Dagur


Dagur - 30.01.1987, Qupperneq 16

Dagur - 30.01.1987, Qupperneq 16
wmm Akureyri, föstudagur 30. janúar 1987 Hringrot í Eyjafirði: „Mögulegt að komast fyrir sjúkdóminn" - segir Ólafur Vagnsson ráðunautur „Það hefur ekki ennþá fundist ein einasta kartafla með sjúk- dómseinkennum og maður er vonbetri með það að hugsan- lega verði ekki mikil dreiflng á þessu, eða hafl orðið, því þetta smitar fyrst og fremst þegar kartöflurnar eru orðnar það mikið skemmdar að vökvi er farinn að streyma úr þeim,“ sagði Olafur Vagnsson ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Greinst hefur hringrot á frumstigi í kartöfl- um frá Höfða I í Grýtubakka- hreppi. Að sögn Ólafs var gerð nákvæm úttekt á því meðal bænda í Eyjafirði, eftir að hring- rotið kom upp í Þykkvabæ, hvort þeir hefðu keypt útsæði þaðan KA vill byggja íþrótta- hús Stjórn KA hefur sent Skipu- lagsnefnd Akureyrarbæjar bréf, þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar á því að félagið fá leyfi til að byggja íþróttahús á lóðinni austan við núverandi íþróttasvæði félags- ins við Dalbraut. Ef það fæst í gegn að félagið fái að byggja íþróttahús á þeim stað, er stefnt að þvf að hefja bygging- arframkvæmdir sumarið 1988, á 60. afmælisári KA. -KK skömmu áður en þetta kom upp. Þá kom í ljós að bóndinn í Höfða hafði fengið kartöflur frá Þykkvabæ tæpu ári áður en hring- rotið kom upp. Erlendis geta menn greint hringrot á frumstigi og búið er að senda sýnishorn til Noregs frá öllum bændum með stofnrækt. Hringrotið byrjar sem daufur hringur í kartöflunni, bakteríurn- ar byrja þannig að vinna á henni og smám saman leggjast þær á hana alla uns hún verður einn grautur. Vessinn frá slíkum kart- öflum er aðalsmitvaldurinn. Hann getur klínst á vélar sem kartöflurnar fara um og þannig getur sjúkdómurinn dreifst. Ólafur taldi mögulegt að kom- ast fyrir hringrotið þar eð engin kartafla hefði greinst með sjúk- dóminn á smitunarstigi. „Að vísu hefur verið um smitun að ræða því þegar bóndinn frétti af sýk- ingunni fyrir sunnan losaði hann sig við allar kartöflur sem hann hafði fengið undan útsæðinu frá Þykkvabæ og keypti sér kartöflur af sama afbrigði hér fyrir norðan. Það hefur ekki dugað til. Líklega hefur komist smit í geymsluna hjá honum og síðan hafa kart- öflurnar sem hann keypti hér ári síðar smitast," sagði Ólafur. Aðspurður um framhaldið sagði Ölafur: „Það þarf að halda vel um bæi sem eru að selja útsæði vítt og breitt um landið því það væri stórskaði skeður ef hringrotið kæmist þar inn og það verður ábyggilega haldið áfram að reyna að greina þetta hjá þeim á frumstigi. Þannig er hægt að stoppa þetta af. Menn geta þá átt kost á því að kaupa heilbrigt útsæði ef hringrot kemur upp og skipta aiveg um. Jafnframt þurfa þeir að sótthreinsa geymslur sín- ar vel.“ SS Munið að panta árshátíðina og þorrablótið tímanlega Sími 21818 Bæjarstjórn Akureyrar skoðaði í gær starfsemi Útgerðarfélags Akureyringa hf. Myndin er tekin í vinnslusal fyrirtækisins, en þar eru hjólin farin að snú- ast á ný að afloknu verkfalli. Mynd: rþb Capes og Jón Páll Hinn heimsfrægi enski krafta- karl Geoff Capes, hefur ákveðið að mæta á Landsmót UMFÍ á Húsavík í sumar og etja þar kappi við Jón Pál Sig- marsson „Sterkasta mann heims“ og fleiri kraftajötna, í kraftakeppni. Þeir félagar Capes og Jón Páll hafa marga hildi háð á undan- förnum árum. Fyrir skömmu var sýnd í íslenska sjónvarpinu, mynd frá síðustu keppni um titil- inn „Sterkasti maður heims“ þar sem Jón Páll endurvann titilinn af Capes og voru þeir þar í algjör- um sérflokki sem fyrr. Síðastliðin þrjú ár hafa Capes og Jón Páll háð einvígi um þenn- an eftirsótta titil. Jón Páll sigraði árið 1984 og Capes hafnaði í öðru sæti. Árið eftir snéri Capes dæm- inu við og sigraði en á síðasta ári hafði Jón Páll betur þó mjótt hafi verið á mununum, eins og þeir sáu sem fylgdust með keppninni í sjónvarpinu. -KK/IM Loðnulöndun eftir áramót: Krossanes fær mest á Norðurlandi - þrátt