Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 21. október 1986 21. október 1986 - DAGUR - 7 Aldraðir eru nú um 10% þjóðarinnar og fer fjölgandi. stærð, skipulagi og frágangi. Hversu margar þeirra henta öldr- uðum og hve vel er ekki vitað. Aldraðir eru nú um 10% þjóðar- innar og fer fjölgandi. Setjum upp lítið dæmi: Ef við stefnum að því að 10% af íbúðum landsmanna þ.e. 8.000 íbúðir verði vel hentugar fyrir eldra fólk eftir 10 ár þarf að ganga þannig frá 800 íbúðum á ári að meðaltali. Til samanburðar má nefna, að reiknað er með að á næstu árum verði byggðar um eða undir 2000 íbúðir á ári. Hér virðist því eðlilegt að setja sér sem markmið: Að helmingur nýrra íbúða og endurbyggðra uppfylli ákveðin skilyrði, sem miði að því að fólk geti búið sem lengst í íbúðunum, eða aldraðir fengið íbúð eða hús í sínu ná- grenni síðar, sem hentar þeim Þetta getum við gert með því hvert um sig að hafa m.a. þau atriði, sem bent er á hér á síð- unni, í huga þegar við byggjum eða kaupum íbúð. Skipulagsyfirvöld þurfa að hafa þessi atriði í huga þegar húsagerðir og skipulag nýrra hverfa er ákveðið. Er ekki líka rétt að Húsnæðismálastofnun veiti viðbótarlán til byggingar íbúða sem eru vel skipulagðar og frágengnar hvað þetta snertir og uppfylla ákveðin lágmarksskil- yrði. Niðurlag Ég hef nú sett fram nokkra punkta og hugmyndir, sem ég tel að við verðum að vinna að, jafn- framt sérstökum íbúðum fyrir þá sem vilja eða hafa þörf fyrir heils- unnar vegna. Þetta er hugmynd að valkosti fyrir eldra fólk. Pað býr flest eldra fólk heima í dag og það þarf áfram að vera raunhæf- ur, mögulegur og virtur kostur. eiga að vera um 1 m breiðir. Minnst 1,5-2,0 m' samfellt autt gólfpláss er nauðsynlegt til þess að hreyfa sig á í hverju herbergi íbúðarinnar, einnig með tilliti til hreingeminga. Dyr skulu vera um 80 cm breiðar. * Handföng, rofar og tenglar auðveld í notkun. Gluggajám, ofnlokar, rofar og tenglar eiga ekki að vera hærra uppi en 140 cm og ekki neðar en 60 cm frá gólfi. Það á að vera auðvelt að nota öll handföng, líka fyrir máttlitlar hendur. Handföngá hurðum og skúffum eiga að vera lárétt eða hallandi lykkjuhandföng með minnst 10 cm auðri griplengd. Á rofum eiga að vera stórír þrýstifletir. Vatns- kranar eiga að vera auðveldir í notkun og auðskildir, með aðskildum stilling- um fyrír rennsli og vatnshita. Lok að sorprennu á að vera á sömu hæð og íbúðin og um 90 cm frá gólfi. Eldhús + í neðri skápum eiga að vera skúffureða bakkar til að draga fram. * Kæliskápur á að vera i þægilegrí hæð, með efstu og neðstu hillu í mest 150 cm hæð og minnst 60 cm frá gólfi. Við hlið- ina á kæliskápnum á að vera fráleggs- borð. * Ofn og eldunarhellur eiga að vera aðskildar og ofninn á að vera í borðhæð, hugsanlega innbyggður í skáp. * Kústaskápurínn á að vera án hækkaðs botns, þannig að keyra megi ryksugu út og inn án þess að lyfta henni. Baðherbergi * Það þarfað vera llOcm auttrými fram- an við öll hreinlætistæki. Við breytingar getur bilið veríð minna, minnst 80 cm, að því tilskildu að auða svæðið sé 1,2 m\ * Dyr