Dagur - 12.02.1987, Side 11

Dagur - 12.02.1987, Side 11
12. febrúar 1987 - DAGUR - 11 Byggðamál á tímamótum Það má öllum vera ljóst að byggðamál verða mjög ofarlega á baugi í komandi kosningabar- áttu. Þar verða margir kallaðir og því mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir því hverjir tali þar af heilum huga. Ég minni á að þegar Fram- sóknarflokkurinn kom til valda 1971 - eftir rúman áratug í stjórnarandstöðu - var gert stór- fellt átak í uppbyggingu á lands- byggðinni með skipulagðri endurnýjun á fiskiskipaflotanum og fiskvinnslunni. Einnig var veruleg uppbygging í landbún- aði. Landsbyggðarfólkið öðlaðist sjálfstraustið á ný. Þó svo að landsbyggðin standi enn traustum fótum á þeim grunni sem lagður var upp úr 1970 þá er ljóst að fleira þarf að koma til, til þess að takast á við „aðdráttarafl“ höfuðborgar- svæðisins. Það þarf að leita nýrra leiða í byggðamálum. Til þurfa að koma nýjar skilgreiningar. Nýjar skilgreiningar Við þurfum að skilgreina byggða- stefnuna út frá efnahagslegum forsendum. Benda á með rökum að það sé fjárhagslega hagkvæmt fyrir þjóðarheildina að byggð haldist sem mest í horfinu. Þó við höldum hinum efnahagslegu rök- um á lofti nú um sinn, megum við aldrei missa sjónar af því að grundvöllur frjórrar íslenskrar menningar hlýtur að vera sá að hún mótist af búsetu í landinu öllu ekki hluta þess. Það er mín skoðun að allar aðgerðir í byggðamálum verði að byggjast á markaðri pólitískri stefnu. Þar sem tekið verði á öll- um þáttum - á atvinnumálum þ.m.t. landbúnaði og sjávarút- vegi, annarri atvinnuuppbyggingu og ekki síst opinberri þjónustu. Þar sem við á í hverju tilfelli. Mér hefur stundum fundist að nokkuð hafi skort á heildaryfir- sýn þegar fjallað er um byggða- mál og nefni sem dæmi að ís- lenskur landbúnaður stæði ekki frammi fyrir svo stórum vanda- málum sem raun ber vitni í dag ef áfram hefði verið unnið eftir þeirri stefnu sem Steingrímur Hermannsson lagði drögin að í ráðherratíð sinni 1978-1979. I stað þess reyrði Pálmi Jónsson máiefni landbúnaðarins í ill- leysanlegan hnút með marklaus- um og handahófskenndum vinnubrögðum í ráðherratíð sinni næstu þrjú árin. Það þarf sterk bein til þess að stjórna með hagsmuni heildar- innar í huga. Takast á við mál sem oft væri freistandi að leysa með skammtíma hagsmuni ein- stakra byggðarlaga - eða jafnvel einstaklinga - í huga. Láta fram- tíðina um að fást við afleiðingar fyrir heildarhagsmuni viðkom- andi málaflokks. Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa sýnt að þeir hafa pólitískt þrek til þess að taka á þessum málum á nýjan hátt. Það ætti því engum að koma á óvart sú skoðun mín að Fram- sóknarflokknum sé best treyst- andi til þess að rata þá pólitísku leið í byggðamálum, milli frjáls- hyggjunar - sem er í raun ónýt þjóð eins og íslendingum, sem vilja nýta stórt og gjöfult land til hagsbóta fyrir heildina - og skipulagshyggjunnar, sem í grundvallaratriðum samræmist ekki eðli okkar íslendinga. Þriðja stjórnsýslustigið Ég nefndi áðan hvaða straum- hvörfum aðgerðir framsóknar- manna í byggðamálum ollu 1971. Það er því rökrétt að spyrja, er hægt að bregðast við á hliðstæðan hátt nú? Þeirri spurningu svara ég hiklaust játandi. Með róttæk- um