Dagur - 30.01.1987, Blaðsíða 5
30V'jánúarl 987- ÐAGDfi1 - 5
„Langaði að takast á
við mörg ólík hlutverk"
- Inga Hildur Haraldsdóttir, leikkona á línunni
— Inga Hildur Haraldsdóttir,
leikkona, er bún á línunni?
- Jú, það er hún.
- Komdu sæl og blessuð,
Helga heiti ég og er blaðamaður
á Degi.
- Blessuð.
- Nú ert þú búin að dvelja á
Akureyri og leika með LA síðan
íhaust, hverniglíkarþér vistin?
- Jú, mér líður bara ágæt-
lega. Það er ágætt að vera á
Akureyri í stuttan tíma, mér
finnst auðvitað heldur lítið um
að vera miðað við Reykjavík.
En ég kvarta ekkert því ég hef
haft nóg að gera.
- Hvernig datt þér í hug að
fara út á land, eins og sagt er?
- Mér fannst spennandi að
hafa næg verkefni að glíma við
og það bauðst mér hér með LA.
Það er erfiðara að fá verkefni í
Reykjavík. Flestir ungu leikar-
arnir eru lausráðnir hjá leikhús-
unum eða þeir vinna við eitt-
hvað tengt leikhúsi. Ég vissi að
ég yrði a.m.k. í fjórum verkefn-
um og ég hafði áhuga á að takast
á við mörg ólík verkefni.
- Hefurðu alltaf haft áhuga á
leiklist?
- Nei, ég get nú ekki sagt
það. Áhuginn kviknaði ekki fyr-
ir alvöru fyrr en eftir stúdents-
próf og ég kom ekkert nálægt
leiklistinni í menntaskóla. Eg
lenti fyrir tilviljun á námskeiði
hjá Helga Skúlasyni og þá
kviknaði áhuginn, en ég hef allt-
af farið mikið í leikhús frá því ég
var krakki.
- Pú sérð væntanlega ekki
eftir því að hafa lagt þetta fyrir
þig?
- Nei, ég held að ég muni
aldrei sjá eftir því. Þetta nám er
mjög fjölbreytt og þroskandi og
ég hafði mjög gott af því, hvort
sem mér gengur vel ; framtíð-
inni eða ekki. Mér finnst þetta
nám nýtast mér vel í lífinu.
- Mér skilst að þetta sé mjög
erfitt nám.
- Já, þetta er heilmikill skóli
og strangur. Þarna er maður í
fjögur ár og gerir ekkert annað á
meðan. Við vorum frá 8 á
morgnana og yfirleitt langt fram
á kvöld.
- Nú sýndi Nemendaleikhús-
ið Rauðhærða riddarann meðan
þú varst í skólanum, hvernig er
að leika aftur í sama verkinu?
- Það er svolítið skrítið og
erfitt að mörgu leyti, því það er
svo stutt síðan ég lék með
Nemendaleikhúsinu. Mér finnst
hlutverkið hins vegar mjög
spennandi, en það var erfitt því
ég ætlaði mér ekki að koma á
sviðið og rifja bara upp og
endurtaka mig.
- Nú hef ég lesið leikdóma
um Rauðhærða riddarann, þar
sem þú færð góða dóma fyrir
leik þinn. Taka leikarar mikið
mark á leikdómum?
- Nei, það held ég að þeir
geri yfirleitt ekki. Ég var voða
spennt fyrir dómunum þegar ég
lék í fyrsta skipti og mér fannst
það skipta miklu máli þá, en
núna skipta þeir mig engu máli.
Mér finnst gagnrýnin í dag mjög
oft vera þannig að gagnrýnand-
inn leggur megin áherslu á að
rekja söguþráðinn og umfjöllun
um vinnu leikaranna, leikstjór-
ans, leikmyndateiknarans og
þeirra sem hafa unnið að sýning-
unni er mjög lítil.
