Dagur - 12.02.1987, Side 2

Dagur - 12.02.1987, Side 2
2 - DAGUR - 12. febrúar 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.________________________________ Að þora eða þora ekki Fræðslustjóramálið svonefnda í Norðurlandi eystra ætlar að draga dilk á eftir sér. Mjög skiptast í tvö horn viðhorf manna til ákvörðunar Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra að víkja Sturlu Kristjánssyni úr starfi. Málið snýst ekki lengur um það sem máli skiptir, nefnilega það að ráðuneytið gerir fræðsluembættum ókleift að framfylgja grunnskólalögum um sérkennslu til handa þeim sem á henni þurfa að halda. Einblínt er á þá stað- hæfingu ráðherra að fræðslustjóri hafi farið fram úr fjárlögum, en hinum þættinum gleymt, að emb- ættismenn sem eiga að framfylgja lögum geta það ekki vegna vanefnda ráðherra. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á þingi um að Hæstiréttur skipi menn til að kanna lögmæti uppsagnar fræðslu- stjóra og samskipti ráðuneytis við fræðsluembætt- in. Sverrir bregst ókvæða við og svo gerir allur þingflokkur sjálfstæðismanna. Þeir eru ótrúlega margir sem hrífast af fautaleg- um vinnubrögðum menntamálaráðherra í þessu máli og viðkvæðið er gjarnan það að þarna sé á ferðinni maður sem þorir. Þessir sömu aðdáendur menntamálaráðherra mættu gjarnan velta því fyrir sér hvers vegna hann þorir ekki að láta fara fram hlutlausa rannsókn á samskiptum ráðuneytis við fræðsluembættin og því hvort nægar ástæður hafi verið fyrir brottvikningu fræðslustjórans. Staðgreiðslukerfið Lagt hefur verið fram á þingi frumvarp til laga um staðgreiðslukerfi tekjuskatts launafólks. Rætt hef- ur verið um það um margra ára skeið að þessi breyting væri nauðsynleg, ekki síst með tilliti til þess að eftirágreiddir skattar geta komið einstak- lega illa niður á mörgum starfsstéttum hér á landi sem hafa sveiflukenndar tekjur frá ári til árs. Það er mikið fagnaðarefni að þetta frumvarp skuli nú loksins hafa litið dagsins ljós. Þarna er á ferðinni ákaflega einfalt kerfi og því einfaldari sem skattakerfi eru því minni líkur eru á því að unnt sé að hliðra sér hjá því að greiða til samfélagsins. Þess ber hins vegar að geta, að margt er óunnið við endurskoðun skattalaga almennt. Eins og áður gat snertir þetta frumvarp aðeins tekjuskatt af launum. Ekki hefur enn verið tekið á þessum mál- um hvað varðar fyrirtæki og einkarekstur. Þar er víða pottur brotinn og ekki síður nauðsyn endur- skoðunar. Koma verður í veg fyrir söluskattssvikin, sem vitað er að viðgangast í stórum stíl, og einnig það að aðilar í einkarekstri geta falið svo og svo mikið af útgjöldum heimila sinna í rekstrarútgjöld- um fyrirtækjanna. HS _viðtal dagsins. „Ég er alveg sannfærð um að kvenfélögin eru ekki tíma- skekkja og nauðsynleg svo lengi sem karlaklúbbar verða starfandi,“ sagði valkyrjan Viktoría Gestsdóttir formaður Kvenfélags Sauðárkróks í sam- tali við Dag. Viktoría sem fædd er á Siglufirði árið 1933, flutti til Sauðárkróks árið 1972 og hóf þá afskipti af félagsskap kvenna með inngöngu í kven- félagið. Hún hefur verið for- maður félagsins í 2 ár, á eitt ár eftir af kjörtímabilinu. Áður en Viktoría sagði stutt ágrip úr sögu Kvenfélags Sauðárkróks, greindi hún frá því að bráðlega kæmi út saga félagsins, sem um leið væri að miklu leyti saga mannlífsins á staðnum síðustu öldina. Sagan var skráð af Aðalheiði Ormsdóttur, sem gaf félaginu alla vinnu sína. Bókin verður að sögn Viktoríu ódýr þrátt fyrir að hún er prentuð í aðeins 500 eintökum og á góðan pappír. „Það er eins og sumir haldi að við séum bara að baka og sauma út á fundum“ - Spjallað við Viktoríu Gestsdóttur, formann Kvenfélags Sauðárkróks „Félagið var stofnað árið 1895, af konum heldri manna hér í bænum. Félagið er því orðið 90 ára, en fáni félagsins sem bar ein- kunnarorðin trú, von og kærleik- ur er heldur yngri, var saumaður af Porbjörgu Möller fyrir 50 ára afmæli Sauðárkróks 1921 og bor- inn þá í fyrsta skipti. Tilgangur kvenna með stofnun félagsskapar síns á sínum tíma var að koma saman og kenna hver annarri það sem þær kunnu. Síðan hefur starfsemin breyst þannig að nú eru kvenfélögin líknar- og menn- ingarfélög sem láta sér fátt mann- legt óviðkomandi. Kvenfélag Sauðárkróks hefur sett mikinn svip á bæjarlífið í gegnum tíðina bæði með verklegum og menn- ingarlegum framkvæmdum. Kon- ur lögðu t.d. fyrsta veginn hér