Dagur - 30.01.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 30.01.1987, Blaðsíða 9
30. janúar 1987 - DAGUR - 9 irðarsson í helgarviðtali Mynd: RPB Smári ■ kunnuglegu umhverfi - á drátt- arvél í hlaðinu við golfskálann. Mynd: RÞB Og svona var þetta á fleiri vígstöðvum. Ég var byrj- aður í golfinu um 1980, var í bridge einu sinni í viku og allt var þetta gert á þann hátt að vonlaust var að ná árangri. Ég var einu sinni spurður að því þegar ég fór í skíðamót hjá Slippstöðinni hvort ég hefði ekki verið mikið á skíðum. Pað hafði ég verið þegar ég var smá- polli en ég gat ekki svarað þessari spurningu öðruvísi en að síðustu árin hafi ég verið í svo tímafrekri íþrótt sem drykkjan var að ég hefði ekki getað sinnt skíðun- um. Það kom reyndar ekki til af góðu að til mín var leit- að um að fara að starfa fyrir handboltadeildina í Þór. Um það hafði verið rætt sl. haust að leggja deildina niður vegna þess að enginn fékkst til að starfa og rekst- urinn hafði verið erfiður undanfarin ár. Síðasta vetur ráku leikmenn meistaraflokks deildina sjálfir í samráði við aðalstjórn félagsins og svoleiðis gat þetta auðvitað ekki gengið. Strákarnir komu til mín og báðu mig um að koma í stjórn og ég sagði já án þess að velta málinu fyrir mér. Reyndar má segja að ég hafi ekki vitað hvað ég var að fara út í, en svona er maður gerður og ég var á kafi í verkefnum uppi á golfvelli þegar þetta kom upp á. En þetta hefur allt gengið vel, stjórnin er skipuð 10 mönn- um og ég með mína frekju fæ að fara svolítið mínu fram þótt samstjórnarmenn mínir séu ekkert að lúffa neitt. Ég hef verið að heyra það utan að mér að ég geri nánast alla hluti í stjórninni á deildinni en það er hinn mesti misskilningur, hver maður hefur sitt verk að vinna og allir leggjast á eitt. Deildin stendur orðið mjög vel og við höfum verið óhræddir að keyra á það að gera hlutina. Það þarf endilega að koma fram ef hægt er að móttökur hjá þeim fyrirtækjum sem við höfum leitað til hafa verið með ólíkindum góðar og fyrir það er maður að sjálf- sögðu mjög þakklátur. Þórsliðið stendur að mínu mati á tímamótum í dag, við erum nú með harðan kjarna af ungum strákum sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig og að baki þeim stendur frábær þjálfari sem við gerð- um við þriggja ára samning. Framtíðin er því björt hjá Þór.“ Að sanna eitthvað Eins og minnst var á hér að framan hefur Smári starfað á golfvellinum á Akureyri í tæplega eitt ár. Áður en hann var ráðinn til starfa þar hafði hann þó reynst betri en enginn þegar taka þurfti til hendinni við hin ýmsu verkefni. Enn minnast menn t.d. þess er unnið var við lokaáfanga nýja skálans, þá má segja að Smári hafi flutt búferlum upp á Jaðar. Öll kvöld og allar helgar var hann þar að störfum og skilaði hundruðum tíma í sjálfboðavinnu. „Auðvitað var maður að reyna að sanna eitthvað með þessu en ætli maður hafi ekki oft verið óánægður með sjálfan sig þótt það sæist ekki á yfirborðinu. Ég held að þetta hafi verið svona bland af áhuga og felu- leik. Þarna gat ég verið öllum stundum án þess að þurfa að hafa nokkrar áhyggjur. Þegar ég var hins vegar ráðinn til starfa á völlinn sl. vor var ég geysilega þakklátur, mér var sýnt traust sem ég átti ekki skilið. Menn vissu hins vegar að ég hafði gefið brennivíninu frí og auðvitað hefur það haft sitt að segja.“ - Nú vakti það athygli manna að þú lést þér ekki nægja að vinna þarna venjulegan vinnudag, það var unnið frá því snemma á morgnana og oft fram á næstu nótt. „Já, ég fór nokkuð geyst í þetta, enda vildi ég sýna að ég væri traustsins verður. Nú er þetta hreinn og beinn áhugi en ekki nein sýndarmennska til þess að fá hrós fyrir eins og áður. Það er ákaflega gaman að tak- ast á við það uppbyggingarstarf sem er unnið á golf- vellinum, það hefur aldrei áður verið lagt jafn mikið af peningum í völlinn og ég fæ allan þann stuðning í þessu starfi sem ég þarf á að halda.“ „Var alltaf fullur“ - Víkjum aðeins að öðru. Hvernig ganga hjá þér ýms- ir hlutir sem ungir ólofaðir menn gera gjarnan mikið af, eins og t.d. ballferðir? „Manni er tjáð það í meðferðinni að fara varlega í þá hluti og það ekki fyrr en nú upp á síðkastið að ég finn mig á þessum vettvangi, finn að ég get farið á böll eins og ekkert sé. Hér áður fyrr var maður auðvitað alltaf fullur á þessum stöðum og sofnaði hér og þar þegar minnst varði. Nú fer ég með því hugarfari að skemmta mér og fá eitthvað út úr þessu. Mér finnst gaman að dansa og ég sætti mig við það að ég þarf að sleppa víninu. Ég vildi fara í meðferð til þess að geta að henni lokinni tekist á við lífið en ekki til að loka mig af. Ef mér leiðist á böllum, þá er það bara ég sjálfur sem er leiðinlegur. Ég hef verið alveg laus við löngun í áfengi og er að vinna í mínum málum. Ég geri mér þó fullkomlega grein fyrir því að ég er kominn skammt á veg og verð að horfa fram á veginn. Það er gott að nota þá reynslu sem maður hefur til þess að minna sig á og ef ég á eftir að verða enn ánægðari með lífið þá sé ég ekki eftir ein- um einasía degi í ruglinu hér áður fyrr. Ég fékk tæki- færi sem ég er ekki viss um að ég fái aftur og ég vil nota þetta tækifæri eins vel og hægt er.“ gk-. Smári Garðarrson: „Geysileg breyting á mínu lífí.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.