Dagur - 05.02.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 05.02.1987, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarn w Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Steinullarverksmiðjan: Hestahvarfið dularfulla: Leit hefur engan árangur borið Ekki hafa hrossin sjö sem hurfu sporlaust 10. janúar komið í leitirnar ennþá. Póst- flutningamaður kom þó auga á 7 hesta á brúnni yfir Hölkná í Þistilfirði fyrir skömmu og hafi þetta verið hestarnir frá Þverá í Öxarfirði á ferð, hafa þeir Játaði 7 r Tvítugur Akureyringur hefur játað að vera valdur að 7 íkveikjum í bænum og hefur hann verið dæmdur í gæslu- varðhald til 2. mars og að sæta geðrannsókn. Maðurinn var handtekinn sl. mánudag grunaður um íkveikj- ur, og játaði hann við yfir- heyrslur. Sem fyrr sagði er um að ræða íkveikjur á 7 stöðum í bænum og nær tímabilið sem þær áttu sér stað á frá mars 1986 til síðustu helgar. íkveikjurnar voru í Hjalla- lundi 17 en þar var kveikt í geymslu fjölbýlishúss, Geisla- götu 10 en þar var kveikt í rusli í kompu, að Eyrarvegi 18 kveikti hann í bílskúr og sömu nótt í bifreiðinni A-1216 þar skammt frá. Hann kveikti í skúr á bak við Bókaverslunina Huld í Hafnarstræti, kyndiherbergi hússins númer 7 við Skipagötu og í rusli í kompu við Hafnar- stræti 88. Maður þessi hefur áður komið við sögu hjá lög- reglunni en þá fyrir annars kon- ar afbrot. gk-. ferðast langan veg. Ýmsir hafa svipast um eftir hestunum í Þistilfírði en að sögn Kristjáns Benediktssonar á Þverá hefur sú leit ekki borið árangur. „Ef þeir eru í Þistilfirði þá hafa þeir farið yfir langa heiði og fram hjá mörgum bæjum. Þeir hafa þurft að fara veginn til að komast yfir árnar og því er merkilegt að enginn hafi orðið þeirra var svo öruggt megi teljast. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að hestarnir hafi verið teknir en ég tel það varla mögulegt," sagði Kristján Benediktsson. Hestarnir hurfu á brott 10. janúar eins og áður segir og sagði Kristján að hann væri farið að lengja eftir þeim og vonaði að menn gerðu allt til að finna þá. „Annað hvort dauða eða lifandi því betra er að finna þá dauða en ekki,“ sagði Kristján. SS Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti á fundi sínum á þriðju- dag að standa að 37,03% fyrir- hugaðrar hlutafjáraukningar í Steinullarverksmiðjunni eða 22,218 milljónum króna, enda náist sá árangur við lánar- drottna og/eða hluthafa sem að er stefnt. Akvað fundurinn að þegar yrði leitað lánsfjár til þess arna. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar sem gengur enn lengra til hlutafjáraukningar í Steinullarverksmiðjunni en sú sem gerð var í haust þegar ákveðið var að auka hlutaféð um 17 milljónir í samræmi við eignaraðild bæjarins, er til- komin vegna þess að fínnska fyrirtækið Partek sem á tæp- lega 10% hlut í verksmiðjunni mun einn hluthafa ekki standa að hlutafjáraukningunni. Partek sem er samsteypa með alls konar framleiðslufyrirtæki á sínum snærum, þ.á m. steinull- arframleiðanda, er eigandi fyrir- tækisins sem allar vélar Steinull- arverksmiðjunnar að bræðslu- ofninum undanskildum eru keyptar frá. Af þeim sökum mun fyrirtækið hafa gerst hluthafi í verksmiðjunni á sínum tíma. Að sögn Þórðar Hilmarssonar fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar mun hafa legið fyrir í upphafi að um frekari hlutafjáraukningu finnska fyrirtækisins yrði ekki að ræða. Hins vegar eru Finnarnir enn hluthafar og hafa viðræður við þá um víðtækt samstarf í framtíðinni átt sér stað, en of snemmt að segja um niðurstöður þeirra. Sagði Þórður að í haust þegar leitað var þátttöku ein- stakra hluthafa í hlutafjáraukn- ingunni hafi ekki upphæðir eða hlutdeild verið