Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 21. október 1986 197. tölublað FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106 Sfmi 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opiö á laugardögum frá kl. 9-12. Bæjarráð Akureyrar: Trúnaðar- brestur og brottrekstur „Bcsta afmælisgjöfín sem ég gat fcngiö,“ sagði Ingimar Eydal þegar fyrrverandi og núverandi hljómsveitarmeðlimir hans komu saman og spiluðu gamla slagara honum til heiðurs á fímmtugs afmælinu á Hótel KEA í gærdag. Mynd: RÞB „Finn engin rök“ - segir hitaveitustjóri um uppsögnina Eftir Iöng og ströng fundahöld í gærdag og gærkvöldi ákvað bæjarráð Akureyrar sam- hljóða að leggja til við bæjar- stjórn að Wilhelm V. Stein- dórssyni, hitaveitustjóra, verði sagt upp starfí frá og með morgundeginum, 22. október. Ingólfur Árnason: Brottrekstur ónauðsynlegur Bæjarráð og veitustjórn funduðu saman í gærkvöldi og þegar bókun bæjarráðs lá fyrir samþykkti meirihluti veitustjórnar þá ráðstöfun sem í henni felst, þ.e. að hita- veitustjóra verði sagt upp. Ingólfur Árnason sem sæti á í veitustjórn skilaði séráliti. í bókun Ingólfs vegna máls- ins segist hann vera andvígur þessari málsmeðferð og að þessi skoðanaágreiningur hafi ekki þurft að leiða til brottreksturs ef meiri sáttfýsi hefði verið sýnd. Wilhelm hafi reynst Hitaveitu Akureyrar góður og gegn fram- kvæmdastjóri og segist Ingólfur harma að hann skuli nú hverfa úr starfi. Samkvæmt áreiðanlegum hcimiidum Dags mun verða far- ið fram á það við Tómas Hansson, tæknifulltrúa H.A., og Úlfar Hauksson, hagsýslu- stjóra bæjarins, að þeir annist daglega stjórn veitunnar þar til annað verður ákveðið. HS Páll Pétursson fékk flestar til- nefningar og Stefán Guð- mundsson næstflestar í skoð- anakönnun sem fram fór hjá framsóknarfélögunum í Norðurlandskjördæmi vestra um helgina. Skoðanakönnun þessi var undanfari prófkjörs um uppstillingu framboðslista flokksins fyrir næstu alþingis- kosningar sem fram fer um miðjan næsta mánuð. Sverrir Sveinsson á Siglufirði varð í fjórða sæti í skoðanakönn- uninni, en hann ásamt Páli og Stef- áni skipuðu þrjú efstu sæti fram- boðslista flokksins í kjördæminu við síðustu alþingiskosningar. Að sögn Ástvaldar Guðmundssonar formannns kjördæmisstjórnar tóku liðlega þúsund manns þátt í skoðanakönnuninni. í kvöld verð- Eftir um fimm klukkustunda fundahöld, sem lauk um kl. hálf ellefu í gærkvöldi var samþykkt bókun bæjarráðs varðandi málið sem hljóðar svo: „Málefni Hita- veitu Ákureyrar eru og hafa ver- ið eitt stærsta úrlausnarefni sem bæjaryfirvöld hafa haft til með- ferðar. í meginatriðum hefur ver- ið samstaða í núverandi og fyrr- verandi bæjarstjórn um þessi mál og þess freistað að aðgerðir mið- uðust við hagsmuni allra bæjar- búa. Á undanförnum árum hefur þróast skoðanaágreiningur milli hitaveitustjóra og bæjaryfirvalda um veigamikil mál er varða hita- veituna. Þessi ágreiningur hefur skaðað Hitaveitu Akureyrar og leitt af sér slíkan trúnaðarbrest að ekki verður við unað. Bæjarráð telur að fyrst svo sé komið málum liggi leiðir hita- veitustjóra og bæjaryfirvalda ekki lengur saman. Fram hafa farið ítarlegar viðræður við hita- veitustjóra sem ekki hafa leitt til neinnar lausnar, að mati bæjar- ráðs. Því leggur bæjarráð til að hitaveitustjóra verði sagt upp starfi frá og með 22. október. Bæjarráð vill af þessu tilefni taka fram að hitaveitustjóra er ekki á neinn hátt gefið að sök að hafa gert mistök, tæknilegs eða fjármálalegs eðlis. Þvert á móti er lýst fullu trausti á störf hans á því sviði.