Dagur - 05.02.1987, Síða 9
5. febrúar 1987 - DAGUR - 9
-- öMvíXm ív. iQteeúM
Helgi Sigurgeirsson og Halldór Valdimarsson búnir með morgunsundið.
Helgi Sigurgeirsson:
„Þetta er
snobb!iðið“
Helgi Sigurgeirsson vistmaður
í Hvammi er orðinn 77 ára en
hann er einn þeirra sem ekki
lætur sig vanta á morgnana
þegar sundlaugin er opnuð.
„Petta er snobbliðið sem mætir
svona snemma og ég er alltaf
mættur í snobbið klukkan sjö.
Sundið er hressandi og góð hreyf-
ing og ég er alveg viss um að ég
hef gott af þessu. Ég syndi svona
100 metra en með hvíldum og svo
fer ég í heita pottinn, þar er
stundum alveg suðuhiti á um-
ræðunum." IM
„Nei, þá koma ekki nema þeir
allra hörðustu, en við lokum
aldrei vegna veðurs og það eru
mörg ár síðan það hefur komið
dagur sem enginn hefur mætt í
sund þó stundum komi fáir.“
- Hvernig líkar þér vinnan?
„Vel, nema hvað vinnutíminn
er óhagstæður, sérstaklega á vet-
urna þá vinnum við annan hvorn
dag mætum snemma á morgnana
og síðan aftur seinni partinn og
manni verður lítið úr verki í frí-
tímanum yfir miðjan daginn. En
að öðru leyti finnst mér þetta
góður vinnustaður.“
- Nú eru sérstakir sundtímar
fyrir konur á mánudagskvöldum,
er langt síðan farið var að hafa
slíka tíma?
„Pað er býsna langt síðan, það
voru meira að segja sérstakir
kvennatímar þegar ég byrjaði að
vinna hér, þeir voru seinastir á
dagskrá á þriðjudögum og þegar
gott var veður fjölmenntu kon-
urnar, þá var glatt á hjalla og
gaman. Einnig voru auglýstir sér-
stakir karlatímar en það þýddi
ekkert, þeir hafa sjálfsagt bara
viljað vera í sundi um leið og
kvenfólkið.
í nokkur ár voru engir sérstak-
ir kvennatímar þar til að Línan
fór á kreik og bað um aðstöðu
hér, á meðan þessir tímar voru á
vegum Línunnar var á tímabili
einn karlmaður í hópnum með
þeim.
Ég hélt að karlmenn hefðu líka
áhuga á sértímum fyrir fullorðna
því það er svo margt fólk sem er
ekki vel synt en býsna margt full-
orðið fólk hefur lært að synda hér
í Iauginni.“
- Þú hefur verið með sund-
kennslu fyrir fullorðna.
„Já, nokkrum sinnum og ég
kenndi barnaskólabörnunum og
stúlkunum í gagnfræðaskólanum
sund í 21 ár en Vilhjálmur Páls-
son kenndi alltaf strákunum í
gagnfræðaskólanum. íþrótta-
kennurum á staðnum fjölgaði
síðan mikið fyrir nokkrum árum
og þeir tóku við þessari kennslu."
IM
ónas Gunnlaugsson.
nú ekki allt því ég er farinn að
heyra svo illa og þegar útvarpið
er í gangi heyri ég eiginlega ekki
neitt. Á virkum dögum má heita
að það sé alltaf sama fólkið sem
mætir á morgnana.11
- Finnst þér fólk sem stundar
sund reglulega bera þess merki
að það sé hressara og frískara en
almennt gerist?
„Ég veit það ekki en býst þó
alveg eins við því. Ég hef ákaf-
lega mikla trú á að gott sé fyrir
fólk að fara í sund og heitan pott,
sérstaklega fyrir aldrað fólk því
yngra fólkið stundar leikfimi og
fleira og heldur sér betur við.
Ég hef aldrei lært að synda, hef
aldrei farið í sundkennslu en hef
horft á hvernig fólkið ber sig til
við þetta og síðan reynt að gera
eins. Þegar ég fluttist til Húsavík-
ur, vel fullorðinn maður var ég
ekkert farinn að synda en þegar
ég var strákur heima á Eiði á
Langanesi sullaði ég í vatninu án
þess að kunna nokkuð að synda.“
- Nú er frítt fyrir ellilífeyris-
þega í sundlaugina, finnst þér
aðsókn þeirra hafa aukist eftir að
þeir fóru að njóta þeirra fríð-
inda?
