Dagur - 30.01.1987, Side 13

Dagur - 30.01.1987, Side 13
3Q(.janúar498,7^ DAGUR-r-13- Jakob T ryggvason áttræður Jakob Tryggvason, fyrrum org- anisti við Akureyrarkirkju, verð- ur 80 ára laugardaginn 31. janú- ar. Hann tekur á móti gestum á Hótel Varðborg milli kl. 15.00 og 18.00 þann dag. Þorrablót Hið árlega þorrablót Öxndælinga verður haldið í Hlíðarbæ föstudaginn 6. febrúar og hefst stundvíslega kl. 21.00. Öxndælingar búsettir og burtfluttir eru hvattir til að mæta og talfa með sér gesti. Miðapantanir í síma 26829 í síðasta lagi þriðjudaginn 3. febrúar. Nefndin. Rafveita Akureyrar vill ráða bifreiðastjóra með meirapróf. Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig réttindi sem þungavinnuvélstjóri. Upplýsingar um starfið veitir rafveitustjóri. Rafveita Akureyrar. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 130., 133. og 135. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Mið-Samtún, Glæsibæjarhreppi, þingles- inni eign Inga Guðlaugssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Stofn- lánadeildar landbúnaðarins, bæjarsjóðs Akureyrar og Gunn- ars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. febrúar 1987, kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Sandskeiði 20, neðri hæð, (Baldurshagi), Dalvík, þinglesinni eign Jónu Vignisdóttur, fer fram eftir kröfu Ásmundar S. Jóhannssonar hdl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. febreúar 1987, kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. AUt að 50% afsláttnr Útsölunní lýkur miðvikudaginn 4. febrúar Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 20. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Hafnarbraut 21 b, Dalvík, þinglesinni eign Bergs Höskuldssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. febrúar 1987, kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Dalvík. iti Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, afa og son, SIGURÐ LÚÐVÍK ÞORGEIRSSON, stýrimann, Grenilundi 3, Akureyri, sem fórst með m/s Suðurlandi 24. desember sl. fer fram frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 31. janúar kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag íslands. Fyrir hönd vandamanna. Kristín Huld Harðardóttir. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKI'RTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl. A 01.02.87-31.07.87 kr. 217,56 *lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextirog verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggjaþarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS Tóta skrifar Elsku besti bróðir! Mikið er nú yndislegt að lifa. Ég held bara að ég muni kunna ágætlega við mig hér á Akureyri. Það er svo fallégt hér, fjöllin, fjörðurinn og bara bókstaf- lega allt. Bærinn sjálfur er nú ekki stór, en fallegur. Það besta er að miðbærinn er svo lítill og allt er á sama stað. Það gerir allt svo fljótlegt. T.d. var ég einn föstudaginn búin að gera lista yfir „allt“ sem ég þyrfti að gera í bænum, og ætl- aði mér svona hálfan dag í það eins og normalt telst í Reykjavíkinni á föstu- degi. Þetta er nú nokkuð sem mór finnst ekki par leiðinlegt, þ.e. að fara í bæinn, svo ég hlakkaði bara til, gott veður var og ég í fínu skapi. En veistu hvað? Ég var komin heim eftir hálf- tíma, búin að öllu. Allt á sama stað. Þetta skapar reyndar skemmtilega bæjarstemmningu. Fólk leyfir sér að eyða tíma í að spjalla við kunningja sem það hittir, öll mannleg samskipti verða rólegri og stresslaus. Svo er það næturlífið. Mér skilst á fólki hér að það hafi breyst til batnaðar og að von sé jafnvel á „betrun" eftir að Laufdal keypti Sjallann. Frægir skemmtikraftar munu koma og Þórsararnir eru nú meiri KR-ingarnir, kolvitlausir skaphundar skemmta í miðri viku, en það er önnur saga. En best ég byrji aðeins fyrr á kvöld- inu, nefnilega ef maður ætlar út að borða. Þartil á síðasta ári rfkti hálfgerð einokun hér á „kósí“ matsölustöðum. Þaö var nefnilega bara um einn stað að ræða fyrir utan KEA auðvitað, en það var Smiðjan. Fólk hér sem eitt- hvað gerir af að fara út að borða, kann orðið matseðilinn utanað. Það hefur því verið vandalítið fyrir „nýbúa" eins og mig að vilja tryggja sig fyrir að fá góðan mat þar. Bara skrapa saman atkvæðum hjá nokkrum góðkunningj- um staðarins og velja þann rétt sem flest atkvæði hlýtur. En viti menn, nýj- um stað, nokkurs konar mini-útgáfu af Grillinu á Hótel Sögu skaut upp á árinu, nefnilega Fiðlaranum. Smiðjan sem sagt komin með keppinaut, og heimamenn í Hafnarstrætinu brjóta nú heilann um hvernig „taktik" skuli beita við jafn hættulegri sókn. „Tækklun" dugir víst skammt á þessum vígstöðv- um eða hvað? Ekki var svo Laufdal lengi að leggja hald á Hótel Akureyri, og skella upp einhvers konar skyndi- bitastaö sem eflaust ógnar Bautanum, sem er víst hálfbróðir Smiðjunnar. Svo er það Sjallinn maður. Ég auð- vitað fór eina helgina eftir að Laufdal tók við. Mér heyrðist vera ofsa fjör. Að vísu sá ég nú ekki mikið og gat ekki talið hæöirnar, því ég var föst í stigan- Öll mannleg samskipti verða rólegri og stresslaus um milli hæða í tvo tíma vegna mann- mergðar. Og hvað gerði ég næstu helgi, jú fór á KEA. Það var ágætt inn- an um gamla fólkið, umvafin foreldra- kærleik en ég virtist vekja þessa tilfinn- ingu hjá ailmörgum. Svona í heildina fannst mér dálítið (Hótel)Sögulegt þarna. Annað hef ég líka heyrt, nefnilega að hér sé ágæt leikhúsmenning, en ég á nú eftir að láta reyna á það. Svo er nú ekki verra að hér blómstrar íþrótta- líf, tvö félög eru stærst, KA og Þór. Það er hörkufjör á leikjum því Þórsararnir eru nú meiri KR-ingarnir, kolvitlausir skaphundar. Það verður örugglega fjör í sumar, slagsmál og læti. Bless f bili, Tóta.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.