“ Tekin verður afstaða til málsins á bæjarstjórnarfundi í dag, væntanlega fyrir lokuðum dyrum, og má reikna með að þar verði þetta endanlega samþykkt. HS ur fundur á Sauðárkróki þar sem kjörnefndir koma saman og heildartalning fer fram. Nokkur hiti er í mönnum í Mývatnssveit vegna banns um haustbeit fjár á svokölluðum austurafrétti, sem er í landi Reykjahlíðar vestan Jökulsár. Landgræðslan hefur lýst áhyggjum vegna mikillar beitar bæði vor og haust á svæðinu og fór fram á það að hreppsnefnd beitti sér fyrir banni á haustbeit í „Ég gerði bæjarráði grein fyrir því, að ekkert það hafl komið fram í þeirra máli, sem réttlæti eða geti rökstutt mína uppsögn. Ég lýsti því hins veg- ar yflr í bréfl til bæjarstjóra að ég væri tilbúinn til að taka við uppsögn úr hans hendi hvenær sem væri og yfírgefa Hitaveitu Akureyrar án minnsta fyrir- vara, enda lægju skýr rök til grundvallar þeirri uppsögn,“ sagði Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri í samtali við Dag seint í gærkvöldi. Wilhelm vísaði að öðru leyti til áðurnefnds bréfs og sagðist ekki Vilja tjá sig frekar um þetta mál fyrr en hann fengi uppsögnina staðfesta, sem væntanlega verður að loknum fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag. í bréfi sínu bendir Wilhelm á að hann sé hvorki grunaður um fjármálalegt misferli né tæknileg mistök varðandi rekstur Hita- veitu Akureyrar. Hins vegar hafi skoðanir hans ekki alltaf sam- ræmst skoðunum fulltrúa innan stjórnsýslu bæjarins og það telji hann vera af hinu góða. Wilhelm vísar þeim fullyrðingum á bug að hann hafi ekki unnið eftir þeim stefnumótunum sem yfirboðarar ár. Einnig lagði ítölunefnd til fyr- ir nokkrum árum að beit yrði hætt á svæðinu. Meirihluti Landeigendafélags Reykjahlíðar gaf leyfi fyrir haust- beit að þessu sinni. Eftir það ákvað hreppsnefnd að banna beit á svæðinu, en nokkrir bændur hafa ekki sætt sig við þá ákvörð- un og telja hreppsnefndina hans hafa sett honum og segir þær fullyrðingar byggðar á ímyndun og getgátum bæjarfull- trúa. Jafnframt segist hann hér eftir sem hingað til áskilja sér allan „Þessi niðurstaöa gefur á eng- an hátt til kynna í hvaða sæti frambjóðendur koma til með að verða,“ sagði Stefán Val- geirsson alþingismaður í sam- tali við Dag, en sem kunnugt er voru tveir með fleiri tilnefn- ingar en hann í skoðanakönn- kontna út fyrir sitt verksvið. Fóru þrír bændur með fé sitt til haust- beitar og voru kærðir fyrir athæf- ið. Þrátt fyrir það hafa fleiri bændur farið með sitt fé og beitt því á hið umdeilda afréttarland. Þrátt fyrir allt eru menn sammála um að landið sé illa far- ið og stöðva þurfi beitina. Nánar um málið á bls. 3. rétt til að gagnrýna stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Það sé skylda hans sem skattgreiðanda og borg- ara. Sjá yflrlýsingu hitaveitustjóra á blaðsíðu 5. BB. un sein efnt var til meðal flokksbundinna framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra. „Ég hef ástæðu til að ætla að þau 58% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnuninni og tilnefndu mig, hafi hugsað sér að ég skipaði 1. sæti listans. Á sama hátt geri ég ráð fyrir að þeir sem tilnefndu Guðmund Bjarnason hafi hugsað sér að setja hann í 1. eða 2. sæti en alls ekki þriðja og að þeir sem tilnefndu Valgerði Sverrisdóttur, hugsi sér að setja hana einhvers staðar ofarlega á listann. Hins vegar kemur ekkert fram hvar. Ég stefni því á 1. sætið ein- vörðungu og hefi enga ástæðu til að ætla annað en að það takist,“ sagði Stefán. Endanleg skipan framboðslist- ans verður ákveðin á aukakjör- dæmisþingi Framsóknarflokks- ins, sem haldið verður á Húsavík 2. nóvember nk. BB. Páll og Stefán með flestar tilnefningar Deilt um upprekstrarmál í Mývatnssveit: Þrír bændur kærðir Stefán Valgeirsson: „Ég stefni einvöröungu á fyrsta sætið“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.