Dagur - 05.02.1987, Page 10

Dagur - 05.02.1987, Page 10
10 - DAGUR - 5. febrúar 1987 __Sundlaug Húsavíkur:. Hrönn Káradóttir: „Dagurinn ónýtur ef ég kemst ekki í sund á morgnanau Hrönn Káradóttir mætir alltaf í sundið klukkan sjö á morgn- ana og er yfirleitt eina konan sem mætir svo snemma á hverjum degi en um hálf átta bætast fleiri konur í hópinn. „Það er fjörugt og skemmtilegt hérna og mér finnst bara dagur- inn ónýtur ef ég kemst ekki í sund á morgnana.“ - Nú ert þú mjög athafnasöm, þú stundar nám við iðnskólann, auk þess ertu í vinnu og mjög virk í félagsmálum, finnst þér sundið gefa þér aukna orku? „Já, það finnst mér. Þetta er eina líkamsræktin sem ég stunda að hestamennsku frátalinni, en ég á þrjá hesta núna. Ég hef ekki stundað leikfimi í mörg ár en hef stundað sund í ein fjögur ár. Maður hefur tíma til alls sem maður hefur áhuga fyrir.“ - Fórstu oft í sund áður en þú fórst að stunda þetta reglulega? „Ég lærði að synda hjá Óskari á Laugum þegar ég var 12 ára, síðar fór ég í Húsmæðraskólann á Laugum, þá hélt sundkennslan áfram og ég tók heilmikið stig sem hét fimmta stig í sundi. Ég hef haft mjög gaman af að synda og finnst það ágætis hreyfing fyrir líkamann og sálina, ég syndi aldrei minna en 200 metra og fer í heita pottinn líka ef hann er ekki of heitur fyrir mig.“ - Hreyfing fyrir sálina sagð- irðu, eru fjörugar umræður og góður félagsandi í heita pottin- um? „Þetta er yfirleitt sama fólkið sem kemur og manni finnst eitt- hvað vanta ef einn úr hópnum mætir ekki, þetta eru góðir sund- félagar." - Hvernig finnst þér aðbúnað- ur í sundlauginni? „Mér finnst aðbúnaður mjög góður og starfsfólkið indælt, bæði það sem er á morgn- ana og eins þeir sem vinna um helgar. Það hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum að fólk stundi sund og við þyrftum auðvitað að fá stærri og meiri aðstöðu þó þessi sé ágæt svo langt sem hún nær.“ IM Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbankans: Hagkvæmast að sameina einkabanka Svo virðist sem Útvegsbanka- málið sé nú að leysast, eða a.m.k. komið í ákveðinn farveg. Horfið hefur verið frá því að sameina Búnaðarbanka og Útvegsbanka, en í þess stað er hugmyndin sú að ríkið leggi fram verulegt fjármagn í „nýjan“ Útvegsbanka, hluta- félagsbanka með hlutdeild fleiri aðila, t.d. Fiskveiða- sjóðs. Eftir sem áður er vilji fyrir því að endurskoða banka- kerfið. Því er forvitnilegt að sjá viðhorf Stefáns Hilmars- sonar, bankastjóra Búnaðar- bankans, sem birtust í Tíma- num fyrir skömmu. Þau eru enn í fullu gildi, þar sem endurskoðun bankakcrfísins er ennþá til umræðu. Hér á eftir fara glefsur úr greininni þar sem viðhorf bankastjórans koma fram til ýmissa þátta málsins, m.a. ríkisbanka og hlutafélagsbanka. Rétt er að geta þess að greinin með við- horfum hans kom fram áður en stjórnarflokkarnir komust að samkomulagi. „Það grundvallarsjónarmið lilýtur að ráða, að Búnaðarbankinn haldi velli sem jafnsterk og traust stofnun og hún er nú. Það hlýtur að vera embættisskylda okkar að verja bank- ann áföllum, hvaðan sem að honum er vegið, verja hagsmuni við- skiptamanna hans, þannig að hlutur þeirra, hvort sem er um innlán eða útlán að ræða, verði ekki lakari en áður. Þá hljótum við að leggja þunga áherslu á, að hagsmuna starfs- fólks bankans verði gætt til hins ítrasta, atvinnu þess og atvinnuör- ýggi þ.m.t. lífeyrisréttindi. Engin rök eru til fyrir því, að réttur þess fólks og