Dagur - 30.01.1987, Blaðsíða 3
30. janúar 1987 - DAGUR - 3
Áhrif B vítamínskorts eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson
Tegundir B vítamína Einkenni á taugakerf i við skort á B vítamínum
Þíamín (B,) Kjarkleysi, þunglyndi, taugalömun
Ribóflavín (BP) Þunglyndi, skynvilla, vitfirring
Níasín Þunglyndi, skynvilla, vitfirring
Pantóþensýra Svefnlevsi.persónuleikabreytingar
B6vítamín Sinnuleysi, þunglyndi, svefnleysi
Fólasín Þunglyndi, rugl, minnistap
B12vítamín Sinnuleysi, mænu- og taugarýrnun, dauöi
Bíotín Þunglyndi, sinnuleysi, svefnleysi
Eins og sjá má getur B-vítamínskortur valdiö ótrúleg-
ustu einkennum á taugakerfi. Sem betur fer er alvar-
leg B-vítamínvöntun úr sögunni á íslandi. En vægur
skortur er sennilega algengur. Úr mjólkurmat fáum viö
milli þriðjungs og sjöttungs af mikilvægustu B-víta-
mínunum. Auk þess hefur kalkið, og fleiri steinefni
áhrif á taugakerfið. Og hvaðan fáum við 70%
kalksins? Gettu!
„Eiginlegar framkvæmdir
verða í lágmarki hjá okkur í ár.
Undanfarin ár hefur verið unn-
ið að framkvæmdum í varan-
legri gatnagerð, þar sem allar
skipulagðar götur í þorpinu
hafa verið endurbyggðar frá
grunni á skömmum tíma, til að
ná fram eins mikilli hag-
kvæmni og unnt er. Menn hér
eru sammála um að þessi biti
verði nægur fyrir ekki stærra
sveitarfélag en Hofsós, í það
minnsta þetta og næsta ár,“
sagði Ofeigur Gestsson sveit-
arstjóri á Hofsósi.
Ófeigur sagði hreppinn af þess-
ari ástæðu, lítið hafa sótt í fjár-
veitingar frá ríkinu fyrir þetta ár.
Pó hefði fengist fjárveiting vegna
uppsetningar nýrrar hafnarvogar
og einnig lítils háttar fjármagn til
undirbúnings viðbyggingar við
grunnskólann. Vonast er til að
r I j- “h - \ '
Framkvænndir i lagmarki i ar
nýja hafnarvogin verði komin
upp í lok vetrar í stað þeirrar
gömlu sem var úrskurðuð ónýt í
haust, en aðeins verður í ár íinnið
að hönnum viðbyggingar við
skólann. Um aðrar framkvæmdir
á vegum hreppsins kvað hann
varla verða að ræða, nema þá
lagningu kantsteina og sagðist
reikna með, að á næstu árum yrði
aðaláherslan lögð á enn frekari
atvinnuuppbyggingu á staðnum.
Að lokum gat Ófeigur þess að
allt benti til að í sumar mundi
Vegagerðin vinna að brúar- og
vegagerð yfir Hofsá og niður að
höfninni. Sá vegur teldist til
þjóðvega í þéttbýli eins og títt er
með vegi að höfnum í landinu.
-þá
T uttugu
sögur
bárust
- í smásagnakeppni
RUVAK og MENOR
Tuttugu smásögur bárust í
smásagnasamkeppninni, en
frestur til aö senda inn sögur
rann út um áramótin. Dóm-
nefndin, skipuð Einari Krist-
jánssyni rithöfundi, Jóni Má
Héðinssyni, menntaskóla-
kennara og Hólmfríði Jóns-
dóttur, bókaverði, hefur kveð-
ið upp úrskurð sinn.
Fyrstu verðlaun 15.000
krónur, komu í hlut Jóns
Erlendssonar, sem býr á Akur-
eyri. Hann hlaut einnig viður-
kenningu í ljóðasamkeppninni
sem Rúvak og Menor efndu til
fyrr í vetur. Verðlaunasagan
heitir Nótt og verður lesin í
svæðisútvarpinu, í þættinum
Trönum, innan skamms.
Tvær aðrar smásögur hlutu
viðurkenningu og verða lesnar í
svæðisútvarpinu. Sagan Urður
eftir Kristján G. Arngrímsson og
sagan Sívalningurinn eftir Guð-
mund L. Friðfinnsson, en hann
býr á Egilsá í Skagafirði.
Loðnukvóti
aukinn
Að undanförnu hafa staðið yfir
mælingar á loðnugöngunni fyrir
Austurlandi á vegum Hafrann-
sóknastofnunar. Niðurstöður
þeirra mælinga liggja nú fyrir og
Íeggur Hafrannsóknastofnun til
að heildarloðnukvótinn á vertíð-
inni 1986/1987 verði aukinn um
100 þús. lestir. Af þessum 100
þús. lestum koma 15 þús. lestir í
hlut Norðmanna samkvæmt
ákvæðum samninga þar um og
hefur þeim þegar verið úthlutað
því magni. Ráðuneytið hefur
ákveðið að 85 þús. lestum verði
skipt milli íslensku loðnuskip-
anna með sama hætti og gert hef-
ur verið undanfarin ár.
Á vertíðinni 1986/1987 koma
því 1015 þús. lestir í hlut íslands,
208 þús. lestir í hlut Noregs auk
þess sem Færeyingar hafa fiskað
rétt um 65 þús. lestir. Heildar-
kvóti vertíðarinnar 1986/1987 er
því 1288 þús. lestir.
Z3
C
c
£
c
03
T3
C
Z3
o
'O
E
tz
'O
_^T
'O
E
>
c
o
>
Helgi Hólm fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari í frjálsum íþróttum:
’Það þarf sterkar
taugar í startið.
Dnekktu 1111®!’*
Viðbúnir.tilbúnir.bang! í viöbragðsstöðu fyrir hlaup er hver taug þanin til hins ítrasta. Þar ræöur
styrkur, jafnvægi og öryggi úrslitum. Helgi Hólm íþróttakennari og þjálfari veit lengra nefi sínu um
taugamar í startinu - og hvemig mjólk getur aukið andlegt og líkamlegt þrek.
Það þarf sterkar taugar í fleira en íþróttir. Yfirvegun og andleg vellíöan skiptir alla máli og rannsóknir
sýna að mataræði hefur ævinlega mikil áhrif á skaphöfn og geö. Að minnsta kosti 20 bætiefni, - vítamín,
steinefni og aminósýrur - hafa margslungin áhrif á andlega líöan og skortur á þessum efnum bitnar oft
fyrst á taugakerfinu.
Mjólk er ein besta uppspretta bætiefna í daglegu fæði okkar. Úr mjólkurmat fáum við á milli
þriðjungs og sjöttungs af mikilvægustu B-vítamínum auk kalks og steinefna sem hafa mikil áhrif á
taugakerfið. Þess vegna er mjólk góö fyrir svefninn - og á morgnana - og um miðjan daginn!
MJÓLKURDAGSNEFND
Aðalsteinn Bernharðsson, margfaldur
ísiandsmeistari og landsliðsmaður i
frjálsum íþróttum, drekkur mikið af
mjólk. Þannig styrkir hann taugar og
bein og rennir styrkum stoðum undir
afrek sín á hlaupabrautinni.