Dagur - 05.02.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 05.02.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 5. febrúar 1987 á röltinu Menntskælingar voru að klára haustannarprófin í kringum síðustu helgi. Það er gamall og góður siður að lyfta sér upp eftir prófin, slaka á og gleyma öllu stressinu og fá útrás á skemmtistöðum bæjarins. Það kannast eflaust margir við þá tómleikatilfinningu sem fylgir því að vera allt í einu búinn með öll próf og hafa ekkert að gera eftir langa og stranga lestrartörn. Allur spenningurinn og allt stressið dettur niður og tilfinningar sem hafa verið læstar inni allt of lengi brjótast út, allar í einu. Fólk ýmist „þylst um eður þrumir", þ.e.a.s. veður annað hvort um í ofsakæti yfir ánægjulegum einkunnum eða rennbleytir skyrtubrjóst- ið hjá næsta manni, um leið og það segir sínar farir að undanförnu ekki sléttar. En það voru fleiri en námsleiðir menntaskólanemar að skemmta sér um helgina. Framhaldsskólarnir tveir, MA og VMA tóku í sameiningu Dynheima á leigu og héldu framhaldsskólaball á föstudagskvöldið. Ágóðinn af dansleiknum skiptist jafnt á milli skólanna og rennur hjá báðum í ferðasjóð tilvonandi stúd- enta. Okkur hjá Allt-síðunni fannst alveg gráupplagt að fara á röltið á föstu- dagskvöldið og virða mannlífið fyrir okkur og spjalla við fólk um lífið og til- veruna. Við fórum fyrst í Dynheima. Fyrstan tókum viö tali Birgi Runólfsson sem er nemandi í 1.D í MA. - Þú varst í prófum, var þaö ekki? „Jú“ - Og hvernig gekk þér? „Svona sæmilega, ég náði öllu." - Ertu héöan úr bænum? „Nei, ég er frá Siglufirði, en bý á heimavistinni." - Hvernig líkar þér svo lífið hérna á Akureyri? „Þaö er ágætt aö vera hérna, mórallinn í skólanum ergóöur en hins vegar finnst mér Akur- eyringar frekar þurrir á manninn þegar á heildina er litið.“ Sigurbjörn Gestsson og Stella Gestsdóttir voru eitthvað að stinga saman nefjum úti í horni þegar við rákumst á þau. Þau tóku því samt ekkert illa að vera trufluð og við beindum fyrstu sþurningunni til Sibba. - Hvaðan ertu? „Ég er frá Ólafsfirði, en stunda nám í VMA og bý þess vegna hérna í bænum í vetur.“ - Hvað ertu að læra? „Ég er í þriðja bekk á verslunarbraut. - Hvað finnst þér um það að Menntaskólinn og Verkmennta- skólinn haldi böll í sameiningu? „Mér finnst það bara alveg meiriháttar gaman og ég finn ekki fyrir neinum ríg á milli skól- anna hérna í kvöld. Þessir skólar ættu að hafa miklu meira samstarf." - Já, þú finnur þá ekki mikið fyrir þessum rfg sem er verið að tala um að sé á milli VMA og MA? „Jú, ég finn fyrir honum. Kannski betur en aðrir vegna þess að ég er í VMA.“ - En þú Stella, ertu í skóla eða ertu að vinna? „Ég er líka í VMA, á uppeldis- braut, í 1. U.“ - Finnst þér gaman hérna í kvöld? „Já, mér finnst alveg æðislega gaman hérna. Ég vildi að það væru oftar svona sameiginleg böll. - Hvernig er félagslífið í VMA? „Það er ágætt held ég, en sjálf tek ég ekki mikinn þátt í því.“ - Hvað finnst þér um félags- lífið, Sigurbjörn? „Það er ekki nógu blómlegt að mínu mati. Okkur vantar alveg heimavist við VMA. Ég hef tekið eftir því að félagslífið í MA bygg- Birgir Runólfsson. „Já, íþróttafélagið verður 50 ára á þessu ári, þann 18. febrúar. í tengslum við það munum við verða með einhverja upþá- komu.“ - Þú villt ekki segja okkur neitt frekar hvernig dagskráin verður? „Nei, ég verst allra frétta, það má ekki Ijóstra neinu upp um þetta strax." - Þóra, þú ert formaður skóla- félagsins í MA, eru nemendur virkir í félagsstörfum? „Já, þeir eru það, meira en ég bjóst við. En samt má alltaf gera betur og ég er nokkuð bjartsýn á að störf að félagsmálum gætu orðið enn meiri á seinni önninni en þeirri fyrri." - Hefur þú sömu hugmyndir núna um félagslíf í skólum og þegar þú tókst við formanns- embættinu í fyrravor? „Já og nei. Það eina sem kom mér á óvart var það að mögu- leikarnir eru miklu fleiri en ég bjóst við.“ - Hvað finnst þér um þessa nýbreytni að MA og VMA skuli halda framhaldsskólaball sam an? „Mér finnst þetta mjög gott. Dyravarðavandamálið er leyst með þessu og allur mórall milli skólanna fer mjög þverrandi." Díana Gunnarsdóttir, Þóra Björg Magnúsdóttir og Jón Stefáns. ist mjög mikið upp á krökkunum á heimavistinni. Það vantar alveg nauösynlega heimavist fyrir okkur utanbæjarkrakka í VMA.“ Við þökkuðum þeim hjúum fyrir spjallið og héldum áfram á röltinu í Dynheimum, en nú var komið fram yfir miðnætti og alltaf fjölgaði fólkinu á staðnum. Niðri í kaffistofu sáum við stelpu sem sat ein við borð, við undum okkur að henni og spurðum hana fyrst að nafni. „Ég heiti Nína Magnúsdóttir og er í MA.“ - f hvaða bekk? „Ég er í öðrum bekk, á mála- braut." - Þú varst að klára prófin, hvernig gekk þér? „Ja, svona bara eins og búast mátti við.“ - Og hvað þýðir það? „Mér gekk bara ágætlega, ég féll ekki í neinu.“ - Hvernig finnst þér félagslífið í Menntaskólanum? „Mér finnst það mjög gott.“ - Tekur þú mikinn þátt í því sjálf? „Já, ég reyni að gera það eins mikið og ég get.“ - Nú halda MA og VMA þetta ball í sameiningu, heldur þú að þetta sé eitthvað sem á framtíð fyrir sér? „Já, mér líst vel á þetta og ég mæli með áframhaldandi sam- starfi." Þegar hér var komið sögu ákváðum við að hverfa út um stund og anda að okkur frísku og tæru vorloftinu sem var eins og ánægjuleg tímaskekkja svona í lok janúar. Á leiðinni út göngu- götuna mættum við þremur persónum sem okkur fannst alveg tilvalið að spjalla við. Þetta voru þau Díana Gunnarsdóttir sem er formaður íþróttafélagsins í Menntaskólanum, Þóra Björg Magnúsdóttir, nemandi í 4. bekk og formaður Hugins, skólafélags MA og Jón Stefánsson, skáti með meiru, sem stefnir að því að útskrifast úr félagsvísindadeild MA á vori komanda. - Díana, hvernig líöur þér svona eftir þrófin? „Bara vel, það er gott að vera búin.“ - Nú ert þú formaður ÍMA, hvernig hefur starfið gengið í vetur? „Það hefur gengið vel, enda er íþróttafélagið stærsta og trúlega virkasta félagið í Mennta- skólanum." - Er eitthvað sérstakt á döf- inni hjá ykkur eftir vetrarfríið? Sigurbjörn Gestsson og Stella Gestsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.