Dagur - 12.02.1987, Síða 8
8 - DAGUR - 12. febrúar 1987
12. febrúar 1987 - DAGUR - 9
Kvenfélagið Hlíf á Akureyri
varð 80 ára þann 4. fcbrúar sl.
Hlífarkonur hafa látiö til sín
taka á niörgum sviöum mann-
úðar- og líknarmála um dag-
ana og ófá eru þau málefni sem
þær hafa stutt og komið í höfn.
I tilefni af afmæli félagsins
verður saga þess rakin í stórum
dráttum.
Kvenfélagið Hlíf
Eitt vinarbros er veikum bróðurmætir
fær vakið þrótt í kaldri sjúkdómsneyð.
Eitt kærleiksorð, er böl og sorgir bætir,
fær birtu varpað yfir margra leið.
Þessar ljóðlínur eftir Kristínu
Sigfúsdóttur gætu verið einkunn-
arorð þeirra sjö kvenna sem
stofnuðu Kvenfélagið Hlíf þann
4. febrúar 1907. Aðal frumkvöð-
ull félagsins var Hólmfríður Þor-
steinsdóttir á Akureyri. Um til-
gang félagsins segir svo í félags-
lögunum:
„Tilgangur félagsins fór vaxandi
hjúkra sjúklingum í Akureyrar-
kaupstað, einkum fátæklingúm,
einnig að hjálpa örvasa gamal-
mennum.“
Starfsemi félagsins fór vaxandi
og félagskonum fjölgaði ört.
Fljótlega hófu þær fjáröflunar-
störf með ýmsum hætti. Þegar
félagið var ársgamalt var nafni
þess breytt í Hjúkrunarfélagið
Hlíf enda verkefni þess eingöngu
hjúkrun og aðhlynning sjúkra og
fátækra, sem engan kost áttu á
sjúkrahúsvist. Gengu félagskon-
ur sjálfar í hús og hjúkruðu sjúkl-
ingum endurgjaldslaust. Árið
1909 varð félagið þess megnugt
að ráða tvær konur til hjúkrunar-
starfa. Ekki voru þær lærðar en
höfðu orð á sér fyrir nærfærni við
sjúklingana og nokkra reynslu.
Hjálp þeirra var ókeypis en eitt-
hvert kaup höfðu þær frá félag-
inu. Vökukonu hafði félagið
einnig í þjónustu sinni sem vakti
yfir veiku fólki í bænum þegar
þurfti.
Fjáröflun
Fjáröflunarleiðir voru ýmsar,
t.d. hlutaveltur, leiksýningar og
kaffisala. Félaginu varð fljótt
verulega ágengt því það fór að
láta fleira til sín taka en hjúkrun.
Reynt var að bæta úr brýnustu
þörf hinna snauðu með matar-
gjöfum, eftir því sent getan
leyfði. Þá var sú venja tekin upp
að gefa sjúklingum á sjúkrahús-
um jólagjafir um hver jól og
halda fyrir þá skemmtanir.
Fleiri góðgerðarstörf mætti
nefna. Til dæmis var það venja
um árabil að skipta peningaupp-
hæð milli fátækasta fólksins á
Akureyri á stofndegi félagsins.
Margir voru þeir sem sáu hvílíkt
stórvirki félagsskapurinn var að
vinna og ýmis fyrirtæki og ein-
staklingar létu fé af hendi rakna
til þessa góða málefnis.
Sjúkrasamlag Akureyrar
stofnað
Árið 1915 var Hlíf orðið fjöl-
mennt og öflugt félag sem taldi
112 meðlimi. Þegar blaðað er í
gömlum heimildum getur maður
vart varist undrun á því hversu
mörg mál félagið lét til sín taka.
Eitt merkasta átakið var stofnun
Sjúkrasamlags Akureyrar árið
1913. Kvenfélagið Framtíðin,
Hjúkrunarfélagið Hlíf og Verka-
mannafélagið Eining lögðu fram
stofnfé samlagsins. Hlífarkonur
lögðu einnig til að stofnað yrði
dýraverndunarfélag og þær létu
fé af hendi til uppbyggingar
heilsuhælisins að Kristnesi.