að snyrtingum og baðherbergjum skulu að jafnaði opnast út eða vera rennihurðir. * Gólfefni skal vera stamt, líka þegar gólfið er blautt. * Á baðinu skal vera sturtubað, jafnt þótt þar sé baðker líka. Sturtan á að vera minnst 80x80 og þannig gerð að það flæði ekki yfir gólfið utan við sturtuklefann. Hæðin á sturtunni á að vera stillanleg. í sturtunni á að vera handfang til stuðnings og fellisæti. * Á baðinu þarf að vera pláss tilgeymslu á snyrtidóti, hreinsiefnum, pappír og handklæðum og fleiru, einnig fyrir körfu fyrir óhrein föt og þurrkgrínd. Hvað eiga langafabækur Sigrúnar Eldjárn, Blómin á þakinu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur og danska bókin Hús handa okkur öllum, sameiginlegt? Jú, í þeim öllum kemur við sögu gamalt fólk, sem býr í íbúð- um úti í bæ eða hjá afkomendum sínum. Langafi er nærri blindur, en hann er mikið úti með blindra- hundi og 4 ára barnabarnabarni sínu. Hann er frjálslyndur og hlýr, klæddur í lopapeysu og lopasokka, í strigaskóm og með hatt. Gunnjónu, sem var að flytja ofan úr sveit, líður vel þegar hún er búin að fylla íbúðina og sval- irnar af dýrum, matjurtum og blómum. Afi og amma eru með matjurta- og blómagarð, sem er alltaf svo vel hirtur. Svona virð- ast rithöfundar lýsa gömlu fólki. Eru þetta óraunhæfar hug- myndir eða óskir rithöfunda? Er þetta eitthvað sem gerist bara í útlöndum? Er þetta fólk algjörar undantekningar? Hvað viljum við? Ég get ekki annað en óskað gömlu fólki og okkur öllum þess að geta lifað eitthvað í stíl við þessar sögupersónur, hvert eftir okkar aðstæðum. Til þess að við getum það sem lengst og sem auðveldast þarf fyrst og fremst nokkra fyrirhyggju. í bæklingnum „Góð íbúð fyrir aldraða" frá Byggingarannsókn- arstofnun danska ríkisins er fjall- að um eina hlið þess máls. Hér er um að ræða minnislista yfir ýmis atriði, sem hafa ber í huga við innréttingar íbúða, en alveg sér- staklega íbúða fyrir eldra fólk. Eða eins og segir í inngangi bæklingsins: „Góð íbúð er mikilvæg fyrir alla, en sérstaklega þá sem eru mikið heima og hafa lítið hreyfi- svið. Það býr einhver yfir 65 ára aldri í fjórðu hverri íbúð og eldra fólki fjölgar sífellt. Flest eldra fólk óskar þess að búa eins lengi og hægt er í eigin íbúð. Það er ósk sem sveitarfélögin reyna að uppfylla, líka af þjóðhagslegum aðstæðum. Margt gamalt fólk býr við slæmar aðstæður, það eru aílt of fáar íbúðir, sem henta vel fyrir aldraða. Pað er þess vegna nauð- synlegt bæði í nýbyggingum og við endurbætur að gera fleiri íbúðir vel hentugar fyrir eldra fólk. „íbúð fyrir eldra fólk“ er ekki einhver sérstök gerð af íbúð, hún er bara vel staðsett, góð og vel skipulögð íbúð. Slæmar aðstæður í íbúð, sem ungt og heilbrigt fólk Um það að eldast „Eldra fólk“ er einstaklingar eins ólíkir og allir aðrir. Samt eru nokkur sameiginleg einkenni, sem taka verður tillit til, ef íbúð og næsta umhverfi á að vera hentugt fyrir aldraða líka. Það er fátt í heimili hjá eldra fólki. Flest eldra fólk býr með maka sínum eða eitt sér. Flestir aldraðir yfir 70 ára eru einstæðar