sjóðir þess verði skertir vegna skakkafalla, sem orðið hafa annars staðar og eru þessum rétti óviðkomandi bæði lagalega og sið- ferðilega." „Sú hugmynd hefur komið fram, að athuga þurfi þann möguleika, að Útvegsbankanum verði breytt í hlutafélag með aðild ríkissjóðs, Landsbanka, Búnaðarbanka og e.t.v. fleiri banka og annarra aðila. Enda þótt ég telji hlutafélagsformið hafa flesta ókosti umfram ríkis- bankaformið, þá gæti þessi leið a.m.k. orðið til þess að skapa nauð- synlegt svigrúm og tíma til að vinna að framtíðarlausn í höndum aðila, sem gerst þekkja og byggja mundu á hlutlægum, rökstuddum niðurstöð- um rannsókna og upplýsinga. Slíkur hlutafélagsbanki hefði vissa kosti ríkisbanka. E.t.v. er þessi lausn æskileg nú af pólitískum ástæðum." 1 Yfirtaka einfaldari og ódýrari „Ég held, að menn séu.farnir að láta hugtök rugla sig. Samruni banka verður með ýmsum hætti. Allir vita, að slíkt er daglegt brauð erlendis, einkum þegar veikir bankar samein- ast sterkari bönkum. Metnaður og tilfinningasjónarmið ráða þá ekki ferðinni, heldur viðskiptalegir hags- munir. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, ef fara ætti samrunaleið- ina Búnaðarbanka og Útvegsbanka, þar sem annar bankinn er meira en helmingi stærri en hinn, hvað innlán varðar, annar sterkur og traustur, en hinn veikur, þá er eðlilegt að fara þá leið, að minni og veikari einingin færist yfir í hina. Sú leið væri yfirleitt farin annars staðar, án þess að mönnum þætti sér misboðið, enda er hún fljótvirkari, einfaldari og marg- falt ódýrari, sem hlýtur að vega þungt í því máli, sem við þurfum að ieysa. Auk þess verður komist hjá milli- bilsástandi, tímabundinni óvissu og hugsanlegum deilumálum, sem gætu orðið örlagarík fyrir viðskiptavild og hagsmuni bankans og viðskipta- manna hans. Að mínum dómi hnfga engin skynsamleg rök að því, að svokölluð sameining í nýjum banka sé sú leið, sem leysi vandann. Hún skapar aftur á móti ný og flókin vandamál." „Starfsmannavandinn verður mestur, ef „sameining" á sér stað með nýjum banka, minni ef um samruna eða tilflutning eins yfir í aðra eða annan er að ræða og lítill eða enginn, ef Útvegsbanka yrði breytt í hlutafélag, eins og ég gat um áður. Starfsmannamálið er við- kvæmasta atriðið, þar sem mannlegi þátturinn kemur til skjalanna, at- vinnuöryggi, siðferðilegur réttur, starfsaldur, metnaður og sjáifsvirð- ing einstakra starfsmanna. Slík mál hafa jafnan verið erfiðust í reynd, og ég sit ekki inni með einföld úrræði í því efni og finnst, að stjórnmála- menn geri sér ekki grein fyrir því, hversu stór þessi vandi er og erfiður. Það er hins vegar Ijóst, að verði bönkunum tveim slegið saman með einhverjum hætti, er óhjákvæmilegt að fækka starfsfólki í hærri sem lægri stöðum mjög verulega, ella yrði rekstur vonlaus." Ríkisbankagrýlan byggð á vanþekkingu eða pólitískri þrákelkni „Hlutafélagsbanki getur aldrei orðið jafnsterkur og traustur og ríkisbanki í okkar litla þjóðfélagi. Enginn pólitískur átrúnaður getur breytt þeim sannindum. Miklum áróðri og skrumi hefur verið haldið að fólki um ágæti einkabanka um- fram ríkisbanka, og hafa m.a. ófarir Útvegsbankans verið færðar fram til sannindamerkis um þetta. Styrkleiki og traust Landsbanka og Búnaðar- banka hefur hins vegar ekki verið nefnt til sönnunar hinu gagnstæða. Hér á landi hafa einkabankar orðið fyrir alvarlegum áföllum sbr. ís- landsbanka og Alþýðubanka, og erl- endis eru