nefnd, einungis heildarupphæðin 60 milljónir. Hluthafar hafi ákveðið að auka hlutafé í samræmi við eignaraðild sína og því vantað upp á það sem nam hlut Parteks. Hafi því verið leitað til Sauðárkróksbæjar með þann hluta hlutafjáraukningar- innar, sem og var gert þegar hlutafé verksmiðjunnar var aukið um 20 milljónir á síðasta vori. Er þetta ástæðan fyrir afgreiðslu bæjarstjörnar Sauðárkróks á málinu. Á fundinum á þriðjudag féllst bæjarstjórn á, vegna framkom- inna krafna frá ríkinu að inn- heimta fasteignaskatt verksmiðj- unnar án álags næstu 5 árin, en innheimta aðstöðu- og hafnar- gjalda verði samkvæmt almenn- um reglum. Stjórnsýslumiðstöð á Akureyri: „Vona að starfsemi hefjist á árinu“ - segir Bjarni Einarsson hjá Byggðastofnun Nú stendur yfír undirbúningur að stofnun stjórnsýslumið- stöðvar fyrir Norðurland, sem staðsett verður á Akureyri. Að sögn Bjarna Einarssonar hjá Byggðastofnun mun stofnunin ásamt Húsnæðisstofnun verða leiðandi í þessu máli og er sam- starf þeirra komið á laggirnar. Stefnt er að því að stjórnsýslu- miðstöð verði að veruleika á þessu ári. Starfsmenn stofnananna tveggja vinna nú að undirbúningi þessa máls. Meðal annars er ver- ið að leita að heppilegu húsnæði fyrir miðstöðina og sagði Bjarni að þeir hefðu þegar fengið auga- stað á ákveðnu húsi en engar við- ræður hefðu enn farið fram um Kastljós um fræðslustjóramálið: Bárður kærir Gísla „Já, það er rétt. Ég talaði við formann útvarpsráðs á laugar- daginn og sagði henni að mér fyndist þetta algjörlega óvið- unandi fréttamennska. Þetta getur ekki verið tilviljun, held- ur hlutdrægni,“ sagði Bárður Halldórsson menntaskóla- kennari er hann var spurður hvort það væri rétt að hann hefði kært Gísla Sigurgeirsson eftir Kastljósþáttinn á föstu- dagskvöld. Þar tók Gísli sam- an atríði frá fundi mennta- málaráðherra í Sjallanum kvöldið áður og af einhverjum sökum, sem Bárður telur enga tilviljun, fékk málflutningur Bárðar ekki inni í þættinum, en Bárður lýsti yfír stuðningi við Sverri Hermannsson. „Gísli má hafa sínar skoðanir á þessum málum fyrir mér en hann má ekki láta þær lita sitt starf,“ sagði Bárður. Hann sagði enn- fremur að margir hefðu hringt í sig á föstudagskvöldið og lýst yfir furðu sinni á þessari frétta- mennsku. „Mér finnst það dálítið alvar- legur hlutur þegar verið er að segja frá fundi sem þessum, sem vakti svo geysilega mikla athygli, að láta sín einkasjónarmið alveg ráða ferðinni. Þarna voru tveir aðilar sem tókust á og sjónarmið- um annars voru gerð góð skil, hins ekki,“ sagði Bárður Hall- dórsson að lokum. Gísli Sigurgeirsson fréttamað- ur vildi lítið um málið segja þegar ásakanir Bárðar voru bornar undir hann. „No comment,“ var svarið sem hann gaf. SS kaup eða leigu. í framtíðinni er síðan, að sögn Bjarna, stefnt að því að byggt verði yfir miðstöð- ina. Að sögn Bjarna ríkir gott sam- komulag milli stofnananna tveggja um það hvernig unnið verður að þessu máli og hefur verið sett á blað eins konar stefnuskrá. Af öðrum stofnunum sem sýnt hafa því áhuga að taka þátt má nefna Fasteignamat ríkisins og Skipulag ríkisins. Húsnæðisstofn- un og Byggðastofnun munu að öllum líkindum kosta húsnæðið en leigja öðrum stofnunum hluta þess. „Við skulum bara vona að eitthvað gerist á næstu vikum og mánuðum þannig að við getum hafið þessa starfsemi á árinu," sagði Bjarni í samtali við Dag. Fjórðungssamband Norðlend- inga sendi 16. janúar síðastliðinn frá sér tillögur um stjórnsýslu- miðstöð, þar sem því er meðal annars beint til ríkisstjórnarinnar að Byggðasjóði verði falin for- ganga við útvegun fjármagns til þessa verkefnis. ET Sauðárkróksbær eykur hlutafé

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.