Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 5
21. október 1986 - DAGUR - 5 ur að Gamla skóla og mynduðu hring í portinu vestan hússins. íklæddir skrautlegustu búningum hófu þeir trylltan stríðsdans með Blandaðir skyrréttir - nei takk. tilheyrandi öskrum og óhljóðum þar sem þeir kröfðust þess að fá að handfjatla busagreyin. Þessi vígalegi hópur var meðal annars vopnaður sérhönnuðum toller- inganetum og meðan engir busar sýndu sig æfðu böðlarnir sig á þartilgerðri brúðu. Sú fékk að fljúga. Smám saman fóru nemendur í öðrum og þriðja bekk að tínast á svæðið og lokuðu portinu að vestan. Nokkrir þeirra gengu í það verk að henda lafhræddum busagreyjum út úr skólanum, beint í fangið á virðulegum fjórðubekkingum sem buðu upp á blandaða skyrrétti með soð- kjarnasósu. Það þýddi ekki að neita. Rúsínan í pylsuendanum var svo sjálf tolleringin og að henni lokinni töldust nýnemar til manna. Eftir þennan ægilega gaura- gang þar sem margir slettu skyri hélt öll hersingin niður í Miðbæ. Fyrrverandi busar ráku lestina missnyrtilegir og voru þeim sýnd- ir helstu skemmtistaðir bæjarins og ein útsala eða svo. Nýja línan frá Loreal. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn föstudaginn 24. okt. kl. 20.30. á Hótel Húsavík (kaffiteríu). Dagskrá: 1. Lagabreytingar. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Venjuleg aðalfundarstörf. 4. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. 5. Ávarp Guðmundar Bjarnasonar alþingismanns. 6. Önnur mál. Kaffiveitingar. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Yfirlýsing hitaveitustjóra: ,Aðeins málefnaleg rök hagga mínum skoðunum‘ Svo sem fram kemur í fréttum á forsíðu, samþykkti bæjarráð einróma að vísa Wilhelm V. Steindórssyni hitaveitustjóra úr starfi frá og með morgun- deginum. Hann var áður búinn að lýsa því yfir að hann segði ekki upp sjálfur, enda fyndi hann engar forsendur fyrir uppsögn sinni. í bréfi sem Wilhelm ritaði bæjarstjóra á sunnudag gerir hann grein fyrir afstöðu sinni í máli þessu. Þar segir hann: „í framhaldi af símtali okkar síðastliðið fimmtudagskvöld, fundi okkar seinnipart síðastlið- ins föstudags og fundi okkar í gær, sendi ég yður hér með þá skriflegu yfirlýsingu sem ég á framangreindum laugardagsfundi kvaðst myndi gera. í lok árs 1980 er ég ráðinn sem framkvæmdastjóri Hitaveitu Akureyrar. Ég er ráðinn á grund- velli minnar þekkingar og reynslu í orkufræðum og stjórnsýslu. Hið fyrsta, annað og þriðja boðorð, sem mér ber að fylgja í því starfi, sem mér var treyst fyrir, var að láta aldrei af sann- færingu minni um hvað er rekstri Hitaveitu Akureyrar og þar af leiðandi Akureyringum öllum fyrir bestu til lengri tíma er litið. Jafnframt er ég skuldbundinn eigendum veitunnar, þ.e. Akur- eyringum öllum, að láta aldrei af samvisku minni í viðskiptafræði- legum sem pólitískum samskipt- um mínum fyrir hönd Hitaveitu Akureyrar. Hið eiginlega hlutverk stjórnar Hitaveitunnar ætti að vera að fylgjast með því að framkvæmda- stjóri brygðist ekki þessari skyldu og hvetja hann til starfa á þessum grundvelli. Það er þessi skylda mín í starfi, sem ég hef eftir bestu samvisku fylgt, er bæjarráð Akureyrar nú gangrýnir. Ég er ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Akur- eyrar m.a. á grundvelli menntun- ar minnar, sem er meistaragráða í orkufræðum. Með undirskrift skólameistara viðurkenndrar vís- indastofnunar í Danmörku er mér gefin viðurkenning á