Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. október 1986 I minningu Brodda Magnússonar F. 8.12. 1963 -D. 11.10. 1986 In memoriam Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftirþér ísárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta voríhugum vina þinna. Og skín ei Ijúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháðþví, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um Iífsins perlu í gullnu augnabliki- Tómas Guðmundsson. Kveðja frá bekkjarsystkinum úr Oddeyrarskóla. „Fjallatindar laða, lokka, löngun magnast, brennur þrá. “ Þessar Ijóðlínur úr þekktum skátasöng koma gjarnan í hug okkar, þegar við minnumst lið- inna samverustunda með Brodda Magnússyni. Hann dvaldi ekki mjög lengi meðal okkar, því að kallið kom snemma. En sú mynd sem hann skildi eftir í hugum okkar er skýr og tær. Broddi starfaði sem skáti nálega helming ævi sinnar, því að hann byrjaði í skátastarfi, þegar hann var um 10 ára og var mjög virkur í starfi allt þar til yfir lauk. Fyrstu árin starfaði hann í skáta- sveit og síðan í dróttskátasveit í Skátafélagi Akureyrar. Strax og aldur leyfði gekk hann síðan í Hjálparsveit skáta á Akureyri. Hugur Brodda Ieitaði ætíð mikið til fjalla og fjallaklifur var honum mikið áhugamál. Fjallatindarnir „löðuðu og lokkuðu“ og þeir eru ekki margir tindarnir hér í ná- grenni Akureyrar sem hann hafði ekki klifið. í þessum ferðum úti í náttúrunni tengdumst við traust- um vináttuböndum. Þeim tengsl- um verður vart betur lýst, en með orðum Kahlil Gibran: „Pegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur afheilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að íþögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonirykkar til, og þeirra ernotið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér Ijósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. “ Við viljum gjarnan gera þessi orð að okkar, þegar við nú kveðj- um vin okkar, Brodda Magnús- son. Við sendum einnig, með þess- um orðum, innilegar samúðar- kveðjur til móður, systkina og annarra ættingja. Félagar úr Hjálparsveit skáta á Akureyri. Pétur Jónsson gítarleikari. Gítartónleikar í Gamla Lundi Pétur Jónasson gítarleikari held- ur tónleika í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri, miðviku- dagskvöldið 22. október og hefj- ast tónleikarnir kl. 20.30. Góð frammistaða Péturs hefur vakið athygli í tónlistarheimin- um, hann var m.a. valinn í sumar ásamt 11 öðrum úr stórum hópi gítarleikara alls staðar úr heimin- um til þess að taka þátt í nám- skeiði hjá hinum heimsþekkta gítarsnillingi André Segovia. í ágúst fékk Pétur styrk frá spænska ríkinu til þess að sækja árlegt námskeið, helgað spænskri tónlist, í Santiago de Compost- ela. Á efnisskránni í Gamla Lundi verða verk eftir Spánverj- ana Tárrega og Torroba, einnig mexíkanska tónskáldið Manuel M. Ponce. Ennfremur tónverk eftir Hafliða Hallgrímsson, sem samið er undir áhrifum af sög- unni um „draum Jakobs“. Þetta eru fyrstu opinberu tón- leikarnir, sem haldnir eru í Gamla Lundi, en þar hafa áður verið haldnar myndlistasýningar, fyrirlestrar og námskeið. í sumar var hafín endurbygg- ing Karnaskólans í Ólafsfírði. Skólinn, sem var fyrst tekinn í notkun árið 1949, þurfti endur- bóta við og er langt síðan farið var fram á fjárveitingu vegna þessa. Þá hafa skólamenn farið fram á samnýtingu skólahús- næðisins í bænum. Framhalds- deildir gagnfræðaskólans verða starfræktar með öðru sniði nú í ár en áður vegna umtalsverðrar fækkunar nemenda. Skólastarf í Ólafsfirði skiptist í' forskóla, barnaskóla með 1. til 6. bekk og gagnfræðaskóla með 7., 8. og 9. bekk auk framhalds- deilda. Fram að þessu hafa um 30 ner.iendur stundað nám í fram- haldsdeildunum, en nú hafa árgangar minnkað þannig að nú eru ekki nema 12 til 15 nemendur í framhaldsnámi í Ólafsfirði. Gagnfræðaskóli Ólafsfjarðar. Myndir: EHB Bamaskólinn endurnýjaður - Gagnfræðaskólinn tekur upp vélstjórnar- og skipstjórnarnám Óskar Þór Sigurbjörnsson, skólastjóri. Óskar Pór Sigurbjörnsson, skólastjóri Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar, sagði að undanfarin ár hefði verið boðið upp á fjór- þætt nám við framhaldsdeildir skólans: Viðskiptabraut, heilsu- gæslubraut, uppeldisbraut og bóknámsbraut sem hefði sam- svarað fyrsta árs námi mennta- skóla. Fækkun árganganna hefði haft í för með sér að nauðsynlegt hefði reynst að færa nám fram- haldsdeilda í nýtt horf. I vetur yrði boðið upp á vélstjórnar- og skipstjórnarnám í stað fram- haldsdeildanna. í þessum mánuði verður byrjað að kenna nám- skeið sem veitir svonefnd 80 tonna réttindi fyrir skipstjóra. Þá verður farið út í vélstjórnar- kennslu og kennslu fyrir véla- verði. Hugmyndir um samnýtingu skólahúsnæðis ganga út frá því að vissir hlutar kennsluhúsnæðis, t.d. handavinnustofur, sér- kennslustofur, leikfimiaðstaða, verði nýtt af báðum skólunum sameiginlega. Þannig skapast betri aðstaða og meiri hag- kvæmni verður í rekstrinum. Óskar sagði, að ekki stæði til að skólarnir yrðu sameinaðir stjórn- unarlega þó samnýting húsnæðis yrði tekin upp. Það væri ljóst að sameining skólanna yrði ríkis- sjóði dýrari en núverandi fyrir- komulag. EHB Námsflokkar Akureyrar: Aðsókn mikil - þrátt fyrir hærri kennslugjöld Bárður Halldórsson, forstöðu- maður Námsflokka Akureyr- ar, segir að aðsókn að Náms- flokkunum sé mög góð. Hækk- un námsgjalda hefur ekki dregið úr aðsókninni. Orsök þess að námsgjöld hækka nú er að laun kennara voru hækkuð, einnig má nefna að Akureyrar- bær styrkir rekstur Námsflokk- anna ekki lengur. Eina nám- skeiðið sem Akureyrarbær styrkir er námskeið fyrir ófag- lært starfsfólk í ýmsum störfum, en þeir sem taka þátt í því eiga rétt á ákveðinni launahækkun. Námsflokkar Akureyrar verða starfræktir í húsi tæknisviðs VMA í vetur að mestu leyti en undanfarin ár hafa þeir verið til húsa í Gagnfræðaskóla Akureyr- ar. Orsök þess að hætt var að kenna á vegum námsflokkanna í Gagnfræðaskólanum var, að sögn Bárðar, að bæjarráð úthlut- aði húsnæðinu í skólanum án þess að hafa samband við skóla- stjórann. Viss ágreiningur hefði komið upp um þetta þannig að nú væru aðeins kennd tvö nám- skeið Námsflokkanna í Gagn- fræðaskólanum. Boðið var upp á fjölbreyttari námskeið á vegum Námsflokk- anna nú í haust en oft áður. Aðsókn var nægileg að öllum námskeiðunum nema fjórum, og einu verður að fresta til vorann- ar. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.