Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 21. október 1986 Dýpkun hafnarinnar í Ólafsfirði: Hákur mættur á staðinn Mikil verðlækkun á diskettum Nýkomin hreinsieíni fyrír: * 5T Tölvutæki sf. ★ Tölvur OCJ fleira Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-26155 Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í sumar og haust í höfninni í Ólafsfirði kom í Ijós að Ólafsfjarðarhöfn hefur grynnkað mikið. Niðurstaða mælinganna kom Ólafsfirðing- Dalvík: Koli flutt- urútí gámum Ákveðið hefur verið að hefja útflutning á ísuðum kola frá Dalvík. Kolinn verður fluttur út í gámum og sér Eimskipafé- lag Islands um flutninginn. Sjómenn og útgerðarmenn eru vongóðir um að þetta geti gef- ið góðan arð I framtíðinni. Togararnir á Dalvík veiða tals- vert af kola um þessar mundir, þannig að ekki ætti hráefnisskort- ur að standa þessum útflutningi fyrir þrifum. Kolinn er ísaður í kassa eða ker og settur þannig í gáma. Menn gera sér hugmynd um að ef kolaaflinn verður svip- aður og hann hefur verið megi reikna með 40 til 50 tonnum af kola sem yrðu flutt út í gámum vikuiega. Skip Eimskipafélagsins munu taka kolann á Dalvík á sunnu- dögum, sigla með hann til Reykjavíkur og koma honum á skip til Bretlands. Þannig verður kolinn kominn á markað erlendis viku eftir að hann fer frá Dalvík. Reynslan af útflutningi á „gáma- fiski“ hefur yfirleitt verið góð þar sem þetta hefur verið reynt, en hlutur fiskverkunarinnar er að sjálfsögðu rýrari en sjómanna og útgerðar þegar flutt er út með þessum hætti. EHB um ekki á óvart því langt er síðan höfnin varð það grunn að skip þurftu að sæta sjávarföll- um til að komast inn á hana. Merkúr, hinn nýi togari Ólafs- firðinga, kemst sem kunnugt er ekki inn á höfnina að svo stöddu. Nú hefur fjárveiting fengist til dýpkunar hafnarinn- ar og er dýpkunarskipið Hákur komið á staðinn. Óskar Þór Sigurbjörnsson for- maður hafnarnefndar Ólafsfjarð- ar sagði að þó ástandið hefði ver- ið orðið slæmt þá hefði það þó ekki verið eins slæmt og oft áður. Mikill sandur bærist inn í höfnina árlega svo nauðsynlegt sé að dýpka hana við og við. í upphafi loðnuvertíðar hafi verið ljóst að loðnuskip mýndu eiga erfitt með að komast inn á höfnina. Hafnar- nefnd falaðist þá eftir dýpkunar- skipinu Háki en fékk þau svör hjá Vita- og hafnarmálastofnun að óvíst væri hvenær skipið yrði laust, jafnvel ekki næsta sumar. Endurteknar óskir um dýpkun hafnarinnar höfðu þó þau áhrif að loforð var gefið fyrir því að Hákur myndi koma til Ólafs- fjarðar nú í haust ef fjárveiting fengist fyrir framkvæmdum. Ekki er vafi á að tilkoma togar- ans Merkúrs varð til að fljótar var gengið í að dýpka höfnina en ella hefði orðið. Öskar sagði að mikill kostnaður við reglulega dýpkun hafnarinnar gerði að verkum að litlu sem engu væri varið til nauðsynlegra endurbóta á sjálfum hafnarmannvirkjunum. Lengi hefði verið í undirbúningi að hefja framkvæmdir við smá- bátahöfn og endurbætur á öðrum bryggjum. Frágangur innsigling- ar í vesturhöfn var efstur á óska- lista hafnarstjórnar, því næst við- legukantur og bætt aðstaða til löndunar úr togurunum. Reiknað er með að Hákur grafi 18 þúsund rúmmetra upp úr höfninni að þessu sinni. EHB i. __ • ..;•* •'-**• L ~~ •%* Það gengur ýmislegt á við Leiruvegsframkvæmdir. Skurðgrafan á myndinni festist og á flóðinu á sunnudag var hún nær öll á kafi. Mynd: rpb Leiruvegurinn: Sandur fluttur til og garöurinn rifinn Framkvæmdir við Leiruveginn nýja eru nú í fullum gangi enda er ráðgert að opna veginn fyrir umferð í desember. Fyrir nokkru var lokið við að steypa brúna og það sem þá er eftir, er að tengja