Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 9
21. október 1986 - DAGUR - 9 uþróttir.: Umsjón: Kristján Kristjánsson Knattspyrna: Verður hálfatvinnu- mennska tekin upp á Akureyri? - „Það verður gert innan fárra ára,“ segir Stefán Gunnlaugsson formaður Knattspyrnudeiidar KA Stefán Gunnlaugsson formað- ur knattspyrnudeildar KA hef- ur látið hafa það eftir sér, að innan fárra ára verði komin hálfatvinnumennska í íslenska knattspyrnu. Ekki er víst að Stefán Gunnlaugsson. allir séu sammála Stefáni en til þess að fá nánari skýr- ingu á hvað Stefán er að tala um, hafði Dagur samband við hann og spurði nánar út í þetta atriði. „Ég er á því að innan fárra ára verði komin á hálfatvinnu- mennska á Akureyri. Pá t.d. vinna menn hjá sínum fyrirtækj- um fram að hádegi og mæta svo á æfingu eftir hádegi. í dag eru leikmenn að mæta dauðþreyttir á æfingu, eftir 10 tíma vinnu. Við það að koma á hálfatvinnu- mennsku verður knattspyrnan mun betri og með betri knatt- spyrnu koma fleiri áhorfendur á völlinn. Ef við fáum 1000 áhorf- endur á völlinn í dag er ég viss að við fáum helmingi fleiri við að koma á hálfatvinnumennsku. Ég er ekki að tala um að taka þessa peninga beint af neinum öðrum. Þetta verður rekið fyrst og fremst með auknum fjölda Landsmót UMFÍ: Guðni ráðinn framkvæmdastjóri HSÞ hefur ráðið Guðna Hall- dórsson sem framkvæmda- stjóra Landsmóts UMFÍ sem haldið verður á Húsavík 10.- 12. júlí 1987. Guðni hefur undanfarin ár ver- ið framkvæmdastjóri og formað- ur Frjálsíþróttasambands fslands og öðlast mikla reynslu við undir- búning stórra móta s.s. Evrópu- mótsins í Reykjavík og Reykja- víkurmótsins. Hann var einn af bestu frjálsíþróttamönnum Þing- eyinga fyrir nokkrum árum. Guðni mun hefja störf sem framkvæmdastjóri landsmótsins um áramót. „Þetta er sá maður sem við helst óskuðum okkur að fá í upphafi, en þá voru aðstæður hans þannig að ekki var reiknað með að það væri hægt. Nú er ráðningin orðin að veruleika og við erum mjög ánægð með að fá Guðna til starfa. Hans bíða mikil verkefni við að tryggja fjárhag mótsins og ómæld vinna við all- an undirbúning þann tíma sem hann starfar hjá okkur,“ sagði Kristján Yngvason formaður HSÞ. IM áhorfenda og auglýsingatekjum. Til að byrja með yrði þetta 4-5 mánaða tímabil á ári eða rétt yfir keppnistímabilið sjálft,“ sagði Stefán. - En hvað með þau lög, um að atvinnumennska sé bönnuð á ís- landi? „Þetta er nú margbrotið alls- staðar í kringum okkur. Það er hægt að fóðra þetta á margan hátt, t.d. með því að skrá leik- menn sem þjálfara. Gott dæmi um slíkt er þegar KR-ingar voru að fá Argentínumennina í fyrra- vetur. Þeir voru munstraðir sem þjálfarar en voru fyrst og fremst að koma hingað sem leikmenn. Það er mín skoðun, að ef við hér fyrir norðan ætlum ekki að verða á eftir, þá þurfum við að verða með þetta á undan sunnan- liðunum. Það er miklu auðveldara að reka gott lið heldur en lélegt, þó kostnaðurinn við það sé meiri.