Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 21.10.1986, Blaðsíða 11
21. október 1986 - DAGUR - 11 Hjónaminning María Guörún Ámadóttir og Stefan Jón Valdimarsson „Sá ffyturgott hlass í garð sem góða konu fær. “ Þetta máltæki kom mér í hug {jegar ég frétti andlát Maríu Árnadóttur frá Lambhaga í Hrís- ey. Hún var mikil kostakona. Allt hennar fas, öll hennar orð og allar hennar gjörðir báru þess glöggt vitni. Hennar ástkæri eiginmaður og lífsförunautur Stefán Jón Valdi- marsson lést fyrr á þessu ári. Á honum fannst mér sannast boð- skapur máltækisins og líf hans allt bera merki farsæls hjónabands og þeirrar hamingju sem því er sam- fara. María fæddist 9/12 1896 á Leifsstöðum í Svartárdal í Húna- vatnssýslu og andaðist 8/10 1986 á Akureyri, en Jón fæddist 9/2 1898 á Litla-Árskógi í Eyjafirði og dó 13/2 1986 á Akureyri. Þau voru því bæði orðin öldruð þegar kallið kom en vel ern þrátt fyrir það. í*að er ekki ætlun mín í þessari stuttu kveðju að rekja æviferil þeirra hjóna enda er ég aðeins kunnugur litlum hluta hans. Þó veit ég að lengstan hluta ævinnar bjuggu María og Jón í Hrísey. Þau byggðu sér fallegt heimili, Lambhaga, og ólu þar upp sín börn. Þar hygg ég að hug- urinn hafi lengstum verið, enda báru þau hag eyjarinnar mjög fyrir brjósti. María og Jón eignuðust 5 börn, Guðlaugu Elsu, Valdísi Guðbjörgu, Siguróla Björgvin, Sigurstein Brynjar og Eyrúnu Selmu. Fjögur barnanna eru á lífi, en í desember 1979 andaðist Siguróli Björgvin, Olli eins og hann var jafnan kallaður. Það var öllum sem til þekktu þung raun og ekki síst öldruðum foreldrum þó að ekki bæru þau sorg sína á torg. Fyrir 25 árum varð móðir mín tengdadóttir þeirra hjóna, þegar hún giftist Olla. í framhaldi af því varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast Maríu og Jóni sem ömmu og afa og síðar langömmu og langafa. Fyrst í stað voru kynnin ekki mikil en alltaf góð. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu og flutti til Hríseyjar vorið 1976 komum við hjónin oft á heimili Maríu og Jóns við Gilsbakkaveg 11 á Akureyri, en þangað fluttu þau haustið 1972. Þar var ætíð gott að koma. Höfðingsskapur og gestrisni voru einkennandi fyrir heimilishaldið og það var í raun og veru mann- bætandi að heimsækja þau hjónin vegna þess hve jákvæðum augum þau litu tilveruna og lögðu sig fram við að láta öðrum líða vel. Það var einnig eftirtektarvert hvað þau fylgdust vel með tíðar- andanum og voru laus við for- dóma í garð unga fólksins. Fyrir vikið voru þau meira en afi og amma, langafi og langamma afkomenda sinna. Þau voru einnig góðir vinir þeirra. Margt var rætt, bæði um löngu liðna tíða, hið daglega amstur og framtíðina. Þetta voru ljúfar stundir. Jón sýndi manni gjarnan þá handavinnu sem hann var að fást við en hann var smiður góður og seinustu árin kom handlagni hans fram í vegg- og gólfteppum sem hann vann með fjölbreyttu móti. Eins var Maríu farið. Þrátt fyr- ir fjölda barna og barnabarna gleymdust langömmubörnin ekki og litlir fætur fengu leista eða aðra vel þegna muni sem báru þeim er gaf gott vitni. María var ákaflega traustur vinur vina sinna og bar duglega blak af þeim