Mjólkurskortur var vandamál
á Akureyri um árabil. Á fundi í
Hlíf árið 1915 var þetta mál rætt
og nefnd kosin til að gera tillögui
til úrbóta. Starfaði sú nefnd með
annarri nefnd sem Kvenfélagið
Framtíðin hafði kosið í sama
skyni. Nefndirnar komu því síðar
til leiðar að nokkrir bændur í
nágrenni Akureyrar hófu að selja
mjólk hér í bænum. Hlíf starfaði
á þeim grundvelli mannúðar sem
hér hefur verið lýst í 25 ár og átti
sér marga velunnara. Flestar
urðu féjagskonur 154 árið 1922.
í apríl 1928 urðu þáttaskil í
sögu félagsins. Oddfellowar á
Akureyri buðust til að aðstoða
Hlífarkonur við aðhlynningu
sjúkra og fátækra. Ekki varð úr
þessu samstarfi en mörgum
fannst að eftir stofnun Akureyr-
ardeildar Rauða kross íslands
væri hlutverki Hlífar í hjúkrunar-
málum að mestu leyti lokið. Þörf-
in fyrir starfsemina var ekki eins
brýn og áður og nokkuð dofnaði
yfir henni um hríð. Á afmælis-
fundi árið 1931 voru greidd
atkvæði um það hvort leggja
skyldi félagið niður eða halda
áfram starfi. Munaði mjóu að
félagið Iifði af, því samþykkt var
að halda starfsemi áfram með 22
atkvæðum gegn 21.
Nú höfðu orðið þáttaskil í sögu
Hlífar. Ákveðið var að takast á
við næsta verkefni, sumardvalar-
heimili fyrir fátæk börn. Nafni
félagsins var breytt í Kvenfélagið
Hlíf, eins og það hét áður. Stór-
merkum kafla í sögu þess var lok-
ið og annar tók við. Hið nýja
verkefni hreif hug og hjörtu Hlíf-
Gcstirnir skemmta sér yfir veitingum og góðum mat.
Karlmennirnir syngja „Fósturlandsins freyja“ undir stjórn Askels Jónssonar.
Kvenfélagið Hlíf á Akureyri:
Fómfust líknar
starf í 80 ár
arkvenna. Þær söfnuðu fé af elju-
semi og þær ráku sumarbúðir á
ýmsum stöðum næstu árin, oftast
í samvinnu við önnur félög. Þeg-
ar styrjöldin skall á 1939 var brýn
þörf á að koma bömum fyrir, utan
Akureyrar, í stórum stfl. Þá fékk
félagið í fyrsta sinn styrk til
starfseminnar, kr. 1000 frá ríkinu
og kr. 400 frá Bæjarsjóði Akur-
eyrar.
Bygging og stofnun Pálmholts
Árið 1946 ákváðu Hlífarkonur
að stofna barnaheimili, sem væri
jafnframt dagheimili, í nágrenni
Akureyrar. Þær völdu sjálfar
staðinn, á túninu fyrir neðan
Flúðir, enda álitu þær best að
börnin fengju notið frelsis og
gróðurs. Áður höfðu þær fengið
gefið landsvæði, 4 dagsláttu tún
neðan við Naustaveg. Frú Gunn-
hildur Ryel var gefandi að þessu
Stjórn Hlífar. Standandi frá v.: Siggerður Tryggvadóttir og Lovísa Svavars-
dóttir. Sitjandi frá v.: Sesselja Gunnarsdóttir, Kristjana Jónsdóttir formað-
ur, Jóhanna Jóhannsdóttir.
túni. Hlífarkonur skiptu á þessu
túni og lóðinni við Pálmholt,
fengu byggingarleyfi og gengu nú
tvíefldar til verka. Almættið virt-
ist vera málefninu hliðhollt og
að þessum rekstri en ávallt tókst
að sigrast á þeim fyrir dugnað og
fórnfýsi þeirra sem ekki hirða um
að „heimta sín daglaun að
kveldi“. Eftir rekstur á þessu
barnaheimili í 22 ár ákvað stjórn
Hlífar að gefa Akureyrarbæ
Pálmholt með öllum búnaði og
án allra skuldbindinga. Örar
þjóðfélagsbreytingar og breyttar
aðstæður gerðu það að verkum
að hentugt þótti að beina starf-
semi félagsins inn á aðrar brautir.