konur. Bæði af þæginda- og hag- kvæmnisástæðum er þess vegna þörf á tiltölulega litlum íbúðum, þó ekki minni en 2-3 herbergja. Herbergin mega ekki vera of lítil, því fólkið á oft mikið dót, sem það vill helst ekki láta frá sér. Það er líka mikilvægt að það sé pláss fyrir fjölskyldu og vini, líka við matborðið. Of lítið pláss get- ur takmarkað lífskjörin og leitt til einangrunar. Aldraðir eru mikið heima Aldraðir dvelja mikið á og við heimili sitt. Það er því mjög mikilvægt fyrir aldraða, að búa í góðri, bjartri og sólríkri íbúð, og að það sé gott útsýni ásamt garði eða svölum. Gott og hlýtt inni- loftslag laust við trekk og gólf- kulda hefur stóra þýðingu. Hljóðeinangrun þarf að vera góð. Sá, sem heyrir ekki vel, þarf að geta hækkað í útvarpi og sjón- varpi, án þess að trufla nágrann- ana. Sumt aldrað fólk hefur þar að auki aðrar svefnvenjur en yngra fólk og leggur sig stundum á daginn. Það er mikilvægt, að næsta umhverfi sé gott, og að þar séu indælir staðir að sitja á í sól og skjóli, helst þar sem eitthvað er um að vera. Aldraðir flytja helst ekki Aldraðir leggja mikla áherslu á að flytja ekki frá þekktu umhverfi, nágrönnum og þeim sem versla á sama stað. Komi að því að það verði nauðsynlegt að flytja, er mikilvægt, að nýja íbúð- in sé í sama hverfi, og að hún sé það góð, að það verði ekki nauð- synlegt að flytja aftur. Almenn atriði * Öll íbúðin á einni hæð. Allar vistarverur íbúðarinnar eiga að vera í sömu hæð, með slétt gólf. Forð- ast skal þröskulda í íbúðinni. Hæðar- munur við t.d. inngang, svalainngang og baðdyr má mest vera 25 mm (1 þumlungur). Aðkoman að húsinu á að vera þægileg og án tröppuþrepa. * Svalir eða garður. Það á að vera beinn aðgangur frá íbúð- inni út á svalir eða verönd eða út ígarð. * Útivistarsvæði. Nærri húsinu þarf að vera útivistar- svæði með bekk í garði, á lóðinni eða „á opnu svæði“. Það er mikill kostur ef hægt er að hafa matjurtagarð við húsið. * Sól og gott útsýni. íbúðin á að vera björt og sólrík með gott útsýni úr gluggum og af svölum. Gluggar eiga helst að ná það langt niður, að það sé hægt að horía út sitj- andi. * Gott inniloftslag. íbúðin á að vera vel einangruð, auðveld í upphitun og laus við raka, trekk og gólfkulda. Það á að vera góð loftræsing og góð einangrun gegn hávaða utan frá, og það eiga ekki að finnast ofnæmis- valdandi efni. * Pláss til að hreyfa sig. Mest notuðu gangvegirnir í íbúðinni Margt gamalt fólk býr við slæmar aðstæður, það eru allt of fáar íbúðir, henta vel fyrir aldraða. Er ekki líka rétt að Húsnæðismálastofnun veiti viðbótarlán til byggingar íbúða sem eru vel skipulagðar? Minnislisti tekur kannski sem vissum óþæg- indum, geta þýtt mikla - jafnvel óyfirstíganlega erfiðleika, þegar aldurinn fer að færast yfir og segja til sín. Við komum flest til með að verða í hópnum, eldra fólk“. Við eldumst misjafnlega, en flestir geta sem betur fer bjargað sér sjálfir eða með smá hjálp. Hvernig, hve vel og hve lengi við getum bjarg- að okkur í eigin íbúð ræðst í hæsta máta af þeim aðstæðum, sem við búum við. Ég hef þýtt