli í hvaða röð menn voru skrifaðir á seðilinn,“ sagði Árni ennfremur. Hið eiginlega prófkjör fer fram á aukakjördæmisþingi Fram- sóknarflokksins, sem haldið verður á Húsavík 2. nóvember nk. Þar munu um 300 fulltrúar frá öllum framsóknarfélögum í kjördæminu kjósa um röð 7 efstu manna á framboðslistanum. Minnst 10 þeirra sem efstir voru í skoðanakönnuninni verða þá í kjöri. Fyrst verður kosið um 1. sætið og þegar úrslit úr þeirri kosningu liggja fyrir verður kosið í 2. sæti og svo koll af kolli. B B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.