Dagur - 30.01.1987, Page 8
8 - DAGUR - 30. janúar 1987
Smári Garðarsson er ungur Akureyringur sem margir kannast við. Hann er vélvirki að
mennt og hefur starfað sem slíkur í Slippstöðinni á Akureyri um árabil. Þá hefur hann
nú í tœpt ár verið fastur starfsmaður Golfklúbbs Akureyrar, haft umsjón með fram-
kvœmdum og annarri vinnu á vellinum. Hann hefur einnig komið víða við ífélagsmál-
um, hefur m.a. setið í stjórn Golfklúbbsins, og í vetur er hann formaður handknatt-
leiksdeildar Þórs. Það hefur ýmislegt á daga hans drifið og lengi var hann í slagtogi
með Bakkusi konungi, eða þar til Smári hafði fengið nóg af þeirri samfylgd seint á
árinu 1985 og sagði sig úr vistinni. Um þetta og ýmislegt fleira var œtlunin að rœða við
Smára. Það var vel við hœfi að við settum okkur niður í skálanum á golfvellinum að
Jaðri einn fagran morgun í vikubyrjun, Smári á ófáar vinnustundir að baki við upp-
byggingu þess skála, enfyrst aföllu var hann beðinn um skýringu á Jöggvansnafninu
sem hann gengur undir og hefur gert lengi.
líka miklum skilningi og góðvilja hjá vinnuveitendum
mínum í Slippstöðinni sem höfðu umborið mig öll
þessi ár. Til þessa hefur þetta gengið vel, en það má lít-
ið út af bera og best að reyna bara að taka hvern dag
fyrir sig í þessu máli.“
- Hvernig hefur þessi tími verið?
„Það hefur orðið geysileg breyting á mínu lífi og ég
get fullyrt að það ganga allir hlutir betur hjá mér. Bæði
er að mér gengur betur að framkvæma hlutina og þá
hef ég vanið mig á það að segja það sem mér liggur á
hjarta. Ég er enn ofsalega frekur eins og ég hef alltaf
verið, en mesti munurinn á mér í dag og því sem áður
var er að núna er ég tilbúinn að hlusta á skoðanir og
rök annarra og breyta minni afstöðu ef sannfæringin
segir mér það. Lífið í dag er ákaflega skemmtilegt, það
er mikið að gerast og ýmislegt hefur breyst til batnaðar
eins og það að mér hefur tekist að endurheimta ýmis-
legt sem ég var búinn að glata.
„Þótti liðtœkur“
Eitt af því er handboltinn sem ég var orðinn viðskila
við en hef nú komist í tengsl við aftur og það hefur gef-
ið mér mikið. Ég spilaði sjálfur handbolta með Þór
alveg upp í 2. flokk. Ég þótti nokkuð liðtækur í yngri
flokkunum og var t.d. valinn sem einn af fáum Þórsur-
um að fara með 3. flokki KA til Svíþjóðar og keppa
þar. Þegar ég kom hins vegar upp í meistaraflokk má
segja að ég hafi verið kominn á hraða niðurleið, ég var
alltaf of upptekinn af brennivíninu til að geta náð ein-
hverjum árangri, enda var maður bara notaður til upp-
fyllingar á æfingum. Svo fór að ég hætti alveg, og fór
ekki einu sinni á leiki hjá liðinu.
„Ef ég man rétt, þá kom nafnið til í keppnisferð í
Reykjavík með handboltaliði Þórs. Við vorum þar
veðurtepptir og eins og gengur og gerist þá var ákveðið
að kíkja á skemmtistað. Fyrir utan umræddan
skemmtistað var mikil örtröð og fyrirsjáanlegt að við
myndum ekki komast inn. En í hópnum voru menn
sem ekki deyja ráðalausir gagnvart svoleiðis smámun-
um og Aðalsteinn Sigurgeirsson sem var einn þeirra
fann ráð sem dugði. Hann ákvað að við skyldum kynna
okkur fyrir dyravörðunum á þann hátt að hér væri fær-
eyska borðtennislandsliðið á ferð, ég héti Jöggvan og
hann sjálfur Marteinn á Mýrunni. Með þetta fór hann
í dyraverðina, bablaði eitthvað og reyndi að líkja eftir
færeysku og þetta dugði til að við komumst inn, þeir
gátu ekki neitað færeyskum landsliðsmönnum í borð-
tennis um aðgang.
Þetta nafn var svo notað á mig í þröngum vinahópi
til að byrja með en svo tóku fleiri það upp og ég svara
þessu nafni í dag. Margir halda að ég heiti Smári
Jöggvan Garðarsson og ég hef verið spurður hvort það
sé ekki rétt en þetta er nú sagan á bak við Jöggvans-
nafnið."
Horft á eftir
golfboltanum. Þessi
mynd er tekin í
„Jöggvansmótinu“
sl. sumar en
þá var
leikið frá
Jaðarsvelli.
Mynd: KK
„Erfið ákvörðun“
- Það urðu stór tímamót hjá þér í árslok 1985 þegar
þú ákvaðst að segja skilið við brennivínið. Hvernig
kom það til?
„Það má segja að þetta hafi komið snögglega þótt ég
hefði oft velt þessu máli fyrir mér áður. Að sjálfsögðu
þekkti ég marga sem höfðu gengið í gegnum þetta og
ég neita því ekki að ég sáröfundaði þessa menn. Mér
fannst það t.d. alveg furðulegt þegar þeir voru að mæta
í vinnuna á mánudagsmorgni og ræða um hvað þeir
höfðu verið að gera um helgina hvað þeir virtust
ánægðir með lífið, þótt ekkert brennivín hefði verið
haft um hönd. Þetta átti ég auðvitað erfitt með að
skilja enda miðaðist allt við brennivínið hjá mér.
Þar kom að ég settist niður eina kvöldstund og fór að
velta þessum málum fyrir mér. Mín mál voru einfald-
lega þannig komin að ég sá að allt hafði verið á niður-
leið í nokkuð langan tíma, og skyndilega varð hjá mér
hugarfarsbreyting. Þetta var vissulega erfið ákvörðun
en ég fann að þetta gat verið eitthvað fyrir mig að fara
í meðferð og reyna að finna einhverja lausn. Eg mætti
- Smári Jöggvan" Qa