breytingum á uppbyggingu og skipulagi opinberrar þjónustu og annarri stjórnsýslu. Þar sem vald og fjárhagsleg ábyrgð verði flutt frá „stjórnsýslumiðstööinni" Reykjavík og út í byggðirnar. I mínum huga er ekki nokkur vafi á að þetta skref beri að stíga nú og að skjótvirkasta leiðin að ná settu marki sé sú að taka upp „þriðja stjórnsýslustigið" sem kæmi á milli núgildandi sveitar- félaga og ríkisvaldsins. Ég vil taka fram að „þriðja stjórnsýslustigið“ er ekkert markmið í sjálfu sér, heldur tæki sem byggðirnar fengju í hendur til þess að takast á við stærri verkefni en þær eru færar um inn- an núverandi stjórnsýslukerfis. Ég tel einnig að þegar búið væri með skipulagsbreytingu að flytja stóran hluta opinberu þjón- ustunnar út í byggðirnar, þá Jóhannes Geir Sigurgeirsson. muni þjónustustarfsemi í „einka- geiranum“ koma í kjölfarið. Þjónusta sem við landsbyggðar- fólkið sækjum allt of mikið til höfuðborgarsvæðisins. Miklu meira en við þyrftum að gera ef við bærum gæfu til þess að standa saman um að byggja hana upp heima fyrir. Ég ætla að lokum um „þriðja stjórnsýslustigið“ að vitna til „fræðslustjóramálsins“. Ég tel að aldrei hefði þurft að koma til þess harmleiks sem þar fer fram, nema fyrir það, að allt of langt er á milli þeirra sem eru að fást við þessi mál heima fyrir og hinna sem ráða yfir fjármagninu - bera hina fjárhagslegu ábyrgð - og eru að skipta því, jafnvel niður á einstaka þætti kennslumála. Hér þarf að verða kerfisbreyting. Færa - eins og áður sagði - vald og fjárhagslega ábyrgð nær vett- vanginum. Jákvæð umræða Oft hefur mér fundist umræðan um byggðamál hjá okkur lands- byggðarfólkinu allt of neikvæð. Þegar verst gegnir lætur nærri að fólk mani hvert annað til þess að flytja að „kjötkötlunum" við Faxaflóa. Við eigum að sjálf- sögðu að gera rökstudda kröfu til okkar hluta af þjóðarkökunni margumræddu en viðurkenna á móti þörf okkar á að eiga höfuð- borg sem við getum öll verið stolt af og að þar fer ýmislegt fram sem við þurfum ekki að reikna með úti á landi. Hins vegar eigum við að halda á lofti fjölmörgum veigamiklum kostum samfara búsetu úti á landsbyggðinni. Við verðum samfara markvissum aðgerðum í byggðamálum að snúa umræð- unm við, byggja sjálfstraustið upp að nýju. Við sem byggjum Norðurland eystra þurfum að mínu mati ekki að kvíða framtíðinni ef rétt verð- Á laugardaginn voru nemendatónleikar í Tóniistarskólanum á Akureyri. Hér sjást nokkrir nemendur úr forskólan- um spila á blokkflautur undir stjórn Lilju Hallgrímsdóttur. ur á málum haldið. Við búum í gjöfulum landshluta sem býður upp á mikla möguleika. Ég horfi til þess tíma þegar lokið verður uppbyggingu, vegur með bundnu slitlagi - mót Eyjafirði að vestan. Við þær aðstæður sem þá hafa skapast höfum við alla möguleika á að mynda verðugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. 