Barnadeild FSA styrkt
Eftir 1972 einbeittu Hlífarkon-
ur sér að málefnum í þágu Barna-
deildar Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Á undanförnum árum
hefur þeim tekist að safna fé til
margvíslegra tækjakaupa fyrir
deildina og hafa nú þegar gefið
eftirfarandi tæki: Hitakassa, súr-
efnistæki, smásjá, ljósalampa,
blóðþrýstingsmæli, vökvadælu,
upphitaðar barnavöggur, sog-
„Hlíf heftir verið Bama-
deildinni stoð og stytta“
segir Baldur Jónsson yfirlæknir
Baldur Jónsson, yfirlæknir, flutti ávarp.
Baldur Jónsson, yfírlæknir
Barnadeildar Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri, flutti ávarp
í afmælishófi Kvenfélagsins
Hlífar I Geysishúsinu sl. laug-
ardagskvöld og sagði þá m.a.:
„Þegar ég kom til starfa við
Barnadeild F.S.A. í október 1961
var aðeins til einn gamall hita-
kassi. Á næstu árum fengum við
nýjan hitakassa og nokkur rúm
sem okkur voru gefin. Önnur
tæki notuðum við ásamt öðrum
deiidum sjúkrahússins því ekki
var um auðugan garð að gresja.
Kvenfélagið Hlíf hafði gefið
Akureyrarbæ barnaheimilið
Pálmholt árið 1972 og frá árinu
1973 styrkti það Barnadeild
F.S.A.
Félagskonur hafa safnað fé
með margvíslegum hætti. Þær
hafa haldið basara og kaffisölu og
stundað merkjasölu. Þær hafa
gefið okkur mörg lækningatæki
af mikilli rausn sem þær hafa
unnið fyrir af dugnaði. Eg er þess
fullviss, að án starfa kvenfélags-
ins væri Barnadeildin alls ekki
það sem hún er í dag.
Það væri erfitt og næsta
ómögulegt að hjúkra fyrirbura ef
ekki væri til hita- og súrefniskassi
til að halda hita á barninu líkt og
í fósturlífi. Hætta er á ferðum ef
súrefni er ekki nægilegt og þá er
þörf á tæki sem hjálpar því að
anda ef það andar ekki sjálft og
tæki sem fylgist með hversu mik-
inn vökva barnið fær gegnum æð.
Við þurftum líka tæki sem fylgd-
ist með öndun barnsins og blóð-
þrýstingi.
Þetta eru sýnishorn af þeinr
tækjum sem afmælisbarnið hefur
gefið okkur. Mér finnst að Hlíf-
arkonur geti verið stoltar af fram-
taki sínu og við, starfsfólk Barna-
deildar F.S.A., erum þeim þakk-
lát fyrir að geta starfað við svo
góðar aðstæður. Ég get ekki látið
hjá líða að geta Minningarsjóðs
Hlífar, sem stofnaður var 26.
mars 1960. Sjóðurinn hefur
styrkt okkur rausnarlega öll þessi
ár með bókagjöfum, leikföngum,
sjónvarpi, myndbandi og barna-
vagni. Þessar gjafir hafa stórlega
létt börnunum sjúkrahúsdvölina.
Sjóðurinn hefur einnig gefið
skírnarfont, skírnarskál, kerta-
stjaka og sálmabækur. Þess
vegna er hægt að skíra börn á
deildinni við hátíðlegri skilyrði
en ella.
Barnadeildin flutti fyrir nokkr-
um árum í núverandi húsnæði
sem er bráðabirgðahúsnæði.