lauslega nokkrar greinar úr þessum bæklingi, og fylgja þær hér með annars staðar á síðunni. Minni „stigamennsku“ Flest þeirra atriða sem bent er á í bæklingnum má lagfæra þegar þörf verður á með nokkrum við- bótarkostnaði. Því verður hins vegar vart breytt nema með ærn- um kostnaði ef íbúðin er á mörg- um pöllum eða hæðum. Ef litið er á málið í samhengi við það sem hér er verið að fjalla um, eru notkunarmöguleikar íbúðar á fleiri pöllum eða hæðum verulega takmarkaðir. Það ætti því að vera umhugsunarefni fyrir þá sem eru að fjárfesta í sínu framtíðarhúsnæði hvernig það er skipulagt, sérstaklega hvað gólf- planið snertir. Örvun (til betri skipulagningar) Á íslandi eru nú rúmlega 80.000 íbúðir, íbúðir af misjöfnum aldri, Þorsteinn Sigurðsson verkfræðingur: BETRIÍBÚÐIR - líka fyrir aldraða Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri: Höfum við gengið til góðs? Heitt vatn fannst af tilviljun að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði í ársbyrjun 1976. Um það bil 90 1/ sek. buna af rúmlega 90°C stiga heitu vatni stóð upp úr jörðinni. Fyllti þessi tilviljun menn þeirri bjartsýni, að rúmlega hálfu ári síðar var gefin út áætlun um Hitaveitu Akureyrar sem sagði að minnsta kosti 300 1/sek. af yfir 90°C heitu vatni væri hægt að ná af svæðinu. Sölufyrirkomulag Að tillögu hönnuða veitunnar, var samþykkt að nota hemla til gjaldtökuákvörðunar hvers not- anda fyrir heitavatnsnotkun þeirra. Aðalrök hönnuða fyrir notkun hemla í stað mæla, var að með hemlum yrði notkun jafnari yfir árið. Að notkun verði jafnari yfir árið getur aðeins komið fram þannig að notkunin verði minni en hún annars myndi verða við mesta álag en jafnframt meiri en hún annars myndi verða við lág- marksálag. Hvoru tveggja hefur fullkom- lega gengið eftir, því við mesta álag fengu notendur ekki það vatn sem þeir höfðu þörf fyrir og veitan því ekki eðlilegar tekjur og sátu því allir aðilar í „kuldan- um“, ásamt því að yfir sumartím- ann rann meira vatn í gegnum kerfið en þörf var á. Eftir sölufyr- irkomulagsbreytinguna nota Akureyringar u.þ.b. 3,6 milljónir tonna (m3) vatns á ári í stað tæp- lega 5 milljóna tonna áður. Grundvallarskilningsleysi hönn- uða lá að baki tillögu þeirra um notkun hemla í stað mæla. Hvað er þessi tillaga búin að kosta Akureyringa og hvað á hún eftir að kosta Akureyringa og þjóðar- búið allt? Yatnsborðdýpi Á mynd má sjá þróun vatnsborðs svæðisins að Syðra-Laugalandi allt frá því að byrjað var þar að dæla. Á árunum 1977/1978 til ársins 1980 má sjá að vatnsborð svæðis- ins fellur jafnt og þétt undan stöðugri dælingu og nær lágmarki veturinn 1981/1982 í punkti A. Að tillögu hönnuða er á árinu 1980 gengið í að tvöfalda hluta dreifikerfisins sem var mjög kostnaðarsöm aðgerð, byggja kyndistöð og kaupa stóran svart- olíuketil. Akureyringar voru því farnir að búa sig undir það aftur að hita hús sín að verulegu leyti upp með olíu. Var hönnuðum að sjálfsögðu greidd sama þóknun Grein 4 Vatnsbúskapur og áður hefur verið nefnd fyrir hönnun og uppbyggingu þessa „meistarastykkis". Tillagan