ef henni fannst á þá hallað. Menn stóðu heldur ekkert uppi í hár- inu á henni og hún gat komið sinni meiningu glöggt til skila án nokkurs fyrirgangs eða hávaða. Slík var hennar reisn. Að þeim Maríu og Jóni gengn- um koma mér í hug erindi úr kvæði góðskáldsins Jónasar Hall- grímssonar. Dýrðlegt er að sjá, eftir dag liðinn, haustsól brosandi í hafið renna, hnígur hún hóglega og hauður kveður friðarkossi, og á fjöllum sest. Svo er um ævi öldungmanna sem um sumar- sól fram runna; hníga þeir á haustkvöldi hérvistardags hóglega og blíðlega fyrir hafsbrún dauða. Vaka þá og skína á vonarhimni alskærar stjömur, anda leiðtogar traust og trú og tryggrar speki augað ólygna, og andamir lifa! Að leiðarlokum viljum við hjónin og synirnir þakka innilega fyrir indæla samfylgd og ánægju- legar stundir. Við vottum aðstandendum öll- um okkar dýpstu samúð og biðj- um guð að blessa minningu þeirra heiðurshjóna. Valtýr Sigurbjarnarson.N VEGAGERÐIN Útboð Snjómokstur Vegagerð ríkisins og Flugmálastjórn óska eftir til- boðum í snjómokstur á vegum og flugvöllum í Húnavatnssýslum og Skagafjarðarsýslu. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki, Blönduósi og Hammstanga frá og með 20. þ.m. Skila skal tilboðum til Vegagerðar ríkisins á Sauðár- króki fyrir kl. 14.00 þann 3. nóvember 1986. Vegamálastjóri. Flugmálastjóri. ijg Auglýsing frá landbúnaðarráðuneytinu um innflutning jólatrjáa. Ráðuneytið vekur athygli á því, að samkvæmt 42. grein laga nr. 46/1985 er innflutningur jólatrjáa óheimill, nema með leyfi landbúnaðarráðuneytisins. Umsóknir, með upplýsingum um tegund, fjölda, gæði, stærð og verð, sendist sem fyrst til landbúnað- arráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið 16. október 1986. Heilsugæslustöðin á Grenivík. Mænusóttarbólusetning Almenningi á Grenivík, í Grýtubakkahreppi og Hálshreppi er boðið upp á bólusetningu gegn mænusótt (lömunarveiki) miðvikudaginn 22. október nk. kl. 15.00-17.00 á Heilsugæslustöðinni. Hafið meðferðis ónæmisskírteini. Bólusetningin kostar 100.- kr. Hjúkrunarfræðingur. Gabriel demparar í flestar tegundir bifreiða. Kúplingsdiskar í Renault, Skoda, Fiat, Land- Rover, Range-Rover, jeppa og fleira. Kertaþræðir í settum í: Mazda, Volvo, Charade, 6 og 8 cyl. Ford og Chevrolet. Platínur í: Mazda, Honda, Toyota, Daihatsu, Uno og Lada. Olíurofar í: Mazda, Isuzu, Toyota, Daihatsu. í Lada: Spindilkúlur, stýrisendar, hjöruliðir, tíma- keðjusleðar o.fl. Allt hlutir frá Hábergi Reykjavík. Bílarétting Skála, Akureyri. Sími 22829. AW Óskum eftir góðum starfsmanni á lager og við útkeyrsiustörf. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist á afgreiðslu Dags merkt: „Lagerstarf“ fyrir 1. nóvember. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóra vantar strax við fiskvinnslu og útgerð á Norðvesturlandi. Upplýsingar í síma 95-6440 eða 95-6380. Helg- arsími 95-6389. ^ Hjúkrunar- fræðingar Hjúkrunarforstjóra vantar að dvalar- og sjúkra- deild Hornbrekku, Ólafsfirði frá 1. nóvember. Umsóknarfrestur til 25. október. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96- 62480.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.