Þetta húsnæði er of lítið og þar er
þröngt. Þetta er það eina sem
skyggir á rekstur þessarar deild-
ar. Ég veit að það væri fleira sem
skyggði á deildina en þetta ef
Hlífar hefði ekki notið við. Mikil
guðsblessun er að þetta kvenfé-
lag var stofnað fyrir 80 árum og
fyrir það mega börn þessa fjórð-
ungs vera þakklát. Ég flyt félag-
inu árnaðaróskir á 80 ára afmæl-
inu og óska því velfarnaðar í
framtíðinni.“ EHB
Kristjana Jónsdóttir lék á píanó og sonardóttir hennar, Krist-
jana Nanna Jónsdóttir, lék á þverflautu. Myndir: ehb
margir lögðu málefninu lið.
Barnaheimilið reis og hlaut nafn-
ið Pálmholt. Flestir Akureyring-
ar þekkja þetta nafn og muna eft-
ir húsinu en færri þekkja þá
merku sögu og fórnfúsu vinnu
sem þarna lá að baki. Vakandi og
sofandi unnu'þessar kjarkmiklu
konur að byggingu þessa fyrsta
barnaheimilis á Norðurlandi, og
sáu að lokum draum sinn rætast.
Pálmholt tók til starfa árið
1950. 50 börn voru í dagvist og
starfsstúlkur voru 5. Eftirspurn
eftir plássum var þó svo mikil að
fljótlega varð húsið of lítið. Þá
var byggt við það svo það rúmaði
100 börn. Þá var starfsfólki fjölg-
að til samræmis við aukinn fjölda
barna. Oft steðjuðu erfiðleikar
dælu, rakaúðunartæki, blöndun-
arkrana fyrir súrefni og loft,
vöggur sem skorða börn í hita-
kassa og nákvæma vog. Öll eru
þessi tæki af vönduðustu gerð.
Minningarsjóður Hlífar, sem
stofnaður var árið 1960, hefur
búið Barnadeildina leikföngum
og bókum auk þess sem skírnar-
fontur og allur búnaður til barna-
skírnar var gefinn á sínum tíma.
Á þessu afmæli Hlífar skora
Hlífarkonur á konur, yngri sem
eldri, að gerast félagar í Hlíf og
hjálpa til við þau málefni sem að
er unnið á hverjum tíma. Hver
sem er getur gerst styrktarfélagi
og borgar þá ákveðið árgjald án
allra skuldbindinga um þátttöku í
öðrum störfum félagsins. EHB
.spurning vikunnan
Hvernig lýst þér á hugmyndina
um að komið verði á námi
c
til stúdentsprófs á Húsavík?
Kristbjörg Steingrímsdóttir:
Mér lýst vel á hugmyndina og
finnst þetta alveg nauðsynlegt
svo fólkinu fækki ekki alltaf
hérna. Þetta yrði gott fyrir
bæinn og þó skólamálin séu
ekki eina ástæðan fyrir fólks-
fækkuninni þá spila þau þar inn
m*
Jónas G. Jónsson:
Ég er eiginlega hættur öllum
hugsunum um skólamál, það er
svo langt síðan ég hætti að
kenna sjálfur. Annars líst mér
vel á þessa hugmynd, hún hef-
ur verið lengi á döfinni og von-
andi kemst hún í framkvæmd.
mmm
Hafliði Jósteinsson:
Það er tvímælalaust stórt skref
í framfaraátt í skólamálum á
Húsavík. Ef treysta má orðum
menntamálaráðherra og hann
fylgir málinu eftir held ég að
þetta geti orðið að veruleika.
Við vonum það að minnsta
kosti að þannig sé í pottinn búið
að það eigi að standa við þetta
og að það verði að veruleika.
Viðar Eiríksson:
Ég er mjög hlynntur þessari
hugmynd og fagna því þegar
hún næst í gegn. Ég er alveg
sammála í þessu máli.
Ásmundur Bjarnason:
Ég tel það af hinu góða ef tekst
að halda lengur í unga fólkið
hér í bænum og gefa því tæki-
færi til að Ijúka stúdentsprófi
hér.