Dagur - 30.01.1987, Síða 11

Dagur - 30.01.1987, Síða 11
30. 'janúar i 987 - DAGLIR - 11 bí!ac Dagur hjá Fiat í Torino: FIAT DUNA Nýr Fiat væntanlegur á markaðinn hér f>að var kuldalegt um að litast í Torino á Ítalíu í síðustu viku þegar nokkrir íslenskir, danskir, grískir og brasilísk- ir blaðamenn fengu að líta nýja gerð af Fiat. Sá nefnist Fiat Duna og er framleiddur í Fiat verksmiðjunni í Belo Horizonte í Brasilíu. Það er sérstakt viðfangsefni að skoða efnahagslega frammistöðu Brassanna á síðustu árum, en hagvöxtur þar hefur verið gríðarmikiil á vest- rænan mælikvarða og minnir um margt á vöxtinn í Japan á vaxtartímanum þar. Þessi mikli hagvöxtur á ekki hvað síst rætur að rekja til iðnaðar og mikilla tækniframfara. Þessar framfarir eru mest áberandi á svæðinu í kringum Sao Paulo og Rio, og vex Sao Paulo nú einna hraðast allra borga í heimi, með öllum þeim vandamálum sem því fylgja. En Brasilíumenn eru sem sagt ekki bara í kaffi, appelsínusafa og fótbolta heldur eru þeir á góðri leið með að verða mikið iðnframleiðsluríki. Sjálfsagt hefði verið hlýlegra umhverfið á þeim slóðum en Fiat er nú einu sinni ítalskt fyrirtæki og því vorum við saman komnir í snjónum í Torino. Ekki þótti okkur mik- ið til koma að sjá aðfarir innfæddra og verkfæri við snjó- ruðning enda e.t.v. nokkuð erfitt um vik vegna gífurlegr- ar umferðar og þrengsla. Undirritaður var reyndar stein- hissa á því jafnaðargeði sem ítalir sýndu við þessar aðstæður í umferðinni. Nýi bíllinn var kynntur á blaðamannafundi í höfuð- stöðvum Fiat í Torino og var þar gerð grein fyrir því að Fiat ætlar þessum nýja bíl að keppa á þeim markaði sem hefur að mestu verið upptekinn af 5 dyra bílum af minni gerðum. Vaxandi áhugi virðist nú vera meðal kaupenda á þessum markaði fyrir hefðbundnum fólksbílum og þessari eftirspurn vill Fiat mæta með þessum nýja bíl. Að loknum nokkrum hefðbundnum formsatriðum fengum við svo að fara „út að aka“, tveir og tveir í hverjum bíl. Fiat Duna er framleiddur í tveim gerðum, 4ra dyra fólksbíll og 5 dyra skutbíll, sem nefnist Weekend. Að auki er svo hægt að velja um 3 gerðir véla, 1,11 bensínvél (60 hö.), 1,3 1 bensínvél (67 hö.) og 1,7 1 díselvél (60 hö.). Allir bílarnir eru með framhjóladrifi, 5 gíra gírkassa og sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. Duna er mjög líkur ættingjum sínum í útliti og líkist mest Fiat Uno sem fengið hefur „skott“. Reyndar er Duna ekki jafn náskyld Uno og virðist við fyrstu sýn. Má þar nefna bæði undirvagn, vélar og innréttingu. Duna 60 Duna 70 Duna DS 4ra dyra fólksbíll eða 5 dyra skutbíll (Weekend) Vél: 4 strokka , 4 strokka 4 strokka 1116 cm 1301 cm 1697 cm 58 hö v 5800 67 hö v 5500 60 hö v 4500 8,7 mkgv 2750 10,3 mkg v 2500 10,5 mkg v 3000 tvöf. blöndungur tvöf. blöndungur rafeindakveikja rafeindakveikja Þyngd, fólksbíll: 875 875 935 Þyngd. Weekend: 890 890 950 Hámarkshraði km/klst 150 155 150 Undirvagn: Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, gormleggir og þverarmar að framan en þverarmar, demparaleggir og þverfjöður að aftan. Hjólbarðar 165/70 SR13. Duna er fremur lagleg að sjá á hlið, fyrir minn smekk. Innréttingin er óvenju vönduð í bíl í þessum flokki. Bíllinn er rúmgóður og þægilegt að ganga um hann og farangursrýmið er sérlega stórt og opnast alveg niður að gólfi. Mælaborðið er vel búið og nýtískulegt og mælarnir eru skýrir og læsilegir. Reyndar er mælaborðið óvenju- lágt, sbr. mynd. Sætin eru ágæt og vönduð teppi eru á gólfinu. Hliðarrúðurnar að framan eru rafdrifnar og ýmis annar lúxus er um borð. Hita- og loftræstikerfið virtist ágætt. Þegar sest er undir stýri er tiltölulega auðvelt að finna þægilega akstursstellingu, þó sætin séu e.t.v. í hæsta lagi fyrir hávaxna ökumenn. Stýrishjólið fer einkar vel í höndum og gírskiptingin er nokkuð vel staðsett. Bíllinn sem við fengum fyrst var Duna 70, þ.e. vélin var 1,3 1 og 67 hö. Reyndar er nú ekki vel að marka þau kynni því bensínstífla þjakaði vélina meira og meira eftir því sem leið á reynsluaksturinn. Framan af var þó heilsu- farið gott og Duna 70 er hinn þægilegasti bíll. Einkum var það tvennt sem mér þótti prýða hann með hliðsjón af íslensku vegakerfi, en það er fjöðrun og hæð frá götu. Fjöðrunin er fremur mjúk ef miðað er við bíla í þessum stærðarflokki og jafnframt virtist hljóðeinangrun vera mjög góð, enda þótt við gætum ekki reynt það á ekta malarvegi. Vélin er brasilísk útgáfa af vélinni sem var í Fiat 128. Hún er fremur hávær á snúningi og veitir ekki af aflinu fyrir bílinn. Reyndar er 1. gírinn mjög lár og því er hægt að rífa Dununa af stað. Aksturseiginleikarnir eru ágætir og bíllinn er mjög stöðugur og rásfastur jafnvel á hámarkshraða u.þ.b. 150 km/klst. Við fengum einnig tækifæri til að aka Fiat Duna DS, þ.e. bíl með díselvél. Það kom nokkuð á óvart hve dís- elvélin reyndist skemmtileg. Hún hefur mun stærra slag- rými en bensínvélarnar og er seigari. Díselbíllinn virkar þó fremur „latur“ á minni ferð, en þegar farið er að aka Brasilískur Fiat og ítalskur snjór. á ferðahraða gefur díselvélin hinum ekkert eftir. Þessi vél er framleidd á Ítalíu og er sú sama og fáanleg er í Ritmo. Bíllinn er eins og áður sagði smíðaður í Brasilíu og sala hans átti að hefjast á Ítalíu 23. janúar sl. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær bíllinn verður fáanlegur hér á landi, en það verður innan tíðar. Ef marka má verðið á Ítalíu má búast við hagstæðu verði hér á landi. Þessi bíll er svolítið dýrari en Uno en ætti að verða ódýrari en Ritmo.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.