30.000 manna þjónustuheild. Ef við ætl- um ykkur að nýta þá möguleika sem breyttar aðstæður bjóða upp á þá verður að koma til hugar- farsbreyting, við verðum að hugsa í Norðausturlandi sem einni heild - þar sem eins og áður sagði, hvað styður annað eða vík- ur fyrir öðru allt eftir því sem við á í hverju tilfelli. Ég vil að lokum leggja áherslu á að framtíð byggðanna er fyrst og fremst í höndum okkar sem þar búum. í tvennum skilningi, annars vegar þá kjósum við yfir okkur það pólitíska vald sem set- ur þann ramma sem unnið verður eftir, hins vegar þá er það atorka og framfaravilji íbúanna á hverj- um stað sem endanlega sker úr um viðgang hvers byggðarlags, það sýna dæmin. Höfundur er bóndi í Eyjafirði og skipar 3. sæti B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra. Skemmtanir: Rússnesk þjóðlög Örn Viðar Erlendsson, gítar- leikari og Þór Sigurðarson, bassasöngvari, hafa að undan- förnu verið að æfa dagskrá sem þeir flytja á árshátíðum, þorrablótum og öðrum uppá- komum. Hér er um að ræða skemmtileg rússnesk þjóðlög, einleik á gítar og upplestur á Ijóði Davíðs Stefánssonar sem hann samdi í Rússlandi. Þeir félagar hafa þegar flutt þessa dagskrá við góðar undirtektir og munu koma víða fram á næstunni, m.a. á árshátið hjá Sjálfsbjörg og á Hótel KEA helgina 13.-14. febrúar. Rússnesk þjóðlög heyrast ekki oft hér á landi en vekja ávallt mikla athygli. Bassasöngvarar eru heldur ekki á hverju strái en Þór Sigurðsson er mikill áhuga- maður um bassasöng. Nokkrar helgar munu vera lausar hjá þeim Erni og Þór ef fólk vill fá að heyra þessa skemmtilegu dagskrá. SS Vöruskiptajöfn- uður hagstæður í desembermánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir 4.830 millj. kr. en inn fyrir 4.333 millj. kr. fob. Vöruskipta- jöfnuðurinn var því hagstæður um 497 millj. kr. Hins vegar kemur á desemberreikning innflutnings verðmæti lenginga og endurbóta á flskiskipum erlendis á árinu 1986. Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans, sem byggjast m.a. á tölum um lántökur, var um 930 millj. kr. varið erlendis til þessara verkefna á árinu. Færsla þessa innflutnings í desember hefur í för með sér, að í skýrslum telst vöruskiptajöfnuðurinn í þeim mánuði óhagstæður um 433 millj. kr. fob. Rétt er að taka fram, að innflutningur af þessu tagi er nú talinn í verslunarskýrslum í fyrsta sinn. Allt árið 1986 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 45 milljarða króna en inn fyrir 41,1 milljarð króna fob. Vöruskiptajöfnuður- inn varð því hagstæður um 3.866 millj. kr. á árinu 1986 en var í járnum árið áður. Heildarverðmæti vöruútflutn- ings á árinu 1986 reyndist 16% meira en árið áður og er þá mið- að við breytingu á föstu gengi eins og hún mælist rniðað við breytingu á meðalgengi krónunn- ar á viðskiptavog. Verðmæti útfluttra sjávarafurða varð 19% meira á föstu gengi en árið áður, verðmæti útflutts áls var 7% meira, en verðmæti kísiljárns, sem flutt var út, reyndist 5% minna á föstu gengi en árið áður og stafar það af verðfalli á þessari afurð. Verðmæti annarrar útfluttrar vöru reyndist loks 7% meira á föstu gengi á árinu 1986 en árið næst á undan. Árið 1986 voru sjávarafurðir 77% af vöruútflutningnum í heild samanborið við tæplega 75% árið 1985 en hlutdeild áls minnkaði úr 10% af heildinni 1985 í 9% árið 1986. Borgarbíó „Purpuraliturinn" Heimsfræg, bandarísk stór- mynd sem fariö hefur sigur- för um allan heim. Miðvikudag kl. 9.00: Síðasta sinn. Til sölu flugfiskur 22 fet með Mercruser 145 turbo. Selst með eða án búnaðar. Upplýsingar í síma 96-61806 eftir kl. 19.00.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.