því að vera hæfur til að standa vísinda- og tæknilega undir þeirri mennta- gráðu sem hér um ræðir. Skóla- meistari með handtaki tók hins vegár af mér loforð fyrir hönd viðkomandi vísindastofnunar og allra handhafa hér um ræddrar menntagráðu, að ég í mínu verð- andi lífsstarfi léti freistingar dæg- uramstursins aldrei ræna mig innstu sannfæringu minni um það hvað þekking mín teldi vera rétt- ast á hverjum tíma - og forðast hvers kyns pólitísk kaup í því sambandi. Það er þessi skuldbinding mín sem bæjarráð Akureyrar nú gagnrýnir og vill mig ræna. Ég er ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Akur- eyrar með samhljóða samþykki bæjarstjórnar Akureyrar þar sem mér er gefið óbundið málfrelsi og tillöguréttur. Ég er engum póli- tfskum hagsmunasamtökum bundinn og hef engin slík trúnað- arsambönd. Þetta frjálsræði mitt og póli- tíska hlutleysi gagnrýnir bæjar- ráð nú. í máli yðar hefur komið fram að ég er hvorki grunaður um fjár- málalegt misferli né tæknileg mistök varðandi rekstur Hita- veitu Akureyrar. Það hefur hins vegar komið fram í mali yðar, að ég hafi skoðanir á málefnum Hitaveitu Akureyrar sem ekki alltaf samræmast skoðunum full- trúa innan stjórnsýslu Akureyr- arbæjar. Það tel ég ekki vera af öðru en því góða. Fullyrðingar þess efnis að ég vinni ekki eftir þeim stefnu- mótunum sem bæjarstjórn Akur- eyrar setur eru byggðar á ímynd- un og getgátum bæjarfulltrúa, þar sem aldrei hefur á það reynt, vegna þess að mér hefur fram til þessa ekki verið boðin þátttaka í viðræðum um umrædd mál. í frainhaldi af framansögðu til- kynnist yður það hér með að ég finn engin rök fyrir því að ég segi starfi mínu lausu hjá Hitaveitu Akureyrar og tilkynni því jafn- framt að ég get ekki orðið við hinni munnlegu ósk bæjarráðs Akureyrar. Yfirlýsing Ég er reiðubúinn að starfa áfram að því verkefni sem mér hefur verið treyst fyrir á undanförnum árum hjá Hitaveitu Akureyrar, á sama grundvelli hér eftir sem hingað til. Eg áskil mér allan rétt til að láta skoðanir mínar í ljós um málefni veitunnar, bæði innan stjórnsýslu Akureyrarbæjar sem utan. Eg tel það vera grundvall- arskyldu mína sem framkvæmda- stjóra Hitaveitu Akureyrar. Að- eins málefnaleg rök geta haggað mínum skoðunum. Ég áskil mér allan rétt til að gagnrýna stjórnsýslu Akureyrar- bæjar hér eftir sem hingað til. Ég tel það skyldu mína sem borgara á Akureyri og skattgreiðanda að láta skoðanir mínar í ljós hvað varðar það hvernig staðið er að stjórnsýslu bæjarins. Aðeins málefnaleg umræða og skýringar geta breytt sannfæringu minni. Ég er reiðubúinn til að taka við uppsögn úr hendi bæjarstjórans á Akureyri hvenær sem er og yfir- gefa Hitaveitu Akureyrar án fyrirvara, enda liggi til grundvall- ar uppsögninni skýr rök. Ekki síst á þetta við, ef sú ráðagerð gæti leyst einhver innri vandamál bæjarstjórnar Akur- eyrar.“ 19. október 1986, Wilhelm V. Steindórsson. 7 Fyrsta skipti á Islandi Fyrir þá sem hafa góðan smekk. Karlmannaföt frá vestur-þýska fy r irtækinu Bemhardt. Frábær framleiðsla á góðu verði. (Einhneppt, tvíhneppt, yfirstærðir). ☆ Einnig höfum við fengið okkar fyrstu sendingu frá hinu þekkta fyrirtæki ☆ pQtrOVQ í Belgíu. Peysur ★ Buxur ★ Skyrtur ★ Treflar ☆ Prentflauelsbuxurnar komnar aftur. Stærðir 30-40, 4 litir. ☆ ATH! Föt eftir máli, sem afgreiða á fyrir jól þarf að panta fyrir 15. nóvember. Klæðskeraþjónusta. errabudin Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.