bankahrun algeng, og er þar í öllum tilfellum um einkabanka Stefán Hilmarsson bankastjóri Bún- aðarbankans. að ræða. Áföll eins og Útvegsbank- inn hefur orðið fyrir eiga sér stað, hvert sem rekstrarform banka kann að vera. öllum getur mistekist, meira að segja ríkisbönkum. Hafa menn hug- leitt, hvernig farið hefði, ef Útvegs- bankinn væri ekki ríkisbanki. Hann hélt þó velli við illan leik einungis vegna þess, að innstæðueigendur voru þrálátlega minntir á, að enginn hætta væri á ferðum vegna ríkis- ábyrgðarinnar. Ríkisbankagrýlan er annaðhvort byggð á vanþekkingu eða pólitískri þákelkni. Starfshættir hlutafélagsbanka og ríkisbanka eru hinir sömu í grundvallaratriðum. Ríkisbanki hefur engin meiri tengsl við ríkissjóð en éinkabanki, hann skilarekki hagnaði sínum í ri'kissjóð, eins og aðrar ríkisstofnanir, hvort sem er Þjóðleikhús eða Áfeng- isverslun, heldur greiðir skatta og skyldur eins og einkabanki eða önn- ur fyrirtæki. Ríkisbankar eru í sam- keppni jafnt sín á milli og við aðra. Munurinn í starfsháttum er e.t.v. mestur, þegar kemur að útlánum, þar sem ríkisbankarnir lána til allra atvinnugreina þar sem t.d. Iðnaðar- banki og Verslunarbanki lána nán- ast ekkert til sjávarútvegs og land- búnaðar. Hlutafélagsbankarnir tilheyra pólitískum öflum Andstætt því, sem haldið er fram af sumum, eru ríkisbankarnir hinir ópólitísku bankar á fslandi, þar sem hlutafélagsbankarnir tilheyra í reynd ákveðnum pólitískum öflum. Þetta er staðreynd, hvað sem menn vilja vera láta. Ríkisbankarnir aftur á móti búa við bankaráð, sem kosin eru af Alþingi, og eiga flestir eða allir flokkar þar fulltrúa. Reynsla mín í 25 ár er góð af þessu fyrirkomulagi, í því felst öryggi og styrkur og viss leiðsögn um óháða, ópólitíska, en málefnalega stjórn bankans. Ríkisábyrgð er, að mínum dómi nauðsynleg stórum banka í litlu þjóðfélagi bæði vegna trausts í innlendum viðskiptum og þó sér í lagi í öllum erlendum viðskiptum. Erlendir lánardrottnar krefjast yfir- leitt ábyrgðar ríkissjóðs eða ríkis- banka, ella telja þeir áhættu yfirleitt það mikia, að lán verða dýrari, og ekki væri sú þróun hagstæð í okkar landi, eins og sakir standa. Hlutafélag kann að vera traust og mikils metið innanlands, þótt erl- endir aðilar stórþjóða sjái í þeim litla tryggingu. Yrði um nýjan einka- banka að ræða, gæti hann aidrei keppt við Landsbankann um kjör í erlendum viðskiptum." „Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að Útvegsbankinn eigi að starfa áfram í einhverri mynd a.m.k. um sinn og vinna beri að því skipulæega og af krafti, að einka- bankarnir sameinist. Ég held, að iítilli ef nokkurri viðleitni hafi verið beitt til að ná fram slíkri samein- ingu, sem augljóslega væri það hag- kvæmasta og skynsamlegasta í cndurskipulagningu bankakerfis- ins.“ Banki er það sem starfsfólk og viðskiptavinir vilja láta hann vera „Við ákvarðanir, sem varða stöðu banka, verður að fara mcð varúð og að vandlega yfirveguðu ráði. sam- ráð þarf að vera við starfsfólk, sem sjálft á stóran hlut að máli og gerst þekkir til viðhorfa viðskiptamann- anna. Það er óskhyggja að beita samlagningaraðferðinni um við- skiptamagn banka við sameiningu. Og þegar upp er staðið, þá er banki ekkert nema það, sem við- skiptamenn hans og starfsfólk vilja eða geta látið hann vera. Ríkisvald, stjórnmálamenn og laganna bókstaf- ir fá engu ráðið í þeim efnum.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.