Dagur


Dagur - 05.02.1987, Qupperneq 7

Dagur - 05.02.1987, Qupperneq 7
5. febrúar 1987 - DAGUR - 7 r-spurning vikunnac /Etlar þú að fá þér myndlykil? Spurt á Akureyri Þorsteinn Vestmann: „Nei, ég ætla ekki aö fá mér myndlykil. Ég hef einfaldlega ekki áhuga á því. Ég læt Sjón- varpið duga.“ Guðmundur Hjaltason: „Eins og staöan er í dag á ég ekki von á því aö ég fái mér myndlykil. Það getur hins vegar veriö að konan vilji fá sér einn slíkan. Annars horfi ég lítiö á sjónvarp yfirleitt, því mér finnst þaö fara illa meö tímann." Björn Pálmason: „Nei, ég hef ekki áhuga á því og á ekki von á að sú skoöun breytist á næstunni." - Er hann til staðar? „Hann var til staðar, já.“ - Jón Stefánsson, þú ert eitthvað svo þreytulegur, varstu aö klára prófin í dag? „Jú, þaö er rétt ég var að Ijúka seinasta prófi einmitt í dag.“ - Hvaö varstu í mörgum prófum? „Ég tók 9 próf, það var alveg hrikalega erfitt, eiginlega allt of rnikið." - Já, var þetta erfitt? „Já, vissulega var þetta erfitt en ef maður lærir jafnt og þétt allan veturinn þá jafnar þetta sig upp.“ - Ertu þreyttur? „Já, ég get ekki neitað því enda búinn að lesa fram undir morgun síðustu dagana.“ - En hvernig gekk þér svo? „Jú, jú, mér gekk bara vel og aldrei þessu vant var ég bara með sæmilegustu einkunnir." - Ertu þá ánægður með kennsluna? „Hún er náttúrlega alltaf mis- góð eins og gengur og gerist." Það var margt um manninn í Hafnarstrætinu á þessari fallegu janúarnótt enda blíðskapar- veður. Við vorum nú búin að tala Svala Þorsteinsdóttir: „Ég hef ekki hugsað mér að festa kaup á myndlykli. Það sem ég sá af órugluðu útsend- ingunum fannst mér ekki nógu spennandi til þess að ég gerðist áskrifandi.“ Magni Friðjónsson: „Nei, ég hef ekki áhuga eins og stendur. Þó er aldrei að vita hvað maður gerir þegar fram líða stundir.“ Unnið af Guðrúnu L. Jóhannsdóttur og Atla Rúnarssyni i starfskynningu. Gerður Oiofssen og Baldvin Þór Ellertsson. við framhaldskólanema ein- göngu. Það var því tímabært að heyra frá yngri kynslóðinni. Það var líka nóg af ungu fólki þarna svo við völdum af handahófi strák og stelpu að ræða við. - Hvað heitið þið? „Ég heiti Gerður Olofssen." - Og í hvaða skóla ert þú? „í Gagnfræðaskólanum, ég er í 8. b“ - Þú ert sem sagt hérna af Akureyri. „Já“ - Er gaman í kvöld? „Það hefur oft verið skemmti- legra, það er enginn hérna edrú.“ - Þú ert nú samt sem áður edrú, er það ekki? „Jú, jú ég er alveg edrú.“ - Hvernig finnst þérfélagslífið í Gagnfræðaskólanum? „Það er allt í lagi en samt ekkert sérstakt það eru böll og svo er „opið hús“.“ - Tekur þú einhvern þátt í félagsstörfum? „Tja, ég fer alltaf á böll en aldrei á opið hús það mæta svo fáir þar.“ - Hvað ert þú að gera svona seint? „Bara....ég er með honum Baldvini." - Heitir þú Baldvin, í hvaða bekk ert þú? „Já ég heiti Baldvin Þór Ellerts- son og er í 9. bekk.“ - Er gaman að vera til? „Jú það er ágætt, bara fínt.“ - Af hverju ert þú hérna í göncjugötunni í kvöld? „Eg er bara að sjá krakkana og athuga hvort eitthvað sé um að vera.“ Hreiðar Jónsson. Að lokum tókum við tali Hreiðar Jónsson húsvörð í Amaro en hann stóð fyrir framan Amaro og virti fyrir sér mannlífið í Hafnarstrætinu. - Ertu að passa gluggana? „Ekki bara gluggana ég passa allt húsið." - Ert þú búinn að vera hérna lengi? „Já ég er búinn að vera húsvörður hérna í 26 ár.“ - Finnst þér unga fólkið hafa breyst mikið á þessum 26 árum? „Fólkið sjálft hefur kannski breyst mikið heldur mann- lífið." - Hefur verið rólegt hérna í göngugötunni í kvöld? „Já það hefur ekki verið neitt sérstakt um að vera í kvöld. Fteyndar hefur það verið rólegra heldur en oft áður. Fólk er farið að haga sér dálítið skikkanlegar, hins vegar er alveg nóg af hinu.“ - Er þetta þó samt sem áður á réttri leið? „Að mörgu leyti myndi ég telja það.“ - Hvernig er að vera í Gagg- anum? „Það er fínt og félagslífið bara ágætt.“ - Hefur þú einhver áhuga- mál? „Já, skíöi og svo náttúrlega stelpur." - Takk fyrir. - Að lokum hvernig lýst þér á unga fólkið í dag? „Meginhlutinn af þessu er ágætis fólk. Það er ekki ástæða til annars en að ætla að það komist til manndóms." Við þökkuðum Hreiðari fyrir spjallið; létum þetta gott heita og röltum hver okkar leið inn Hafn- arstrætið, sem iðaði af lífi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.