“ - En ef við snúum okkur þá að öðru. Hvernig hefur verið að fá fólk til að starfa fyrir KA? „Það hefur ekki gengið nógu vel en mér sýnist það vera að glæðast. Það sem helst vantar núna er að fá fólk til að styðja við bakið á yngri flokkunum og þá sérstaklega í handboltanum. Ég vil bara skora á fólk sem vill leggja því máli lið að láta sjá sig í KA-húsinu og þá sérstaklega for- eldra þeirra barna sem stunda íþróttir í félaginu. Þetta hefur gengið betur í fótboltanum og nú erum við að undirbúa heilmikið mót í knattspyrnu fyrir 5. flokk sem haldið verður hér á Akureyri í júní á næsta ári. Þar verða sam- an komnir fleiri hundruð ungir knattspyrnumenn úr liðum víðs vegar af landinu. Við KA-menn höfum hug á að leggja enn meiri áherslu á upp- byggingarstarf yngri flokkanna í félaginu í nánustu framtíð," sagði Stefán Gunnlaugsson að lokum. t \ WÚið ■' vf' ‘'yUL t P-';' ;• jÍKiP; Kraftlyftingamenn kampakátir eftir sigurinn í bekkpressukeppninni. F.v. Kári, Haraldur, Flosi, ingur. Aðalsteinn og Vík- Mynd: RPB Pétur Pétursson verður í leikbanni gegn A.-Þjóðverjum. Knattspyrnulandsliðið tilkynnt: - Pétur Pétursson í ieikbanni Sigi Held landsliðsþjálfarí íslands í knattspyrnu hefur valið liðið sem leikur gegn Austur-Þjóðverjum þann 29. október næstkomandi. Leikur- inn er þriðji leikur íslands í Evrópukeppninni og fer hann fram ytra. Islenska liðið gerði jafntefli í fyrstu tveim leikjun- um, fyrst 0:0 við Frakka og síð- an 1:1 jafntefli við Sovétmenn sem frægt er orðið. Hópurinn er nánast sá sami og lék gegn Sovétmönnum um daginn. Pétur Pétursson ÍA getur ekki leikið vegna leikbanns og Viðar Þorkelsson var ekki valinn. Þeir sem koma nýir í hópinn eru þeir Guðmundur Torfason og Pétur Ormslev úr Fram. Liðið sem heldur til A.-Þýskalands er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Bjarni Sigurðsson Brann Friðrik Friðriksson Fram Aðrir leikmenn: Ágúst Már Jónsson KR Amór Guðjohnsen Anderlecht Ásgeir Sigurvinsson Stuttgart Atli Eðvaldsson Uerdingen Guðmundur Torfason Fram Guðmundur Þorbjörnsson Baden Guðni Bergsson Val Gunnar Gíslason KR Ólafur Þórðarson í A Ómar Torfason Luzern Pétur Ormslev Fram Ragnar Margeirsson Waterchei Sigurður Jónsson Sheff.Wed. Sævar Jónsson Brann Guðmundur og Pétur í hópinn Kraftlyftinga- menn unnu Leiðtogabikarinn Bekkpressukeppni í lyftingum á milli kraftlyftingamanna og vaxtarræktarmanna á Akur- eyri fór fram í Jötunheimum, sal LRA í Höllinni á föstudag- inn var. I hvorri sveit voru 5 keppendur og var keppt um hinn glæsilega Leiðtogabikar sem Gunnar Eiríksson hjá íslenskum æfingatækjum gaf til keppninnar. anna varð þessi, fyrst kemur lík- amsþyngd keppenda, þá hvað þeir lyftu mörgum kg og loks stigafjöldi. Lyftingamenn: Kári 71,8-165-113,553 Víkingur 131,8-207,5-106,406 Flosi 93,7-150-85,800 Haraldur 79,3-110-70,070 Aðalsteinn 61.4-70-55,580 Samtals 431,409 stig Þetta var í þriðja sinn sem þessar sveitir leiða saman hesta og lið kraftiyftingamanna hélt uppteknum hætti og sigraði nokkuð örugglega. Sveitin hefur sigrað í öll þrjú skiptin og vann því Leiðtogabikarinn til eignar. Lið kraftlyftingamanna var skip- að þeim Kára Elísyni, Víkingi Traustasyni, Flosa Jónssyni, Har- aldi Ólafssyni og Aðalsteini Kjartanssyni. í liði vaxtarrækt- armanna voru Sigurður Gests- son, Sverrir Gestsson, Björn Broddason, Pétur Broddason og Jón Knútsson. Árangur sveit- V axtarræktarmenn: Sigurður 86,9-155-92,721 Pétur 88,3-130-76,986 Jón 92,9-130-74,711 Björn 84,2-110-67,177 Sverrir 63,6-85-65,203 Samtals 376,798 stig Eins og sést á þessari töflu náð- ist nokkuð góður árangur og greinilegt að menn eru að komast í form. Framundan er Grétars- mótið í kraftlyftingum en það fer fram 8. nóvember og þá hefur Kári Elíson sett stefnuna á heimsmeistaramótið í kraftlyft- ingum sem fram fer í Hollandi um miðjan næsta mánuð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.