Dagur - 30.01.1987, Qupperneq 4
4 - ÐAGUR- 30’,'ianúár 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SÍMI 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON
EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529),
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
íþróttasamband
íslands 75 ára
^JeiðarL
íþróttasamband íslands er
75 ára um þessar mundir en
það var stofnað 28. janúar
árið 1912. Megintilgangur-
inn með stofnun þess var
að ísland gæti tekið þátt í
Ólympíuleikunum í Stokk-
hólmi það ár, en ljóst var að
af því gæti ekki orðið nema
til væru landssamtök
íþróttamanna.
Frumkvöðull að stofnun
íþróttasambandsins var
Sigurður Pétursson, sem
var einn fjölhæfasti íþrótta-
maður landsins á þeim
tíma. Eflaust hefur hvorki
hann né félaga hans grun-
að hversu víðtæk áhrif
stofnun þessara samtaka
ætti eftir að hafa á íslenskt
þjóðlíf um ókomna tíð.
í dag eru engin samtök á
íslandi eins fjölmenn og
íþróttasamband íslands.
Félagsmenn eru nærri
hundrað þúsund, eða um
40% þjóðarinnar. Og þeim I
fjölgar með hverju árinu.
Markmið íþróttahreyfingar-
innar er að fá enn fleiri til að
taka virkan þátt í starfinu
og er óskandi að hún nái
því markmiði árlega.
Á þessu 75 ára tímabili
hefur ótrúlega mikið starf
verið unnið. Aðstaða til
íþróttaiðkana fer batnandi
með ári hverju og nú eru
um 900 íþróttamannvirki á
landinu og í mörgum þeirra
er einnig aðstaða fyrir
ýmiss konar félagsstarf
annað. Eftir því sem
aðstaðan hefur batnað, hef-
ur áhugi almennings á
íþróttum og íþróttaiðkun
aukist. Þá hefur frábær
árangur íslenskra íþrótta-
manna á erlendri grund
ekki átt minni þátt í því að
efla áhugann. Útlendingum
finnst það lyginni líkast að
svo fámenn þjóð sem
íslendingar geti náð eins
langt á alþjóðavettvangi og
raun ber vitni. íþróttafólk
okkar hefur þannig unnið
ómetanlegt landkynningar-
starf á liðnum árum og mun
eflaust halda uppteknum
hætti í framtíðinni.
Sá árangur sem náðst
hefur er þó engin tilviljun.
Með þrotlausu og óeigin-
gjörnu starfi hafa íslenskir
íþróttamenn, fjölskyldur
þeirra og ekki síst forystu-
menn íþróttahreyfingarinn-
ar, lagt grunninn að því
stórveldi sem íþróttahreyf-
ingin er í dag. Þessi upp-
bygging hefur útheimt mik-
ið fjármagn. Ríki og sveitar-
félög hafa stutt dyggilega
við bakið á íþróttahreyfing-
unni en hún hefur þó að
verulegu leyti þurft að
byggja afkomu sína á vel-
vild einstaklinga og fyrir-
tækja og oftast mætt fuÚum
skilningi.
Fullyrða má að engin fé-
lagasamtök gegni eins þýð-
ingarmiklu uppeldishlut-
verki og íþróttahreyfingin.
Enginn mælikvarði nær að
meta mikilvægi þess starfs
landi og þjóð til handa.
Dagur óskar íþrótta-
mönnum um land allt til
hamingju á þessum tíma-
mótum. Megi íþrótta-
samband íslands halda áfr-
am að eflast um ókomna
tíð. BB.
„Hláturinn
lengir lífið"
- mottó „Ladda og fjelaga á Sögu"
Sl. laugardag var frumsýnd ný
skemmtidagskrá meö Ladda í
Súlnasal Hótel Sögu. Dagskráin
ber hiö „villandi“ nafn „Laddi og
fjelagar á Sögu“, samanber það
sem segir í kynningu á þessari
dagskrá:
„Skemmtidagskráin „Laddi og
fjelagar á Sögu“ er í rauninni
ekkert annað en ranglega stafsett
yfirvarp því þarna er á ferðinni
hið alræmda gys-verkstæði
„Gríniðjan sf“, sem gríniðju-
höldurinn slóttugi Þórhallur Sig-
urðsson hefur í áraraðir rekið
með mjög miklum halla (bróður
sínum) og nokkrum öðrum
ómenntuðum skrípaleikurum
eins og t.a.m. Eggerti Þorleifs-
Þjónustan hjá Sambandinu, alltaf til fyrirmyndar. Á þeim bæ koma menn
aldrei að tómum kofanum, eins og glöggt kemur í Ijós á Sögu.
syni sem lék titilhlutverkið i
leikritinu „Sölumaður deyr“ og
vakti verðskuldaða athygli í hlut-
verki sölumannsins með því að
deyja áður en sýning hófst. Edda
Björgvinsdóttir er einnig nefnd
til sögunnar en hún er sú leik-
kona þjóðarinnar sem allir unn-
endur góðrar leiklistar binda
hvað mestar vonir við - það er að
segja að hún hætti að leika!“
Fleiri koma þarna við sögu s.s.
ballettdansmeyjarnar Guðrún og
Ingibjörg Pálsdætur, sem eru
tvíburasystur „og þykja ákaflega
líkar - einkum þó Ingibjörg".
Gísli Rúnar Jónsson er leikstjóri.
Danshljómsveit Magnúsar Kjart-
anssonar hefur gengið til liðs við
Ladda og fjelaga og sér um allan
undirleik.
Greinilegt er að Laddi og fje-
lagar fylgjast vel með því sem
fram fer í þjóðfélaginu og leggja
sig fram um að koma fréttum af
því til fólks. Fréttirnar eru krydd-
aðar með glensi og gríni eins og
þeim félögum einum er lagið. Og
ef satt skal segja er fréttamatið
hans Ladda oft á tíðum hið
albesta sem fyrirfinnst á íslandi.
Dæmi: Fréttaskýring hans um
söngvakeppni sjónvarpsstöðva í
Evrópu, hún er óborganleg, sem
og margt annað er getur að líta í
Súlnasal næstu helgar.