veginn við Drottn- ingarbrautina. Þeir sem hafa átt leið um Drottningarbraut nú undanfarið hafa eflaust veitt athygli gríðar- stórri bómu á Árnagarðinum. Bóman er fest aftan í jarðýtu og Togarar U.A.: Minni afli en á sl. ári „Ég held að menn séu ekki alls kostar ánægðir með það aíla- magn sem á land hefur borist, því aflinn er nokkru minni en á sama tíma í fyrra,“ sagði Einar Óskarsson hjá Utgerðarfélagi Akureyringa. Einar sagði að það hafi verið á mörkunum að næg vinna væri í fiskvinnslunni hjá útgerðarfélag- inu og eingöngu verið dagvinna síðustu daga. Um síðustu mánaðamót voru komin á land 16.219 tonn. Á sama tíma í fyrra voru komin á land 14.800 tonn. „Það verður að taka inn í að Hrímbakur var ekki kominn í gagnið, en hann hefur aflað 2.600 tonna á þessu ári, svo þarna er ekki um aukningu að ræða hjá hinum togurunum. Mið- i -S -s að við skipafjölda er veíðin á síð- asta ári 13.600 tonn í fyrra á móti 14.800 tonnum núna,“ sagði Ein- ar. Síðan um mánaðamót hafa borist á land um 500 tonn af fiski til Ú.A. Kaldbakur landaði síð- ast þann 6. október 160 tonnum að aflaverðmæti 3,2 milljónir króna. Harðbakur landaði 8. okt. 168 tonnum að verðmæti 3,5 milljónir króna. Sléttbakur land- aði 13. okt. 102 tonnum að verð- mæti 2,1 milljón króna. Hrím- bakur landaði á miðvikudag um 90 tonnum. Síðast landaði hann 78 tonnum að verðmæti 1,2 millj- ónir króna. Mikill hluti þessa afla er grálúða sem fryst er í blokkir og seld á Evrópumarkaði. gej- er Norðurverk með hvort tveggja á leigu hjá Jóhanni Gíslasyni. Á bómu þessari er ýtutönn og með henni er sandi ýtt upp norðan við garðinn til að nota hann í upp- byggingu sunnan hans. Að sögn Franz Árnasonar er þetta gert með þessum hætti þar sem sam- kvæmt útboðsgögnum má ekki taka sand í minna en 40 metra fjarlægð frá miðlínu vegstæðis- ins. Franz sagði að þessi kafli sem eftir væri yrði byggður upp bæði úr austri og vestri og fljótlega yrði að fara að ryðja frá brúnni. „Það er ákveðinn staður þarna rétt vestan við brúna þar sem áin rennur nánast öll og við erum eiginlega í vandræðum með þetta þangað til við komum ánni undir brúna. En það ætti að geta orðið í vikunni þegar búið er að slá frá brúnni,“ sagði Franz. Franz sagði að nokkrir byrjun- arörðugleikar hefðu verið við þessa sandflutninga. Á sunnu- daginn bilaði grafa þannig að ekki tókst að forða henni í land áður en flæddi og hún fór í kaf. Einnig varð einhver bilun á þessu nýja tæki. Alls eru það milli 50 og 60 þús- und rúmmetrar af sandi sem fara í þennan vegarkafla sem er um 1100 metrar á lengd. í vegarkafl- ann fara alls um 200 þúsund tonn af sandi, stórgrýti og möl. Nýi vegurinn mun tengjast Drottn- ingarbrautinni rétt sunnan við Árnagarð og verður efnið úr hon- um notað ásamt öðru. ET Steinull: Viðræðumar við Elkem árangursríkar Að sögn Þórðar Hibnarssonar framkvæmdastjóra Steinullar- verksmiðjunnar voru viðræður við norska fyrirtækið Elkem sem fram fóru í lok síðustu viku árangursríkar. Um frekari niðurstöður þeirra vildi hann ekki tjá sig og kvað þær ekki gerðar lýðum Ijósar fyrr en að loknum fundi stjórnar verk- smiðjunnar í vikunni. Umræðurnar snérust um bætur til handa verksmiðjunni vegna galla í bræðsluofni hennar sem norska fyrirtækið smíðaði. En eins og fram hefur komið í frétt- um eyðir ofninn 25% meiri raforku en upphaflega var gert ráð fyrir í samningum. Þórður sagði hluthafa verksmiðjunnar nú þessa dagana vera að velta fyrir sér hvernig fyrirsjáanlegum greiðsluvanda hennar á næstu árum verði mætt og verði fregna af gangi þeirra mála að vænta á næstunni. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.