„Þetta er ágæt þjónusta við
gamla fólkið en ég hef ekki orðið
var við að aðsókn þess að laug-
inni hafi aukist, þetta er mikið
sama fólkið sem kemur. Mér
finnst aldrað fólk nota laugina
allt of lítið og það þyrfti að koma
upp sundlaug í Hvammi, dvalar-
heimili aldraðra, það er enginn
vafi á því að fólkið færi miklu
Sigríður Böðvarsdóttir sundlaugar-
vörður í afgreiðslunni.
- Syndir þú mikið sjálf?
„Fólk sem vinnur á sundstöð-
um hefur vissa sundskyldu og ég
hef reynt að taka hana alvarlega.
Þorsteinn, sem hafði eftirlit með
sundstöðum þegar ég byrjaði að
vinna hér, sagði að það væri ekki
nóg að fólk sem færi að vinna á
sundstað um tvítugt væri vel synt,
ef það héldi ekki kunnáttunni við
væri það varla fært um að bjarga
manni ef á þyrfti að halda, þegar
það væri orðið sjötugt. Ég syndi
því flesta daga sem ég er að vinna
og reyni að gera þetta að vissum
þætti, dríf mig í laugina þó veðrið
sé bálvitlaust og ég sé löt.“
- Finnst þér þú hafa haft gott
af því að stunda sundið?
„Það er ekki nokkurt vafamál,
ég finn það til dæmis þegar ég er
á ferðalögum í útlöndum, og
mikið er gengið um, að ég hef
meira þrek en flestir í hópnum.
En ég geng líka alltaf í vinnuna,
það er mín líkamsrækt, að synda
og ganga.“ .
- Koma jafn margir í laugina
þegar veðrið er kolvitlaust?
Reynir Jónasson.
Sigríður Böðvarsdóttir:
„Lokum aldrei
vegna veðurs“
Sigríður Böðvarsdóttir íþrótta-
kennari hefur starfað við Sund-
laug Húsavíkur síðan í maí
1961.
„Það hafa orðið óskaplega mikl-
ar breytingar á þessum tíma.
Þegar laugin var opnuð bjuggu
rúmlega tólf þúsund manns í
bænum og þetta þótti afskaplega
fín og stór laug miðað við það
sem þá þekktist. Fyrstu árin voru
það krakkarnir sem eiginlega
yfirtóku allt hérna og fylltu húsið
en nú er hér fullorðið fólk í mikl-
um meirihluta. Þessi breyting
varð auðvitað ekki á einum degi
en sumt fólkið sem kemur dag-
lega í sund núna hefur stundað
þetta árum saman, einnig er mik-
ið um það að fólk stundar sund
um tíma, hvílir sig svo en fer síð-
an að koma aftur.“
meira í sund ef sundlaug væri á
staðnum. Sumt fólk sem er fatlað
getur farið í heitan pott eða set-
ið í sundlaug og hreyft sig aðeins.“
- Nú er mikið af börnum og
unglingum í sundi seinni hluta
dagsins, finnst þér erfiðara að
synda innan um þau?
„Þau víkja alltaf fyrir mér og
mér finnst þau ákaflega kurteis
við gamla fólkið. Sundlaugin er
náttúrlega lítil miðað við aðsókn-
ina yfir sumarið en aðbúnaður er
góður miðað við aðstæður.“ IM
Reynir Jónasson:
„Vakna
alltaf
fyrir sjö“
Reynir Jónasson er einn þeirra
sem er daglegur gestur eða
réttara sagt heimamaður í
sundlauginni því hann hefur
stundað sundið í fjöldamörg
ár.
„Ég kem alltaf í laugina klukk-
an sjö á morgnana virka daga,
klukkan níu á sunnudögum og
eftir hádegi á laugardögum. Þetta
hef ég gert í ein fimmtán ár og er
orðinn svo vanur þessu að ef ég
sleppi úr degi þá vantar eitt-
hvað.“
- Finnst þér sundið hafa góð
áhrif á þig?
„Já, það hefur góð áhrif og
þetta ættu allir að gera. Það fer í
vana að vakna svona snemma, ég
vakna alltaf fyrir sjö hvort sem
það er helgur dagur eða virkur.“
- Finnst þér góður félagsskap-
ur hjá þessum morgunhönum í
sundlauginni?
„Þetta er alltaf sama fólkið
sem kemur þarna og það er
glamrað svona eins og gengur.
Starfsfólkið er ágætt og það verð-
ur að góðum kunningjum
manns.