var í grundvallaratrið- um á misskilningi og vanþekk- ingu byggð og verður vart flokk- uð undir annað en stórfelld verk- fræðileg mistök og er í því sam- bandi vísað til skrifa hönnuða í Degi 20. jan. 1984 og skrifa undirritaðs í Degi 27. jan. sama ár. Olíuketillinn hefur sem slíkur ekkert verið notaður fram til þessa. Árangur Með markvissum aðgerðum undanfarinna ára hefur tekist að snúa þróun vatnsöflunarmála veitunnar við. Á mynd má sjá hvernig vatnsborð lækkar á vet- urna en hækkar á sumrin. Gerist þetta á hverju ári ásamt því að heildarvatnssvæðið fer stöðugt hækkandi. í dag stöndum við í punkti C á myndinni og ekki þarf að álykta að vatnsborð falli veru- lega á komandi vetri. Athygl- isvert er að sjá hvað gerist vetur- inn 1975/1976 eftir sölufyrir- komulagsbreytinguna. í punkti B sést hvernig vatnsborð stöðvast töluvert ofar en undangengin ár. Er þetta árangur skynsam- legra viðbragða Akureyringa við breyttu sölufyrirkomulagi. Búast má við að næsta sumar fari heitt vatn að koma aftur fram í gömlum laugum og lindum í Eyja- firði og gæti það aukist á næstu árum. Það má ekki láta það rennsli blekkja sig og kveikja of mikla bjartsýni. Hvert stefnir? Það verður vandasamt verk á næstu árum að stýra vatnsvinnslu svæðanna og finna jafnvægi þeirra með tilliti til sem bestrar nýtingar til lengri tíma litið fyrir notendur Hitaveitu Akureyrar. Það er alveg augljóst að ef ekki verður rétt á málum haldið, er hægt að eyðileggja svæðin aftur á aðeins örfáum árum. Ef hins veg- ar skynsemi verður beitt, þá hafa Akureyringar tryggt vatnsöfl- unarmál sín til mjög langs tíma og gert veitunni kleift að auka markað sinn og þar af leiðandi tekjur án nokkurra vandkvæða. Nánast sömu sögu er að segja um önnur vatnsöflunarsvæði Hita- veitu Akureyrar. Varmadælur Þrátt fyrir þennan góða árangur Akureyringa í bættri nýtingu heita vatnsins, má ekki dotta á verðinum hvað varðar ennþá frekari aðgerðir til styrktar svæð- unum til lengri tíma. Á einfaldan og hagkvæman máta má síðan með varmadælum auka nýtingu núverandi affallsvatns verulega og stefna á að vatni verði ekki kastað til sjávar yfir 10°C heitu. Það vatn sem við hendum í dag verður aldrei aftur sótt. Niðurlag Heitt vatn er verðmæti, mikið verðmæti. Sennilega er verðmæti heita vatnsins verulega miklu meira en fyrr hefur verið metið. Kemur það til af því að reynslan hefur sýnt okkur að heitavatns- birgðir jarðhitasvæða eru tak- markaðar, jafnvel mjög takmark- aðar. Á þessu hafa Akureyringar átt- að sig þrátt fyrir villandi upplýs- ingar í upphafi veitunnar. Enginn vafi leikur á að Akur- eyringar hafa snúið vörn í sókn hvað varðar vatnsbúskap sinnar hitaveitu. Hér má ekki staldra við, á sig hefur of mikið verið lag. Hið endanlega takmark er skammt undan, þ.e. að hægt verði að gera orkuverð á Akur- eyri hagstæðara en það er í dag án þess að ógna sjálfstæði Hita- veitu Akureyrar og Akureyringa allra, þannig að viðunandi hvatn- ing verði til nauðsynlegs aðhalds í nýtingu og notkun heita vatnsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.