fyrir mesta fjarlægð frá miðunum og ívið lægra verð en aðrir greiða Loðnuveiði gengur mjög vel þessa dagana. Veiðisvæðið er austur af Berufirði og hafa flest skip náð að fylla sig tvisv- ar til þrisvar eftir verkfall. Vegna þess hve loðnan er komin austarlega hefur löndun á loðnu færst austar og einnig eru skip farin að sigla í aukn- um mæli til Færeyja með afla. Krossanesverksmiðjunni hefur gengið betur en öðrum verk- smiðjum á Norðurlandi að fá til sín hráefni. Tvö skip lönduðu þar í fyrradag, Súlan með 800 tonn og Þórður Jónasson með 700 tonn. Frá því verkfalli lauk eru þá komin 3800 tonn í Krossanes. Togarar landa hver af öðrum: 2000 tonn á land fyrir mánaðamót Þessa dagana eru norðlenskir togarar að landa sínum fyrsta afla eftir að verkfalli lauk. Margir eru þó enn að veiðum og enn aðrir eru erlendis í viðgerð. Nú fyrir mánaðamót- in má reikna með að um 2000 tonn verði komin á land úr tog- urunum hér norðanlands þannig að flskvinnslan ætti nú að komast í fullan gang víðast hvar. Flestir hafa togararnir veitt þorskinn fyrir austan land. Hólmadrangur var væntanleg- ur til hafnar í gær með um 140 tonn. Skagastrandartogarinn Arnar landaði á mánudaginn 145 tonnum og er farinn á veiðar aftur. Örvar er hins vegar ekki væntanlegur fyrr en viku af febrúar. Af togurum Skagfirðinga er það að frétta að þeir seldu allir afla erlendis í mánuðinum. Hegranes kom til hafnar í fyrra- dag en Drangey og Skafti fóru beint á veiðar og landa sennilega um helgina. Sigluvík landaði á mánudaginn 130 tonnum og Stálvík var vænt- anleg í gær með um 100 tonn. Stapavík er hins vegar á rækju- veiðum. Sveinborg landaði um 110 tonnum í Bretlandi í gær og um helgina er Siglfirðingur vænt- anlegur til hafnar með afla sem sennilega verður fluttur út í gámum. Frá Ólafsfirði fengust þær fréttir að Ólafur bekkur væri á leið. til Þýskalands með afla en í byrjun febrúar fer skipið í breyt- ingar í Póllandi. Sólbergið er enn að veiðum og var aflinn þegar síðast fréttist orðinn um 90 tonn. Skipið er ekki væntanlegt til hafnar fyrr en í byrjun febrúar. Sigurbjörgin er væntanleg fyrstu helgina í febrúar. Þeir þrír togarar ÚA sem nú eru að veiðum hafa allir landað eftir verkfall. Harðbakur kom með 84 tonn 22. janúar og Kald- bakur landaði á mánudaginn 193 tonnum. í fyrradag landaði svo Svalbakur um 200 tonum. Akur- eyrin landaði í síðustu viku 70 tonnum. Snæfellið frá Hrísey kom að landi með um 100 tonn á mánu- daginn. Af Húsavíkurtogurunum er það að frétta að Kolbeinsey landaði á þriðjudaginn 124 tonn- um en Júlíus Havsteen er vænt- anlegur í næstu viku. Rauðinúp- ur landaði á mánudaginn 111 tonnum og sama dag kom Stak- fellið að landi með 140 tonn þar af voru 30 tonn fryst um borð. Bæði skipin fóru út aftur á þriðjudaginn. ET Verð fyrir loðnuna þar er nú 1900 krónur á tonnið en flest skip sem landa ná að auki svokölluðum ferskleikabónus þannig að verðið hækkar í um 2090 krónur. Þetta er uppgefið verð'en hins vegar hafa menn velt þeirri spurningu fyrir sér af hverju Krossanesverk- smiðjunni gengur betur en öðr- um verksmiðjum að ná í loðnuna jafnvel þó hún sé lengra frá mið- unum. Frést hefur að Færeyingar greiði 2400 krónur og þangað er styttra að sigla en til Siglufjarðar, í sumum tilfellum að minnsta kosti. Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði fékk sína fyrstu loðnu í fyrradag þegar Eldborgin landaði þar 1450 tonnum. í gær kom svo Börkur með 1200 tonn. Verð á Siglufirði er nú 2100 krónur fyrir tonnið. Þetta verð er miðað við 16% fituinnihald og 15% þurr- efni þannig að nú er sennilega greitt heldur lægra verð. Sömu sögu er að segja frá Raufarhöfn, þangað kom Pétur Jónsson með fyrstu 680 tonnin í fyrradag. Þar eru greiddar 2000 krónur fyrir tonnið. Til verksmiðjunnar á Þórshöfn hafa alls borist 3210 tonn á árinu en þangað komu þrjú skip í fyrra- dag með 1830 tonn. Á Þórshöfn eru greiddar 2000 krónur fyrir tonnið. ET

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.