á Sauðárkróki Frúarstíginn, sem nú heitir Freyjugata. Pá höfðu konur hér á Sauðárkróki manna- forráð. Áður en sjúkrahúsið varð eins öflugt og það er í dag sinntu kvenfélagskonur sængurkonum. Félagið átti tau sem það lánaði á heimilin og félagskonur sáu um að sængurkonur þyrftu ekki að vera að hugsa um matseld meðan þær lágu á sæng. Þegar nýja sjúkrahúsið var tekið í notkun gáfu kvenfélagskonur sængur og lín í rúm sjúklinga. Áður en handavinnukennsla var hafin í skólum, stóð kvenfélagið fyrir handavinnuskóla fyrir drengi og stúlkur. Félagið hefur gert þó nokkuð af því á seinni árum að halda verkleg námskeið og þá valið þær greinar sem ekki eru kenndar í Fjölbrautaskólanum. Má nefna: Postulíns- og taumáln- ingu. Pá stóð kvenfélagið á árum áður fyrir leikstarfsemi og á tíma- bili fyrir dægurlagakeppni, og ýmislegt annað menningarlegt hefur verið á dagskrá félagsins. Félagið hefur ætíð reynt að beita sér fyrir því sem brýnast hefur þótt á hverjum tíma og t.d. höf- um við haldið félagsmálanám- skeið á hverju ári núna síðari árin. Margar konur hafa þar stig- ið sín fyrstu spor í félagsmálum." - Hvað eru félagarnir margir, eru þeir virkir og er félagið í takt við tímann? „Félagarnir eru um 70. Þar af eru margar konur sem eru orðnar aldraðar og starfa af þeim sökum lítið. Pað er svona fjórðungurinn sem er starfandi og ég held að það teljist mjög gott. Fyrir 90 ára afmælið í hitteðfyrra störfuðu 32. Okkur vantar fleiri ungar konur í félagið, við höfum aug- lýst og vænst þess að ungar konur komi á fundi og kynni sér starf- semina, en það er eins og þær þori það ekki. Ég hugsa að þær haldi að það sé bara bakað og saumað út á fundum, en það er nú öðru nær. Ég mundi segja að það væru væntingar í félagsskap kvenna í dag og farið verði út í einhverjar nýjungar á næstunni, ekki veitir af til að halda velli eins og klúbbarnir eru orðnir margir í dag.“ - Hvað eru oft fundir í félag- inu? „Það eru 5 félagsfundir að jóla- fundinum undanskildum. Hann er svona nokkurs konar „Litlu jól“ hjá okkur. Það er í eina skiptið sem við komum saman til að borða. Þorrablót höldum við ár hvert á þorraþræl og sjáum alfarið einar um þá samkomu." - í hverju er fjáröflun félags- ins fólgin? „Aðalfjáröflun okkar er jóla- pappírs- og jólakortasala, sem við framkvæmum alltaf í byrjun desember áður en jólaundirbún- ingurinn hefst á heimilunum. Fyrir síðustu jól létum við gera einstaklega fallegt kort með eftir- prentun af málverki Jóhannesar Geirs listmálara sem Sauðár- króksbær færði Reykjavíkurborg að gjöf í tilefni af 200 árá afmæl- inu. Kortið sem einnig er póst- kort og tækifæriskort hefur feng- ið mjög góðar viðtökur. Já, ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem hafa tekið vel á móti sölu- konum okkar. Kvenfélagið hefur einnig tekið þátt í sameiginlegum átökum með Kvenfélagasam- bandi Skagafjarðar, aðallega um öldrunarmál. Sambandið hefur staðið fyrir vinnuvökum svo- kölluðum á Löngumýri, þar sem komið hefur verið saman eina helgi og unnir munir, sem síðan hafa verið seldir til styrktar því málefni sem unnið hefur verið að í það skiptið. Upprunalega var áformað að halda vinnuvökuna annaðhvert ár, en síðan hafa allt- af einhver verkefni borist okkur svo þær hafa verið haldnar á hverju ári. Stundum höfum við verið óheppnar, mætingar verið dræmari fyrir að eitthvað hefur verið um að vera í héraðinu um sama leyti, en þó hefur alltaf komið töluvert fjármagn út úr þessari vinnu.“ - Þú minntist áðan á stuðning kvenfélagsins við sjúkrahúsið, hefur ágóðinn af fjáröflun ykkar beinst mikið þangað? „Já. Við höfum alltaf stutt vel við sjúkrahúsið og það er t.d. hægt að telja upp sjúkrahúsin hringinn í kringum landið, þar sem kvenfélögin hafa gefið eitt tæki, sónartækið. Síðasta verk- efnið sem við unnum að í þessu sambandi var gjöf í tilefni 90 ára afmælis félagsins, er við gáfum húsbúnað, klukku, sjónvarp, útvarp og vídeo til hjúkrunar- og dvalarheimilis aldraðra. Þá höf- um við ætíð reynt að aðstoða for- eldra sem þurfa að fara utan með veik börn sín.“ - Eitthvað að lokum? „Ég vil bara segja að ég er ákaflega þakklát mínum konum fyrir allt þeirra starf. Ég vil hvetja allar konur til að standa vörð um sitt félag og koma til starfa, alla vega kynna sér félagið og starfsemi þess. Enginn veit fyrr en reynt hefur.“ -þá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.