- Getur það stafað af þekk-
ingarskorti?
- Já, tvímælalaust. Það er
staðreynd að gagnrýnendur
tengjast leikhúsi yfirleitt lítið.
Maður verður bara að koma sér
upp mælikvarða á það sem mað-
ur er að gera og vera sinn eigin
dómari. Ég spyr líka fólk álits
sem ég tel að hafi vit á hlutun-
um. Mér finnst gagnrýnendur
oft miskunnarlausir í dómum,
en ég held að það verði erfitt að
breyta þessum hlutum nema
gagnrýnendur verði meira
tengdir leikhúsinu.
- En ef við snúum okkur að
öðrum hlutum. Undanfarin ár
hefur mikið verið rætt um fá
kvenhlutverk í leikrítum. Hefur
þú fundið fyrir þessu, er erfiðara
fyrir kvenleikara að fá hlutverk?
- Já, þetta er staðreynd.
Hingað til hafa flest leikrit verið
skrifuð af karlmönnum og fyrir
karlmenn. Það er miklu erfiðara
fyrir konur að fá hlutverk og ég
finn fyrir því eins og aðrir kven-
leikarar. En atvinnumöguleikar
eru alltaf að aukast og ég man
ekki eftir að það hafi verið eins
mikið um að vera í leiklist og í
vetur, sérstaklega í Reykjavík.
Samt eru ný verk á fjölunum
fyrir sunnan, Uppreisnin á ísa-
firði og Land míns föður og í
þeim verkum eru um 80% hlut-
verka fyrir karlmenn. Flestir
ungu karlleikararnir hafa eitt-
hvað að gera, en það hefur verið
miklu erfiðara fyrir stelpurnar,
því miður.
- En að lokum Inga Hildur,
hvað tekur við þegar dvölinni á
Akureyri lýkur?
- Ég fer til Reykjavíkur, en
það er allt óráðið hvað ég geri
og þannig er leikaralífið. En það
er hlutur sem ég gerði mér grein
fyrir þegar ég fór út í þetta nám.
Ég legg hausinn í bleyti og finn
mér eitthvað að gera, það er
engin hætta á öðru.
- Það er nefnilega það, ég
þakka þér kærlega fyrir spjallið,
Inga Hildur og vertu blessuð.
- Þakka þér sömuleiðis,
bless. -HJS
,#v
LYFTARAR
Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns-
og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfaerslur.
Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft-
ara.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Líttu inn - við gerum þér tilboð.
Tökum lyftara í umboössölu.
LYFTARASALAN HF. _______________|
Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655.
Tii sölu flugfiskur 22 fet
með Mercruser 145 turbo.
Selst með eða án búnaðar.
Upplýsingar í síma 96-61806 eftir kl. 19.00.
FjölskyIdutiIboð á Súlnabergi
sunnudaginn 1. febrúar.
Rósakálssúpa.
London lamb m/sykurbrúnuðum kartöflum og sveppasósu.
Verð aðeins kr. 420.-
Frítt fyrir börn að 6 ára aldri.
Hálft verð fyrir börn frá 6-12 ára.
Minnum einnig á okkar frábæra
þormmat
Hver skammtur inniheldur:
Hangikjöt - heitan uppstúf - nýtt kjöt - heitar kartöflur - saltkjöt
heita rófustöppu - súra sviðasultu - súran hval - súr eistu -
súrt pressað kjöt (lundabaggi) - hákarl - harðfisk - flatbrauð -
laufabrauð - smjör.
•
Dansleikur
laugardagskvöld 31. jan.
Krístján Guðmundsson
leikur fyrir matargesti.
Hin þrælfjöruga hljómsveit
Árbandið
frá Blönduósi leikur fyrir dansi.
Uppselt fyrir matargesti.
Afsöl og
sölutilkynningar
Afsöl og sölutilkynningar vegna bílaviðskipta
______________a atgreiöslu Dags.